Þjóðviljinn - 13.03.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.03.1982, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.—14. mars 1982 ■'t Don CLuijote og Sancho Panza á fjölum Alþýðuleikhússins Svo furðulegt sem það er, þá hefur „bókmennta- þjóðin” Islendingar orðið að bíða allt til vetrarins 1981/82 til að f á að kynnast meistaraverki spánska rit- höfundarins Miguel de Cervantes um riddarann sjónumhrygga Don Quijote de la Mancha og með- reiðarsveini hans og þjóni Sancho Panza, en þá gerist líka margt í einu. Byrjunin var fyrsti hluti bókarinnar í þýðingu Guðbergs Bergs- sonar, þessu næst teikni- myndasyrpa í sjónvarpinu, þar á eftir kvikmynd um þá félaga og loks er það leikgerð James Saunders, bresks rithöf undar af sögu Cervantes, sem Alþýðu- leikhúsið frumsýnir á fimmtudaginn kemur, 18. mars. En jafnvel þótt fs- lendingar hafi mátt bíða í tæpar 4 aldir eftir að fá að kynnast þessu mikla bók- menntaverki er betra seint en aldrei. Mest um vert er að sjálfsögðu að bókin sjálf skuli hafa verið gefin út, ekki síst þar sem þýð- andinn er virtur rithöf- undur, sem getur þýtt beint úr spönsku. Ötal kvik- myndirog leikmyndir hafa verið gerðar eftir þessari frægustu skáldsögu allra tíma, sem hef ur verið þýdd á fleiri tungumál en nokk- ur önnur bók, ef Biblían ein er undanskilin, eins og Spánverjar segja. Meistari spánskrar skáldsagnagerðar Sennilega er ekki of fast aö orði kveðið þótt fullyrt sé, að Miguel de Cervantes, sé frægasti rithöf- undur, sem Spánverjar hafa átt og frægust allra bóka hans að sjálfsögðu Don Quijote de la Mancha. Listaverk hverskonar, bæði málverk og höggmyndir hafa veriö gerðar af þeim félög- um Don Quijote og Sancho Panza svo hundi uðum skiptir á Spáni og hvers konar söluvarningur handa þeim miljónum ferðamanna sem til Spánar koma minnir á þá félaga I einni eða annarri mynd. Svo skýrum dráttum er litlit þeirra félaga dregið i bókinni, aö öllum ber saman um hvernig þeir hafi litið út, hinn hái og granni Don Quijote og hinn litli og digri Sancho Panza. Persónulýsingin er ekki siðri eins og þeir vita sem lesið hafa bókina. Miguel de Cervantes var fædd- ur árið 1574 og lifði til ársins 1616. Hann var læknissonur frá Madrid og sagan segir að hann hafi ungur byrjaö að skrifa, en ekki verið hátt metinn, til aö byrja með og varö þaö raunar ekki fyrr en hann var kominn á sextugs aidur, og búinn að skrifa Don Quijote de la Mancha. Æviferill Miguels de Cervantes var samt sem áður hinn ævintýralegasti og sem slik- ur efni 1 æsi spennandi sögu. Galeiðuþræll Miguel de Cervantes ætlaði sér alltaf að veröa rithöfundur, en fleiri en hann vita að sú gata er ekki alltaf greiö. Honum var ung- um þröngvað til þess aö gerast hermaður. í frægri orrustu um Lepanto varð hann fyrir slysi og missti afl i vinstri hendi. Samt sem áður hélt hann hermennsku áfram og tók þátt i frægum orr- ustum i Napolihéraði og i Túnis. Og það var einmitt á heimleið úr þeirri orrustu, þegar sjóræningj- ar réðust á skip hans og hnepptu hann I þrældóm. Hann var seldur sem þræll i Alsir og var gerður aö galeiöuþræl. Hann gerði nokkrar misheppnaðar tilraunir til flótta, en um siðir var hann leystur úr ánauð og fór aftur heim til Spán- ar. Texti S.dór Ljósm.