Þjóðviljinn - 23.02.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.02.1982, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 23. febrúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 „Viö teljum það mikilvægast á þessu stigi aö Evrópubúar komi því þannig til leiðar aö öllum ábyrgum stjórnmálamönnum verði ljóst, að þaö sé pólitískt ómögulegt að staðsetja ný kjarnorkuvopn i Evrópu." Kjarnorkuvopnalaust svæði sem byggt er áalþjóðasamningiaf þvi formi sem ég hef lýst ner a undan verður að hljóta samþykki kjarnorkuveldanna: Sovétrikj- anna, Bandarikjanna, Bretlands, Frakklands og Kina. Slikur samningur getur aldrei orðið aö veruleika nema við ráöfærum okkur við NATO-veldin. En þetta þýðir ekki aö samningaviöræð- urnar fari fram á vegum NATO. Það er mikilvægast að ef rikis- stjórnir NorBurlandanna hafa já- kvætt viBhorf til málsins þá ráB- færi þær sig hver viB aBra — þvi fyrr þvi betra. Rikisstjórnirnar verBa aB koma sér saman um ýmis grundvallaratriBi, gera sér ljóst hvað þær eru sammála um og hverra sameiginlegra hags- muna þær eiga að gæta. tsland verður að taka þátt i þessum undirbúningi. Að þessum um- ræðum loknum skulum viB leggja fram framkvæmdaáætlun. Og þá vaknar spurningin: hver á aB semja viB hvern og um hvaB Samtök þin berjast einnig gegn þvi aö NATO setji upp Pershing og Cruise flaugarnar I Evrópu. Takið þið tillit til nauðsynlegra varna Vesturlanda? Sovétrfkin eru öflugri af venjulegum hern- aðartækjum, og verðum við ekki að mæta þessu með kjarnorku- vopnum? Það er ekki sjálfsagt aö Vestur- veldin svari árás með venjuleg- um vopnum meB þvi að beita kjarnavopnum. Þetta er afleiðing pólitiskrar ákvörðunar.ákvörBun- ar sem við erum ekki sammála. Við hér á Vesturlöndum ættum að vera full fær um að verja frelsi okkar og sjálfstæði án þess að beita kjarnavopnum, til og meB aB vera fyrstir til aö beita slikum vopnum. ViB höfum stórt og öflugt varnarbandalag. ViB erum fleiri hér i Vestur Evrópu og N.-Ameriku en Sovétmenn og A.-Evrópubúar. Okkar efnahagur er betri og viB höfum mikla tækni til umráBa. Hættan á gagnkvæmri tortim- ingu þrúgar okkur. AB okkar mati þarf að eyða þessari hættu. Við þurfum að endurskipuleggja varnir okkar þannig aB frelsi okk- ar og sjálfstæði sé ekki háB kjarnorkuvopnum. ÞaB eru póli- tískar ákvarBanir sem hafa valdiB þvi aB svo mikil áhersla er lögð á kjarnorkuvopn og við þurf- um nýjar pólitiskar ákvarBanir til aB breyta þessu. ÞaB er varla hægt aB hugsa sér aB þessi vopn verBi notuB án þess aB til komi gagnkvæm tortiming. Er pólitiskur vilji til afvopnun- ar fyrir hendi i Washington og Kreml? ÞaB veit ég ekki. En viB munum halda áfram þrýstingi til aB ná okkar markmiBum. En viB gerum okkur engar gyllivonir um aB allt fari vel. ViB teljum þaB mikilvæg- ast á þessu stigi aB Evrópubúar komi þvi þannig til leiBar aB öll- um ábyrgum stjórnmálamönnum verBi ljóst aB þaB sé ekki pólitiskt mögulegt aB staðsetja ný kjarn- orkuvopn i Evrópu. Ef þrýstingurinn er nægur þá gerum við okkur vonir um aö þeir sem standa f samningum i Genf og aBrir, álykti rétt og finni lausn. ÞaB er ekki okkar mál aB semja, þaB gera stjórnmálamennirnir. ViB munum halda áfram aB vinna meBal fjöldans. Norrænn fundur um eiturlyfjaneysluna Atvinnuleysið hluti vaiidaiis Félagslegar ástæður mega ekki gleymast þegar fjallað er um eiturlyfja vandamálið segir Guðrún Helgadóttir Guðrún Helgadóttir al- þingismaður er nýkomin af fundi fulltrúa Norður- landanna um eiturlyf ja- vandamálið/ og Þjv. innti hana af því tilefni frétta. — Þetta var sameiginlegur fundur dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra á Norðurlöndum. Af