Þjóðviljinn - 26.03.1982, Page 8
8
SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Föstudagur 26. mars 1982
Föstudagur 26. mars 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Ragnhildur Helgadóttir skrifar:
þar sem starfssvið þeirra er eink-
um kennslufræðilegt eðlis.
Nokkuð hefur verið um að al-
menningsbókasöfn og skólasöfn
hafi verið sameinuð hér á landi. A
Norðurlöndum hafa þessi söfn
ekki þótt gefa góða raun, enda
markmiðin ólik. En þrátt fyrir
þessa reynslu nágrannaþjóðanna
er haldið áfram á Islandi að koma
upp samsteypusöfnum. Er það
aðeins i hinum smæstu byggðar-
lögum sem þessi söfn eiga rétt á
sér.
Staða
skólasafnanna
Eins og áður er getið er engin
reglugerð til um skólasöfn. Sveit-
arfélögunum er í sjálfsvald sett
hvort þau stofnsetja skólasöfn við
grunnskólana. 1 stærstu sveitar-
félögunum eru skólasöfn, en viða
i hinum fámennari byggðarlögum
eru engin.
1 þeim skólasöfnum sem til eru
ilandinu eru aðstæður með ýmsu
móti: Fjöldi bóka og tækja mis-
jafn, safnkosturinn ýmist flokk-
aður eða ekki, og húsnæði brevti-
legt allt frá húsakynnum sem upp-
fylla kröfur hins nýja tima niður i
litlar kompur. Söfnin eru þvi rek-
in á ólikum grundvelli.
Af framangreindu má sjá að
langt er frá að grunnskólalögin
hafi náð fram að ganga, þar sem i
þeim er gert ráð fyrir að velbúin
skólasöfn séu ein aðal forsendan
fyrir breyttum kennsluháttum.
Þvi er augljóst að verulega vant-
ar á að grunnskólanemendur i
landinu hafi jafna aðstöðu til
náms.
Kjör skóla-
safnvarða
Ekki rikir aðeins óviðunandi
ástand i málefnum skólasafna
heldur einnig i kjaramálum safn-
varða. Dæmi eru um að kennar-
ar ráðnir að skólasöfnum hafi
mátt sætta sig við að vera lækk-
aðir í launum um marga launa-
flokka. Við siðustu kjarasamn-
inga skrifaði B.S.R.B. fyrir hönd
Kennarasambands Islands undir
samning við rikissjóð þar sem
fram kemur, að kennarar ráðnir
að skólasöfnum eigi að fá helming
af starfinu metið sem kennslu.
Misbrestur hefur verið á að farið
væri eftir þessu samkomulagi.
t áður nefndum samningi kem-
ur fram að kennarar ráðnir að
skólasöfnum hafa 384 fleiri
bundna viðverutima á ársgrund-
velli heldur en almennir kennar-
ar. Er þetta kynlegur mismunur
þvi auðsætt er aö starfi skólasafn-
veröir hliðstætt almennum kenn-
urum eiga þeir að búa við sömu
kjör.
Ragnhildur Helgadóttir.
Rjddarinn sjónumhryggi
Alþýðuleikhúsið sýnir
DON KIKOTI
Leikgerð James Saunders
eftir sögu Cervantes
Leikstjóri: Þórhildur
Þorleifsdóttir
Leikmyrid: Messiana Tómas-
dóttir
Þýðing: Kari Guðmundsson
Aðferð og still uppsetningar
Þórhildar Þorleifsdóttur á Don
Kikóta minnir óneitanlega um
margt á Skollaleik hér um árið.
Eins og þá hefur Messinana
Tómasdóttir gert snjalla búninga
og hálfgrimur á sumar persón-
urnar, og gert sviðsmynd sem er
mjög stilfærð og einföld og beinir
athyglinni fyrst og fremst aö leik-
aranum sjálfum. Leikmátinn er
sömuleiðis mjög stilfærður og
mikið lagt upp úr stórum og
ýktum hreyfingum og likamleg-
um árekstrum.
Sviösrýmiö er aukið á mjög
haganlegan hátt með göngum
aftur úr sviðinu og brú sem nær
yfir fremri hluta áhorfenda-
svæðisins og gefur þetta leiknum
mikið svigrúm og fjölbreytta
möguleika, sem Þórhildur notar á
skemmtilegan hátt. Snjöll ljósa-
notkun David Walters hjálpar til
við að lifga upp á sýninguna, svo
og skemmtileg notkun skugga-
mynda á tjaldi.
