Þjóðviljinn - 11.03.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.03.1982, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. mars 1982 Umræða um Sinfóníuna í efri deild Homsteinn nútíma- menningar í landinu — Sagði framsögumaður menntamálanefndar Mikil umræða varð um Sinfóniuhljómsveit islands i efri deild al- þingis á dögunum þegar frumvarp um hljóm- sveitina var tekið til annarrar umræðu. IVIargir veltu þvi fyrir sér hvernig ætti að deila rekstrarkostnaði hljóm- sveitarinnar milli aðilja. Rætt var um þátttöku Rikisútvarpsins og Þjóðleikhússins i rekstri hljómsveitarinnar. Þá var minnst á hugsanlega þátttöku fleiri sveitarfé- laga en Reykjavikur- borgar i rekstri hijóm- sveitarinnar en Sel- tjarnarnes hafði lýst sig þingsjá reiðubúið til þátttöku i rekstrarkostnaði hljóm- sveitarinnar. Geir Gunnarsson formaður fjárveitinganefndar al- þingis lagði fram breyt- ingartillögu þar sem lagt er til að fellt verði niður úr frumvarpinu að formaður hljómsveitar- ráðs skuli vera mennt- aður hljómsveitarmað- ur. • ólafur Ragnar Grims- son mælti fyrir neíndaráliti og sagði frá vinnu nefndarinnar. ólafur sagöi m.a. að sinfóniu- hljómsveitin væri tvimælalaust meðal merkustu menningarstofn- ana i okkar þjóðfélagi. Hefði hljómsveitin verið burðarásinn i þróun margra listgreina á undan- fórnum óratugum. Allir sem til þekktu væru sammála um aö við ættum Sinfóniuhljómsveit Islands Kafli úr ræðu Geirs Gunnarssonar Ræðustóllinn ólíklegasti vettvangurinn L t ræðu sinni i u m r æ ð u n u m u m Sinfóniuhljómsveit ís- lands vék Geir Gunn- arsson að óskum sem hann hefði látið i ljós um kostnaðarauka fyr- ir rikissjóð vegna þessa Irumvarps. Það þýddi engan veginn að hann væri andvigur frum- varpinu, en þingmenn heföu hinsvegar rétt á aö vita hvað þeir væru aðsamþykkja i þessum efnum. Síðan sagði Geir: „Nú stendur skýrt i svoköll- uðum ólafslögum, aö mat skuli lagt á kostnaðarauka, sem frumvörp kunna að hafa i íör með sér fyrir rikissjóð og slikt mat skuli lagt á áður en ákvaröanir eru teknar, enda sé þvi skilað til þingnefndar á til- skildum tima. Þó að það virðist ekki hvarfla að stjórnvöldum aö tara að þessum lögum af sjálfs- dáðum, þá er það lágmarks- krafa þess að þegar beinlinis er beðið um slikar upplýsingar varðandi stjórnarírumvarp, þá fáist einhver svör, a.m.k. þegar gefist hafa 4 mánuðir til að afla þeirra. En svona hel'ur maöur spurt úr ræöustól hér á Alþingi ár eftir ár án nokkurs árangurs og svo eru sumir hissa á þvi, að ég og aðrir eins og t.d. forseti Sameinaðs þings skulum ekki gera tiðreistara i ræöustól en raun ber vitni, en það er nú til einhvers. Menn þurfa ekki að sitja á Alþingi i tvo áratugi til þess aö komast að raun um aö vilji þingmenn vita eitthvað um þingmál, eða ég tala nú ekki um að ráða einhverju um lyktir þess, þá er ræðustóllinn einhver óliklegasti vettvangurinn til að ná einhverju l'ram i þá veru. Þar eru þingflokksíundir og nefndarfundir aö ógleymdum samræðum i gluggakistum og öðrum tilteknum stööum sá vettvangur sem dugir best. Maður getur náttúrlega ekki verið nema i fáurn þing- nefndum, sist ef þær eru tima- frekar, en ég er reynslunni rikari um það, hversu ræðu- stóllinn dugir til þess að ná jafn- vel til þeirra neínda, sem for- maður manns eigin þingflokks stýrir. Rólur í stað ræðuhalda Eg held að þegar metinn er árangur og gagn af verulegum hluta þeirra ræðuhalda, sem fram fara hér á Alþingi, þá komist maður að raun um, að