Þjóðviljinn - 01.04.1982, Side 2

Þjóðviljinn - 01.04.1982, Side 2
\ StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. aprll 1982 viataiia , ,F élagsmálanámskeið eru mjög nauðsynleg” Rætt við Þóru Elfu Björnsson, setjara og Guðrúnu Guðnadóttur bókbindara Svínharður smásál /3 „Það má kalla þetta útrétta hönd félagsins til kvenna.” Þóra Elfa Bjömsson og Guörún Guönadóttir Hvers vegna sérnámskeiö fyrir konur? Heföuö þiö komiö ef hér heföu veriö tómir karlar? Þær segja báöar, aö þær hefðu komiö samt. Þöra segir okkur, aö i fyrra hefði félagiö ætlað aö koma af stað félags- málanámskeiði og þá heyrt raddir frá konum um þaö, aö gott væri aö fá sérnámskeiö. ,,En þessar sömu konur eru ekki hérnúna,” segirÞóra. ,,Ég veit þvi ekki, hversu nauðsynleg svona sérnámskeiö eru. En þaö má kalla þetta „útrétta hönd félagsins til kvenna”, svo notaö séhátiölegtorðalag. Félagiö vill sýna í verki, að þvi sé alvara meö sinu jafhréttistali.” Guörún: ,,Þvi skyldu konur ekki vinna aö sinum málum sjálfar? Það eru ýmis mál, sem snerta konur sérstaklega og þaö vantar handleggi kvenna á fundum félagsins.þóttekki væri annaö.” Hvaöa mál eru þaö? „Það eru einkum launamál aöstoðarfólks,” segja þær. „Að- stoðarfólkið er mjög illa launað og það nýtur ekki yfirborgana. Þaö er ekkert réttlæti I þvi aö munurinn sé svona mikill þótt þetta fólk sé ekki faglært.” Það kemur einnig fram i sam- talinu við þær Þóru og Guðrúnu, að konur á innskriftarborðum njóta fulls jafnréttis til launa, þótt ófaglærðar séu. Þær segja einnig, að félagið þurfi að berj- ast fyrir þvi að þessar konur drifi sig i' nám, þvi þessi vinna sé með eindæmum einhæf og slitandi. Ef þær hafa prófið geta þær unnið önnur störf innan prentsmiöjanna. Félag bókagerðarmanna hef- ur nú mótað að nokkru kröfur sinar fyrir komandi kjarasamn- inga. Það má geta þess, að félagið gerir m.a. kröfu um, aö samið verði um rétt félagsfólks FBM til að vera heima f veik- indum barna og maka, sem um eigin veikindi væri að ræða, og aö feður fái 3ja vikna fri á fullum iaunum viö fæöingu barna. Geri önnur félög jafnvel. — ast. Margir minntust 30. mars at- burðanna 1949 I gær og meðal þeirra voru nemar i Mennta- skólanum I Hamrahliö, sem héldu mikla baráttusamkomu I hádeginu. Gel. tók myndina viö þaö tækifæri en eins og sjá má voru veggir skreyttir vigoröum gegn her i landi og vopnakapp- hlaupi. Eftir Kjartan Arnórsson Félag bókagerðarmanna stóö fyrir þeirri nýbreytni um daginn aö gangast fyrir félags- málanámskeiöi fyrir konur sér- staklega, en konur eru 30% félagsmanna en láta litiö fyrir sér fara i stjórn félagsins eða trúnaðarmannaráði. Viö fengum til viðtals tvær konur, sem námskeiöið sóttu og báöum þær að segja okkur frá ný- fenginni reynslu. Þær heita Þóra Elfa Björnsson, setjari i Prentsmiðjunni Eddu, og Guöriln Guðnadóttir, bókbind- ari i Arnarfelli. Þess má geta, að Þóra Elfa mun vera fyrsta konan sem tók sveinspróf i setn- ingu, og Guðrún er eina konan i stjórn FB. Hvernig fannst ykkur til tak- ast? Þóra: „Ég lofa svosem ekkert að fara aðhalda ræður, en ég tel mig hafa haft mikið gagn af þessu. Þessi námskeið eru ekk- ertfrekar fyrir ræðufólk. Menn skilja einfaldlega miklu betur ýmisiegt sem gerist I félags- störfum eftir svona námskeið en fyrir.” Guönin: „Manni lærist ýmis- iegtísamskiptum fólks af svona námskeiði. Ég held að flestum okkar hafi tekist vel upp hér og séum óneitanlega reynslunni rikari.” Besta leiöin til aö veröa sendi- herra er aö nenna ekki að vera toppkrati lengur.... Baráttusamkoma í HM ÉG eR ftt> L5-5ft ÞESGfí NÝJO BÖK, G6W/É PFtÐ \I£&IÐ SflTT Z.