-eik Stumrað yfir Kóta. Og enn byrjaði hann að skrifa en það fór sem fyrr að hann var rtlisskilinn listamaður, það litla sem gefið var út eftir hann lásu menn ekki, þannig að loks tók fyrir það að nokkur útgefandi fyndist að verkum hans. Tuttugu ár liðu án þess hann hlyti nokkra viðurkenningu. Svo var högum hans komið þegar hann var fimmtugur, að hann var hrepptur i skuldafangelsi. Hann var bitur og sár út i þessa heimsku þjóð, sem ekki skildi hann né verk hans. Og i þvi hugarástandi sett- ist hann niður, þegar hann var laus úr skuldafangelsinu og hugðist skrifa smásögu I gaman- sömum tón, þar sem hann hugðist gera grin að þeirri þjóð, sem ekki kunni að meta hann sem skáld. Samt var hann þegar hér var komið, reiðubúinn til að sætta sig við meðalmennskuna sem rithöf- undur. Þessi litla smásaga, sem átti að verða, endaði sem rúm- lega eitt þúsund blaðsiðna bók, og mesta meistaraverk spænskra bókmennta. Afhjúpun mannlegrar sálar Margir segja að Miguel de Cer- vantes hafi komiö fram á réttum tima með Don Quijote de la Mancha. A svipaðan hátt og Shakespeare fæddist á Engiandi i þeirri andrá sögunnar er pólitisk, málsöguleg og félagsleg þróun hafði búið snilli hans hæfilegan jarðveg, var Miguel de Cervantes i heiminn borinn á likum tima- mótum I spænskri sögu. An vafa er þessi kenning rétt, en ljóst er að öll skilyrði voru fyrir hendi þegar Don Quijote de la Mancha var skrifuð, til að skapa slikt listaverk, sem súsaga er. Braut- ryðjendur spænskra bókmennta höfðu unnið sitt verk, Cervantes notfærði sér það og dró uppsker- una saman i bókinni Don Quijote de la Mancha. En hverskonar verk er Don Quijote de la Mancha? Er hún að- eins gamansaga, snilldarlega skrifuð af bitrum manni sem hafði þörf fyrir að ná sér niður á þjóð sem ekki skildi snilli hans? Er hún hvöss ádeila, eða spænska þjóðarsálin I hnotskurn? Eða er hún þetta allt saman, sem er lik- legast. Don Quijote hefst sem skripasaga eins og raunar mörg bestu skáldverk spænskra bók- mennta. Hún hefst á gysi aö höf- undum hinna löngu sagna sem hefja riddaramennsku svo til skýja að enginn trúir þeim. En enda þótt riddarinn Don Quijote sé i sögunni látinn koma fram á sjónarsviðið einni öld of seint, þá er þar án vafa um að ræöa aðferð höfundar til að gera gys aö þjóöinni, sem sjálf liföi enn i rómantiskum draumheimi ridd- ara og glæsimennskunnar. 1 persónu hins ýkta og hug- sjónarika flökkuriddara Don Qui- jote og hins ósveigjanlega og hag- sýna raunsæismanns Sancho Panza, sem þó á sina veikleika Félagarnir Don Kikóti og Sánkó Pansa, Arnar Jónsson og Garðarsson „Sitt hvaö má Sánki þola” lenturtk,rBÓ6ui~’.Dn Set» iarPu °S Sá?n heitir leikrits- gerðin, sem unnin er uppúr meistaraverki Miguel de Cervantes eins og aðrir, svo sem drauminn um eyjuna góðu og þau völd sem hann fengi sem landstjóri.er Cer- vantes að draga fram öfgarnar, sem heilbrigð skynsemi verður aö þoka til jafnvægis* Rit hans var þvi ekkert minna en afhjúpun hverrar mannlegrar sálar. Hugsjónir Adeila verksins felst meðal annars I þvi að hugsjónamaður- inn Don Quijote fær ekki að lifa þvi lífi sem hann vill. Aðstand- endur hans og nágrannar með prestinn og rakarann i broddi fylkingar telja hann galinn. Don Quijote lá I bókum og fékk sinar hugmyndir þaðan. Hann leit á sig sem hinn mikla riddara sem barðist á móti óréttlætinu, hvar sem það lét á sér kræla. Og að- standendur kenndu bókunum um og hófu bókabrennu. Og hversu margar bókabrennur hafa ekki verið haldnar bæði fyrr og siðar? Litum okkur nær og minnumst bókabrennu norður i landi fyrir minna en 50 árum siðan. Og manni verður á að spyrja hvers vegna mátti Don Quijote ekki lifa i sinum hugsjónaheimi, hvers vegna mega menn ekki eiga sinar hugsjónir i friði, hversu fáránlegar sem öðrum kann að finnast þær? Hvers vegna þarf að steypa alla i sama mót? þannig spyrja margir. Og Sancho Panza, þessi hagsýni og raunsæi almúgamaður, sem oft- ast stendur báðum fótum á jörðinni. Hann dáir húsbónda sinn og virðir, þrátt fyrir draumóra hans og heimskupör á stundum. Hann gerir hvað hann getur til aö telja honum hughvarf þegar hann lætur hvaö verst, en það tekst næstum aldrei og þá er hann allt- af tilbúinn að