Þetta er sú tegund sýningar —
lausbeisluð, episk frásögn — þar
sem hinn likamlegi tjáningarstill
Þórhildar nýtur sin hvað best,
enda er mikill þróttur i sýning-
unni lengst af, þó að nokkuð dragi
af henni undir lokin. Það sem hins
vegar bjargar henni frá einhæfni
eru andstæðurnar sem skapast
milli þeirra Don Kíkóta og Sankó
Pansa annars vegar og aukaper-
sónanna hins vegar, þar sem
aukapersónurnar eru gróflega
stilfærðar skopmyndir en
félagrnir tveir eru fyllri mann-
gerðir leiknar sem raunverulegar
persónur. Og það er ekki sist hinn
stórbrotni leikur þeirra Arnars
Jónssonar og Borgars Garðars-
sonar i þessum hlutverkum sem
gerir sýninguna áhrifamikla og
eftirminnilega.
Don Kikóti er auðvitað einhver
fullkomnasta og margslungnasta
mannlýsing sem til er i heims-
bókmenntunum. Fáar persónur
eiga sér eins skýra mynd I huga
manns, engar finnast sem eru
jafn furðuleg blanda og göfgi og
kjánaskap, einfeldni og snilld,
greind og heimsku og þessi ráö-
villti hugsjónamaöur. Það er þvi
ekki hlaupið að þvi að túlka þessa
persónu, en Arnari tekst að gera
það á svo fullkomlega sannfær-
andi hátt að manni finnst að
þarna sé hinn göfugi herra kom-
inn holdi klæddur. Arnari tekst að
gera hann hlægilegan án þess að
svipta hann samúð okkar, gera
hann umkomulausan án þess að
gera hann ómerkilegan, sýna
okkur villu hans og stórmennsku i
senn. Gervi hans og útlit er full-
komið — þessi langi horkrangi
meö hvasst nefið og hár- og
skegglufsur út i allar áttir — og
fas hans og rödd er algerlega
samsamaö persónunni. Arnar
Jónsson hefur farið ört vaxandi
sem leikari i vetur og kórónar nú
uppgang sinn með einhverjum
snjallasta karaktersleik sem hér
hefur sést á sviði.
Þaö vill okkur svo til aö Borgar
Garöarsson gefur honum litið
eftir, hefur útlit og likamsburði
og tækni til þess að mynda þaö
fullkomna mótvægi viö Don
Kikóta sem Sankó þarf að gera.
Hann er jafn holdlegur og hús-
bóndinn er holdlaus, jafn rjóður
og húsbóndinn er fölur, jafn jarö-
Arnar Jónsson i hlutverki Don Klkóta.
bundinn og hinn er andlega
sinnaöur. Borgar leikur af
miklum krafti og ósvikinni gleði,
viöbrögð hans og látæði lýsa
þessari einföldu, raunsæju og
góögjörnu sál til fullnustu, þannig
að smávægilegir hnökrar i texta-
flutningi koma ekki stórlega aö
sök.
Tvlmenningarnir draga upp
stórkostlega mynd af þessu
sigilda andstæðupari, sem er
reyndar fyrirmynd flestra
gamanleikartvennda sem uppi
hafa verið, en leikhópurinn i
kringum þá veitir þeim traustan
og góðan stuðning og bregst
hvergi i tækni og vásklegri fram-
göngu. Þar eru á ferðinni
Guðmundur Ólafsson og Eggert
Þorleifsson I gervum prestsins og
rakarans, skoplegir vel, þau
Bjarni Ingvarsson og Helga Jóns-
dóttir hæfilega afkáraleg sem
gestgjafahjónin og Sif Ragn-
hildardóttir holdleg með af-
brigðum i hlutverki vinnustúlku.
Leikgerð James Saunders er
mörgum kostum búin. Hún er
auðvitað grimmileg stytting á
mjög langri bók — knappur
úrdráttur úr fyrri hluta bókar-
innar — en tekst að draga upp
mjög skýra mynd af aðal-
persónum sögunnar og gera
glögga grein fyrir meginhug-
myndum bókarinnar. Og það sem
mestu máli skiptir, segja um leiö
alveg bráðskemmtilega sögu á
sviðinu. Að visu þótti mér seinni
helmingur sýningarinnar verða
nokkuö langdreginn og sýningin
öll i lengsta lagi, og er það miður
með sýningu sem fer eins vel af
stað. Kaflinn um bréfamálin
teygir nokkuð lopann og hefði þar
mátt hugsa sér að gera ein-
hverjar styttingar. Aö lokum
ber að geta þess að þýðing Karls
Guðmundssonar er meistaraleg,
eins og hans var von og vfsa.
