Þjóðviljinn - 20.02.1982, Síða 18

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Síða 18
18 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardágur 20. febrúar 1982 Landssamband íslenskra samvinnustarfsmanna: Ung og vaxandi samtök Núverandi stjórn LIS. Fremriröö frá v: Jóhann Sigurðsson, Akureyri, Kristjana Sigurðardóttir, Isafirði, Þórir Páil Guðbjörnsson, Bifröst, formaður, Ann Mari Hansen, Hafnarfiröi. Aftari röð frá v: Gyifi Guð- marsson, Akureyri, Gunnar Sigurjónsson, Kópavogi, Eysteinn Sigurðsson, Reykjavik, Jóhann Steinsson, Kópavogi, Gunnar Jónsson, Ilúsavik, Kristinn Jónsson, Búðardai. A myndina vantar Jón Kristjánsson, Egilsstöðum. Á siðustu árum hefur verið að vaxa nýr meiður í samvinnustarfinu á is- landi sem vissulega er vert að geta, þegar horft er til baka á merkum tímamót- um 100 ára sögu eða skyggnst inn í framtiðina. Þessi nýi meiður er Lands- samband ísl. samvinnu- starfsmanna sem stofnað var að Bifröst, 1.-2. sept- ember 1973. Þá voru aðeins starfandi 9 félög samvinnustarfsmanna, en nú eru þau orðin 42 og félagsmenn nærri fimm þúsund. Enn vantar þó á, að allir starfsmenn samvinnufélag- anna séu i þessum samtökum, en fastir starfsmenn munu nú vera a.m.k. sjö þúsund. Fyrstu verkefnin Það rikti mikill áhugi og fram- kvæmdahugur á stofnþingi LtS fyrir tæpum áratug og þingið samþykkti einar 60 ályktanir um hin margvislegustu mál. M.a. var ákveðið að ráðast i byggingu or- lofshúsa að Bifröst fyrir hin ýmsu aðildarfélög. Nú eru orlofshúsin á Bifröst orðin alls 25, en auk þess eiga mörg félög hús viðsvegar um landið. Annað verkefni sem fljótlega var ráðist i var útgáfa blaðsins Hlynur, sem Sambandið hafði gefið út sem starfsmannablað lengst af, en útgáfunni svo hætt. skyldi vera auðveldast að finna mesta vöruvalið? Við mælum með Domus Á einum stað bjóð- um við geysilegt úrval af alls kyns vörum á alls kyns verði. Þú finnur það sem þig vantar í Domus... og ^ gleymdu ekki kaffi- teríunni ef fæturn- ir eru farnir að lýjast! 1 • Úrval af fatnaði frá Marks og Spencer • Leikföng • Búsáhöld, gjafavörur og raftæki • Skófatnaður • Ferðavörur • Bakpokar • Svefnpokar • Kuldaskór á alla fjölskylduna ......................................... Ritnefnd Hlyns að störfum skömmu eftir að LÍS hóf útgáfu blaðsins. Frá v.: Pálmi Gisiason, Sveinbjörg Guðmundsdóttir, Reynir Ingi- bjartsson, Gunnar Sigurðsson og Guðmundur R. Jóhannsson. — Mynd- in er tekin 1975. Hafði LIS um þessa útgáfu sam- vinnu við Nemendasamband Samvinnuskólans. Nú er Hlynur orðinn með stærstu timaritum að upplagi og meðal áskrifenda allir félagsmenn i LÍS. Út koma 6 tölu- blöð árlega. Þegar LIS var stofnað höfðu um langt skeið starfað samtök sam- vinnustarfsmanna annars staðar á Norðurlöndum. Það var þvi eitt fyrsta verkefnið að tengjast sam- starfi þeirra og gerast aðili að svokölluðu KPA-ráði, sem i eiga sæti tveir fulltrúar frá hverju landanna. Siðan hefur LIS tekið virkan þátt i þessu Norðurlanda- samstarfi og staðið fyrir nokkr- um mótum á íslandi með þátttöku samvinnustarfsmanna frá öllum Norðurlöndunum. Nú er Pétur Kristjónsson fyrrv. formaður LIS formaður KPA-ráðsins. 