Þjóðviljinn - 13.03.1982, Blaðsíða 2
I
2 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.—14. mars 1982
skammtur
’míi
Af Meiri Kampf
II. kapítuli
Ég hefði aldrei álpast til að f ara að láta gera
við tennurnar í mér, ef mig hefði grunað að
þær teldust varla til líffæra, í tryggingarlækn-
isfræðilegum skilningi. Þegar botnlanginn í.
mér sprakk, hérna um árið, þá var það orða-
laust lagað gratis, eins og ekkert væri sjálf-
sagðara. Sömuleiðis var taugunum einhvern
tíman kippt í lag, án þess að ég þyrfti að
leggja út túkall með gati.
Af þessum sökum glápti ég alveg
eins og tröll a heiðrikju þegar tann-
læknirinn minn rukkaði mig um peninga, eftir
að haf a veitt mér aðkallandi læknishjálp; gert
viðtennunar í mér.
„NU, ég er i sjúkrasamlaginu", sagði ég við
klíníkkdömuna, en hún fór bara að hlæja og
sagði:
„Þú ert nú ekki einn um það vinurinn". Svo
borgaði ég sanngjarnan tannlæknaprís fyrir
viðgerðina og hugsaði með mér: „Þetta fæ ég
endurgreitt hjá Sjúkrasamlaginu eða í trygg-
ingunum, því hér á landi njótum við háþróaðs
samhjálpar og tryggingakerf is".
í vikuskammtinum um síðustu helgi, komst
ég inn í anddyrið á Tryggingastofnuninni, en
snéri til baka eftir mjög mislukkuð viðskipti
við heimamenn. Nú fór ég til míns heima til að
hugsa málið eins og það er kallað.
Það var semsagt mál málanna að reyna að
fá tannlækningar endurgreiddar úr sjúkra-
samlaginu eða tryggingunum.
Og hér var það að ég fékk hugljómun: Rétt
að nota símann.
Ég byrjaði að hringja í stofnunina strax eft-
ir hádegi og náði sambandi um kaffileytið.
„Tryggingastofnunin — Andartak"
Og nú kom eitt af þessum séríslensku and-
artökum, sem sumar opinberar stofnanir eru
svo frægar fyrir. En þegar andartakið hafði
breyst í drykklanga stund og drykklanga
stundin í timakorn og tímakornið í stundarbið
og stundarbiðin í þrásetu, heyrði ég smell og
elskuleg röddspurði :
„Eftir hverjum voriðþér aðspyrja?"
„Það er útaf tönnum"
„Nújá?"
„Já, ég ætlaði að spyrjast fyrir um endur-
greiðslu..."
„Ég skal gefa þér sjúkratryggingadeild —
Andartak".
Og nú kom annað andartak og svosmellur.
„Sjúkratryggingadeild" svaraði eldri mað-
ur.
„Líklega uppflosnaður dreifbýlískrati, sem
hefur talað við þingmanninn sinn og fengið
djobbið", hugsaði ég.
„Já ég ætlaði að spyrjast fyrir um tenn-
ur..."
,, Eru það tennur sem hafa tapast?"
„Nei það eru tennur, sem ég lét gera við".
Það var eiginlega nauðsynlegt vegna starfs-
ins" bætti ég svo við í einhverju fáti og vafa-
laust með þann þánka bak við eyrað að ef ég
gæti ekki unnið tannlaus, þá hlyti Trygginga:
stof nun að hlaupa undir bagga með mér.
„Hvaða starf er það?" spurði dreifbýlis-
kratinn, og ég dauðsá eftir að hafa farið að
minnast á þetta með starf ið, því að í raun og
veru er það draumur hvers manns í mínu
starf i að geta tekið útúr sér allt tannskartið —
báða gómana, þegar það á við og eftir behag,
eins og danskurinn segir.
Og nú kvað ég fastar að orðunum en áður:
„Ég ætlaði að leita upplýsinga um endur-
greiðslu vegna tannviðgerða".
„Ja, þetta er nú ekki rétti staðurinn til
þess."
„Nú er þetta ekki Tryggingastofnun ríkis-
ins?"
„Að vísu en við endurgreiðum ekki tannvið-
gerðir".
Nú fór ég að þrasa við þennan saklausa
sveitamann, og fann að hann varð fljótlega
þreyttur á mér og ég lái honum það í sjálf u sér
ekki. En samtalið endaði á því að hann sagði
mér að koma á skrifstofuna og fá allar upp-
lýsingar um málið.
