Þjóðviljinn - 26.02.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.02.1982, Blaðsíða 16
mmi/m I Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-2U mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn hiaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroi Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Föstudagur 26. febrúar 1982 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i’af- greiðslu blaösins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 I-------------------->--.---- ! Guðrún Helgadóttir úr þriðja í áttunda sæti á G-listanum: j„Sama fólkið á ekki j að sitja allsstaðar” ,,Ég tel ekki ástæðu til að sama fólkið sitji 1 öllum trún- aðarstöðum i flokki, sem hefur á að skipa hundruðum manna, sem eru jafn færir um að gegna þeim”, sagði Guðrún Helga- dóttir alþingismaður og borgar- fulltrúi i samtali viö blaðið i gærkvöldi, en hún óskaði þess eindregið að vera flutt úr þriðja sæti G-listans i 8. sætið. „Sfst af öllu tel ég ástæðu til þess að konur sitji i fleiri en einni stöðu, þvi það vantar fleiri konur tii starfa í fulltrúasam- komum og Alþýðubandalagið hefur svo sannarlega úr mörg- um konum að velja. Ég tel mig stunda fullt starf á Alþingi Is- lendinga og vinnuálagið sem fylgir störfum alþingismanns og borgarfulltrúa er það mikið að það er naumast hægt að sinna þeim samtimis svo vei sé nema eitt kjörtfmabil.” Tengsl þing- og borgar- mála Þjóðviljinn innti Guðrúnu eftir þvf hvers vegna hún hefði þá ekki tekið ákvörðun um að fara af listanum. „Það var lagt mjög hart að mér að taka þátt i forvalinu. Ekki sist vegna þess að margir telja æskilegt að góð tengsl séu milli starfs okkar að borgar- málum og á þingi. Tiu efstu menn listans eiga sæti í borgar- málaráði Alþýðubandalagsins i Reykjavik, sem er mjög virkt og stefnumótandi, og með þvi- að vera þátttakandi i þvi tel ég mig geta annast þessi tengsl. Þeim mun ég sinna eins og tim- inn leyfir og beita mér i þeim borgarmálum sem einkum hafa verið á minni könnu i borgar- stjórn s.l. fjögur ár.” Góður listi— reynt fólk Guörún lagði sérstaka áherslu á það að i fyrsta skipti i sögu flokksins væri framboðslistinn til borgarstjórnar skipaður þrautþjálfuöu borgarmálafólki. Það hefðu orðið mikil umskipti eftir kosningasigurinn 1978 og fjöldi fólks orðið sér Uti um dýr- mæta reynslu og þjálfun á kjör- timabilinu. ,,Ég tel þetta vera ákaflega góðan lista sem við teflum nú fram. Og ég mun taka fullan þátt f kosningabaráttunni og leggja félögum minum allt það lið sem ég má. Borgarmálahóp- ur Alþýðubandalagsins i Reykjavik hefur að minu mati unnið ákaflega vel og flokkurinn ætti þess vegna að hafa góða stöðu i borginni. En við eigum mikinn sigur að verja og það mun ekki takast baráttulaust.” Jafnréttislisti Að iokum spurði blaðið Guð- rúnu hvort þaö væri ekki tninus i kvennabaráttunni að hún sem kona skyldi færa sig neðar á listann . ,,Min ákvöröun þurfti engum að koma á óvart. En það er auð- vitað úrskurður kjörnefndar að halda sig sem mest við niður- stööu forvalsins eftir að hún lá fyrir. Ot frá jafnréttissjónar- miði verður listinn varla betur skipaður þvi' að i hópi tiu efstu Olíumengun í Reykjavík: Heiti lækurinn og Nauthólsvík stórskemmd Mikil oliumengun hefur stór- skemmt eitt vinsælasta útivistar- svæði Reykvíkinga I Nauthólsvik- inni og heiti lækurinn, sem marg- ir baða sig i, er útataður i oliu. Þaö virðist ljóst aö i vatnavöxt- um undanfarna daga hefur tals- verð olia runnið til sjávar frá æfingasvæðum slökkviliðsins i Reykjavik og á Reykjavikurflug- velli. Klaki er nú i jörðu og þvi hefur