Sverrir Hólmarsson
aöalræðuna og ræddi einkum um
kjarnorkuvopnakapphlaupið. —
Sönghópur nemenda Menntaskól-
ans aö Laugarvatni flutti m.a.
nýtt Helguvikurkvæði eftir Gisla
Asgeirsson a Ljósafossi. Flutt var
dagskrá úr sögunni Blómin i ánni,
sem fjallar um eftirlifendur i
Hiroshima, og fleira var á dag-
skrá.
Góöur hugur rikti á vökunni,
sem um 60 manns úr Laugardal
og Biskupstungum sóttu.
Þór Vigfússon hélt aðalræðuna.
SKÓLA-
SÖFN
Staða þeirra
og hlutverk
Nýir
kennsluhættir
Samfara breyttum aðstæðum i
islensku þjóðfélagi hafa orðið
mikil umskipti i skólakerfinu. Hið
gamla bekkjarkerfi hefur riðlast.
i þvi var kennarinn eini leiðbein-
andinn og algent var, aö nemend-
ur ynnu allir samtimis að sama
verkefni. Hjálpargögn voru af
skornum skammti, jafnvel aðeins
kennslubókin.
Með tilkomu grunnskólalag-
anna hafa skapast ný viðhorf til
náms og kennslu. Starfshættir
skóla hafa verið endurnýjaðir,
aðlagaðir nýjum aðstæðum. Skól-
inn hefur verið opnaður, sveigj-
anleiki i kennsluaðferðum aukinn
og meira tillit tekið til mismun-
andi þroskastigs nemenda.
Starfsvið kennara er i vaxandi
mæli fólgið i þvi að leiðbeina
nemendum i að afla sér þekking-
ar á eigin spýtur. Samþætting
námsgreina hefur aukist og
kennslubókin er ekki lengur eini
þekkingarm iðillinn.
Skólasöfn
Það mun vera almenn skoöun
skólamanna, að ein megin for-
senda fyrir nýjum kennsluháttum
sé skólasafn. 1 þvi eru ekki aöeins
bækur og annað prentað efni
heldur einnig skyggnur, glærur,
snældur, hljómplötur og tæki til
flutnings og framleiðslu á nýsi-
gögnum. Skólasafnið er þunga-
miðja hvers skóla, þaðan er
námsgögnum dreift i bekki og til
einstaklinga. Þangað senda kenn-
arar nemendur i hópum til að afla
heimilda og vinna verkefni.
Markmið skólasafnsins er i höf-
uðdráttum fólgið i að veita nem-
endum leiðbeiningar við að nota
söfn og safnkostinn, örva áhuga
þeirra á bókmenntum, stuðla að
kennslugagnagerö i skólanum og
miöla hugmyndum og verkefnum
til kennara. Ef þessi markmiö
eiga fram aö ganga, verður
skólasafnvörður að hafa kennslu-
og uppeldisfræöilega þekkingu,
vera kunnugur námsefni grunn-
skólanna og geta leiðbeint nem-
endum og kennurum við val á
bókum og öðrum kennslugögnum
sem henta við námið. Æskilegast
væri að skólasafnvörður annaðist
jafnframt að einhverju leyti al-
menna kennslu i skólanum, þann-
ig að tryggt veröi að hann sé
ávallt I beinum tengslum viö
skólastarfið.
Samvinna kennara oe skóla-
safnvarða er sú undirstaða sem
safnstarfið er byggt á. Ef skóla-
söfn eiga að koma að fullum not-
um i kennslu, verða þau að vera
vel búin hvað snertir safnkost og
tæki. Ef vel á að vera þurfa að
vera til 15—20 bækur á nemenda.
Nokkuð hefur borið á þvi, að
„ekki væri gerður greinarmunur á
skólasöfnum og heföbundnum
bókasöfnum. Má segja að fátt eitt
sé sameiginlegt skóiasöfnum og
öðrum bókasöfnum, nema flokk-
unarkerfi það, sem bókum og
gögnum er raðað eftir. Ljóst ætti
aö vera ef skólasafn á að gegna
þvi hlutverki, sem að framan er
lýst, verður að iita á það sem
órjúfanlegan hluta af skóianum.
