Þjóðviljinn - 26.02.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.02.1982, Blaðsíða 15
Föstudagur 26. febrúar 1982 ÞJOÐVILJINN — StÐA 15 Dagmæður og skatt- yfirvöld Tveggja barna möðir skrifar: Eins og allir vita sem máliö snertir hefur Skattstofan sent frá sér bréf til allra dagmæöra hér i bæ og sömuleiöis for- eldra, þar sem krafist er aö dagmæður skili bókhaldi fyrir siöasta ár og foreldrar gefi upp hversu mikið þeir hafa greitt dagmæörum. Látum þetta gott heita. Þaö sem ég ekki skil er hvers vegna þessi tilskipun kemur nú, þegar fólk hefur almennt skilaö sinum skattskýrslum aö viölögðum sektum. Skilja yfir- völd ekki, að þetta getur reynst dagmæðrum afar erf- itt? Þaö eru lika fleiri hliðar á þessu máli. Dagmæöur hafa undanfarin ár og áratugi bjargað mörgum heimilum hér i bæ þar sem konan þarf aö vinna úti. Ekki eru dagvistun- armál borgarinnar þaö yndis- leg, aö nokkuð sé á þau aö treysta. Þar er fariö eftir gift- ingarvottoröum — ekki að- stæöum, og ég fullyröi þaö aft- ur: ekki aðstæðum. Auðvitað eiga einstæðar mæöur aö fá fyrirgreiöslu, en hvaöa rétt- læti er i þvi, að kona gift lág- launamanni fái enga fyrir- greiðslu? Þetta finnst mér að mætti skoöa betur, og mig minnir að það hafi verið Látiö dagmæður I friði — eða byggið eins mörg barnaheimili og þarf, skrifar tveggja barna móðir. minnst á þetta einhverntima i Þjóðviljanum. Ef á að gera dagmæöur bók- haldsskyldar er ég ansi hrædd um, að þeim fækki eitthvaö i borginni. Þeir aurar, sem þær afla sér á þennan hátt, eru ekki það margir aö skatturinn þurfi aö vera meö nefið i slóö þessara kvenna. Ég held skattinum væri nær aö skatt- yrðast viö aðra hópa þjóöfé- lagsins, t.d. forstjórana og heildsalana. Krafa okkar for- eldra er þvi þessi: látið dag- mömmurnar okkar i friöi — eða byggiö eins mörg barna- heimili og þarf! frá ISI Hringiö í sima 81333 kl 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendunt Barnahornid Hjálpaðu frænku að ná í strætó Robert Altman leikstýrir föstudagsmyndinni, Tunglferðinni, Tunglferð eftir Altman t kvöid býður sjónvarpiö upp á bandariska biómynd frá árinu 1967. Ekki er ástæða til að örvænta yfir aldri myndar- innar, þvi ieikstjórinn er sá viðkunni Robert Altman, en hann hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir störf sin, m.a. var hann kjörinn leik- stjóri ársins 1975. Myndin heitir Tunglferðin (Countdown) og meö aöalhlut- verk fara James Caan, Robert Duvall og Barbara Baxley. Efnisþráður er þessi i stuttu máli: Geimferöastofnun Banda- rikjamanna fréttir, aö Rússar séu alveg aö þvi komnir aö senda menn til tunglsins. Þeir hefja mikla áætlun um tungl- ferð, en eina tunglfariö sem nothæft er meö svo stuttum fyrirvara er af gamaldags Mercury-gerð. Lee og Chiz þykja liklegir kandidatar, en milli þeirra rikir mikill kuldi og sömuleiö- is milli eiginkvenna þeirra. Lee er valinn til fararinnar, og þeir Chiz gleyma öllum ágreiningi og sameinast um undirbúninginn. Meira viljum viö ekki segja. f Jj* Sjónvarp TT kl. 21.55 Útvarp eftir fréttir: „Á frí- vaktinni” Þátturinn ,,A frívaktinni” hefur verið á dagskrá út- varpsins i fjölda mörg ár. Þar eru kynnt óskalög sjómanna og er öllum sjómönnum heim- ilt að senda kveöjur, og okkur hinum er að sjálfsögðu heimilt að senda kvcöjur á haf út. Margrét Guömundsdóttir og Sigrún Siguröardóttir hafa nokkur undanfarin ár skipst á um aö stjórna þættinum. í dag kynnir Margrét lögin, og við spurðum hana hversu margar kveöjur bærust þættinum og hvaöa lög væru vinsælust núna. HUn sagði, að þátturinn fengi að meðaltali um 40 bréf, en nokkuð færi það eftir árs- timum; skriftirnar detta niður i vertiðarlok og í kringum jól og áramót. Meðan á vertiöinni stendur berast hins vegar öllu fleiri bréf. Þær Margrét og Sigrún komast venjulega yfir að leika 18 - 20 lög i hverjum þætti og reyna að lesa allar kveðjur sem berast. Vinsæiasta lagið, sem leikið er i þættinum um þessar mundir, kvað Margrét vera „Fugladansinn”, sem Ómar Ragnarsson flytur. Onnur vin- „Fugladansinn” hans Ómars Ragnarssonar hefur notið fá- dæma vinsælda i óskalaga- þáttum útvarpsins og fer þátt- urinn „A frivaktinni” ekki varhluta af þvi. sæl fslensk iög eru t.d. ,,út á hafiö bláa” meö Hermanni Gunnarssyni, en það lag er á plötunni Halastjarnan sem kom úti fyrra. „Endurfundir” meö Upplyftingu og „Himinn og jörð” sem Bjöggi syngur hafa einnig veriö vinsæl und- anfariö. Af erlendum lögum má nefna „The Way Life’s meant tobe”meöhljómsveitinni Eld. Það lag hefur mikið veriö spil- aö i vetur. Kvöldvaka A kvöldvöku útvarpsins I kvöld kennir margra grasa aö vanda. Fyrst hlýöum viö á einsöng Snæbjargar Snæ- bjarnardóttur, en hún mun syngja lög eftir Mariu Brynj- ólfsdóttur, Jón Björnsson og Eyþór Stefánsson. Siðan mun séra Jón Þorvaröarson flytja frásögu af glímuför islenskra stúdenta til Þýskalands áriö 1929. Kertaljós heitir þáttur Helgu Hjörvar, en þar mun hún lesa ljóö eftir vestur-is- lensku skáldkonuna Jakobinu Johnson. Þá segir Torfi Þor- steinsson í Haga frá eftir- minnilegum Hornfiröingi, en Birgir Sigurðsson les frásögn- ina. Kvöldvöku lýkur siöan á kvæöalögum, en þær Bára Grimsdóttir og Magnea Hall- dórsdóttir kveöa nokkrar stemmur viö visur eftir Mar- gréti Einarsdóttur frá Þór- oddsstööum. tútvarp kl. 20.40

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.