Þjóðviljinn - 20.02.1982, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Qupperneq 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILiJINN Laugardagur 2Ó. febrúar 19»2 Þverá i Laxárdal. Þar bjuggu foreldrar Benedikts og hann sjálfur «1 aö byrja meö. Og á Þverá var haldinn stofnfundur Kaupfélags Þingeyinga 20. febr. 1882. Benedikt Jónsson á Auðnum og Guöný Halldórsdóttir kona hans. Þegar rætt er um Kaup- félag Þingeyinga, stofnun þess og aödraganda, hlýtur að bera þar hátt nafn Benedikts á Auðnum, mannsins, sem stundum hefur verið nefndur heili samvinnuhreyfingarinnar á islandi. En Benedikt var ekki einasta djúpvitur og gagnmenntaður hugsjóna- maður, heldur fylgdu þar athafnir orðum í næsta fá- gætum mæli. Það er því ekki að ófyrirsynju að þessa merkilega og ein- stæða brautryðjanda sé að nokkru minnst nú á 100 ára afmæli þess félagsskapar, sem hann átti manna mestan þátt í að gæða varanlegu lífi. Sveinn Skorri Höskuldsson, prófessor, hefur kynnt sér hiö óvenjulega mikla og margþætta ævistarf Benedikts frá Auðnum. Það sem hér fer á eftir, er byggt á spjalli undirritaðs við Svein Skorra. Lætur þó að likum að i stuttu viðtali muni á fátt eitt drepið og lauslega af störfum þessa manns. Frásögn af þeim er efni i heila bók og hana stóra, ef rækilega væri á fjörur gengið. Snemma beygist krókurinn Benedikt Jónsson var fæddur að Þverá i Laxárdal i Suður-Þing- eyjarsýslu 28. janúar 1846. For- eldrar hans voru hjónin Jón Jóa- kimsson og Herdis Asmunds- dóttir. Þau voru alivel efnum búin og heimilið að Þverá mikið menn- ingarheimili. Bókakostur var þar góður og mjög umfram það, sem gerðist á flestum sveitaheimilum i þá daga. Jós Benedikt i æsku ótæpt af þessum brunni,enda bæði námfús og bókgefinn. Heimilis- bókasafnið á Þverá nægði þó Benedikt engan veginn, heldur leitaði hann einnig fanga þangað sem hann vissi að bækur voru fyrir, eins og t.d. hjá Jóni á Gaut- löndum og sr. Magnúsi Jónssyni á Grenjaðarstað. Námfúsir ung- lingar munu og gjarna hafa haft þann hátt á, að skiptast á bókum, sem þeir fengu lánaðar og var ''vlst látið átölulaust af eigendum. Sjálfur fór Benedikt að kaupa bækur á ungum aldri. Benedikt var i raun og veru há- menntaöur maðui; að miklu leyti af sjálfsnámi. Hann lagði sig eftir að komast niður I erlendum málum og ensku lærði hann að nokkru af enskum laxveiði- mönnum og náttúruskoðurum. Um tlma var hann við nám hjá sr. Magmisi á Grenjaöarstað og þar kynntist hann konuefni slnu, Guðnýju Halldórsdóttur, en hún var bróður- og uppeldisdóttir sr. Magnúsar. Systir sr. Magnúsar ’var Guðný á Klömbrum, fyrsta islenska konan, sem fékk birt eftir sig ljóð á prenti og kom það I Fjölni. Kvonfang og búskapur Eitthvað munu aðstandendur Guðnýjar hafa verið ósáttir við samdrátt þeirra Benedikts og var hún þvi send austur að Hólmum við Reyðarfjörð til sr. Hallgrims Jónssonar og Kristrúnar frænku sinnar, æskuunnustu Baldvins Einarssonar. Þessi ráðstöfun kom þó fyrir ekki og giftust þau Guðný og Benedikt 8. okt. 1870. Fyrstu árin eftir giftinguna voru þau á Þverá en árið 1874 fluttu þau I Auðnir og settu þar saman bú. Eru Auðnir næsti bær sunnan við Þverá, litil jörð. A Auðnum bjuggu þau til 1905 en fluttu þá til Húsavikur og áttu þar heima upp frá þvi. Benedikt dó 1. febrúar 1939, en Guðný var þá önduð fyrir nokkru. Þau áttu 5 dætur. Auðnir leyfðu engan stórbúskap og mun fjárhagur þeirra hjóna