i ótrúlega mörgum tilvikum, væri eins vænlegt aö hengja upp rólu hér upp i loítiö og lofa mönnum að róla sér þar i staðinn. Það væri meira að segja hægt að spara tima með þvi að hal'a t.d. tvær i hvorri deild, þvi að aðeins einn kemst fyrir i ræðustólnum. . Ég hef spurt úr ræðustóli áöur, og ég hef spurt nú með litluin árangri, en ég beini þvi til ráöherra, hvort þeim finnist ekki aö það mætti fara aö huga aö þvi að beita þeim ákvæðum Ölafslaga sem ég hef minnst á og er eitt það skársta i lögunum fyrst það er nú búið aö beita hinum hæpnari ákvæðum svo lengi. En ég held að ég endi þessa ræðu, sem náttúrlega er tilgangslaus eins og þær æðimargar, sér- staklega ef þær snúast um það að einhverju aðhaldi sé beitt i fjármálum, með þvi að benda þingmönnum á að lesa i Geir Gunnarsson: Samræöur i gluggakistum duga betur en ræðustóll til að fá upplýsingar um þinginál. greinargerð þess frumvarps sem hér er verið að f jalla um at- hugasemdir. Óskaö eftir aukafjárveitingu Hugmyndir sem þar koma fram um þær kröfur sem gera eigi til fjárhagsstjórnar stofn- anaskýra það best, hvers vegna hvergi kemur ylirleitt fram i greinargerð frumvarpsins, hvort samþykkt þess hafi i för með sér útgjaldaauka lyrir rikissjóð og þá hve mikinn. 1 þessari athugasemd er ljallað um það vandamál, hvernig bregðast skuli við, ef stjórn Sinfóniuhljómsveitarinnar verð- ur ljóst einhvern tima á starfsárinu, aö áætianir hennar koma ekki til meö aö standast eins og þar segir. Hvaö á stjórn- in þá að gera'? Kannske aö draga saman seglin, draga úr útgjöldum, eða þá að hækka aðgangseyrinn? Ónei, lausnin er mjög skýr og skorinorö. Þá eins og segir orðrétt i greinar- gerð: „Ber henni aö gera rekstraraðilum sinum aðvart og óska eftir aukafjárveitingum''. Það er eina lausnin. Ég ætla nú að vona, að þótt Alþingi aígreiöi frumvarpið með eöa án breyt- inga, þá verði ekki þannig litiö á, að þingiö hali meö þvi lagt blessun sina yl'ir þessa stefnu- mörkun i rekstri hljómsveit- arinnar”. Þá itrekaði Geir að þing- deildin fengi umbeönar upplýs- ingar og lagði fram áðurneínda breytingartillögu. — óg. að þakka glæsilegt tónlistarllf sem við byggjum viði dag. Tugir ef ekki hundruð ungmenna hefðu lagt stund á æöri tónlist m.a. vegna starfsemi Sinfóniunnar. Hún hefði haft góð áhrif á þetta samfélag. ÖlafurRagnar sagði að margar tilraunir hefðu verið gerðar til að setja lög um Sinfóniuhljómsveit íslands. Þær hefðu ekki borið árangur, þannig að þessi mikil- væga menningarstofnun, einn hornsteina nútimamenningar á tslandi, hefur starfað án þess að nokkur lagabókstafur væri til um starfsemi hennar. Starfsemin hefði fyrst og fremst byggst á góöum skilningi og ákveðnum venjum sem skap- ast hafa hjá forsvarsmönnum Rikisútvarpsins, hjá stjórnendum rikisfjármála og hjá Reykja- víkurborg. Það væri aö sjálfsögðu mjög ánægjulegt. Hitt væri annaö mál að allir sem þekktu til rdcsturs og starfsemi hljóm- sveitarinnar væru sammála um að nauðsynlegt væri að setja ákveðinn lagaramma um starf- semi hljómsveitarinnar og ákveðið sé með lögum hvernig fjárhagsleg skipting og stjórn- unarleg ábyrgð á starfsemi hljómsveitarinnar sé. Niðurstaða langvarandi og ýtarlegra umræðna og umfjöll- unar um málið væri nú komin fram i' frumvarpsformi. 