Ég þangað og nú án viðkomu í anddyrinu
beintá deildina, sem mér hafði verið vísað á.
Ég sfillti mér upp við afgreiðsluborðið. Fyr-
ir innan borðið voru stelpurnar svona einsog
að rabba saman og tóku ekki eftir mér, þótt
undarlegt megi virðast. Nú fannst mér allt í
einu ég vera orðinn eins og illa gerður hlutur
og f ór að hugsa um það hvað ég væri eiginlega
að vilja hingað. Seint og um síðir veitti ein sú
yngsta mér athygli, gekk að afgreiðsluborðinu
og sagði setningu sem mér fannst eiginlega
sérhönnuð fyrir stof nunina:
„Get ég aðstoðað?"
Mig svimaði snöggvast svolítið, en ég hélt
mér bara fast í borðröndina.
„ Ég ætlaði að spyrjast fyrir um endur-
greiðslu á tannviðgerð"
,, Er það fyrir barn, örorkuþega, eða ellilíf-
eyrisþega?"
„Nei, þaðer útaf sjálf um mér".
„ Nú ertu með fæðingargalla?"
Hún beið ekki eftir svari,_heldur snéri sér
við og hrópaði hvellum rómi:
„Bfbí! Bíbí!"
Og Bíbí svaraði hinummegin úr salnum:
„Jááááá!!!"
„Fær hann ekki eitthvað borgað uppí tann-
viðgerð, ef hann er holgóma?"
„Júúúúú!!!" hrópaði Bíbí.
Allir litu upp og steinhættu að kjaf ta saman.
Nú átti ég sko athyglina óskipta. Bíbí stóð upp
hinum megin í salnum og gekk að afgreiðslu-
borðinu, ég held helst bara til að skoða mig.
Svo leit hún á mig og sagði:
„Fékkstu þér falskar?"
„Nei, svaraði ég. „Þetta eru aðallega krón-
ur og brýr"
Þá svaraði Bíbí: „Þar sem þú ert hvorki
barn né gamalmenni, vanskapaður, holgóma
né örorkuþegi, koma engar bætur til greina og
þó þú værir þetta allt, þá fengirðu krónur og
brýr aldrei bættar."
Og svo bætti hún við, ótrúlega elskulega:
„Við borgum tannviðgerðir fyrir börn og
unglinga áður en tennurnar fara að skemmast
og fyrir gamalt fólk, sem búið er að missa all-
ar tennurnar. Þessir aðilar fá tannviðgerðir
greiddar sjötíu prósent uppí topp."
Og með þetta yfirgaf ég Tryggingastofnun
ríkisins vonandi í eitt skipti f yrir öll og raulaði
vísu Hjálmars um leið og ég gekk framhjá
konunni í glerbúrinu:
Þó hrjái mig kröm bæði og kvöl
og kvelji mig ónýtur magi
er indæltaðeig'á því völ
að eldast með tennur í lagi.
skak
Á síðasta snúningi
Kasparov Pshakis
r x •
naði
Það var í síðustu um-
ferð á sterkasta lands-
móti ársins, sovéska
meistaramótinu fyrir ár-
ið 1981. I fararbroddi var
hinn 23 ára gamli Lev
.Pshakis, hafði hlotið 12
vinninga úr 16 skákum. í
2. sæti var undramaður-
inn frá Baku, Harry Kas-
parov, með 11 1/2 vinning
úr jafnmörgum vinning-
um.
í 16. umferö haföi hann tapaö
fyrir Boris Gulko, misst niöur
1/2 vinnings forskot. Þessir
tveir menn, skærustu stjörnurn-
ar i skákinni i dag, áttu einir
möguleika á sigri. Næstu menn
voru vlösfjarri. Pshakis geröi
jafntefli eftir snarpa viöureign i
siöustu umferö, en Kasparov fór
meö erfitt hlutverk, varö aö
sigra Tukmakov meö svörtu.
Tukmakov haföi gengiö vel i
mótinu.‘Hann var i 3. sæti þegar
skák hans við Kasparov fór
fram og að sigra sterkan stór-
meistara meö svörtu er ekki þaö
auðveldasta i heimi hér.