Meöal nágrannaþjóða okkar
hafa bókasöfn i skólum tiðkast
um langan aldur og þá sem les-
stofur og útlánasöfn. Hér á landi
hafa slik söfn einnig verið þekkt
lengi, en þó aðallega bekkjar-
bókasöfn og lesflokkar. Hlutverk
þessara safna var að styðja lestr-
arkennsluna og veita nemendum
bækur til tómstundalestrar.
A sjöunda áratugnum voru
málefni þessara safna mjög i
brennidepli meðal skólamanna og
meö breyttum kennsluháttum
tóku þessi söfn nýja stefnu, fengu
annað og meira hlutverk og urðu
aöalhjálpartæki nemandans i
náminu. Hin nýju söfn voru lengi
vel óþekkt hér á landi. En i
grunnskólalögum frá árinu 1974
er I fyrsta sinn kveöið á um, að
við hvern skóla 1 landinu skuli
vera skólasafn,
1 72. gr. laganna segir að „við
hvern grunnskóla skal vera safn
bókaog námsgagna”. Þessi grein
er ennþá ekki komin til fram-
kvæmda, þar sem mennta-
málaráðuneytið hefur ekki sent
frá sér reglugerð um skólasöfn,
Þrátt fyrir það hafa risið upp söfn
viö marga skóla i landinu, eink-
um þó i hinum stærri sveitarfé-
lögum. Hefur Reykjavikurborg
haft þar á hendi forystuhlutverk.
Eru nú starfrækt skólasöfn við
næralla grunnskóla Reykjavikur.
Skólasafna-
miðstöðvar
Arið 1972 var komið á fót skóla-
safnamiðstöð i tengslum við
Fræösluskrifstofu Reykjavikur.
Sér hún um alla tæknihlið safn-
anna, þ.e. flokkun, skráningu og
frágang á bókum og gögnum. Er
þetta eina sveitarfélagið i landinu
sem komið hefur upp þjónustu-
miðstöð fyrir skólasöfn. Fyrir
nokkrum árum stofnuðu bóka-
veröir og bókasafnsfræðingar
þjónustumiðstöð i Reykjavik fyr-
ir bókasöfn, þar sem öll almenn-
ingsbókaoöf.. cg skóiasöfn I land-
inu geta keypt spjaldskrárkort
yfir allar islenskar bækur frá
1944. Einnig er hægt að fá þar
bækur tilbúnar til utláns, þ.e.
plastaðar og merktar. Hefur mið-
stöðin og á höndum ráðgjafar-
hlutverk um búnað og innrétting-
ar safna. Er þetta lofsvert fram-
tak og til mikill bóta. En þvi mið-
ur viröast ekki öll skólasöfn geta
notfært sér þessa þjónustu. Veld-
ur þar sennilega mestu um fjár-
skortur. Enn verða þvi skólasafn-
verðir viða um land að flokka og
skrá sinar bækur sjálfir. Slikt
vinnubrögð eru dýr og óhagkvæm
og hætt er við að litill timi verði
eftir til að sinna meginhlutverki
safnanna, þ.e. fræðslustörfunum.
Aökallandierað koma upp ann-
að hvort rikisrekinni þjónustu-
miðstöð fyrir öli skólasöfn i land-
inu eða stórauka starfsemi þeirr-
ar miðstöðvar, sem þegar er fyrir
hendi og söfnunum gert kleift að
kaupa þar þjónustu. Knýjandi er
að komið verði upp kennslu-
gagnamiðstöðvum við fræðslu-
skrifstofur umdæmanna, sem
annist m.a. kennslufræðilega ráð-
gjöf við uppbyggingu, rekstur og
skipuiagningu skólasafna. Þar
þyrftu einnig að vera dýrari
kennslugögn og tæki, sem skól-
arnir i umdæminu hefðu greiðan
aðgang aö.
Hvert stefnir?
