Þjóðviljinn - 13.03.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN
stjjórnmál á sunnudegi Hjörleifur
Raforkuverðið: * • r 4 /1 m Guttormsson skrifar
Fyrir tólf árum var verð-
munurinn 81% - Nú 413 %
i umræðum á Alþingi í
vikunni um stóriðjutillögu
flestra þingmanna Sjálf-
stæðisf lokksins, flutti
Hjörleifur Guttormsson,
iðnaðarráðherra ýtarlega
ræðu um þau málefni.
Við birtum hér í dag
kafla úr þessari ræðu iðn-
aðarráðherra.
Ég vil aðeins hér i upphafi rif ja
það upp, hver er stefna núverandi
rikisstjórnar 1 sambandi við upp-
byggingu meiriháttar nýiðnaðar i
landinu, þar á meðal i orku-
frekum iðnaði, en um þaö segir i
stjórnarsáttmála:
„Rikið stuöli að uppbyggingu
meiri háttar nýiðnaðar, er m.a:
byggi á innlendri orku og hrá-
efnum, enda verði slíkur nýiðn-
aður og frekari stóriöja á vegum
landsmanna sjálfra.”
I fyrirliggjandi tillögu rikis-
stjórnarinnar um iðnaðarstefnu
er þetta markmið orðað með svo-
felldum hætti ,,Að nýta sem best
þá möguleika til iðnaðarfram-
leiðslu, sem felast i innlendum
orkulindum og efla innlenda aöila
til forystu á þvi sviði. Orkufrekur
iðnaður verði þáttur I eðlilegri
iðnþróun i tengslum við hann.”
Grein hefur verið gerð fyrir
vinnu á vegum rikisstjórnarinnar
að þessum málum á s.l. þingi
og á núverandi þingi. A s.l. þingi
fylgdi greinargerð um vinnu og
stefnumörkun rlkisstjórnarinnar
i sambandi við hagnýtingu orku-
lindanna frumvarpi um raforku-
ver, sem lagt var fram siðla á sið-
asta þingi og samþykkt fyrir
þinglok. Þar var dregin upp
meginstefna af hálfu rikis-
stjórnarinnar i þessum efnum,
jafnframt þvi sem teknar voru
ákvarðanir i sambandi við næstu
stórvirkjanir i landinu, aflað
heimilda Alþingis til stórátaka á
þvi sviði.
Nú hefur einnig verið lögö fram
hér á þinginu i sambandi við til-
lögu um röðun virkjana, sem
afíáð var heimildá fyrir á s.l.
vori, greinargerð varðandi undir-
búningsvinnu um hagnýtingu
orkulindanna eftir þeim stefnu-
miðum og markmiðum, sem
rikisstjórnin hefur sett sér. Þar
kemur fram, aö gert er ráö fyrir
verulegri nýtingu á raforku I
landinu i tengslum við næstu stór-
virkjanir eftir þvi sem hag-
kvæmir og hagstæöir orkunýt-
ingarmöguleikar eru undirbúnir
og liggja fyrir og þar hefur verið
gert ráð fyrir þvi sem eðlilegu
markmiði, að unnt sé að tvöfalda
orkufrekan iðnað I landinu á
næstu 10 árum eða svo: en auð-
vitað eru settir skýrir fyrirvarar
um það, að þetta byggi á þvi að
það sé vænlegt að ráðast i þunga-
iðnað I auknum mæli, að það
finnist arðbærir iönaðarkostir.
| Jöfnun orkureiknings fyrir
a Ida mót
Ég tek það fram, að ég er ekki
I nokkrum vafa um það, að staða
okkar Islendinga til þess að hag-
nýta okkur orkulindir I atvinnu-
rekstrarskyni af eigin rammleik
I og fyrir eigin frumkvæði er fyrir
hendi, og samkeppnisaðstaða
okkar i þeim efnum á að vera til-
I tölulega sterk. Það getur hins
! vegar ekki þýtt það, að við rösum
um ráð fram i þessum efnum. Viö
: þurfum að sjálfsögðu i sambandi
1 viö þá miklu fjárfestingu, sem
' þarna er um aö ræða, að vanda
vel allan undirbúning og ganga
fram af gætni. Þar er sá halla-
rekstur, sem komið hefur fram
hjá stóriðjufyrirtækjum I landinu
að undanförnu vissulega viti til að
varast. Það er ákveðin aðvörun i
sambandi við iðnað af þessu tagi,
en það á ekki að hrekja okkur frá
þvi markmiði að hafa tögl og
hagldir i þessum þætti atvinnu-
rekstrar I landinu nú og fram-
vegis, eins og skilja mætti af mál-
flutningi formanns Sjálfstæðis-
flokksins hér áðan, sem einmitt
vildi draga þetta atriði fram til
stuðnings þeirri erlendu stóriðju-
stefnu, sem hann og meðflutn-
ingsmenn hans standa hér enn
fyrir.
