Þjóðviljinn - 11.03.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.03.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. mars 1S82 ÍSSKÁPA- OG FRYSTIKISTU VIOGERÐIR Breytum gömlum ísskápum í frystiskápa. Góð þjónusta. araslvark REYKJAViKURVEGI 25 Hafnarfirði simi 50473 Aðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans verður haldinn fimratudaginn 11. mars n.k. að Grettisgötu 3 kl. 20. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar og reikningar félags- ins. 2. Yfirlit um rekstur Þjóðviljans og reikn- ingar blaðsins fyrir árið 1981. 3. Ákvörðun um árgjald til félagsins fyrir árið 1982. 4. Málefní Blaðaprents og ný viðhorf i út- gáfumálum. >. Kosning stjórnar, varastjórnar, endur- skoðenda og fulltrúa á aðalfund Blaða- prents h.f. Lagðar íram niöurstöður frá Þjóðvilja- ráðsteínunni 16. janúar s.l. Stjórnin Lóðaúthlutun — Reykjavík Á fundi borgarráðs hinn 9. mars var gerð svohljóðandi samþykkt varðandi lóðarút- hlutun: Borgarráð samþykkir að auglýsa og út- hluta sérstaklega lóðum með vinnuað- stöðu og að umsóknir um þær lóðir gefi ekki stig vegna synjunar samanber grein 2.6. i Reglum um lóðaúthlutun i Reykjavik. Lóðunum verði úthlutað samkvæmt reglum til þeirra, sem þarfnast ibúða með vinnuaðstöðu að mati borgarráðs. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu borg- arverkfræðings Skúlatúni 2, 3. hæð. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 8.20 — 16.15. Umsóknarfrestur er til og með 19. mars n.k. Borgarstjórinn í Reykjavik Hjartanlegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúö og hlýnug viö andlát og útför móður okkan tengdamóöur, ömmu og langömmu Sigrúnar Benediktsdóttur (fyrrum búsett i Súgan.tafirói siðar aö Laufásvegi lá B Rcykjavík) Jón Vcturliðason Halldór Ag. Gunnarsson Jóhanna Gunnarsdóttir KIi Gunnarsson Stcinþór M. Gunnarsson Veturliði Gunnarsson Guðbjartur Gunnarsson Benedikt G.V. Gunnarsson Gunnar Kr. Gunnarsson Barnabörn og harnabarnabörn Guð blessi ykkur öll. Maria Eyjólfsdóttir Eva Magnúsdóttir Elisa B. Magnúsdóttir Asdis óskarsdóttir Jónina Sigurgeirsdóttir Ljósin í lagi - lundin góð FERÐAR Frá Kvenréttindafélagi íslands: Vegna fyrirspurnar Fyrir nokkru birtist i dag- blöðum fyrirspurn til stjórnar KRFI frá kynningarhópi Kvenna- framboðs i Reykjavik. Þar er spurt, hvers vegna félagið telji sér „ekki skylt að styðja allar konur sem hyggjast demba sér út i stjórnmálabaráttuna.” Spurn- ingin felur i sér misskilning á af- stöðu KRFI til stjórnmálaþátt- töku kvenna. Markmið KRFI er og hefur verið frá upphafi að vinna að jöfnum rétti og jafnri stöðu karla og kvenna á öllum sviðum þjóðlifsins. Bæði konur og karlar starfa innan vébanda félagsins að þessu markmiði, án tillits til stjórnmálaskoðana. I stjórn félagsins er kosið á árlegum aðalfundi aðalmenn og vara- menn, flokksbundnir eða óflokksbundnir eftir atvikum. En á landsfundi, fjórða hvert ár eru kosnir fjórir stjórnarmenn, ásamt varamönnum, eftir til- lögum uppstillingarnefndar sem leitast við að fá fulltrúa frá þeim stjórnmálaviðhorfum, sem rikjandi eru hverju sinni. KRFI er þverpólitisk samtök áhuga- manna um jafnrétti karia og kvenna og hlýtur að gæta hlut- leysis i afstöðu til þeirra er gefa kost á sér til framboðs i al- mennum kosningum og styður þvi ekki einstaklinga eða einstaka flokka. Hins vegar reynir félagið með ýmsum hætti, að leggja þeim konum lið, sem vilja hasla sér völl i stjórnmálabaráttunni. Þannig hefur félagið alloft á liðnum árum sent öllum stjórn- málaflokkum áskorun um að skipa konum i örugg sæti á fram- boðsiistum og sent beinar áskor- anir til kvenna að gefa kost á sér t.d. til prófkjörs. 