bjarga Don Quijote, eins og best hann getur. Samt sem áður dáir hann riddara- mennskuna undir niðri og hé- gómagirndin og draumurinn um völd kitla hann nógu mikið til aö fylgja Don Quijote i gegnum þykkt og þunnt, hversu fáránlegt sem honum þykja uppátæki hús- bóndans. Spánska þjóðarsálin Birtist i þessum tveimur mönn- um spánska þjóðarsálin, valdi Cervantes þá leið að nota tvær persónur til aö sýna hinn klofna persónuleika Spánverjans? Þessu halda sumir fram. En menn mega heldur ekki gleyma þvi aö menn eru alls ekki sammála um hvernig túlka beri meistaraverk Cervantes, frekar en ýmis önnur öndvegisrit heimsbókmennt- anna. Flestir sem kynnst hafa Spánverjum halda þvi fram að finna megi eitthvað af þeim Don Quijote og Sancho Panza I hverj- um manni, en sjálfsagt væri hægt að heimfæra það uppá flesta menn. Flestir Spánverjar eru ákaflyndir hugsjónamenn, sem ógjarnan hvika frá hugsjón sinni, hversu fáránleg sem aðkomu- manni kann að þykja hún. En i bland, eða kannski til vara, viröist manni sem þeir séu æði jaröbundnir oftast nær. Leikgerðin Þórhildur Þorsteinsdóttir leik- stýrir leikritinu „Sitt hvaö má Sánki þola” hjá Alþýðuleikhús- inu. Don Quijote leikur Arnar Jónsson,en Sancho Panza Borgar Garðarsson. Karl Guðmundsson þýddi leikritið, en búninga, grim- ur og leikmynd gerði Messianna Tómasdóttir. Þórhildur sagði aö höfundurinn James Saunders, sem er Breti, styddist i aðal at- riðum við fyrstu reisu þeirra félaga i þessari leikgerð, en siðan fléttaði hann inni ýmsu öðru úr sögunni, ekki sist i samtölunum. Langt er orðiö siðan Alþýðuleik- húsið ákvað aö taka Don Quijote til sýningar. Margar leikgeröir eru til af sögunni, en Þórhildur taldi þessa þá bestu sem þau heföu komist yfir. Hún sagði að leikritið væri sprellfjörugt, allt frá argasta fiflaskap tii dýpsta harms, rétt eins og skáldsagan sjálf. Frumsýningin verður, sem fyrr segir á fimmtudaginn kemur og þar meö hafa Islendingar fengið að sjá þó nokkrar útgáfur af þessu fræga meistaraverki, bók- ina sjálfa, teiknimynd, kvikmynd og nú leikgerö. Viö biðum I of- væni. —S.dór I Helgin 13.—14. mars 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 kvikmyndir meistari gaman- myndanna Nokkru áður en Peter Sellers hóf vinnu sína við kvikmynd Hal Ashbys, Be- ing there, (Fram í sviðs- Ijósið), kom hann fram í einum þátta hinna vinsælu Prúðuleikara. í einu atriði þáttarins kemur Kermit froskurinn heiðgræni, inn í búningsherbergi leikar- ans: „Hr. Sellers, í þessum þætti er allt í lagi að slappa bara af og vera maður sjálfur". En herra Sellers kveður það alveg ómögu- legt, og bætir við: „Ég gæti aldrei verið ég sjálfur". Froskurinn hváir, og Peter Sellers útskýrir málið nán- ar: „Sjáðu til, það er eng- Maðurinn með mörgu andlitin inn ég. Ég er ekki til". Við liggur, að þetta rfði hinum stressaða f rosk að f ullu, og leikarinn beygir sig niður að honum, gjóar augunum til allra átta, laumulegur á svip og hvíslar: „Ég var einu sinni til. En svo lét ég fjarlægja mig með skurð- aðgerð". Auðvitað fékk þessi brandari ágætar viötökur. En i þessari full- yrðingu kann að leynast margt sannleikskorniö, þrátt fyrir allt. Ef nánar er aö gáð, þá er þessi staðhæfing Peter Sellers liklega ein sú sannasta, sem hann hefur látið fjúka um sjálfan sig. Það virðist að minnsta kosti sem svo, aö eitthvað hljóti að vera brogað við þann mann, sem á i vandræö- um með aö finna sina eigin eðli- legu rödd, — en Sellers lýsti þvi oft yfir, að hann ætti I erfiðleikum með það. Aður en hann vissi af, var hann farinn að herma eftir viðmælanda sinum eða farinn aö nota röddina til að tjá einhverja hugsun til viöbótar við þá hugsun, sem fólst I sjálfum orðunum. En auövitaö er þetta eins konar árátta um leið, árátta þess, sem stöðugt litur i kringum sig og skoðar fólkið i umhverfi sinu, hvernig það hreyfir sig og talar. Hugsanlega má rekja þetta að einhverju leyti til æsku og uppeld- is, eins og Peter Evans gerir I bók sinni um Peter Sellers (Peter Sellers: The Mask Behind the Mask, eða Griman að baki grim- unnar). 