Rikisstjórnin hefur sett fram
það markmið i sambandi við hag-
nýtingu orkulindanna til atvinnu-
rekstrar, að jafna orkureikning
landsmanna fyrir næstu aldamót,
þ.e. að ná þvi marki, að við öflum
jafnmikilla gjaldeyristekna fyrir
afurðir orkufreks iönaðar eins og
við þurfum að greiða fyrir inn-
flutta orku til landsins. Likur eru
á þvi, að við getum náð hlutfalli
innfluttrar orku niður i 33% eða
1/3 af heildarorkunotkun, en það
er sú orka sem fer til að knýja bif-
reiðar landsmanna, þ.e. sam-
göngutæki á landi og vélar og
fiskveiðiflotann. En ástæðulaust
er að fullyrða, að ekki sé hægt að
ná lengra. Það fer vissulega eftir
þróun á verði olfu á alþjóða-
markaði, hvenær það reynist
hagkvæmt að framleiða innlenda
orkugjafa, innlent eldsneyti i
krafti okkar eigin orkulinda. Það
er einnig markmið, sem horft er
til.
Vald yfir hráefnisöflun og
markaðsmálum
Rikisstjórnin hefur sett fram
stefnu um það, hvernig að upp-
byggingu orkufreks iðnaðar skuli
unnið, og þar er þaö undirstrikað,
að þó við íslendingar eigum sam-
vinnu við erlenda aðila um vissa
þætti, þá beriaö tryggja virkt for-
ræði okkar yfir þessum þætti
atvinnulifsins. Eignarhald-
ið er þar vissulega mikil-
vægt, meirihlutaeign á
fyrirtækjunum, en það er engan
veginn einhlitt. Þar þurfa að
koma til aörir þættir til þess að
við höfum i reynd vald á þessum
atvinnurekstri, bæði varðandi
hráefnisöflun og markaðsmál.
Sú vinna sem iðnaðarráðu-
neytið hefur staðið fyrir með
aðstoð innlendra stofnana og
fyrirtækja beinist m.a. að þvi að
átta sig á, hvert er eðlilegt stefnu-
mið I sambandi við verðlagningu
á okkar orku til orkufreks
iðnaðar. Hvar liggja okkar sam-
keppnismöguleikará þessu sviði?
Það hefur einnig verið að þvi
unnið að kanna, hvar skynsam-
legt sé aö setja niður orkufrekan
iðnað I landinu, að staðsetja meiri
háttar fyrirtæki af þessu tagi og
hv. alþingismenn munu innan
tiðar fá greinargerðir þar að lút-
andi. Þar er horft til allra þátta,
sem máli skipta I þessum efnum,
allt frá tengingu við raforkukerfi
landsmanna til félagslegra
sjónarmiða og umhverfissjónar-
miða fyrir utan að sjálfsögðu
landfræðilega þætti, hafnar-
skilyrði og annað þess háttar. Og
það hefur einnig verið athugaö,
hvert sé bolmagn okkar Islend-
inga út frá þjóðhagslegum
forsendum að standa að uppbygg-
ingu þessa atvinnurekstrar hér i
landinu af eigin rammleik, a.m.k.
sem forræðisaðilar, þó að við
höfnum ekki samstarfi við út-
lendinga um alla þætti mála.
Ástæöulaus minnimáttar-
kennd
Ég vil fullyrða það, þvert ofan i
það sem fram kom hjá 1.