Margt bendir til þess að
stjórnendur menntamála i land-
inu geri sér ekki nógu ljósa grein
fyrir markmiði og hlutverki
skólasafnanna. I 72. gr. grunn-
skólalaganna segir að i reglugerð
um skólasöfn eigi að vera ákvæði
um starfslið og starfshætti. Fyr-
irmæli um menntun skólasafn-
varða hljóta þvi að koma i þessari
reglugerð. Hún er ekki komin út,
en engu að siður hefur Háskóli Is-
lands boðið upp á 30 eininga nám
innan bókasafnsfræðinnar, fyrir
skólasafnverði undanfarin þrjú
ár.
Eölilegast er að nám skólasafn-
varða fari fram við Kennarahá-
skólann þar sem flestir grunn-
skólakennarar fá menntun sina. 1
grunnskóialögunum kemur ekki
fram hver á að hafa i höndum
stjórn skólasafnanna. I reglugerð
um almenningsbókasöfn, segir i
5. gr.: „1 menntamálaráðuneyt-
inu starfar sérstakur fulltrúi, hér
eftir nefndur bókafulltrúi, er ann-
ast málefni almenningsbóka-
safna. Hann fjailar einnig um
málefni skólasafna.” Hér er verið
að setja skólasöfnin undir sama
hatt og almenningsbókasöfnin.
Réttara virðist að við skóla-
rannsóknadeild væri námstjóri
sem færi með málefni skólasafna,
Kvöldvaka á Laugarvatni:
Flutt var nýtt
Helgu víkurk væði
Herstöðvaandstæöingar á miövikudagskvöldið 24. mars.
Laugarvatni efndu til kvöldvöku Þór Vigfússon frá Selfossi flutti
Nemendur Menntaskóians að Laugarvatni sungu baráttukvæöi.
Gunnar Þorláksson:
„Lokun áfengisverslana i
Sviþjóö á laugardögum hefur leitt
til minni notkunar áfengis um
helgar, og þar meö heildarneyslu
áfengis.” „Við getum ennþá
unnið i baráttunni viö hassiö.” „1
Bandarikjunum eru 26000 drepnir
i slysum af völdum ölvaðra öku-
manna ár hvert.”
Fréttir sem þessar las ég
nýlega i norsku blaöi bindindis-
manna. Auðvitað fyllast menn
óhug viö lestur þeirra frétta þar
. H
Greinarhöfundur (til hægri) á tali við Karl Wennberg, sem var fram-
kvæmdastjóri Norræna góðtempiararáösins um 18 ára skeiö.
Norræn samvinna
um bindindismál
sem tiundað er hve alvarlegar af-
leiöingar áfengisneysla getur
haft, og menn hrista gjarna
höfuðiö og finnst sem ekki snerti
þær sig. Margur er sá sem
ekkrert útlent telur til gildis og
eigi ekki viö um okkur Islendinga.
Það er sérislenskt fyrirbæri að
telja okkur svo einangraöa þjóð
að ekkert nýtist okkur af reynslu
annarra þjóða. öfgarnar á móti
eru þær aö allt sé gott og eftir-
breytnivert sem utlendingar
aðhafast eða finna upp.
Hér sem annarsstaöar er
meðalvegurinn vænlegastur.
Baráttan við áfengisbölið á sér
langa sögu, og hefur gengið mis-
vel. óhætt er að fullyröa að
hvergi er unnið markvissar og af
meiri þekkingu á vandamálinu,
heldur en i Noregi og Sviþjóö. Frá
þessum löndum fáum við fréttir
af rannsóknum tengdum af-
leiðingum áfengisneyslu, sem og
fyrirbyggjandi starfi. Þeim
fjöigar stöðugt sem ganga til liös
við málstað bindindismanna og
margháttuð starfsemi þeirra
hefursivaxandi áhrif. Ljóst er aö
skaði af völdum áfengisneyslu er
á beinu hlutfalli af heildarneyslu.
Þvi er nú iögð höfuöáhersla á
minnkandi heildarneyslu. Lengi
hefur verið áhugi fyrir þvi aö ná-
kvæm úttekt færi fram á raun-
tekjum rikisins af áfengissölu.
Það er trú þeirra sem hugað hafa
að þvi, að kostnaður viö heil-
brigðiskerfi og dóms og löggæslu
vegna áfengisneytenda sé tvöfalt
meiri en tekjurnar, og þvi tómt
mál að tala um tekjur af áfengis-
sölu.
