Þjóðviljinn - 11.03.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. mars 1982
Fyrsta sérrit Siglingamálastofnunarinnar:
Notkun gúmmi-
björgunarbáta
Siglingamálastofnun rikisins
hefur hafiö útgáfu sérrita og er
það fyrsta komið út og fjallar um
notkun gúmmibjörgunarbáta.
Ritið er 20 siður og er prýtt f jölda
litprentaðra skýringamynda og i
alla staði hið vandaðasta.
Hjálmar Bárðarson, siglinga-
málastjóri segir i ritinu að ætl-
unin sé að gefa út fleiri slik sérrit
sem fjalli um þau málefni sem
mega verða til að auka þekkingu
sjófarenda á atriðum, sem varða
öryggismál sjófarenda, aðbúnað
þeirra og hollustu.
1 ritinu koma fram ýms atriði,
sem rekja má til tilrauna
Siglingamálastofnunar rikisins á
endurbættum gerðum gúmmi-
björgunarbáta, svo og nýjum
gerðum af rekakkerum, sem
stofnunin hannaði i þeim til-
raunum. Augljóst er orðið, að
kynning sem þessi getur gert
ómetanlegt gagn. Þess vegna
mun stofnunin reyna að halda
áfram útgáfu slikra sérrita um
ýms þau mál, sem áriðandi er að
koma á framfæri við sjófarendur,
eftir þvi sem fjárhagur frekast
leyfir.
Þetta sérrit er ætlað bæði til að
pakka i gúmmibjörgunarbáta, og
þá i vatnsþéttum plastumbúðum,
og tíl að dreifa i skipin til lestrar
fyrir áhafnir skipanna.
Það er von Siglingamálastofn-
unar rikisins að þessu frumkvæði
verði vel tekið af islenskum sjó-
farendum.
Danskeppni unglinga hefst á morgun
Félagsmiðstöðvarnar i Rcykja-
vik efna til „frcestylc” dans-
kcppni næstu Ivo föstudaga. A
morgun þann 12. mars fara fram
undanúrslit i Tónabæ, Bústöðum,
Fcllahelli, Þróttheimum og Ar-
seli. Lokakcppnin verður siðan i
Tónabæ 19. mars.
Freestyleeða frjáls aðferð eins
og heitið hefur verið islenskað fel-
ur i sér að þátttakendum er
frjálst að dansa jassdans, diskó-
dans eða hvaða stil sem er. A
undanförnum vetrum hefur ætið
verið boðið upp á nokkrar keppnir
i Reykjavik. Keppni félags-
miðstöðvanna mun hins vegar
vera sú eina i Reykjavik i vetur
sem stendur unglingum til boða
að taka þátt i.
Þátttakendur i keppninni verða
að vera á aldrinum 13-17 ára.
Keppt verður bæði i einstaklings-
og hópdansi. Vegna misskilnings
sem orðið hefur við kynningu á
keppninni er tekið fram að fleiri
en tvo þarf til að um hóp sé að
ræða. Keppendur eru velkomnir
hvaðanæva að af landinu. NU þeg-
ar hafa til dæmis hópar frá Akra-
nesi og Keflavik sýnt áhuga á að
koma og vera með. Þátttökugjald
er ekkert og skráning er hafin i
öllum félagamiðstöðvunum.
Hjúkrunardelld í Hafnarfirði
Saniningur milli stjórnar Sjó-
mannadagsráðs og bæjarstjórnar
Garðabæjar um byggingu
hjúkrunardeildar llrafnistu við
inörk Garðabæjar var undir-
ritaður s.1. föstudag i Hafnarfirði.
Aðdragandi þcssa samnings er
orðinn langur, allt frá þvi undir-
búningur byggingarframkvæmda
hófst, en fyrstu vistmcnn fluttu
inn haustið 1977.
SU lóð sem Hafnarfjarðarbær
úthlutaði samtökunum reyndist
ekki nógu stór en þáverandi sveit-
arstjórn Garðahrepps afhenti
Sjómannadagssamtökunum
nauðsynlegt viðbótarjarðnæði
undir vistheimilið og mestan
Eiðfaxi
F.kki linar Kiðfaxi á sprett-
inum.Komið crútfyrsta tiilublað
þcssa árs og hefst það á forystu-
grcin cftir Kára Arnórsson er
ncfnist ..Timaritið Kiðfaxi”.