1 stefnuskrá, sem samþykkt var á landsfundi KRFl 1980 var kveðið á um að á næstu fjórum árum skyldi unnið að þvi að fjölga KJOSUM KONUR KVENRETTINDAFELAG ÍSLANDS konum i stjórnmálastarfi, i sveitarstjórnum og á Alþingi. Að þessu verkefni hefur félagið unnið undanfarið m.a. með ráðstefnu- haldi, ýmisskonar útgáfustarf- semi o.fl. Þegar nær dregur kosn- ingum i vor mun KRFI gangast fyrir frambjóðendafundum i þeim tilgangi að gefa konum af öllum listum kost á að koma skoðunum sinum á framfæri, kynna sig og kynnast öðrum. Þegar kjósendur hafa ekki átt annars kost, á undanförnum árum, en að kjósa karla i meiri- hluta til stjórnmálastarfa og konur farnar að þreytast á þvi hversu áhrifalitlar þær eru i þjóð- félaginu er ekki nema eðlilegt að leitað sé nýrra leiða. Kvenna- framboð er tilraun til að fjölga konum i stjórnmálum og fagnar KRFl hverri slikri tilraun. Um- ræður og undirbúningur að sér- framboðum kvenna hefur þegar haft þau áhrif að tala kvenna á framboðslistum stjórnmálaflokk- anna hefur aukist verulega. Fyrirspyrjandi gagnrýnir for- mann KRFl fyrir að láta i ljós skoðun sina á sérframboðum kvenna i blaðaviðtali vegna 75 ára afmælis félagsins. Stjórn KRFl vill benda á, að formaður- inn Esther Guðmundsdóttir, greindi skilmerkilega frá þvi að hún tjáði þar sina eigin skoðun, enda innt eftir henni. Innan KRFl er fullkomið skoðanafrelsi og gildir það jafnt um formann sem aðra félagsmenn. Stjórn KRFÍ vonar að kynningarhópi Kvennaframboðs i Reykjavik sé orðin ljós afstaða félagsins til kvennaframbjóð- enda, hvort sem þeir eru i stjórn- málaflokkum eða utan þeirra. Að lokum hvetur stjórn KRFI konur til virkrar þátttöku i kosn- ingabaráttunni og óskar öllum þeim konum brautargengis, sem verða i framboði til sveitar- stjórna á vori komandi. KJÓSUM KONUR. Reykjavik, 1. mars 1982. Stjórn Kvenréttindafélags tslands. Rektors- kjör , við H.I. Kjör rektors Iláskóla islands fer fram föstudaginn 2. april n.k., en nýkjörinn rektor tekur við störfum með byrjun næsta há- skól aárs. Rektor er kjörinn til þriggja ára i senn, og eru skipaðir pró- fessorar einir kjörgengir. Atkvæðisrétt eiga prófessorar, dósentar og lektorar og allir þeir, sem fastráðnir eru eða settir til fulls starfs við háskólann og stofnanir hans og hafa háskóla- próf. Þá eiga allir stddentar, sem skrásettir eru i Háskóla Islands tveim mánuðum á undan rektors- kjöri, atkvæðisrétt. Greidd at- kvæði stúdenta gilda sem einn þriðji hluti greiddra atkvæða alls. A kjörskrá verða þvf um 300 kennarar og aðrir starfsmenn, en um 3.600 stúdentar, eða samtals um 3.900 manns. Kosningarnarmunu fara fram i aðalbyggingu Háskóla Islands og stendur kjörfundur kl. 9—18. Háskólaráð hefur skipað kjör- stjórn til að annast framkvæmd kosninganna og eiga sæti i henni sex menn, þar af tveir úr hópi stúdenta. Formaður kjörstjórnar er Einar Sigurðsson háskóla- bókavörður. (Frétt frá Háskóla íslands) Unnur Scheving Thorsteinsson, formaður Kvennadeildar Reykjavikur- deildar RKl, afhendir Sveini Indriðasyni, formanni Gigtarfélags tslands gjafabréf að upphæð kr. 600 þús. Peningarnir eiga að notast til tækjakaupa i Gigtlækningastöðinni. Höfdingleg gjöf A aðalfundi Gigtarfc'Iags íslands sem haldinn var laugar- daginn 27. febrúar var skýrt frá stórgjöf sem konur i Reykja- vikurdeild Rauða krossjns gáfu Gigtarfélaginu. Gjöfin sem nemur kr 600 þús. mun vera ein sú stærsta scm gefin hefur verið til heilbrigðismála hérlendis. Mun hún mjög flýta fyrir þvi að Gigtarlækningastöðin geti tekið til starfa, en framkvæmdum og innréttingum í stöðinni, sem er að Armúla 5, miðar vel. Afundinum á laugardaginn var kjörin stjórn Gigtarfélagsins en hana skipa: Sveinn Indriðason, formaður, Sigriður Gfsladóttir, varaformaður, Sigurður H. Ólafs- son, gjaldkeri og meðstjórnendur Arinbjörn Kolbeinsson og Sigur- þórMargeirsson. 1 varastjórn eru Guðbjörg Maria Gisladóttir, Jóhanna Magnúsdóttir, Jón Þor- steinsson, Kári Sigurbergsson og Kristin Fenger. Skjót viðbrögð Þaó er hvimleitt aö þurta aö bíöa lengi meö bilaö rafkerli, leiöslur eöa tæki. Eöa ný heimilistæki sem þari aö leggja fyrir. Þess vegna settum viö upp neytendaþjónustuna - meö harösnúnu liöi sem bregöur skjótt viö. tRAFAFL Smiðshöfða 6 ATH. Nýtt simanúmer: 85955

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.