Æ/CNfíts. &>NS (5ÍÆm/g CXx Þfift ££ fíP- Lfi T)£> ? ÖŒ06-6-l£6-ft.TlL Pfcrni G5ee>l LÆKMW2IN/V/ SBrfl uiy) prEpiNGu PiNft ftLveo HR/t£>\Le0r IYUSTÖKI HVfl&fi rv\iSTÖK\'?. Arelía Fatsía japonica Arelia getur oröiö hátt upp I 1 meter á hæð. Þaö er mjög auö- veltaöhugsa um hana. Hún lifir I meöalhita en vill gjarnan hafa ■þaö kaldara á veturna. Best er aö setja plöntuna i austur eöa vesturgluggann. Þarf reglulega vökvun, aöeins minni yfir vetur- inn. Setja skai áburð á plöntuna reglulega þ.e.a.s. einu sinni i viku. Hundadaga- byltingin Á árinu 1909 dró til nýstár- legra tföinda á islandi. Siöari hluta júnimánaðar brunaöi breskur dreki, Margreth and Ann, inn á Reykjavikurhöfn. Hæstráöandi um borö lét Liston. Meö skipinu voru Samuel Phelps, kaupmaður og átti hann farm skipsins, og Jörgensen karlinn, sem áöur hefur veriö getiö. Innan fárra daga stikuðu þeir á land upp Liston, Phelps og Jörgensen og slóst Savignak kaupmaður úr „Sænska húsinu” i förina. 1 kjörfal fjórmenning- anna fóru svo 12 skipverjar meö alvæpni. Hélt hersing þessi rak- leitt á fund Trampe stiptamt- amtmanns, tóku hann umsvifa- laust til fanga og fluttu út i skip. Daginn eftir lét Jörgensen sig ekki muna um það að gefa út auglýsingu þess efnis aö „Island sé laust og liöugt frá Danmerk- ur rikisráðum”. Isleifur Einars- son var sóttur suður á Álftanes. Átti að gera hann aö stiptamt- manni I stað Trampes en hann þverneitaöi að taka viö þeirri vegtyllu, úr hendi Jörgensens, og var fangelsaður fyrir gikks- háttinn. Var þá Benedikt Grön- dal þvingaöur til þess að taka að sér embættið og mun hann ekki hafa beðið þess bætur. Ekki þótti Jörgensen annað hæfa, þegar hann var nú orðinn hér hæstráðandi til sjós og lands, en að koma sér upp lif- verði. Var hann skipaður 8 mönnum, auk lifvarðarforingja, Jóni Guðmundssyni frá Skild- inganesi. Hann hafði áður verið skrifari hjá Geir biskupi og sið- ar Trampe. Lifvöröurinn hafði Jörgensen til húsa i tugthúsinu og þótti við hæfi, enda sumir „verndaranna” ekki með öllu ókunnugir þar innan dyra. En þrátt fyrir lifvörðinn fékk Jörgensen þó ekki notið vald- anna nema I 56 daga. Þann 14. ágúst þurfti endilega að rekast hingað enskur sjóliðsforingi, Alexander Jones, á skipi sinu Talbot. Hann átti hlut að þvi að Jörgensen var steypt af stóli og siðan sendur utan. Til eru þeir sem svo mæla, að þar höfum við séð á bak okkar besta kóngi. —mhg Þeiryísusögdu... Fólk er býsna menningar- snautt þangað til eldhúsáhöld þess eru orðin engu siöur falleg en nytsöm. W.B. Yeats Lifið er ódýrt sameiginlegt borðhald á fremur sóðalegu veit-|- ingahúsi og það er timi til að skipta um rétti áður en þú hefur borðað nægju þina af nokkrum þeirra. Thomas Ketle Menn detta stundum um sann- leikann en flestir brölta óðar á fætur aftur og hraða sér i burtu eins og ekkert hafi i skorist. Winston Churchiil

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.