Greiner i blaðinu um „stærðog
gerðá stium og básum” eftir S.B.
Nokkrir formenn samtaka hesta-
manna svara spurningunum :
„Hvers viltu helst minnast frá
siðasta ári er snertir islenska
hestinn?” og ,,Hvað með vonir og
hugmyndirbundnarárinu 1982?”.
Þeir, sem spurðir eru þessa eru
þeir Þorkell Bjamason, Sigur-
björn Bárðarson, Stefán Pálsson,
Sveinn Guðmundsson, Viðar
Halldórsson og Sigurður Lindal.
Guðbjörg Kristinsdóttir brýtur
þankannum eittog annað einkum
útfrá siðasta ársþingi LH. Birtur
er iþróttaánnáll (hesta) 1981. Páll
S. Pálsson skrifar um „körfu-
knattleik á hestbaki”, „Til hvers
er þetta klunnalega aflagi?” spyr
Kristján Eldjárn og á við smeyga
þá, sem ýmsir eru farnir að nota
um fætur hesta. Þorkell Bjarna-
son ráðunautur segir frá
afkvæmaprófun á stóðhestum.
Þórir Isólfsson gerir athuga-
semdir við leiðara i9. tbl. Eiðfaxa
1981. Sagt er frá aðalfundi Hags-
munafélags hrossabænda.
„Garpar miklir i svaðilförum”
nefnist grein eftir Sigurð Krist-
insson, Ólafsfirði. Segir hann
fréttir af ólfirskum hestamönnum
og þá einkum ferðalögum þeirra
á næstliðnu ári. Greint er frá árs-
þingi iþróttaráðs LH og starfs-
nefndum þeim, sem stjórn LH
hefur skipað.
Ýmsar smærri fréttir og frá-
sagnir eru enn iritinu og óþarfi er
að minna oftar á myndirnar.
• Blikkiðjan
Ásgaröi 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verötilboð
SÍMI53468
FRAMLEIÐUM BRAUÐKÆLA
ÖL- OG GOSDRYKKJAKÆLA
og önnur frysti- og kælitæki
sími 50473
ÍÍTOÉtvBrk
Reykjavíkurvegi 25 Hafnarfiröi
hluta hjúkrunardeildarinnar sem
nú er i byggingu. Varð siðan sam-
komulag um að þetta land félli
undir lögsagnarumdæmi Hafnar-
fjarðar og gátu byggingarfram-
kvæmdir fyrst hafist þegar lög
þar um höfðu verið samþykkt. En
þá strax lofaði sveitarstjórn
Garðahrepps og afhenti sam-
tökunum mikið landssvæði sem
liggur að lóð Hrafnistu, til fram-
tiðarnota,og nú hefur Bæjarstjórn
Garðabæjar heitiö stækkun þessa
landsvæðis, en á þvi er íyrirhugað
að byggja verndaðar ibúöir fyrir
aldraða i smáhúsum, eina ibúð
fyrir einn eða tvo i hverju húsi.
Verður liklegt aö i fyrsta áfanga
verði um raðhúsafyrirkomulag
að ræða. Þjónusta og öryggis-
gæsla verður veitt frá Hrafnistu
fyrir ibúa þessara húsa og þar
munu þeir eiga kost á margskon-
ar þjónustu.
Eignaraðild þessara ibúða
verður með ýmsum hætti. Félög
og samtök hafa hugsað sér að
byggja sh'kar ibúðir fyrir félags-
menn sina og skjólstæðinga.
Samningur sá sem undirritaður
var sl. föstudag er að meginefni
til eins og Sjómannadagsráð
gerði við þr jár Oddfellowstúkur á
s.l. ári og við Iðju fyrir nokkrum
árum.