óþrifnaðurinn átt greiða leið niður i fjöru i gegnum heita lækinn svokallaða. Siglingamálastofnun, en hún hefur með aö gera allt sem lýtur að mengun i sjó, hefur beöið Rannsóknarlögreglu rikisins um rannsókn á málinu. Að sögn tveggja baðgesta sem við hittum i heita læknum, var ástandið mun verra i siöustu viku. Þá lá allt að 4 cm þykk brák ofan á vatninu og botngrjótið i læknum og fjörunni, var svart af oliu. Vonir standa til að hægt verði aö bæta tjónið en ljóst er að hreinsun kann að taka talsverðan tima. — v. Slökkviliðsstjóri Reykjavíkurflugvallar: „Aldrel komið fyrir . áður” „Svona siys hafa sem betur fer ekki komið fyrir áöur enda höfum við ekki verið með æfingar á þessum árstima fyrr”, sagði Guðmundur Guömundsson slökkviliðsstjóri á Reykjavlkur- flugvelli i samtali við blaðið. „Aftur á móti hefði þetta verið i lagi nú, ef ekki væri þessi klaki i jörðu. Þrær, sem eiga að taka við oliunni og ööru, yfirfylltust i vatnavöxtunum og þvi fór sem fór. Hins vegar höfum við skoðað svæðið og þetta er ekkert sem ekki er hægt að bæta. Fjaran t.d. hefur oft litið verr út en þetta og okkur finnst nú að óþrifnaður af völdum baögesta i heita leiknum sé öllu alvarlegra mál en þetta”, sagði Guðmundur að endingu. / Alfheiður Ingadóttir, form. U mhverfismálaráðs: „Æfingasvæði slökkviliðsins til skammar” „Það hefur verið farið óvarlega með oliu á þessu svæði um árabil, þótt engin slys hafi oröið fyrr en nú. t vatnavöxtunum i siðustu viku flaut olian til sjávar I stórum stil, enda klaki I jörðu, þannig að heiti lækurinn og fjaran i Naut- 4iólsvikinni eru stórskemmd”, sagði Alfheiður Ingadóttir, formaður umhverfismálaráðs borgarinnar I samtali við Þjóö- viljann. „Þetta æfingasvæði slökkvi- liðsins er auk þess til háborinnar ’ skammar mitt i einu vinsælasta útivistarsvæði borgarinnar. Fiugvélaflök, tunnur og annað drasl á þvi þarf aö fjarlægja og forráðamenn flugvallarins veröa að sjá svo til að tryggilega sé frá þessu æfingasvæði gengið svo olia og annar óþrifnaöur valdi ekki skemmdum. Sem betur fer mun vera hægt að hreinsa fjöruna og lækinn, en svona slys mega ekki endurtaka sig,” sagði Álfheiður Ingadóttir að lokum. Siglingamálastjóri: „Höfum beðið Rannsóknar lögregluna um rannsókn” „Við fengum tilkynningu um þetta frá Náttúruverndarráöi siðdegis i gær og sendum strax mann niður I Nauthólsvik til að skoða skemmdirnar”, sagði Hjálmar R. Bárðarson siglinga- málastjóri, cn öll mengun i sjó heyrir undir hans stofnun. „Það var Magnús Jó- hannesson efnaverkfræðingur og sérfræðingur okkar I oliumeng- unarmálum og hann ræddi við brunaverði Slökkviliðsins i Reykjavik og á flugvellinum, en þeir virðast eiga sök á þvi hvernig fór. Við erum boðnir og búnir að aöstoöa þá við hreinsunina og með nýjum upplausnarefnum er hægt aö iosna við óþrifnaðinn”, sagði Hjálmar ennfremur. Siglingamálastofnun rikisins hefur beöið Rannsóknarlögreglu rikisins um rannsókn á orsökum þessarar mengunar. Guðrún Helgadóttir: Sist t ástæða fvrir konur að sitja á > mörgum stöðum. eru fimm konur og fimm karlar, og i sætum 11 til 42 eru 14 konur af 32. Ég tel að niðurstaða for- valsins hafi sýnt vilja flokks- manna til þess að trúa konum ■ fyrir ábyrgðarstörfum. Hins I vegar held ég að umræðan um stöðu kvenna hafi engin áhrif | haft á niðurstöðu forvalsins ■ varðandi efstu sætin. Þar réðu I ekki kynhlutverkin heldur mat á verkum manna fyrir flokkinn. | Og niðurstaðan hefði orðið ná- • kvæmlega hin sama, þótt engin I sérstök umræða hefði farið fram um kvennabaráttuna. Hins vegar er ég ekki frá því.að • fleiri konur séu á neðri hluta