1 nefnd- inni hefði orðiö ágreiningur um fjárhagslega skiptingu, en tveir nefndarmenn skila séráliti um að bæjarsjóður Seltjarnamess falli útúr myndinni. Astæðan fyrirþvi að bæjarsjóður Seltjarnarness væri þarna með, værisú að leitað hefði verið til ýmissa sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæöinu um að þau tækjuþátti' rekstrarkostnað- inum. Seltjarnarnes hefði verið eina sveitarfélagið sem varð við þessari beiðni. Sagði Ólafur að vegna búsetu sinnar á Seltjamar- nesi væri sér kunnugt um að for- ráðamenn bæjarfélagsins og margir bæjarbúar væru mjög stoltir af þvi að bæjarfélagið skuli með þessum hætti vilja taka þátt i kostnaði við að starfrækja þessa mikilvægu menningarstofnun. Lýsti hann sig af þessum ástæð- um andvi'gan þviað Seltjarnarnes yrði tekið út úr frumvarpinu. Þá fjallaði Ólafur um rekstrar- form hljómsveitarinnar. I lok máls sins lagði hann áherslu á að þinginu tækist að ljúka afgreiðslu frumvarpsins fyrir þinglok. Sagði Ólafur Ragnar það vera viðeig- andi um þessar mundir þegar Fé- lag íslenskra hljómlistarmanna væri hálfrar aldar gamalt, að Al- þingi setti lög um Sinfóniuhljóm- sveit tslands. • Geir Gunn.arsson vakti athygli á því sem stæði i' greinar- gerð með frumvarpinu: „Auðvitað er það gott, ef for- maður stjórnar Sinfóniuhljóm- sveitarinnar hefur staðgóða tón- listarmenntun, en hann þarf ekki síður að hafa menntun og þekk- ingu i aðrar áttir og einkanlega að þvi er lýtur að fjárumsýslu og al- mennum rekstri.” Þá fjallaði Geir um kostnaðar- auka vegna frumvarpsins, hann hefði gert fyrirspurn um þetta atriði við fyrstu umræðu en enn hefðu engin svör borist, þrátt fyrir vilyrði menntamálaráð- herra. Sagðist hann mundu beita sér fyrir þvi að gerð verði kostn- aðaráætlun á næstunni og hún lögð fyrir menntamálanefnd. • Salome Þorkelsddttir sagði það vandaverk að koma i ræðu- stól eftir ádrepu frá reyndum þingmanni eins og Geir Gunnars- syni. Lagði Salome áherslu á að lögin um rekstur Sinfóniuhljóm- sveitarinnar ættu að vera sem best úr garði gerð. Þá benti hún á Framhald á 14. siðu Tryggvi Gunnarsson. „Herra forseti. Þar fór i verra. Nú skil ég ekkert”. Hannes Baldvinsson. Vakti athygli á málinu 1978. Endurgreiðsla söluskatts af snjómokstri t gær mælti Hannes Bald- vinsson fyrir frumvarpi um að heimilt sé að endurgreiða sveitarfélögum söluskatt af snjómokstri I þéttbýli. Frumvarpið flytur Hannes ásamt Skúla Alexanders- syni. Hanncs sagði að hann hefði fyrst vakið athygli á þessu máli 1978. Þeir Páll Pétursson, ólaf- ur Þórðarson og Tryggvi Gunnarssontöldu að nú bæri vel i veiði. Hér væri vara- maður fjármálaráðherra að mæla meö aukningu rikisút- gjalda. en Hannes hug- hreysti þá meö þvi aö fjár- málaráðherra væri málinu fylgjandi. Tryggvi Gunnars- son vildi meina að hér væri um aðför gegn stjórnarsam- starfinu að ræða en Páll kvað það nú ekki vera. Við þetta tækifæri hélt Tryggvi Gunn- arsson eina þá stystu ræðu sem haldin hefur verið á þinginu I vetur: „Herra for- seti, þar fór i verra, nú skil ég ekkert”. ____________—ög Læknlr á Þingeyri Lögð hefur verið fram á al- þingi svohljóðandi fyrir- spurn til heilbrigðisráðherra frá Sighvati Björgvinssyni: Hvenær má vænta þess að læknir verði fenginn til þess að þjóna Þingeyrarlæknis- umdæmi? — óg Menntun fangavarða Frá Helga Seljan hefur veriðlögð fram fyrirspurn til dóm sm álaráðherra um nefndarstörf um menntun fangavarða. Helgi spyr um niðurstöður nefndar sem lauk störfum i janúar sl. og fjallaði um menntun fanga- varða. Hins vegar spyr hann hvað ráðuneytið hyggist gera í framhaldi af þessu ýt- arlega nefndaráliti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.