Nýr
formaður í
Líf og land
Aðalfundur landssamtakanna
Lif og Land var haldinn i Lög-
bergi sl. mánudagskvöld. Kosinn
var nýr formaður Kristinn
Ragnarsson, arkitekt. Úr stjórn
gengu aðþessu sinnidr. Jón óttar
Ragnarsson fv. formaður, Hans
Kristján Amason, gjaldkeri og
Magdalena Schram, ritari. í nýju
stjóminni eru nú auk Kristins
Ragnarssonar, Sigurður Blöndal,
skógræktarstjóri, varaformaður,
Þóra Kristjánsdóttir, listráðu-
nautur, séraGunnar Kristjánsson
og Birgir Sigurðsson, skipulags-
fræðingur
Hinn nýskipaði formaður Lifs
og Lands Kristinn Ragnarsson
lauk prófi i arkitektúr frá tækni-
háskólanum Carola-Wilhelmina i
Braunschweig 1973. Hann starf-
aði að skipulagsmálum i' Wolfen-
btíttel i Þýskalandi i 3 ár og siðan
hjá Borgarskipulagi Reykjavikur
um 4 ára skeið. Hann rekur nú
Teiknistofuna Garðastræti 17, SF,
ásamt öðrum.
Nýr bæklingur
um miólkuriiú
Mjólkurdagsnel'nd hefur nýlega
gefið út fræðslurit um mjólk og
mjólkurvörur. Mjólkinni er fylgt,
i máli og myndum, frá þvi hún
kemur úr spena kýrinnar og þar
til hún er komin á borö neytenda.
Öllum þátlum mjólkurvinnslunn-
ar er ýtarlega lýst og ennfremur
er gerð grein lyrir eítirliti með
gæðum mjólkurinnar.
Fræðslurit þetta veröur gefið
börnum og unglingum, sem koma
i heimsókn i mjólkurbúin. Þeir
kennarar, sem vilja nota bæk-
linginn i tengslum viö kennslu i
vörufræði, geta íengið hann send-
an ókeypis. Það er bara aö hafa
samband við Upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins.
— mhg
rGuðriður B. Helgadóttir, Austurhlið, skrifar:
1
Varað við
mttúrusnjöllum
Nýlega stofnuð „Land-
verndarsam tök vatnasvæða
Blöndu og Héraðsvatna” hafa
verið að kynna starfsemi sina
og markmið en tilgangur sam-
takanna er að vinna að alhliða
náttúruvernd og hamla gegn
óþarfa gróðureyðingu i sam-
vinnu við önnur náttúru-
verndarfélög. „Starfsemi sam-
takanna skal grundvallastá vis-
indalegri þekkingu svo sem
framast er unnt”, segir m.a. i
lögum félagsins.
I þeim anda var haldinn
fræðslu og kynningarfundur
fyrir félagsmenn þ. 17.2. s.l. i
félagsheimilinuÁrgarði. öðrum
almennum fundi, áður aug-
lýstum, hafði verið aflýstsökum
illviðra og ófærðar.
Fundurinn i Árgarði var fjöl-
mennur, þrátt fyrir að á sama
tima væri þorrablót i Varmahlið
æfingar hjá kórum o.fl. mann-
fagnaðir, sem ætið fylgja þess-
um árstima.
A Argarðsfundinum fluttu
ávörp: Bjarni Guðleifsson frá
S.U.N.N. Ólafur Dýrmundsson
landnýtingarráðunautur, Stefán
Sigfússon, Landgræðslu rikis-
ins, Kristján Jónsson Rarik,
o.fl. o.fl. Fundurinn var fróðleg-
ur, málefnalegur og gagnmerk-
ur. Með honum mun brotið blað
i umræðum um virkjunarvai-
kosti og náttúruspjöll af völdum
vatnsvirkjana.
Áður hafði stjórn samtakanna
látið til sin heyra með bréfa-
skriftum og fleiru. En verkefni
landverndarmanna eru mörg og
brýn, svo sem núverandi stefna
i virkjunarmálum sýnir.
Nægir að nefna fyrirhugaða
virkjunartilhögun I við Blöndu,
gífurleg náttúruspjöll við fyrir-
hugaða Fljótsdalsvirkjun, um-
turnun lands og lifrikis við
flutning fallvatna, t.d. Skjálf-
andafljóts, með óútreiknanleg-
um afleiðingum. Algerlega
ábyrgðarlaust athæfi, ef fram-
kvæmt yrði, einkum þar sem
enga nauð ber til, og má vel
fyrir öllum orkuþörfum lands-
mannasjáum langa framtið,án
slikra byltíngartilrauna.
G.B.H.