Þjóðviljinn - 26.02.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.02.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. febrúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Fjölmennur fundur um konur í framboði í Háskólanum „Okkar ilokkur er vett- vangur sósialskra kvenna” Fjórir frummælenda á Háskólafundinum frá vinstri Sigrún Magnúsdóttir frá Framsóknarflokki, Ast- hildur ólafsdóttir frá Alþýöuflokki, Ingibjörg Rafnar frá Sjálfstæbisflokki og Guörún Agústsdóttir frá Alþýðubandalagi. A myndina vantar einn frummælenda, Sigrúnu Siguröardóttur frá kvennafram- boöi. Ljósm.eik. sagði Guðrún ✓ Agústsdóttir ,,Við verðum aö horfast í augu við þaö aö þótt allar konur eigi sameiginlega reynslu á sumum sviöum, þvi við erum allar kúgaö- ar vegna kynferöis okkar,— þá er kúgun ýmissa kvenna tvöföld. Viö getum ekki horft framhjá stétta- andstæðum i okkar kapítaliska þjóðfélagi — konur ur verkalýös- stétteru mun verr settar en konur sem geta lifaö af launum 8 stunda vinnudags eöa minna og njóta þeirra forréttinda, aö geta stund- að nám og félagslif og annað sem hugur þeirra stendur til. Þess vegna vil ég tengja jafnréttisbar- áttu kvenna baráttunni gegn auö- valdsskipulaginu, og ég vil einnig starfa i flokki sem berst gegn hernaðarbrölti stórveldanna og gegn her í landi og veru okkar í Nató. Þess vegna tel ég aö vett- vangur sósialiskra kvenna sé i AI- þýðubandalaginu.” Þetta sagði Guðrún Agústsdóttir m.a. á fjöl- mennum umræðufundi um hlut- verk kvenna i stjórnmálum og kvennaframboö sem haldinn var i Háskólanum á miövikudags- kvöld. Ein leið en ekki leiðin I framboöi — er kvennaframboö leiðin? Frummælendur voru Sig- rún Siguröardóttir frá Kvenna- framboði, Asthildur Ólafsddttir frá Alþýðuflokki, Sigrún Magnús- dóttir frá Framstíknarflokki, Ingibjörg Rafnar frá Sjálfstæðis- flokkiog Guðrún Agústsdóttir frá Alþýðubandalagi. Fundurinn var mjög fjörugur og auk framsögu- manna tóku 10 konur aðrar til máls. Svo sem við mátti bUast svöruðu fulltrUar stjórnmála- flokkanna spurningunni um hvort kvennaframboð væri leiðin neit- andi. Svar Guðrúnar var á þessa leiö: „Kvennaframboö er I min- um huga ekki leiöin, heldur ein leið til að virkja fleiri konur til þátttöku í stjórnmálum, þannig aö reynsla þeirra og sjónarmið birtist I þjóðfélagslegri umræðu og ákvaröanatöku. Og umræðan um kvennaframboð hefur gert mikið gagn. HUn lætur engan i friði —fólkveröur að taka afstöðu þegar kvennahreyfingin fer af staö af fullum krafti.” Sérstaða Alþýðubanda- lagsins GuðrUn rakti þá sérstöðu sem Alþýðubandalagið hefur i jafn- réttismálum og sagði: 1 Alþýðu- bandalaginu hefur farið fram meiri umræða og umfjöllun um jafnréttismál en innan annarra stjtírnmálaflokka. Við vitum að stísialisminn frelsar ekki sjálf- krafa konurnar og þess vegna sitjum við heldur ekki með hend- ur I skauti i okkar sósíalíska flokki og blðum eftir jafnréttinu — vitum aö það berst engin betur fyrir málefnum kvenna en konur sjálfar. Hins vegar er það degin- um ljósara að okkar barátta hef- ur verið mun auöveldari en sú barátta sem konur annarra flokka haf a þurft að heyja, sósial- istar hafa mun betri forsendur til að skilja jafnréttissjónarmið allraminnihlutahópa,þó hæpiö sé að telja konur til þess hóps, og kúgaðra en það tel ég okkur konur vera. Ég tel að barátta sósial- iskra kvenna tilaukinna áhrifa og þátttöku i stjórnmálum sé best háð innan mins flokks, Alþýðu- bandalagsins.” Pólitiskt litróf kvennaframboðs A fundinum var ýmsum spurn- ingum beint til fulltrúa kvenna- framboðsins og þá einkum um stefnuskrána og hvar i , jiið ptíli- tiska litrtíf” hópurinn ætlaði að skipa sér fyrir og eftir kosningar. En stefnuskráin er enn ófrágeng- in svo fátt varð um svör. Þó kom fram i máli Sólrúnar Gisladóttur að hópurinn muni beita sér fyrir styttri vinnutima allra, jafnt kvenna sem karla, aðhverfasam- tök ættu að fá bein áhrif á sitt næsta umhverfi. 