Þjóðviljinn - 26.02.1982, Blaðsíða 4
4 SíÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. febrúar 1982
UOWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
Hreyfingar og þjódfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóftviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
Fréttastjóri: Álfheiður Ingadóttir.
■úmsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgrciöslustjóri: Valþór Hlööversson.
Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Oskar
Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson.
tþrótta- og skákfrcttamaöur: Helgi Ólafsson.
útlit og hönnun: Andrea Jðnsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson.
Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns-
dóttir.
Skrifstofa: Guörún Guovarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds-
son. i
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6,
Reykjavik, simi 81333
Prentun: Blaöaprent hf.
Kveðja til Nuuk
• Nú í vikunni fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla á
Grænlandi um úrsögn úr Efnahagsbandalagi Evrópu
og var úrsögnin samþykkt með ótviræðum meirihluta
atkvæða.
• Þjóðviljinn óskar nágrönnum okkar í vestri til
hamingju með þessi úrslit og samfagnar grænlensk-
um andstæðingum aðildar að Efnahagsbandalaginu
með sigurinn.
• Fyrir áratug fylgdu Grænlendingar Dönum nauð-
ugir inn í Efnahagsbandalagið. Enda þótt mikill
meirihluti Grænlendinga greiddi þá atkvæði gegn inn-
göngu fylgdi Grænland með sem hvert annað amt í
Danmörku. Nú hafa Grænlendingar hins vegar fengið
heimastjórn, og enda þótt danska ríkisstjórnin hafi
verið andvíg úrsögn Grænlands úr Efnahagsbanda-
laginu, þá hefur hún lýst því ákveðið yfir að í þeim
efnum skuli vilji Grænlendinga sjálfra nú ráða einn.
• I kosningabaráttunni á Grænlandi var því mjög
haldið á lofti af stuðningsmönnum þátttöku Græn-
lendinga í Efnahagsbandalaginu, að Grænlendingar
væru svo fáir og smáir, að þeir gætu með engu móti
staðið á eigin fótum, eða lifað án styrkja frá Efna-
hagsbandalaginu og Dönum.
• Við könnumst vel við þvílíkar röksemdir (slend-
ingar bæði úr okkar f yrri sjálf stæðisbaráttu og eins úr
nútímanum. Grænlendingar, sem eru langtum fá-
mennari en við, báru gæfu til að hafna þessum rök-
semdum og kjósa fremur leið þjóðlegs sjálfstæðis.
Meirihluti Grænlendinga hefur gert sér Ijóst að betra
er aðtreysta á eigin auðlindir og náttúrugæði heldur
en erlenda styrki og gjafafé. Þátttaka í Efnahags-
bandalaginu þýðir frjálsari aðgang erlendra risafyr-
irtækja að grænlenskum auðlindum, og þannig væru
Grænlendingar sviptir allri stjórn eigin mála á sviði
efnahags- og atvinnulífs.
• Það er ánægjulegt að sjá röksemdafærslu for-
ystumanna Grænlendinga gegn þátttöku í Efnahags-
bandalaginu. Lars Emil Johansen, formaður kosn-
ingabandalagsins, sem barðist fyrir úrsögn úr EBE
segir:
• „Land okkar býr yf ir auðlindum. Við getum sjálf
byggt upp virkt atvinnulíf. Við þurfum ekki á EBE að
halda til þess. En EBE þarf á hráefnum okkar að
halda. Ef þér f innst það eiga að f á þau án endurgjalds
þá skalt þú fylgja Atassut og hinum íhaldssömu stuðn-
ingsmönnum EBE. En ef þú trúir á land þitt og þjóð,
þá skalt þú koma í veg fyrir þessa útsölu á auðlindum
landsins. EBE-málið er einnig spurning með þjóðlega
sjálfsvirðingu. Hún vinnst ekki með því að gangast
EBE á hönd." — Þetta voru orð Lars Emil Johansen.
