Þjóðviljinn - 11.03.1982, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 11. mars 1982 ÞJODVILJINN — StDA 15
1X1 Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla
^ virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum
fra
lesendum
Vrrksum morki viA heita lækinn
Kópavogi, 28.2. ’82
A baksi'ðu Helgarblaðs bjóð-
vil jans helgina 27. til 28. febrúar
rakst ég mér til mikillar skelf-
ingar á grein sem ég við fyrstu
sýn virdst mundu verða sam-
mála, en umrætt greinarkorn
fjallaði um sóðaskap slökkvi-
liðsins á svæðinu kringum Naut-
hólsvfk. Ekki varég þó búinn að
lesa margar lfnur, þegar skelf-
ing min breyttist i vanþóknun,
sorg, örvæntingu og loks reiði.
Astæðan fyrir öllum þessum
óþægilegu geðhrifum var sú, að
þarna stóð óvéfengjanlega :
„baðer alveg réttsem formað-
ur Umhverfismálaráðs Reykja-
vfkurborgar sagði hér í bjóð-
viljanum i gær að flugvéladrasl
og aðrar m injar frá hernámsár-
unum verður að fjarlægja af
þessu svæði og það strax. bá
kröfu verður að reisa af mynd-
arskap svo að þessi opna vin i
eyðimörk steinstcypunnar verði
mönnum boðleg.”
Reyndar veit ég ekki um
hvaða flugminjar er hér að ræða
þvi að það er ég best veit er ekk-
ert striðsáraflak innan girðing-
ar, og utan hennar veit ég að-
eins um einn P-51 D Mustang
sem krassaði i Keflavik 1963 en
þjónaði upphaflega i 78. flug-
sveitinni (fighter group) i Bret-
landi. bessa vél á Islenska flug-
sögufélagið nú og er hún eða
flakiö af henni geymt á umráða-
svæði félagsins, þótt ekki hafi
tekist að koma þvi undir þak
vegna húsnæðisleysis.
Um aðrar minjar siðan á
striðsárunum er margt aö
segja. Sá stjórnmálaflokkur
sem að þessu blaði stendur, hef-
ur beitt sér fyrir verndun fúinna
timburhjalla i miöbænum sem
byggðir voru af dönskum einok-
unarkaupmönnum og bera öm-
urlegt vitni mestu niðurlæging-
artimum i sögu fslensku þjóöar-
innar. Eg játa fúslega að ég er
þessari stefnu fylgjandi innan
vissra marka. Hins vegarkem-
ur fram hróplegt ósamræmi,
þear sömu aðilar vilja eyði-
leggja allar sögulegar m injar úr
striðinu i öskjuhlið. bessar
minjar eru alls ekki til lýta þar
sem þær eru og gæti verið
skemmtilegt að gera þær upp i
sýningarhæft ástand og mundi
slikt án efa gera sitt til að auka
aðdráttarafl öskjuhliðará unga
sem aldna. Verst er aö búið er
að rifa olfutankana sem þarna
voru, bæði ofanjarðar og niður-
grafnir. Eg sá mjög eftir þeim,
þvi hugsanlegt var að tengja þá
saman með manngengum göng-
um og hafa inn i þeim sýningar-
sali sem enn hefðu aukið á að-
dráttarafl svæðisins.
bess i stað vilja þessir menn
leggja þetta allt í rúst og láta
einn mikilvægasta hlekk i
samgöngum álum lands-
manna, nefnilega flugvöllinn,
fjúka i leiðinni og byggja þar
nýti'sku steinkassa fyrir fólk til
aö búa i og þjarma enn meir að
öskjuhlið en nú er gert. Af
hverju flytjast þeir ekki til
draumalandsins i austri, koma
skipulagshugmyndum sinum i
framkvæmd þar og láta fólk
einfaldlega í friði hér á klakan-
um ' Asgeir ValurSnorrason
Barnahornid
Ý msar tilraunir til
eldflaugaskota
Eftir þá félaga Emil H.Valgeirsson
og Hallgrím Ó. Hólmsteinsson
Þorsteinu Uuiiiiarsson er leikstjóri fimmtudagsleikritsins.