islands hálfu sóttu fundinn Friðjón Þórðarson dómsmálaráð- herra og ég fyrir hönd Svavars Gestssonar og menn úr ráðuneytunum. Á fundinum gaf FriBjón ÞórBarson skýrslu um eftirlit meB innflutningi eiturlyfja og aB- gerðir hér heima. Fundurinn var haldinn að sérstöku frumkvæði Karin Söder félagsmálaráðherra Svia. Norðurlandaþjóðirnar vilja allar nánari samvinnu viB eftirlit og úrbætur vegna eiturlyfja- vandamálsins. Finnar og tslendingar hafa töluverBa sérstöðu i þessum mál- um; þar eru harðari eiturlyf ekki eins útbreidd og á hinum töndun- um, hins vegar hafa báðar þessar þjó&ir við áfengisvandamáliB að striða eins og kunnugt er. —Fulltrúar Svia og Norðmanna vildu fá Ðani til að loka Christianiu, þeir eru þeirrar skoðunar að Christiania sé aöal markaðurinn fyrir eiturlyf á NorBurlöndunum. Ole Espersen dómsmálaráBherra Dana sagBi Christianiu verBa til umfjöllunar á danska þinginu i vetur og aB þetta væri afar viðkvæmt mál i Danmörku. Meðan veriö var að fjalla um þessi mál urðu miklar mótmælaaðgerðir fyrir utan hiis- iö og voru þeir mótmælendur ýmist með eBa á móti Iokun Christianiu. Fundurinn var eigin- lega haldinn undir lögregluvernd. —í þessari umræBu sagði ég aö margir þjóðfélagsþegnar t'eldu til dæmis BSrseback-kjarnorkuver- ið vera jafn mikið vandamál og eiturlyfjaneyslu. Ég sagði einnig að eiturlyfjaneysla væri yfirleitt flóknara vandamál en svo að markaðurinn einn skipti sköpum. Auk þess væri oft á tiðum mikiB fjármagn lagt i kaup og sölu á eiturlyfjum og margfaldaB til þess aB vera i öBrum rekstri m.a. i fyrirtækjum sem hefðu löglegt yfirbragð. Eiturlyfjaneysla ætti sér lika félagslegar rætur. Þannig væri mikiB atvinnuleysi i þeim löndum þar sem eiturlyfjaneysla væri viBtækt vandamál. ÞaB gæti einn- ig veriB skýringin á þvi hvers vegna viB íslendingar værum svo blessunarlega iausir viB neyslu þessara efna. —Viö vildum siður en svo vera andvaralausir gangvart þessari hættu og vildum þvi fylgjast vel með þróuninni i nágrannalöndun- um og taka þátt i allri samvinnu um þessi inal. Hins vegar sagBi ég Christianiu vera innanrikis- mál Dana og vildi ekki að þessi fundur ályktaði sérstaklega um hana. ÞaB var heldur ekki gert. Þau mættu á norræna fundinn fyrir tslands hönd, Guörún Helgadóttir alþingismaður og Friðjón Þórðarson dómsmála- ráðherra. —A fundinum var samþykkt sameiginleg ályktun þar sem seg- ir m.a. að rikisstjórnir NorBur- landa liti á baráttuna gegn eitur- lyfjaneyslu bæöi sem þjóðlega og alþjóðlega baráttu. Þar er lýst þvi markmiBi aB gera NorBurlönd aB eiturlyf jalausu svæBi, kveBið á um aukna samvinnu tollyfirvalda og lögreglu og ýmislegt fleira. -°g Orkan á jaröhitasvœö" um sé þjóöareign Kjartan Jóhannsson og fleiri Alþýðuflokksmenn hafa lagt fram frumvarptillaga um breytingu á Orkulögum. Þetta frumvarp er i samræmi við önnur frumvörp Al- þýðuflokksins um þjóðareign á landi og náttúrugæðum. Frumvarpið íelur það t.d. i sér að orkan sem fólgin er i háhita- svæðum landsins sé sameign þjóðarinnar. Frumvarpið fjallar einnig um rétt rikisins til rann- sókna og framkvæmda við orku- leit og boranir og bótatjón til landeigenda af þessum sökum. — óg Söluskattur af bensíni Þingmenn Sjálí'stæðisflokksins i neðri deild alþingis hafa lagt fram frumvarp um söluskatt. Þar segir að 0.09 krónur (það eru niu aurar) aí' söluskatti af bensini skuli renna til framkvæmda i vegamálum. Þetta fyrirkomuiag á að gilda frá 1. mars i ár til loka ársins. Flutningsmenn segja i greinargerð að þessi upphæð nema niu miljónum króna sem ætti samkvæmt frumvarpinu að renna til framkvæmda i vega- málum. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.