• Og Jonathan Motzfeldt formaður grænlensku
landstjórnarinnar segir:
• „Það er vissulega mikilvægt að fá allar hliðar
efnahagsvandans upplýstar, en hvað sjálfan mig
varðar, þá vil ég taka það skýrt fram, að spurningin
um úrsögn Grænlands úr Efnahagsbandalaginu má
aldrei verða spurning um f immeyring til annars aðil-
ans eða hins. Orsögn Grænlands úr Ef nahagsbanda-
laginu er einfaldlega einasti möguleiki okkar til þess
aðgeta skipulagt framleiðsluatvinnuvegi okkar útfrá
grænlenskum markmiðum og einasta vörn okkar gegn
því að verða kaffærðir í EBE-tilskipunum, sem við
munum aldrei hafa minnstu möguleika til að hafa
mótandi áhrif á."
• Þau sjónarmið sem hér koma fram hjá forystu-
mönnum Grænlendinga eru hin sömu og legið hafa til
grundvallar í sjálfstæðisbaráttu okkar íslendinga
f yrr og síðar. Það er gott að vita þau sjónarrnið eiga
ríkan stuðning hjá okkar góðu grönnum í vestri.
• Fyrir 20 árum vildu ótrúlega margir koma okkur
íslendingum inn í Efnahagsbandalagið. Þá þróun
tókst að stöðva.
• ísland, Færeyjar og Grænland eiga ekki að vera
útkjálkar, sem engu ráða um eigin mál, heldur sjálf-
stæð þjóðríki með fulla stjórn eigin mála.
• Viðþurf um að stóref la samvinnu okkar við Græn-'
lendinga og Færeyinga á komandi árum. Ef til vill
getum við lagt þeim lið á einhverjum sviðum, og má-
ske geta þeir með fordæmi sínu hjálpað okkur til að
reisa hér við þjóðlega sjálfsvirðingu. — k.
klippt
Striðið er
reglan
• I mat 1980 komu nokkrir
| ihaldssamir sérfræöingar i
I máiefnum Suöur-Ameriku
I saman til aö draga saman i
• leyndarplagg sem nefnt hef-
I ur veriö „Ný Amerikustefnu
I fyrir niunda áratuginn”.
I Þeir sem yfir þetta plagg
■ hafa komist telja, aö þar sé
I aö finna ýmsar þær grund-
I vallarhugmyndir sem Reag-
I an-stjórnin hefur aö leiöar-
• ljósi viö mótun stefnu sinnar
I i málefnum Suöur-Ameriku.
I Skjaliö mælir meö þvi aö
I árás sé besta vörnin. „Utan-
« rikisstefnan er tækiö sem
I þjóöirnar nota til aö tryggja
I tilveru sina i fjandsamlegum
I heimi. Striöiö en ekki friöur-
• inn er reglan, sem sker úr
I um alþjóöamál,” segir þar
I meöal annars.
j Gripum
I frumkvœðið
I t skjalinu er mikil áhersla
I lögö á þaö, aö ástandiö sé svo
I alvarlegt aö Bandaríkin
• veröi aö „gripa frumkvæö-
I iö” eöa farast ella. Þaö er
I einkum taliö mjög skugga-
| legt aö Bandarikin hafi
■ aldrei veriö i jafnveikri stööu
I á „suöurvæng” sinum,
I m.ö.o. i Rómönsku Ameriku
I og „aldrei fyrr hafa Banda-
% rikin fariö á bak viö og svikiö
I bandamenn sina i Rómönsku
I Ameriku eins og nú”. Hér
I mun átt við það, aö Carter-
• stjórnin sem situr enn þegar
I skjalið er tekiö saman hafi
I m.a. látið undir höfuö leggj-
I ast aö bjarga einum helsta
« vini Bandarikjanna á „Suð-
I urarmi”, Somoza einræðis-
I herra i Nicaragua.