Þetta borga
íslenskar almenn
ingsrafveitur
fyrir orkuna
umfram það verð
sem álverið
greiðir
Af allri orkuframleiðslu Lands-
virkjunar fær álverið um 50%, en
almenningsrafveiturnar i landinu
mest af þeirri orku, sem ekki fer
til Straumsvikur. Heildsöiuverð
tii aimenningsrafveitnanna er nú
meira en fimmfalt hærra heldur
en til álversins, en var fyrir 12 ár-
um tæplega tvöfalt hærra. Þannig
hefur orkusalan til álversins
samkvæmt hinum gömlu álsamn-
ingum valdið stórkostlegri hækk-
un á orkuverðinu til almennings.
flutningsmanni þessarar tillögu
að það er engin ástæða fyrir
okkur Islendinga að hafa þá
minnimáttarkennd eða ætla það,
að við getum ekki staðið fyrir
pessari uppbyggingu hér í land-
inu i krafti okkar eigin aflafjár og
lánsfjármagns, sem við tökum
með eðlileguro hætti. Það getur
einnig átt við um stórrekstur á
þessu sviði, en vissulega er þarna
um misjafnlega stór fyrirtaéki að
ræða, sem til athugunar hljóta ao
verða. Aliðja er þar einna stærst I
sniðum, en einnig á þvi sviði
getum við Islendingar haft for-
ræði, ef viö kjósum að leggja út i
slikan rekstur og við eigum að
binda slikan rekstur þvi skiiyrði,
að við höfum þar einnig tögl og
hagldir.
Við eigum aö geta átt þess kost I
sambandi við áliöju hériendis á
vegum okkar sjálfra, að gera
langtimasamninga bæöi varðandi
hráefni og aðföng og tryggja
orkuverð, sem standi undir fram-
leiðslukostnaði við öflun nýrrar.
orku i landinu. Sú minnimáttar-.
kennd sem einkennir umræður
stjórnarandstæðinga og fyrst ogj
fremst Sjálfstæðismanna 1
stjórnarandstöðu um þessi mál er
með slikum fádæmum að það
mætti hafa um það mörg orð, og
það er merkilegt að virða fyrir
sér málgagn þeirra Morgun-
blaðið, sem leggur undir sig siðu
eftir siðu þessa daga og oft áður
til þess að halda á lofti málflutn-
ingi talsmanna þeirra, sem vilja
halda niðri raforkuverði til
stærsta raforkukaupanda i land-
inu.
Orkunýting á eigin vegum i
staðorkusölu til útlendinga
Hlutur iðnaðarráðuneytisins
varðandi könnun á iðnaðar-
kostum hefur fyrst og fremst
verið samræming verka. Það
hefur verið byggt á vinnu rann-
sókna- og tæknistofnana i landinu
eins og Iðntæknistofnunar og
Orkustofnunar. Það hefur verið
leitað til Rannsóknarráðs rikisins
og það hefur verið leitað til inn-
lendra verkfræðiaðila til þess að
fá þá með I verkin þannig að þeir
öðlist reynslu á þessu sviði hlið-
stætt þvi sem gerst hefur I sam-
bandi við undirbúning og upp-
byggingu virkjana i landinu Þar
þurftum við fyrir eina tið að leita
til erlendra verkfræðiaðila til
undirbúnings, en erum nú sem
betur fer þannig i stakk búnir að
viö erum fylliiega færir um að
standa fyrir hönnun og allri upp-
býggingu vatnsaflsvirkjana i
landinu og getum auk þess miðlað
öðrum af okkar reynslu. A sama
hátt eigum við að standa að
undirbúningi orkufreks iðnaðar,
orkunýtingar i landinu, en ekki
fylgja þvi mynstri, sem dregið er
upp samkvæmt fyrirliggjandi til-
lögu Sjálfstæðisflokksins að
stofna nefnd nokkurra manna,
sem eiga að hafa það hlutverk
fýrst og fremst að leita eftir
kaupendum úti um heim, sem
komi færandi hendi með fyrirtæki
til þess að kaupa af okkur orkuna,
eftir fyrirmyndinni frá álverinu i
Straumsvik, sem enn er flaggaö
hér á Alþingi þrátt fyrir þær stað-
reyndir sem fyrir liggja I þvi
máli.
Úrelt stefna Sjálfstæöis-
flokksins
Ég tel að þessi tillaga Sjálf-
stæðisflokksins sem hér er til um-
ræðu endurspegli úrelt viðhorf,
sem meiri hluti þingflokks Sjálf-
stæðismanna er þvi miöur tals-
maður fyrir. Ég hélt satt að segja
að þeir hefðu eitthvað lært á þvi
ári sem liðiö er siðan þeir fluttu
slika tillögu hér inn á Alþingi og
af þeirri umræðu, sem fram hefur
farið siöan, þar á meðal af Orku-
þingi á s.l. vori, þar sem þeir
stóðu uppi einangraðir með sinn
málflutning og sina orkusölu-
stefnu. Tillagan endurspeglar
vanmat á getu okkar tslendinga
til þess að hagnýta þá þýðingar-
miklu auðlind, sem orkan er i
okkar landi, jafnt vatnsafl sem
jarðvarmi.
