Þjóðviljinn - 26.02.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.02.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. feb^ viðtalið Spjallað við formann Kattavina félagsins, Svanlaugu Löve: „Erum nú að eyrna merk j a alla ketti” Þau eru mörg áhugamanna- félögin til I þessu landi og ekki ómerk, sum hver. Eitt þeirra er Kattavinafélagið og I tilefni þess að sá merki félagsskapur heldur aðalfund sinn um helg- ina, datt okkur I hug að slá á þráðinn og spyrja frétta. For- maður Kattavinafélagsins er Svanlaug Löve og við spurðum hana fyrsthversu margir væru i þessu ágæta félagi: „Núna eru nákvæmlega 530 manns i Kattavinafélaginu og þeir eru alls staðar að af land- inu. Flestir eru þó héðan af Stór-Reykjavikursvæöinu en einnig allmargir frá Akureyri. Þetta félag er stofnað 28. febr- úar 1976 og átti þvf 6 ára afmæli um daginn.” — Til hvers Kattavinafélag? „Tilgangurinn með stofnun þessa félagsskapar er að stuðla að bættri meðferð katta. Allir kettir eiga að njóta lögverndar dýraverndunarlaganna, þar sem m.a. er kveöiö á aö hver Svanlaug Löve með R-2004! einasti köttur eigi að hafa ör- uggt húsaskjól. Annars er með- ferð á köttum hér á landi yfir- leitt mjög góð en þetta þjóðfélag eins og önnur á sér sina svörtu sauði. Kettir eru nefnilega kul- visir, enda hitabeltisdýr, og þess vegna eiga þeir mjög erfitt • með að vera dtigangandi. Hér á Stór-Reykjavikursvæðinu áætl- um viö að séu um 6000 kettir og langflestir þeirra eru heimilis- fastir einhvers staðar.” — Eru kettir hér jafngamlir tslandsbyggð? „Þaö er þvi miöur ekki vitað örugglega, en núna standa yfir rannsóknir um uppruna Is- lenskra katta. Beinist athyglin fyrst og fremst að þvi hvort þeir séu af irsku kyni eða norsku. Hins vegar held ég að einu raun- verulegu islensku kettirnir séu þeir bröndóttu, annaðhvort með sina fallegu svörtu eða hvitu þófa. Það eru ekta islenskir kettir.” — Hefur átt sér stað einhver kynbæting á köttum, likt og gert hefur verið með hunda? „Nei, sem betur fer. Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki rétta aðferðin. Langbesta lausnin er ábyggilega sú að vana sum karldýrin, grisja að- eins, og ala gæflyndari högnana til undaneldis. En að ná upp ein- hverjum sérstökum afbrigðum, líkt og gert er með hundana, finnst mér ónáttúrulegt. Ég er sveitamaður I eöli minu og vil láta náttúruna ráða hér ferð- inni.” — Þú hefur annast marga ketti gegnum tiðina? „Ég á örugglega metið yfir þá sem gætt hafa flestra katta. Ég hef tölu á 1400 köttum, sem ég hef annast en veit aö þeir eru talsvert fleiri, þvi hér á árum áður greip maður oft ketti upp af götunni og hafði enga tölu á þeim. En frá 1977 hef ég rekiö gistiheimili fyrir ketti hér á Reynimel 86 i Reykjavik, og þar getur fólk komið meö ketti, bæði til geymslu I ákveðinn tima og svo auðvitaö flækingsketti sem á vegi þess verða. Ég hef hér 80 fermetra hús og þér er óhætt að trúa þvi að engin lykt er i min- um húsum! Það er nefnilega bara af sóðaskap, sem kattalykt kemur. Þetta eru hreinleg dýr og vilja hafa hreint i kringum sig.” — Og þið ætlið að fara að byggja? „Jú, það var 18. september 1980 sem samþykkt var hjá Reykjavikurborg að úthluta okkur lóð og má þakka blessun- inni henni Guörúnu Helgadóttur fyrir aðstoð I þeim efnum. Lof- orð var gefið fyrir 2000 fermetra lóð uppi á Artúnshöfða, og frumteikningar aö húsi okkar liggja þegar fyrir. Þarna ætlum við að hafa kattageymslu og dýralæknisaðstöðu og svo auð- vitað húsnæði fyrir starfsmann heimilisins. Okkur hefur tekist að safna talsverðu saman af fé I Kattavinafélaginu, en auk fé- lagsgjalda, sem öll renna inn á vaxtaaukareikninga, er alltaf talsvert um áheit og gjafir til okkar. Á siðasta ári fengum við t.d. yfir 16.000 krónur i áheit. Flóa markaðir