I „Frelsum
j Kúbu”
I Leyniskjalið leggur sér-
I staka áherslu á þaö, aö
| Bandarikin veröi aö refsa
• Kúbumönnum fyrir þaö, aö
I þeir „grafi undan” ástand-
I inu i álfunni — um leið og
I hjálpa veröi „vinum” sem
« enn sé þar aö finna meö öll-
I um ráöum. Meöal annars er
I mælt meö þvi aö komiö verði
I á fót útvarpsstöö sem nefnist
• Frjáls Kúba til aö standa i
I áróöursstriöi viö Castro*Fitj-
I aö er upp á ýmsum aögerö-
| um öörum og þaö tekiö fram,
• aö ef þær ekki dugi þá veröi
I „aö hrinda af staö frelsis-
I striöi gegn Castro á Kúbu”!
Ýmislegt i skjalinu kemur
■ mjög heim og saman viö þau
I tiðindi sem nú berast vestan
I um haf: af áformum um að
I efla til ihlutunar i Nicar-
• agua, sem er vinariki Kúbu,
I og af viðleitni til að gera
I Kúbumönnum lifiö sem leið-
I ast meö ýmsum hætti.
• (AIB, janúar 1982)
I_________________________
Skeytingalist
Morgunblaösmenn kunna
ýmsar kúnstir til aö „sanna þaö
sem sanna átti” og kæra sig þá
kollótta um hvunndagsleg leið-
indafyrirbæri eins og til aö
mynda heilbrigða skynsemi.
Dæmi af þessu tagi mátti sjá i
leiðara blaösins i fyrradag,
einum af þrem. En þar hefur
einhver mannvitsbrekka tekið
sig til og blaöaö i stefnuskrá Al-
þýöubandalagsins til þess aö
„sanna” aö þar sé stefnt aö
þeirri þjóöfélagsgerö sem
pólskir kommúnistar hafa
kom® á hjá sér. Leiðarinn
segir:
— neð* Ára* Sigfússon»r, formanns HeimdalUr, á
fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganiia I ReykjaTÍk
Pólland og stefna
Alþýðubandalagsins
„Alþýðubandalagið segir, aö
náttúruauölindir þurfi aö vera i
almannaeigu. Þó geti jaröir til
heföbundinna landbúnaðarnytja
áfram veriö i eigu ábúenda.
Sama segja kommúnistar i Pól-
landi, þar hafa þeir þolað bænd-
um aö nýta litinn hluta landsins
fyrir sjálfa sig. Þá segir Al-
þýöubandalagiö, aö bankar,
tryggingafélög og aörar fjár-
málastofnanir skuli vera i hönd-
um hins opinbera. Sama segja
pólskir kommúnistar. 1 þriöja
lagi segir Alþýöubandalagiö, aö
utanríkisversiun skuli að
meginhluta færast i hendur
opinberra aöila. Sama segja
pólskir kommúnistar. Og i
fjóröa lagi segir Alþýöubanda-
lagiö, aö stærstu fyrirtækin i
sjávarútvegi, iðnaöi, samgöng-
um og innanlandsviöskiptum
skuli gerðopinber fyrirtæki eöa
samvinnufyrirtæki. Sama segja
pólskir kommúnistar, sem hafa
leyft heimilisiðnab og óveru-
legan smárekstur einstakl-
inga.”
I samanburöi af þessu tagi er
um ýmislega ónákvæmni að
ræöa. Þaömættilika vitna með
öörum hætti i stefnuskrá Al-
þýöubandalagsins en leiðarinn
gerirtilað minna á að áherslan
er þar lögð á aö hægt sé aö
hugsa sér skipulag á sósialisk-
um búskap með ýmsu móti:
„Rikið, sveitarfélög og samtök
þeirra, samvinnufélög viökom-
andi starfsmanna og samvinnu-
félög annarra, samsteypur
fyrrgreindra aöila svo og
ýmiskonar almannasamtök
önnur munu verða helstu
rekstrarabilarnir sem taka viö
þvi hlutverki sem auðmenn
(kapftaiistar) og auöfélög nú
gegna.”