1 þeirri bók kemur fram, að Seilers er þriðji ættliðurinn, sem hefur „sjóbissnissinn” að starfi, en amma hans og móðir komu báðar fram I skemmtisýn- ingum, sem amman starfrækti. Skemmtisýningar ömmunnar, skrifar Jakob S. Jónsson Ma Ray, fóru viða um og stönsuöu stutt á hverjum stað. Það varö til þess að Peter eignaðist fáa vini, en kynntist þeim mun betur lffinu aö baki leiktjaldanna. Og þetta kann að hafa stuðlaö aö þvi að Peter Sellers varð aö mörgu leyti einfari, jafnt i starfi sem einka- lifi. En það skiptir ef til vill ekki svo miklu máli. Vangaveltur um per- sónu Sellers, einkalif hans og barnæsku segja liklega litið um leikarann, þegar á allt er litiö. Leikarann, sem hóf feril sinn i út- varpsþáttum hjá BBC og fjölda- framleiddi raddir i skemmtiþátt- inn Goon Show. I þættinum þeim var skopast á fáránlegan hátt að ýmsu i bresku þjóðlifi, og meðal þess, sem mátti heyra i Goon Show var þegar Everesttindur var kifinn — innanfrá, umræður i þorpsráðinu um hvort setja ætti upp ljósastaura i bænum — þrjá- tiu árum eftir aö tillagan var lögð fram. Og Sellers skóp þær raddir sem áttu við efnið, og mótaði þar vinnuaðferð sina sem leikari eftir þvi sem hann sagði eitt sinn sjálf- ur: „Um leiö og ég var búinn að finna rödd persónunnar, uppgötv- aði ég að ég var farinn að haga mér eins og viö átti, svo ég þurfti ekki að hugsa neitt frekar um þaö. Persónan gerði það fyrir mig. Meðal annars þess vegna er ég ekki sammála þeim sem vinna samkvæmt Aöferðinni (hér mun Sellers hafa átt við „aðferð Stan- islavskis”, sem svo hefur verið nefnd. — innsk. — jsj.), og hugsa stöðugt um það, hvernig þeir eigi nú að lyfta tebollanum.” Goon Show varð til að auglýsa Sellers, og hann fékk mörg tilboð um að leika i kvikmyndum meöal annars The Ladykillers, þar sem hann lék bófa i gengiiAlec Guinn- ess, en það var þó ekki fyrr en hann lék Fred Kite i I’m All Right, Jack.sem hann var tekinn i hóp stórstirnanna. Nú veröur þó að segjast eins og er, aö ekki voru þær allar merki- legar myndirnar, sem hann lék i, og oftar en ekki treystu framleið- endur á hæfni Sellers til að bregða sér i allra kvikinda liki, hvort sem það átti nú aö vera einhver gömul piparjónka eða japanskur prins, svo dæmi sé tekið. En það er fremur snemma á ferli sinum, sem hann leikur i tveimur mynd- um Staniey Kubricks, og hlýtur einróma lof fyrir túlkun sina á hlutverkum sinum. En myndirn- ar eru Lolita (1962) og Dr. Strangelove (1964). En eftir slæmt hjartaáfall árið 1964, var Sellers lengi að ná sér á strik — það var ekki fyrr en tiu árum sið- ar að hann „finnur sig” aö nýju, þegar hann vinnur að fyrstu myndinni um Bleika pardusinn og lék hlutverk franska lögreglufor- ingjans Jacques Clouseau — sú mynd færði honum ekki einasta verulegan auö, heldur einnig sjálfstraust til að takast á viö hlutverk, sem hann haföi um nokkurra ára skeið haft augastað á: hlutverk Chances I kvikmynd, sem yrði gerð eftir bók Jerzy Kosinskis, Being there. Sellers las bók Kosinskis stutt- lega eftir aö hún kom fyrst út árið 1972, og komst að þeirri niður- stöðu, að hann sjálfur væri eini leikarinn, sem gæti leikið hlut- verk Chances. Hann eygði mögu Framhald á 23 siðu Foreldrar Sellers: Peg og Bill Sellers. Myndin er tekin um miðjan Chance meö Evu (Shirley MacLaine). sjöunda áratuginn, nokkru áður en Peg lést.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.