1 máli hennar kom fram sú skoöun að stjtírn- málaflokkarnir væru likt og ónýt verkfæri til þessara hluta, safn- gripir sem ættu sér litla framtið. Markmiðið væri ekki að stofna flokk heldur smiða nýtt tæki sem hefði afl til breytinga. Sem fyrr segir var fundurinn fjörugur og langþreyttur fundar- maður (karlkyns) sagöi við blaðamann að honum loknum að alla vega væri kvenfólkið mun glaðbeittari og skemmtilegri stjórnmálamenn en karlamir. — AI Yfirskrift fundarins var: Konur Dagmæður í Reykjavík ræða baráttuleiðir: Leyfum skilað 1. maí ,/Við erum alls ekki að mótmæla því, að dag- mæður séu framtals- skyldar — það hljótum við auðvitað að vera eins og aðrir þegnar þessa lands. Það sem við viljum mótmæla er í fyrsta lagi það, aö við skulum vera gerðar bókhaldsskyldar og í öðru lagi finnst okkur hér illa komið fram við ein- stæða foreldra. Þetta kom fram i samtali viö Jónu Sigurjónsdóttur, formann Samtaka dagmæðra I Reykjavik, en dagmæður eru að bræða meö sér aðgerðir vegna þeirrar ákvörðunar Ríkisskattstjóra að gera dagmæður bókhaldsskyldar. Hafa komiö fram tillögur i þeirra hópi að skila inn leyfum sinum hinn 1. mai n.k., hafi engin úr- lausn fengist fyrir þann tima. Það kom fram i samtalinu viö Jónu, að dagmæöur ættu i raun ákaflega erfitt með að sundur- greina sina búreikninga i annars vegar heimilisrekstur og hins vegar rekstur vegna starfsem- innar. Mjög erfitt væri t.d. að sundurgreina matarreikninga. Þá kveða skattalög á um, aö enginn frádráttur fæst vegna slits eða viðhalds á húsnæöi. I bréfinu, sem Rikisskattstjóri sendi dag- mæðrum kemur þó fram, að heimilt sé að draga þann liðinn frá tekjum af starfseminni. En litum nánar á það dæmi. Ef dagmóöir tekur aö sér barn i 8 tlma á dag og hefur það i fæöi, fær hún greiddar kr. 2.028,50 (tölur miðaðar við timabilið 1. des.—28. febr. Þær dagmæður, sem sótt hafa námskeið fá kr. 2.108,45). Launaliðurinn er kr. 1.171,60, leikfangagjald kr. 79,00, gjald vegna viöhalds og ræstingarvara er kr. 123,70, og fullt fæði ér kr. 684,20. Dagmæður mega ekki taka að sér fleiri en 4 heilsdagsbörn og er þaö leyfi bundiö þvi, að ekki séu börn undir skólaskyldualdri á heimili hennar. Reikni siðan hver fyrir sig tekjur dagmæðra i Reykjavik. — ast. r Deila um ágæti þorskhausavélar Framleiðendur telja hana góða, aðrir ekki á sama máli Upp er komin deila hér á iandi vegna notkunar hausaseilinga- véla fyrir þorskhausa, sem fara i hersiu fyrir Nlgeriumarkað. A boðstólum eru 3 tegundir slikra seilingavéla og hefur einn véla- framleiðandi, KVIKK S/F sent frá sér fréttatilkynningu þar sem Framleiðslueftirlit sjávar- afurða er ásakað um að standa I vegi fyrir notkun véianna. Segir i fréttatilkynningunni aö vegna „óskiljanlegrar andstöðu sem gætt hefur hjá Fram- leiöslueftirlitinu hafi margir verkendur, sem keypt hafi vélar af KVIKK S/F ekki notað þær”. Segir ennfremur að „Fram- leiðslueftirlitið beri þvi viö aö kaupendur ytra vilji ekki haus- ana i netaslöngum, og