Þjóðviljinn - 11.03.1982, Blaðsíða 1
UÚBVIUINN
Fimmtudagur 11. mars 1982—57. tbl. 47. árg.
Orkuverð til álvera erlendis
\Kosið í dag i
! Kosningar til Stúdentaráðs og
| Háskólaráðs fara fram í dag
jjrá kl. 9-6 Sjá bls. 3.J
Tvöfalt tíl f jórfalt hærra
en Alusuisse borgar hér
í Bandarík junum er
orkuverötil álvera að jafn-
aði um 22 mills (1 mills =
tæplega einn isl. eyrir), en
verksmiðjan hér i
Straumsvík borgar 6,45
mills. Þannig er meðal-
verðið i Bandaríkjunum
meira en þrefalt hærra en
hér, og dæmi finnast þar
um fimmfalt hærra orku-
verð til álvera heldur en
hér er greitt.
I Kanada er orka til álvera seld
á 130% hærra verði en hér, nema
þegar orkuseljendurnir selja sin-
um eigin fyrirtækjum.
1 Noregi verður orkuverðið til
erlendra álframleiðenda 11,5
mills frá l.'júli n.k., eða nær 80%
hærra en hér, og auk þess verða
álverksmiðjur i Noregi að bera
kostnað af orkuflutningi að verk-
smiðjuvegg, en sambærilegur
kostnaður er ekki greiddur af ál-
verinu hér.
— Þessar upplýsingar og marg-
ar fleiri koma fram i greinargerð,
sem iðnaðarráðuneytið sendi fjöl-
miðlum i gær, en þar er rækilega
hnekkt rangfærslum Ragnars
Halldórssonar, forstjóra um
orkuverðið, sem fram komu i
Morgunblaðinu s.l. sunnudag.
Sjá greinargerð iðnaðarráðuneytis á síðu 9
Svavar Gestsson um olíugeymamálið:
Einn ráðherra
getur ekki
lagt hvaða
land sem er
undir herinn
Það er útilokað að utan-
ríkisráðherra geti hvenær
sem er ákveðið að taka
hvaða land sem er undir
herinn, sagði Svavar
Gestsson, félagsmálaráð-
herra i viðtali við blaðið, en
hann er æðsti maður skipu-
lagsmála í landinu sam-
kvæmt lögum.
1 þeim efnum hlýtur áður að
eiga sér stað réttur lagalegur fer-
ill og venjuleg lýðræðisleg vinnu-
brögð, að ekki sé nú minnst á póli-
tiskt samráð innan hverrar rikis-
stjórnar. Það er að sjálfsögðu
alveg fráleitt aö einn fagráðherra
geti á grundvelli stjórnarráðs-
reglugerðar hagað sér eins og
rikisstjórn i landinu og allir eigi
að hlýta hans forsjá. Þó að svæði
hafi verið tekið eignarnámi undir
herinn, en ekki verið notað sem
slikt, er ekki þar með sagt að
utanrikisráðherra geti ákveðið að
setja þar upp skreiðarhjalla,
sagði Svavar að lokum.
4g
Ballettinn Giselle verður frumsýndur I Þjóðleikhúsinu á föstudaginn og dansar Helgi Tómasson aðal-
karlhlutverkið á fyrstu sýningunum. Myndin er tekin á æfingu I Þjóðlcikhúsinu f gær og sýnir Helga og
Ásdisi Magnúsdóttur, sem dansar aðalkvenhlutverkið. Ljósm —eik—.
Hreppsnefnd Gerðahrepps mótmælir:
Engín samráð um ráðstöfun lands
— Viö fórum allir 5
hreppsnefndarmenn i Geröa-
hreppi á fund ólafs Jóhannes-
sonar utanrikisráðherra i morgun
og afhentum honum formleg
mótmæli hreppsnefndarinnar á
þeirri málsmeðferð, sem höfð
hefur verið i frammi i þessu
Helguvikurmáli, — sagði Viggó
Benediktsson, hreppsnefndar-
maður i Gerðahreppi i gær.
Mótmælabréf hreppsnefndar-
innar hljóðaði svo:
„Hreppsnefnd Gerðahrepps
samþykkti á fundi sinum i dag, 9.
mars 1982, að óska eftir þvi við
yður, herra utanrikisráöherra, að
hreppsnefnd Gerðahrepps verði
af réttum aðilum kynntar þær
hugmyndir og/eða þeir samn-
ingar, sem uppi eru vegna bygg-
ingar oliuhafnar og eldsneytis-
geyma, og sagt er að staðsetja
eigi á Suöurnesjum. Sá staður
sem um er rætt (hér er átt við
Helguvik) tilheyrði áður lög-
sagnarumdæmi Gerðahrepps, en
var af hreppnum tekinn með
lögum um stækkun lögsagnar-
umdæmis Keflavikurkaupstaðar
4. mai 1966. (Forsenda þá: þörf
Keflavikurbæjar fyrir aukið land-
rými undir byggingarsvæði
m.a.).
Einnig hefur hreyst, að nokkrar
framkvæmdir verði innan Gerða-
hrepps, en hverjar eða hve
miklar hefur ekki enn fengist
staðfest. Ekkert samráö hefur
verið haft við sveitarstjórn
Gerðahrepps, hvað þá að málið
hafi verið kynnt sveitarstjórninni
á fullnægjandi hátt.”
— Þetta er sameiginleg afstaða
hreppsnefndarinnar, — sagði
Viggó, — og við förum einfaldlega
fram á þá sanngirniskröfu að við
okkur sé talað.
— Fenguð þið einhvcr svör eöa
skýringar hjá ráðhcrra?
— Nei, hann kvaðst ekki geta
svarað þvi á stundinni, með
hvaöa rétti utanrikisráðuneytið
hefði boðið Keflvikingum upp á
þá 100 ha. lands úr lögsagnar-
umdæmi Gerðahrepps, sem talað
er um i samningsdrögunum, sem
samþykkt voru á bæjarstjórnar-
fundinum i Keflavik i gærkvöldi.
— Hvenær fréttuð þið fyrst af
þessu máli?
— Við heyrðum þetta fyrst á
skotspónum I gærdag, að halda
ætti fund i bæjarstjórn Keflavikur
um þessi mál. Við fórum á fund-
inn sem áheyrendur, og fengum
þá fyrst staðfestar upplýsingar
um máliö, þegar það var komið til
endanlegrar afgreiðslu.
— Hver er þin pcrsónulega af-
staða i málinu?
— 1 fyrsta lagi er mér þessi
málsmeðferð óskiljanleg meö
öllu. 1 öðru lagi er ég andvigur
þeirri lausn, sem felst i hinni nýju
oliubirgðastöð hersins við Helgu-
vik. Sú lausn, sem Oiiufélagið hf.
hefur bent á er sú rétta að minu
mati.
— Hvert verður næsta skrefið I
málinu?
— Boltinn liggur nú hjá
utanrikisráðherra. Það er hans
mál að gefa okkur skýringu á allri
þessari málsmeðferö og þeim
lagaforsendum sem hún byggir á.
Væntum við svars á næstu
dögum.
Þjóðviljinn hefur heimildir fyr-
ir þvi, að utanrikisráðuneytið hafi
þó þegar sýnt sveitarstjórnar-
mönnum það viðmót, að benda
þeim á þau aðstöðugjöld, sem
hreppurinn muni geta haft af
verktakafyrirtækjum þeim, sem
á sinum tima reisa oliubirgða-
stöðina i lögsagnarumdæmi
Gerðahrepps. Er það eftir öðru i
meðferð þessa máls.
-ólg.