hafa verið i þrengra lagi. Bú- skapurinn á Auðnum hvildi fyrst og fremst á herðum Guðnýjar. Benedikt var öllum stundum önnum kafinn við allskonar félagsmálastörf og æ þvi meir, sem á ævina leið. Fjölhæfur hugsjónamaður Það, sem einkenndi Benedikt á Auðnum, var einkum tvennt: Hann var hreinræktaður hug- sjónamaður svo að segja má, að hann hafi eingöngu lifað fyrir hugsjónir sinar, og að hinu leytinu einstök fjölhæfni. Hann gerði sér dagleg störf að hreinni list. Búið var litið, jarðnæði sneið þvi stakk, en umgengni öll, þrifnaöur og aðbúnaður að skepnum var einstök. Hann var geysi hagur i höndum, smiður bæði á tré og járn, gerði við hluti, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Hann hafði mikinn áhuga á tæknilegum efnum, tók ljósmyndir, gerði sér myndaplötur og framkallaði myndir. Ahugamál hans voru á mörgum sviðum alla tið, hann forvitnaðist um allt, ekkert mannlegt virtist honum óviðkom- andi, alltaf brennandi á and- anum. Þegar hann var að hefja búskap voru Amerfkuferðirnar byrjaðar. Hann skrifaðist á við menn, sem farnir voru vestur, spurðist fyrir um alla skapaða hluti, fékk sent fræ af ýmsum jurtum, sem hann svo gerði tilraunir með að rækta hér heima. Náttúrufræði var eitt af hans áhugamálum. Af bréfa- safni hans má ráða, að sjálfur var hann að velta fyrir sér vesturför allt fram um 1880. Ef svo hefði \ ö »\ \>VA n y tl1 p9* se” V / v.°rt'a 1 t” \ ú\ al)* málum skipast mundi trúlega ýmislegt hafa orðið með öðrum hætti hér heima á Fróni. Hann var ákaflega músikalskur og mun sá hæfileiki m.a. hafa þroskast fyrir kynni hans af sr. Magnúsi á Grenjaðarstað. Hann lék á flautu, fiðlu og orgel. Hann lagði sr. Bjarna Þorsteinssyni til mjög mikið af þjóðlögum þegar sr. Bjarni var að safna þeim, lik- lega fáir verið þar drýgri, og hvatti aðra til að gera hið sama. Sjálfur samdi hann lög. Sýslumaður þegar þörf krafði Löngu áður en Benedikt hætti búskap var hann farinn að vinna við bókhald, afgreiðslustörf og vörupantanir fyrir kaupfélagið, jafnframt þvi, sem hann gegndi hreppstjóra- og sýslunefndar- mannsstörfum fyrir sina sveit. Og þegar Steingrimur Jónsson varð sýslumaður Þingeyinga 1896 byrjar Benedikt að vinna á sýslu- skrifstofunni og annast starf sýsluskrifara eftir 1905. Oft var hann settur sýslumaður þegar Steingrimur var ekki viðlátinn. Og það er til marks um færni hans i dönsku, að oft þurfti hann að halda rétt yfir Dönum af ýmsum tilefnum og yfirheyrði þá og bókaði allt sjálfur. Það var aðdáunarverð lifsorka, sem bjó i þessum smávaxna manni og var hann þó ekki heilsuhraustur. En þó að Benedikt kæmi þannig viða við sögu þá var hans mikla ævistarf fyrst og fremst bundið við félagsmálin og svo bók- menntastarfsemi i héraðinu. Hugmynda- fræðingurinn Benedikt tók strax i upphafi mikinn þátt I undirbúningi að stofnun Kaupfélags Þingeyinga. Og það var hann, sem lagði hinn hugmyndafræðilega grundvöll að samvinnuhreyfingunni. Aður höfðu verið stofnuð verslunar- félög, hérlendis, en þau urðu flest skammlif, af ýmsum orsökum. Þessa sögu þekktu þeir Benedikt og félagar hans. Að nokkru leyti fóru þeir troðna slóð en að ööru leyti lagði Benedikt til þann félagshyggju- og hugsjónaneista sem dugði til þess að kveikja eldinn. Þegar Kaupfélag Þingeyinga reis á legg var fyrir sterk og gróin verslun á Húsavik, örum og Wulff, sem Þórður Guðjohnsen

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.