ennfrem- ur að i viöræöum milli eins kaupanda og fulltrúa frá viö- skiptaráðuneytinu hafi komið fram að kaupendur hafi ekkert við þetta að athuga.” Jóhann Guðmundsson, for- stjóri Framleiðslueftirlits sjávarafurða sagði i samtali við Þjóðviljann i gær að eftirlitið sé ekkert sérlega hrifiö af þessari vél frá KVIKK S/F, sem er öðru vlsi en hinar tvær tegundirnar sem eru seilingavélar. Til þess að hausarnir þurrkist vel á trön- um þurfa þeir að vera opnir, bil á milli þeirra, og helst þurfa strjúparnir að vita niður. Oft skortir nokkuö á aö þetta náist á þessa vélategund. Þegar svo er hefur þaö áhrif á þurrkun og gæði hausanna. Þá hafa helstu útflytjendur skreiðar, hvatt til verulegrar varkárni I þvi að senda hausa úr landi I netunum. Sent hefur verið nokkurt magn sýna til Nigeriu af helstu útflytjendum, en okkur er ekki kunnugt um aö formlegar umsagnir um þau hafi borist. Hvort einhver ein- stakur kaupandi vilji fá haus- ana i netum, getum við ekki sagt um. Hins vegar var okkur kunnugt um að ýmsir kaup- endur hafa alfariðhafnað þessu. Samkvæmt fyrirmælum um verkun og flokkun á hertum þorskhausum, er ekki bannað að flytja út hausa i pokunum, ef fyrir liggur að kaupandi vilji taka við þeim. Til þess aö Framleiöslueftirlitið geti mælt með notkun þessarar vélateg- undar, þarf að bæta uppheng- inguna og liggja fyrir að kaup- endur vilji taka við þeim. Að lokum sagði Jóhann að ein þessara seilingavéla væri frá fyrirtækinu Stálbergi og heföi hún reynst vel i prufukeyrslu, en hann teldi ekki nægjanlega reynslu komna á hana i fram- leiöslu. —S.dór Landskeppni i skák við Svía Vfð tejium fram í okkar i sterkasta i liði tslendingar tefla fram slnu sterkasta liði i landskeppni I skák við Svia, sem fram fer um helgina. Hér er um að ræða Evrópumeistaramót landsliða en við erum I riðli með Svlum og Englending- um. Keppt verður laugardag og sunnudag frá kl. 13.00 til 18.00 I Vighólaskóla I Kópa- vogi. Landslið tslands hefur verið ákveöiö og er það þannig skipaö: 1. borð Friðrik ólafsson. 2. borð Guðmundur Sigur- jónsson 3. borð Jón L. Arnason 4. borð Helgi Ólafsson 5. borð Margeir Pétursson 6. borð Haukur Angantýsson 7. borð Jóhann Hjartarson 8. borð Ingvar Asmundsson Varamenn veröa Magnús Sólmundarson og Björn Þor- steinsson. 1 næsta mánuði munu svo Sviar og Englendingar keppa i Sviþjóð en íslending- ar og Englendingar i Middl- esborough i Englandi i júli i sumar. — S.dór ísafjörður: Próf- kjör um helgina Sameiginlegt prófkjör stjórn- málaflokkanna vegna bæjar- stjórnarkosninga á tslandi verður á morgun og á sunnudag. A lista Alþýðubandalagsins eru eftirtaldir: Aaage Steinsson, Elln Magnfreðsdóttir, Gisli Skarp- héðinsson, Guðmundur Skúli Bragason, Ilallgrimur Axelsson, Hallur Páll Jónsson, Jón Baldvin Hannesson, Margrét óskarsdótt- ir, Reynir Torfason, Svanhildur Þóröardóttir, Tryggvi Guðmundsson og Þuriður Péturs- dóttir. t kosningunni mega allir taka þátt, sem eru 18 ára og eldri 27. febr. Kosið verður bæði á laugar- dag og sunnudag og veröa kjör- staðir opnir frá kl. 13—18. Kjör- staðir eru i Barnaskólanum I Hnifsdal, Gagnfræðaskólanum á tsafiröi og I gamla barnaskóla- húsinu i Holtahverfi. Kosning fer þannig fram aö kjósandi merkir viö einn lista og setur tölurnar 1—12 eftir þvi hvernig hann vill raöa á listann. Hann getur bætt viö listann allt að 6 nöfnum, en má ekki merkja við fleiri lista. — Svkr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.