Þjóðviljinn - 11.03.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.03.1982, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Fimmtudagur 11. mars 1982 Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná I blaöamenn og aðra starfsmenn hlaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 8i285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i‘af- greiöslu blaðsins I sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Samtök her- stöðvaandstæðinga: Mótmæla áformum um aukin umsvif hersins v ::;m;ííSv Menningar- starfsemi bankanna Glæsilegt bókasafn Öll þau býsn sem við eigum og vissum áður ekkert um Bókasafn Landsbankans og Seðlabankans að Einholti 4 i Reykjavik. Það eru ekki margir sem hafa vitað um þessa reisu- legu byggingu bankanna cða til- vist hins vandaða bókasafns. A myndinni sést inni einn salinn þar sem trónar brjóstmynd af Tryggva sáluga Gunnarssyni (margir kannast við hann af pen- ingaseðlum). Innfeiida myndin er af húsi bókasafnsins. Á minni inn- feildu myndinni sjást þær bækur sem bankastjórar hljóta oftast að fá lánaðar, nefnilega Kapitalið eftir Karl Marx i þremur þykkum og finum bindum. Lögð hefur ver- ið fram fyrirspurn á alþingi um þetta myndarlega bókasafn okk- ar landsmanna. Fyrirspurnin er frá Guðrúnu Helgadóttur til við- skiptaráðherra og spurt er hvenær það var stofnað, hversu margir vinni þarna, hverjir noti safnið, hversu mikill kostnaður sé við það ásamt fleiri spurningum sem hijóta að leita á almenning þegar hann fréttir af þessari glæsilegu eign sinni. — Ljósmynd Gel. Þjóðviljanum hefur borist eftir- farandi yfirlýsing frá Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga: Vegna umræðna um staðsetn- ingu nýrra flugskýla á Kefla- vikurflugvelli og að bandariska herstjórnin fái að reisa nýja oiiu- birgðastöð og oliuhöfn við Helgu- vik vilja islenskir herstöðvaand- stæðingar leggja áherslu á eftir- farandi: 1. Herstöðvaandstæðingar skoða byggingu kjarnorkuheldra flugskýla á Keflavikurílugvelli og stórfellda aukningu á eldsneytis- birgðarými hersins sem augljóst skref i þá átt að auka mjög um- svif hins erlenda hershérá landi. 2. Meðferð Varnarmáladeildar og bandariska hersins á áætl- unargerð og framkvæmdum er tengjast Keflavikurflugvelli og öðrum svæðum bandariska hers- ins hér á landi er skýlaust brot á islenskum lögum og skulu i þvi sambandi sérstaklega nefnd skipulagsiög frá 1978 og bygg- ingarlög frá sama ári. 3. Að gefnu tilefni fordæmir Miðnefnd Samtaka herstöðva- andstæðinga trúnaðarbrot embættismanna Varnarmála- deildar Utanrikisráðuneytisins við Islenskan almenning. Sér- staklega eru fordæmd þau lögbrot og valdniðsla sem framin hafa verið gagnvart ibúum Njarðvikur og Keflavikur. Koma þau einkum fram með staðsetningu fiugskýla, þannig að flugi orustuflugvéla verði um fyrirsjáanlega framtið beint yfir fjölmenn ibúðasvæði og framtiðarbyggingarsvæði sam- kvæmt staðfestu aðalskipulagi. Þessi lögbrot verða að skoðast sem beint tilræði við lifsskilyrði yfir 8000 ibúa þessara sveitafé- laga og er enn ein sönnun þess, að Varnarmáladeild Utanrikisráðu- neytis svifst einskis þegar hags- munir bandarikjahers eru annars vegar. 4. Miðnefnd Samtaka her- Framhald á 14. siðu Fiskaflinn jan.-feb. Mun minni afli en í fyrra Heildar fiskaflinn hér á landi tvo fyrstu inánuði ársins er tæp- um 100 þúsund lestum minni en var á sama tima i fyrra. Það er einkum þrennt sem orsakar þetta. t fyrsta lagi sjómanna- verkfallið, mun minni loðnuafli og aimennt minni afli togaranna i ár en i fyrra. Bátaaflinn i ár er heldur meiri en var i fyrra, eða 44.480 lestir á móti 44.393 lestum i fyrra. Tog- araaflinn i ár er 39.414 lestir en i fyrra var hann 55.839. 1 þessu sambandi verður að taka með i reikninginn að stóru togarana vantar alveg inni myndina i jan- úar. Loðnuaflinn i ár varð aðeins 11.676 lestir en var i fyrra 87.311 lestir. 1 þessu liggur heildar mun- urinn en heildaraflinn i ár er 99.398 lestir en var i fyrra 193.087. — S.dór Frá fundi Hlifar i gær. — Ljósm eik — Alverssamningarnir samþykkti t gær voru haldnir fundir með þeim félögum i Verkamannafé- laginu Hlif I Hafnarfirði, sem vinna i Álverinu i Straumsvik og þar lagður fram nokkuð breyttur kjarasamningur, frá þeim sem felldur var um siðustu helgi. Svo fór að þessi nýi samningur var samþykktur með 123 atkvæð- um gegn 96 eftir miklar umræður. Þær breytingar helstar i þeim samningi sem samþykktur var frá hinum sem felldur var eru þær að aðlögunartiminn vegna 'vaktabreytinga verður út samn- ingstimabilið, til 1. okt. nk. og þó menn fari á þessu timabili af þri- skiptri vakt yfir á tviskipta halda menn launum sem á þriskiptri vakt væri til 1. okt. I öðru lagi varð breyting á bónusgreiðslum þannig að ákveðin prósentutala verður ekki látin gilda, eins og fyrirhugað var i fyrri samnings- drögunum, heldur verður sú pró- sentutala sem þar var rætt um lágmarksprósenta, _ s.áór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.