Smátilraun
En þetta er ekki aöalatriðið
heldur sjálf samanburöarað-
ferðin. Hún er þess eðlis, aö þaö
er ómaks og skemmtunar vert
að snúa henni upp á Sjálfstæðis-
menn. Til dæmis með þessum
hætti hér:
Herforingjaklikur og fasista-
gengi á borð við þau sem rændu
völdum i Grikklandi á sinum
tima og fara nú með völd i Tyrk-
landi, vilja veg Natós og her-
búnaö sem mestan. Það vilja
Morgunblaðsmenn lika. Ergo:
Morgunblaðsmenn eru ofbeldis-
hundar og fasistar.
Pinochet forseti Chile og ýms-
ir aörir einræðisfólar af sömu
sort trúa á frjálshyggjukenn-
ingar Miltons Friedmans, á hin
hreinsandi og heillavænlegu
áhrif markaðsaflanna. Sama
gera Morgunblaðsmenn. Ergo:
Moggamenn vilja hafa
hernaöareinræði eins og i Chile.
Kynþáttakúgarar i Suður-
Afriku telja að á bak við hverja
vinstrihreyfingu i heiminum
leynist slóttug samsærisform
heimskommúnismans. Svipuö
viöhorf eru algeng i Morgun-
blaöinu. Ergo: Morgunsblaðs-
memn eru kynþáttakúgarar af
verstu sort.
Svona getur hver haldið
áfram eins lengi og hann vill.
Leikur þessi, sem leiöarahöf-
undur Morgunblaösins stundar
aö sjálfsögðu i fúlustu alvöru
minnir reyndar á orðaskipti á
ungmainafélagsskemmtun fyr-
ir mörgum árum. Einn vinur
Bakkusar sneri sér aö römmum
bindindismanni og sagöi:
Churchili drakk viski upp á
hvern dag,enHitlersullaðiísig
mjólkurfjanda. Og hvorum vilt
þú heldur líkjast, kalli minn?
Líkaminn
brestur
Hitt er svo annað mál, aö
stundum tekstþeim Sjálfstæöis-
mönnum að vera fyndnir á eigin
kostnað og alveg óvart. Eitt
dæmi um það er ræöa eftir Árna
Sigfússon, formann Heimdallar
i Reykjavík, sem haldin var á
fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfé-
laganna þegar borg‘arstjórnar-
listinn var barinn saman. For-
maðurinn litur yfir salinn og
klökknar þegar hann sér kemp-
ur ihaldsins:
„Hér inni eru menn sem sýnt
hafa hvers megnugur einstakl-
ingurinn er — þeir hafa yfir-
stigið mikla örðugleika þegar
mannslikaminn hefur brostiö —
þeir hafa sannað fyrir sjálfum
sér og öðrum að einstaklings-
viljinn er óþrjótandi orku-
brunnur sem klifur alla múra...
— Þessi hópur mismunandi ein-
staklinga, aö starfsvali, kyni,
aldri og aöstæðum ytri sem
innri — er hópur einstaklinga
sem eru hörðustu stuðnings-
menn Sjálfstæðisflokksins, hafa
fórnaö ómældum stundum i
starfi fyrir hann — og átt i þvi
starfi sinar gleðistundir og
stundir vonbrigöa — en ekkert
hefur bitið á sannfæringuna um
aö framtiðin veröi að bera gæfu
til aö tileinka sér sjálfstæbis-
stefnuna.”
Hver er sá lesandi, aö hann
ekki hri'fist meö þessum arnsúgi
Bibliustilsins, sem gerir liös-
menn Geirs og Daviös aö eins-
konar pislarvottum frumkristn-
innar, kraftaverkamönnum og
spámönnum? Ég segi nú sisona
i samúöarskyni, að ég vona
sannarlega aö sá timi veröi senn
liðinn þegar „mannslikaminn
hefur brostiö” viö þaö erfiöi aö
koma á fundi hjá Sjálfstæðisfé-
lögum og borga skatt nokkurn i
kosningasjóð. Því þaö er ekki
nema rétt sem i kverinu stóð
„nimeöferðá skepnum bervott
um grimmtog guðlaust hjarta.”
—áb
og skorið