1 framhaldi af samstarfi við samvinnustarfsmenn annars staðar á Norðurlöndum hóf LIS að standa fyrir hópferðum til Norðurlanda i samvinnu við Sam- vinnuferðir/Landsýn. Þetta voru oftast svokallaðar tjaldferðir þ.e. dvalið á hinum velbúnu tjald- stæðum sem eru i þúsundatali á Norðurlöndum. Með þvi að ferð- ast i leiguflugi og nota þessa að- stöðu, hafa þetta orðið langódýr- ustu utanlandsferðirnar á undan- förnum árum og hefur verið ferð- ast um öll Norðurlöndin frá nyrstu slóðum til þeirra syðstu. Hefur ferðafólki þótt þetta sér- staklega þægilegur og skemmti- legur ferðamáti. Aöild að lífeyrissjóðum Fljótlega eftir stofnun LIS gerðist sambandið aðili að stjórn Lifeyrissjóðs SIS fyrir hönd sjóðsfélaga. Avallt hefur verið mikið fjallað um lifeyrismálin á þingum LIS og um siðustu áramót náöist sá áfangi að verðtryggja 100% lifeyri úr sjóðnum. Fyrir nokkrum árum beitti LIS sér svo fyrir stofnnp félags lifeyr- isþega. Starfsmannafélag hjá nær hverju samvinnufélagi eða fyrirtæki Mikilvægasti árangurinn af starfi LIS þessi ár hefur án efa verið stofnun og starf hinna fjöl- mörgu starfsmannafélaga, sem stofnuö hafa verið hjá öllum kaupfélögunum nema þeim allra smæstu og ýmsum samvinnufyr- irtækjum öðrum, en tilvera LIS hefur svo gert hinn mikla fjölda samvinnustarfsmanna i landinu að einni skipulagslegri heild. Það tekur að sjálfsögðu nokk- - urn tima að vinna nýjum félögum og samtökum viðurkenningu og sjálfsagðan tilverurétt og svo hef- ur verið i þessu tilfelli. Varkárni og jafnvel tortryggni hefur gætt frá stéttarfélögunum og samtök- um þeirra og sama hefur verið uppi á teningnum i samvinnufé- lögunum. LIS og starfsmannafé- lögin hafa þvi verið eins og á milli steins og sleggju. Þó miðar stöð- ugt i áttina með hverju árinu. Aukin áhrif samvinnustarfsmanna Meðal fyrstu baráttumála var að auka áhrif starfsmanna á störf og rekstur samvinnufélaganna. Þar hefur miðað hægt, en skref i áttina hafa verið, að hjá fjöl- mörgum samvinnufélögum eru nú starfsmenn i stjórn, þó viðast aðeins með málfrelsi og tillögu- rétt. Viða er það i ráðningar- samningum, að allir nýir starfs- menn verða um leið félagsmenn i starfsmannafélaginu og nokkur starfsmannafélög hafa gert sér- staka samninga við fyrirtækin um ýmis hagsmunamál. Á sl. ári voru sett ný lög um að- búnað, öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum, þar sem starfsfólki á öllum vinnustöðum að undan- skildum þeim allra smæstu er gert að skyldu að kjósa sér örygg- istrúnaðarmenn. Fjölmörg starfsmannafélög hafa sýnt þess- um merku lögum áhuga og haft frumkvæði að þvi að kosnir væru öryggistrúnaðarmenn og örygg- isnefndir á samvinnustöðunum. Þá er fyrirhugað á þessu afmæl- isári, að samvinnustarfsmenn minni á það með átaki á öllum vinnustöðum i samvinnufélögun- um til að bæta og prýða vinnuum- hverfið innan dyra sem utan. Verður sérstök áhersla lögð á þetta frá 15. mai til 1$. júni. Mikil umskipti í fræðslu- málum samvinnustarfs- manna Aukin fræðsla og námskeiða- hald fyrir starfsmenn samvinnu- félaganna hefur alla tið verið eitt af höfuðbaráttumálunum hjá LIS. Stórkostleg breyting varö á þeim málum, þegar Samvinnuskólan- um var falið að skipuleggja og standa fyrir námskeiðahaldi á vegum samvinnufélaganna fyrir félagsmenn og starfsmenn. Eru þessi námskeið einn allra já- kvæöasti þátturinn i starfi sam- vinnufélaganna siðustu árin. Mörg starfsmannafélög hafa svo staðið fyrir námskeiöum af ýmsu tagi og þar hefur farið mest fyrir fræðslustarfinu i Hamra- görðum, félagsheimili samvinnu- manna i Reykjavik. I þvi húsi eru haldin tugir námskeiða hvern vetur með hundruðum þátttak- enda. Við stofnun LÍS opnaði lands- sambandið fljótlega skrifstofu i Hamragörðum og þar hefur hún verið siðan. Að þessu hefur verið mikill gagnkvæmur styrkur, bæði fyrir LIS og félögin sem reka Hamragarða, en það eru starfs- mannafélögin i Reykjavik ásamt Nemendasambandi Samvinnu- skólans. Hefur starfsmaður LIS jafnframt haft umsjón með fé- lagsstarfinu i félagsheimilinu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.