og kökubasarar hafa einnig skilaö miklu fjár- magni”. — Fleira markvert á döfinni? „Það eru eyrnamerkingarn- ar. Þær eru i fullum gangi undir stjórn Brynjólfs Sandholts hér- aðsdýralæknis og þegar er búið að merkja fjölda katta. Það er gert með þvi að tattóvera núm- er innan i hægra eyra kattarins. Ætlun okkar er að koma upp skrá yfir alla ketti og ef dýr finnst I reiðileysi, sem er merkt, er hægt að snúa sér til okkar og fletta upp I skrám hver sé eig- andinn. Við flokkum þessar skrár eftir sama kerfi og bil- númerin, t.d. verða allir reyk- vlskir kettir meö bókstafinn R o.s.frv.” —v. Öldungar á flakki J 1£&> ? Myndasaga eftir 1 c \ EMIL & HALLGRÍM (HVERÍVIG YÆRí nú AÐ lenda og fa 0KKUR YI5TÍR Ætlarðu að lesa lexiurnar J þinar eða ekki? Já, ég er í rauninni mjög viljasterkur En... eins og venjulega er þaö minnihlutinn sem ræöur mér. Nú eru þeir farnir að halda þvi fram I Þjóðviljanum aö bylting- in EIGI að vera tedrykkjuboð. Það þykja mér þunnar trakter- ingar, herra minn trúr. Ég held ég fái mér heldur vodkatár þeg- ar þar að kemur. Af sundurlyndinu í Sjálfstæðisflokknum Prófkosn- ingar 1946 — dæmisaga Arið 1946 ákvaö Sjálfstæðis- flokkurinn að viðhafa prófkosn- ingar i Reykjavik fyrir þing- kosningarnarsama ár, en flokk- urinn haföi viðhaft prófkosn- ingar fyrir bæjarstjórnarkosn- ingar veturinn á undan. Skráöir meðlimir sjálfstæðis- félaganna fengu prófgögnin send heim i pósti — svona var flokkurinn lýðræðislegurþá. Aö auki gátu allir sjálfstæðismenn, þ.e. stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins, tekið þátt I prófkosn- ingunni, en hún fór fram dagana 16. og 17. april á skrifstofu flokksins, sem þá var aö Thor- valdsenstræti 2. Morgunblaðið sagði rækilega frá kosningunni dagana á undan. Siðan renna upp prófkosn- ingadagar. Og viti menn. Morgunblaðiö þegir þunnu hljöði. Ekkert er minnst á málið i heilan mánuð! Hvaö hafði skeð? Hinn 18. mai birtir Morgun- blaöið yfirlýsingu frá kjör- nefndinni. I henni segir, að yfir- gnæfandi meirihluti hafi kosið fjóra þingmenn Reykjavikur: Bjarna Benediktsson, Pétur Magnússon, Hallgrim Bene- diktsson (föður Geirs Hall- grimssonar) og Sigurð Krist- jánsson, og ennfremur Jóhann Hafstein. Sjötti maðurinn hafi verið Björn ólafsson, og hafi hann aðeins fengið rúman helm- ing á við þann fimmta. Kjör- nefnd segist hafa boðiö Birni Ólafssyni sjötta sætið, en hann hafnað þvi. 1 samráði viö mið- stjórn hafi kjörnefndin boðið Birni nýja kosningu, en hann einnig hafnaö þvi. Og enn spyrjum við: hvað hafði skeð? Stuttu siðar birtist grein i Morgunblaðinu, þar sem segir frá grein I Visi þess efnis, að ekkerthafi veriö að marka próf- kosninguna. Flokksforystan hefði unnið gegn Birni ólafssyni til að hefna sin á andstöðu hans við Nýsköpunarstjórnina. Björn Ólafsson hafi hótað sérframboði fengi hann ekki sæti ofar á listanum. 1 lok mai stillti kjörnefndin upp og skilaði af sér til fulltrúa- ráðsins — sú uppstilling var I samræmi við niðurstöðu próf- kosninganna. Máliö leystist meö þvi, að Bjarni Benediktsson stóö upp á fundinum og bað um sjötta sætið á listanum. Siöan var fært upp og Björn Ólafsson fékk fimmta sætið. Man nokkur cftir þvi þegar Ellert Schram stóð upp og bað um sjötta sætið? Nú, sagan er auðvitaö ekki öll. Nú liður að kosningum. Og þá hefndi flokksforystan sin enn á ný. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra þingmenn I Reykjavik og einn uppbótarþingmann úr sama kjördæmi. En uppbótar- maðurinn varð reyndar Bjarni Benediktsson. Björn Ólafsson var strikaður út. Svo segja menn, aö sundur- lyndi einkenni Sjálfstæðis- flokkinn einmitt um þessar mundir. En sundurlyndið er engin ný bóla á þeim bæ, eins og þessi litla saga sýnir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.