I listans vegna þeirrar umræðu en ella hefði verið.” —ekh • Kjaradeilunefnd: Nær allir hjúkrunar- fræðingar áfram Helstu atriðin i úrskurði Kjara- deilunefndar eru þau að hjúkrun- arfræðingar sem starfa við heimahjúkrun hjá Heilsuvernd- arstöðinni skuli starfa áfram og einnig þeir er annast sjúklinga hjá Borgarspitalanum og deild- um hans, sagði Helgi V. Jónsson formaður Kjaradeilunefndar i samtali við Þjóðviljann. — Þýðir þetta ekki það að nán- ast allir hjúkrunarfræðingar munu starfa áfram þó til verk- falls komi? — Jú, það yrðu kannski 2 - 3 hjúkrunarfræðingar sem myndu leggja niður vinnu hjá Borgar- spitalanum, en mér er ekki alveg ljóst hvað þeir yrðu margir hjá Heilsuverndarstöðinni, en þaö eru þeir sem vinna viö heilsu- gæslu i skólum og þess háttar. — Var þá ekkert tekið tillit til verkáætlunar Hjúkrunarfélags- ins er úrskurðurinn var felldur? — Ef farið hefði veriö eftir henni, hefði oröið að senda . 70 - 78 sjúklinga heim og það var ekki meirihluti fyrir þvi i nefndinni. Fulltrúar BSRB töldu þó að fara, ætti eftir henni meö breytingum. Verkfall hjúkrunarfræðinga á ,að byrja á miðnætti i kvöld, ef samningar hafa ekki tekist fyrir þann tima. — Svkr. „V erkf allsréttur tekinn af okkur” „Við höfum verkfallsrétt sam- kvæmt lögum eins og aörir opin- berir starfsmenn, cn úrskuröur Kjaradeilunefndar tekur þennan rétt af okkur,” sagði Sigrún Ósk- arsdóttir, varaformaður Hjúkr- unarfélagsins, i viðtali við Þjóð- viljann. Það er mikii óánægja meðal hjúkrunarfræðinga með úrskurð- inn og við munum að sjdlfsögðu mótmæla honum. Hjúkrunar- fræðingar höfðu unnið upp mjög vandaða verkáætlun i samráði við stjórn Borgarspitalans, en þaö er ekkert gert með þessa áætlun i Kjaradeilunefnd. 1 okkar áætlun var gert ráð fyrir aö neyð- arþjónusta yrði veitt, og einu deildirnar sem myndu irafa lok- ast voru göngudeildir og dag- deildir,” sagöi Sigrún. Hún sagði ennfremur að fundi með sáttasemjara hefði verið frestað tiikl. 16 i dag og hjúkrun- arfræöingar hjá borginni myndu Framhald af 14. siðu. Ragnar Halldórsson forstjóri tsal, dótturfyrirtækis Alu- suisse og formaður Verslunarráðs tslands. Er hægt að taka þau samtök alvarlega i islensku samfé- lagi, sem gera forstjóra erlends auðfyrirtækis að for- manni sinum? Alusuisse í forsæti V erslunar- ráðs Ragnar S. Halldórsson for- stjóri tSAL, sem er i eigu Alusuisse, var einróma kjör- inn formaður Verslunarráðs tslands á aðalfundi þess i gær. t einni af samþykktum fundarins segir m.a. að Verslunarráðiö vilji „efla frjálst atvinnulif og heiðar- lega viðskiptahætti með þjóðarhag að markmiði”. Liður i þvi er m.a. „að rikis- umsvif verði takmörkuð með lagasetningu við þriöjung þjóðartekna, en einkaaðilar taki yfir hluta þeirrar starf- semi, sem rikið hefur nú með höndum.” Það má furðu gegna að Verslunarráð Islands skuli velja forstjóra erlends fyrir- tækis helsta taismann sinn, sérstaklega nú þegar islensk stjórnvöld standa i erfiðri og viðkvæmri deilu við þennan sama auðhring. Hvort valið eigi aö teljast táknrænt fyrir þessi hagsmunasamtök skal ósagt látið. Ef þetta á að vera byrjun á nýjum kafla i sögu „frjálsrar verslunar” hér, þá má Pétur Þrihross fara að vara sig. Opið hús fyrir þátttakendur á sveitastjórnarráð- stefnu AB og gesti þeirra. Opið hús verður fyrir þátttakendur á sveitastjórnarráðstefnu Al- þýðubandalagsins og gesti þeirra i Þinghól i Kópavogi á laugar- dagskvöld. Húsið opnað ki. 21. — Kaffi, kökur og aðrar veitingar. — Kvöldrabb og óvæntar úppákomur. — Komum öll. Nefndin. v. — v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.