„Veitingahúsið”
Fimmtudagsleikrit útvarps-
ins verður ..Veitingahúsið”
eftir Itobert Jenkins, byggt á
sögimni ,. Vitiim eftir II.E.
Bates.
Miðaldra verkfræðingur,
sem er að flýja hjónaband sitt,
hittir unga stúlku i veitinga-
húsi úti við hafið. Með þeim
takast kynni.sem verða nokk-
uð óvenjuleg, svo ekki sé
meira sagt. Og vitavörðurinn
á staðnum, lifsreyndur
maður, hefur sitt að leggja til
málanna.
Höfundur sögunnar, sem
leikritið byggir á, Herbert
Ernest Bates, fæddist i Rush-
den i Englandi 1905. Að lokinni
þjónustu i breska flughernum
fékkst hann við blaðamennsku
og skrifaði skáldsögur og
smásögur, sem öfluðu honum
frægðar. Margar þeirra hafa
verið kvikmyndaðar og sýnd-
ar i sjónvarpi, m.a. hér á
landi. Bates hefur oft verið likt
við þá Tsjekhov og Maupas-
sant, ekki sist vegna þess hve
hnitmiðaður stiil hans er.
Þýöingu leiksins annaðist
Rannveig Tryggvadóttir og
leikstjóri er Þorsteinn
Gunnarsson. Meö helstu hlut-
verk fara Hjalti Rögnvalds-
s'l”, Tinna Gunnlaugsdóttir og
Rúi iv Haraldsson. Flutnings-
timi er tæpar 40 minútur.
Útvarp
%# kl. 21.20
Goðsögnin um
rithöfundinn
Útvarp
%/|# kl. 22.40
i umsjá þcirra Kinars Guð-
jnnssnnar, llalldórs (íunnars-
sonar og Kristjáns Þorvalds-
sonar verður i Útvarpinu i
kvöld kl. 22.40 þáltur sem
nefnist „Maður scm skrifar”.
Kins og nafnið hcndir til, cr
hér um eins konar Uttckt þre-
menninganna á starfi rithöf-
undarins.
„Við munum taka nokkra
rithöfunda tali i þætti þessum.
Þeir koma niður i stúdió
Indriði G. borsteinsson,
Ólafur Haukur Simonarson,
Þorgeir Þorgeirsson, Njörður
P.Njarðvik,og svo einn útgef-
andi, Jóhann Páll Valdimars-
son. Þaö eru svo sem ýmsir
sem vilja halda þvi fram aö
rithöfundar séu almennt frek-
ar óstabilir einstaklingar.
Þessir heiðursmenn sem
mæta i þáttinn, láta álit sitt i
ljós á þeirri skoðun og ýmsu
fleiru”, sagði Halldór
Gunnarsson einn stjórnenda
þáttarins. Þátturinn tekur
Imlriði (>. Þorsteinsson, rit
höfimdur, er cinn þei rra sem
mætir í þáttinn „Maöur sem
skrifar” sem er á dagskrá (Jt-
varps kl. 22.40 i kvöld.
u.þ.b. 25 minútur i flutningi,
en þess má geta að þeir fé-
lagar vinna að gerð fleiri út-
varpsþátta. Sá næsti i röðinni
nefnist „Friöarsinnar” og
verður væntanlega fljótlega á
dagskrá.
Útvarp
kl. 23.05
Frægar
söngkonur
Kvöldstund með Sveini
Einarssyni verður á dagskrá
útvarpsins i kvöld. Þáttur
Sveins hefur verið á dagskrá
útvarpsins allt frá árinu 1978
en þættirnir eiga það sam-
eiginlegt að fjalla nær ein-
göngu um tónlist meðfram þvi
sem hún er leikin. t þætti
Sveins i kvöld koma margar af
frægustu söngkonum þessarar
aldar viö sögu s.s. Judy Gar-
land, Edith Piaf.Ella Fitzger-
ald og Mar'.ene Dietrich. Auk
þess slær Louis Armstrongá
létta strengi.