Fjölmargir hafa reynt að koma
á framfæri upplýsingum og
miðlaö fræðslu um afleiöingar
áfengisneyslu og eiga þakkir
skilið. Oft virðist þó sem fræöslan
sé unnin fyrir gýg, en viöbrögð
fólks eru misfljót og aldrei að vita
hvenær fræðslan kemur að gagni.
tslenskir bindindismenn hafa
margir bundist félagsböndum, og
fundist aö með þvi gætu þeir
áorkað meiru en einir og sér.
Elsti og stærsti starfandi bindind-
isfélagsskapurinn hér á landi er
Góðtemplarareglan. Starfsemi
reglunnar hefur eins og margra
frjálsra félagasamtaka gengiö
upp og niður gegnum árin og oft
ekki mælanlegur árangur af
starfi.
Fyrir 25 árum var stofnað i
Danmörku Norræna Góötempl-
araráðið, og gerðist Góðtempl-
arareglan á Islandi fljótlega aðili
að hinu norræna sambandi.
Anægjuleg samskipti hafa mótað
starfsemi Norræna Góötemplara-
ráðsins, og höfum við notið þess
rikulega. Þaö hefur verið fengur
að þeirri fræðslu sem þaöan hefur
fengist og þátttaka i starfi meö
öðrum þjóðum aukið viðsýni og
reynslu.
Merkur og skemmtilegur
þáttur i starfi Norræna Góð-
templararáðsins eru námskeiö
sem haldin eru á hverju sumri til
skiptis I aðildarlöndum. Frá
stofnun ráðsins hafa námskeiöin
þrivegis veriö haldin hér á landi,
siðasti Bifröst og Reykjavlk 1980.
Kostað hefur verið kapps um aö
fá á námskeiðin hina færustu
fyrirlesara og ýmis starfsemi
önnur fariö fram sem aukiö hefur
samheldni og samvinnu þátttak-
enda. Það er ekki litið atriði,
þegar unnið er að hugsjóna-
málum að vita af baráttu-
bræörum og systrum sem viðast.
Góðtemplarareglan hefur lagt
mesta áherslu á fyrirbyggjandi
starf og með þvi lagt mikla
áherslu á starfsemi meðal barna
og unglina. A þessari öld hraðans
og tækninnar fer þeim fækkandi
sem gefa sér tima til frjálsra
félagsstarfa. Það er miður þvi
fátt er meiri hvild en þátttaka I
starfi fyrir gott málefni, og kraft-
inn öölast menn þegar eitthvað
miðar áfram. Það eru margir
bindindismenn á Islandi. Menn og
konursem telja einfaldiega að lifi
þeirra sé betur borgið án áfengis.
Margir telja sig ekki þurfa stuðn-
ing félagssamtaka til eftirbreytni
þeirrar lifsskoðunar, en hvoru-
tveggja er að þátttaka i sllku
starfi er oft skemmtileg i góðum
félagsskap, og hitt að með virkri
þátttöku leggja menn lóð á vogar-
skál aukinnar bindindissemi meö
öflugra starfi bindindissamtak-
anna.
Hér á landi hefur vaxið
skilningur manna á þvi hve
hörmulegar afleiðingar áfengis-
neysla getur haft, og þvi bundist
samtökum til aö vinna gegn
ofnotkun áfengis. Starfsemi
Samtaka áhugafólks um áfengis-
vandamálið hefur sýnt hvað sam-
stillt átak getur til vegar komið,
og orðiö fjölda fólks hjálp á leiö til
betra lifs.
Það er löngu ljóst að aukin
samvinna allra þeirra er að
bindindismálum vinna er grund-
völlur að marktækum árangri.
Við skulum þvi sameinast um að
láta ekki landamæri félags-
samtaka eöa landa hindra okkur I
starfi sem lýtur að öflun
upplýsinga og reynslu sem gagn
getur oröiö að i baráttunni fyrir
minnkandi áfengisneyslu.
Forseti Islands og forsætisráö-
herra hafa gefið grunntón aö
aukinni umræðu um hörmulegar
afleiðingar notkunar vimuefna.
Tökum rækilega undir þau orö og
látum sjá þess merki i verki.
Við skulum nýta reynslu
nágrannaþjóöa sem okkur þykir
henta og snúa fræðslugögnum
þeirra I áróðursvopn.
Margs góðs höfum við notiö af
norrænni samvinnu og sameigin-
legt átak norðurlanda gegn
notkun vimuefna er nær en okkur
grunar. Vinnum saman að bind-
indi og betra þjóöfélagi.
G.Þ.