Góð þekking á byrjunum get-
ur nefnilega tryggt mönnum
frumkvæðið 20-30 fyrstu leikina,
eitt feilspor til eöa frá af hálfu
svarts getur reynst hafa Urslita-
þýðingu. Þegar sovésk skák-
sveit er komin i keppni á
Olympiumóti, svo dæmi sé tek-
ið, þá er dagskipunin yfirleitt á
þá leið, að vinningar skuli fást
með hvitu, jafntefli með svörtu.
Þetta sanna dæmin. Kasparov á
hinn bóginn virðist hafa tileink-
að sér vinnubrögð Fischers,
hann teflir miskunnarlaust til
vinnings, bæði meö hvitu og
svörtu. Og I viöureigninni viö
Tukmakov var ekkert um annaö
að ræöa.
Skákin sem fylgir er full af
þeim augnablikum sem gerir
skákina svo leyndardómsfulla:
beinar og óbeinar hótanir, sál-
fræðileg bellibrögö, þung undir-
alda. Hún er morandi i taktík,
taugaspennu, jafnvel tima-
hraki. M.ö.o. skák sem er ein-
kennandi fyrir hinn unga snill-
ing:
Hvitt: Vladimir Tukmakov
Svart: Harry Kasparov
Kóngsindversk vörn
1. d4-Rf6 3. Rc3-Bg7
2. c4-g6 4. e4-d6
(Þegar teflt er til vinnings með
svörtu koma oft ekki ýkja mörg
byrjunarafbrigði til greina.
Kóngsindverska vörnin er eitt
þessara afbrigða. Það er meðal
vopna i vopnabúri Kasparovs.)
5. Be2-0-0 7. d5-b5!?
6. Bg5-c5
(Ballið er byrjaö. Svartur kast-
ar peöi i andstæöinginn til þess
aö opna linur. Ef ég man rétt þá
tefldi Spasski þannig viö
Kasparov á Interpolismótinu i
Hollandi i haust — og vann!)
8. cxb5-a6 14. 0-0-Rc7
9. a4-h6 15. Hel-Rxb5
10. Bd2-e6 16. Rxb5-d5
11. dxe6-Bxe6 17. exd5-Rxd5
12. Rf3-axb5 18. Re5-He8
13. Bxb5-Ra6 19. Hcl-Bf5
(Svartur hefur sáralitlar bætur
fyrir peðiö. Eftir t.d. 20. Rc4
hefur hvitur umtalsveröa yfir-
burði. En i sjónhendingu sér
hann annað peð. Mikill vill
meira. Peð er peð, sagði Peder-
sen. Dramb er falli næst (?), og
allt það. I grófum dráttum:
hvitur gerist nú girugur um of
og hendir heilum eða hálfum
vinning út um gluggann. Þetta
er vendipunkturinn i skákinni.)
hb m'rnm
■ ■ mtm
■ ■ mtm
Umsjón
Helgi
Ólafsson
abcdefgh
20. Rc6?-Dd7 23. Dcl-Rb6
21. Hxc5-Hxel+ 24. b3-He2!
22. Dxel-He8
(Það er hvergi rakinn vinning
að sjá. Hins vegar er svartur
farinn að prila meira en góðu
hófi gegnir og þegar við bætist
timaskortur hjá hvitum er voð-
inn vis.)
25. Ba5-Be4! 26. Re5
(26. Bxb6 strandaði á 26. — Dg4
27. Dfl Hel! o.s.frv.)
26. ..-De7 27. Rd4
(Hér var betra að leika 27. Dfi.
Tukmakov var hins vegar kom-
inn I slikt og þvilikt timahrak að
hann átti enga möguleika á að
átta sig á stöðunni svo gagn
væri i. Hann lék aöeins þvi sem
hendi var næst.)
27. ..-Ha2
(Þarna verður hrókurinn tæpast
angraður.)
28. De3?
(28. Hc8+ og siðan 29. De3 var
skárra.)
28. ..-Dxc5!
— Hvitur gafst upp.
Kasparov og Pshakis deildu
efsta sætinu og hlutu báðir nafn-
bótina „Skákmeistari Sovét-
rlkjanna 1981”. 1 3. sæti varð
Romanishin með 10 vinninga.
Gavrikov og Tukmakov urðu i
4.-5. sæti meö 9 1/2 vinning.
Keppendur voru 18, flestir
hverjir skákmenn af yngri kyn-
slóðinni.