Verömunurinn var 81%. Er
nú 413%
Ég vil þá vikja aðeins að þvi að
i þessari tillögu sem byggir á er-
lendri stóriðju sem leiðarljósi, er
hvergi minnst á hvaða viðmiðun
hafa skuli i sambandi við orku-
verð. Þar er ekki vikið einu orði
að þvi, hvaða kröfur eigi að setja i
sambandi við verðlagningu á
þeirri auðlind, sem á að fara i
hendur útlendinganna. Það er
kannski af þvi að þessir þing-
menn séu feimnir við að nefna
eðlilegar kröfur og eðlilegar við-
miðanir i þvi sambandi, þvi að
það muni rifja upp ýmislegt i
sambandi við leiðarljósið frá viö-
reisnarárunum, sem við búum
enn við hér suður i Straumsvik, i
formi álverðsins þar, sem hirðir
rösklega helminginn af þeirri
orku, sem Landsvirkjun fram-
leiðir fyrir gjafverð.
Nei. Ef við ætlum að fylgja
sliku módeli, slikum aðferöum i
sambandi við verðlagningu á
orku, þá þýðir nú litið að tala um
að við njótum okkar innlendu
orkulinda. Þá getur það orðiö
dýrt að búa við þær, þó svo að við
náum þeim markmiðum, sem
voru hér til umræðu fyrr i dag i
sambandi við jöfnun á orkuverði.
Ég vil aðeins rifja upp eitt at-
riði, sem ég nefndi fyrr i dag, sem
segir dálitla sögu um það, til
hvers það leiðir að fylgja sliku
módeli eins og flutningsmenn
þessarar tillögu eru að bera fram,
þegar þeir eru að verja samning-
inn um álverið i Straumsvik. Arið
1970 þegar orkusala hófst til
álversins i Straumsvik, var
munurinn á heildsöluverði til ál-
versins og heildsöluverði til al-
menningsveitna 81%. I dag er
þessi munur ekki 81% heldur
413%, þ e. munurinn á heildsölu-
verðinu til álversins I Straumsvik
annars vegar og til almennings-
veitna i landinu hins vegar. Hann
hefur fimmfaldast.
Við eigum að eignast
meirihluta i álverinu
Ég held að við eigum ekki að
eyða mjög miklu máli i að ræða
um fortiöina i þessum efnum svo
dapurieg og hrikaleg sem hún
raunverulega er. Við eigum
miklu frekar að reyna að sam-
einast um það að knýja fram
nauðsyniegar leiðréttingar. Geir
Hallgrimsson oröaði það svo hér
áðan, að það væri fjarstæöa fyrir
okkur Islendinga aðhugsa til þess
að eignast meiri hluta i núverandi
bræðslu I Straumsvik. Þetta sagöi
hann mjög skýrt. Ég vil spyrja
eru menn nú alveg vissir um
þetta? Ætla þingmenn að taka
undir það aö þetta þurfi að vera
fjarstæða? Hvað segðuð þið um
það, ef við tslendingar gætum
gert samninga um að eignast
meirihluta i þessu fyrirtæki og ná
jafnframt fram leiðréttingum á
raforkuverði svo að um muni,
kannski allt að þvi marki að svari
til kostnaðar á framleiðslu á raf-
orku úr nýjum virkjunum I land-
inu? Munduð þiö hafna sliku án
athugunar?
Sú tillaga Sjálfstæðismanna
sem hér liggur fyrir til umræðu
um stóriðjunefnd og orkusölu til
útlendinga er álika rislág og það
minnismerki um erlenda stóriðju,
sem Sjálfstæðisflokkurinn átti
mestan hlut að að koma upp i
Straumsvik. Viö þurfum á öðru að
halda en að fjölga slikum minnis-
merkjum. Við skulum sameinast
um það hvar i flokki sem við
stöndum. Ég vænti þess að flutn-
ingsmenn þessarar tillögu sjái að
sér og þeir leggi góðum málum lið
i sambandi við uppbyggingu
orkufreks iðnaðar undir islensku
forræði i framtiðinni. Og þeir ættu
að standa þétt að þvi með stjórn-
inni að fá fram leiðréttinu á þvi
sem verst hefur farið og aflaga i
fortiðinni.
Ég vil láta þau vera min siöustu
orð að þessu sinni.