Þjóðviljinn - 01.04.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.04.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 1. aprll 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Papandreú, foringi grískra sósíalista: Skattsvik og álögur Stjórnin hefur metnaðaráform mörg i félags- og atvinnumálum — en hún tók við tómum rikis- kassa. Hún hefur þá augastað á þeim miklu upphæðum sem stungið er undan skatti i landinu, en f jármálaráðher ranum Drettakis telst svo til, að samfé- lagið tapi sem svarar þriðjungi fjárlaga á ári hverju i skattsvik. Drettakis hefur gripið til róttækra aðgerða gegn skattsvikurum — jafnvel þeirra að hafa simsvara til að taka við nafnlausum kærum um skattsvik! Þá hefur hann komið sér upp öflugri skattalög- reglu, sem mörgum stendur stuggur af: er hún ófeimin aö ganga inn á biðstofur lækna og lögfræðinga til að skoða kvittanir frá þeim og öðrum þeim sem „vinna sjálfstætt”. Þetta nægir samt ekki. Þvi hefur verð nú ver- ið hækkað mjög á sjónvarpstækj- um og öðrum dýrari innfluttum neysluvörum, einnig á tóbaki og áfengi, greiðslur fyrir opinbera þjónustu og ýmislegt fleira. Skattar hækka hjá þeim sem bet- ur eru settir— m.a. með þvi móti að frádráttarmöguleikar eru skertir. Þar á móti kemur að á næsta ári fellur niður allur tekju- skattur af lægri tekjum. Við verðum að fýlgja þeiri stefnu nú, segir Papandreú að lyfta þeim sem sitja á botninum. Og hann hefur gefið einkafjár- magninu frest til að vera með i þeim efnahagsaðgeröum sem hann telur nauðsynlegar. Þaö hefur frest til sumars til að hugsa sér til hreyfings um framleiðslu- aukandi fjárfestingar. Ef það ekki bregst við, þá munum við gripa til okkar ráða i rikisgeir- anum, segja hinir hellensku sóslalistar. ábtdksaman. leiðina” Valddreifing t innanlandsmálum er vigorðið „þátttökusósialismi”. í þessu felst i hinu griska dæmi, að verið er að styrkja bæja- og sveita- stjórnir einnig með breyttu skattakerfi sem gefur þeim aukna tekjustofna. Ýtt er undir fyrirtæki i dreifbýlinu með skattaivilnunum, en einn höfuð- vandi Grikkja var orðinn ofþensla Alþenu og fjárflótti þangað. Þá er reynt að vinna á mót forneskju i sveitum með þvi að hvetja smá- bændur til að stofna samvinnubú —enallt skal það gert meðfrjáls- um vilja. Þá er reynt að fylgja Papandreú var fagnað sem þjóðhetju er hann heimsótti hinn grlska hluta Kýpur. eftir kosningaloforðum um bar- áttu gegn rótgróinni spillingu og klikuskap i embættiskerfinu. Til þess vill Papandreú m.a. nota nýja menn, sem styðji pólitisk viðhorf hans og vekur það vitanlega mikla gremju hjá þeim sem fyrr sváfu i embættunum helstu. I nýlegri frásögn f norska blað- inu Ny tid segir á þá leið, að um margt minni áform Papandreús og sósialista hans fremur á al- mennar framfarir i núti'maanda en sóaislisma. Papandreú hefur reyndar viðurkennt þetta sjálfur með því að segja á þessa leið: Ýmisleg höfuðverkefni okkar eru tengd þvi að við þurfum að færa samfélag okkar og efnahagslif i nýtiskulegt horf — þvi að þar eru margir þættir enn frá þvi fyrir daga kapitalismans. „Ég kýs þiiðju Sósialistaflokkur Andreasar Papandreú hefur verið við völd I Grikkiandi frá þvi í fyrrahaust. Natdhöfðingjar voru fyrst mjög áhyggjufullir út af kosningasigri hans, en hafa siðar lofað hann fyrir varfærni i herstöðvamálum. Papandreú hefur sjálfsagt valdið mörgum óþreyjufullum stuðn- ingsmanni vonbrigðum, en hann heldur fast við það, að hann sé fulltrúi „sdsialisma þriðju leiðar- innar”. sem sé hvorki vestrænt sósialdemökratí né hcldur skrif- ræðissdsialismi Austur-Evrdpu. 1 utanrikismálum sér hann fyr- ir sér Evrópu sem hefur náð allsterkri samstöðu um að tala myndugri og sjálfstæðri röddu við stórveldin. Að öðru leyti hefur hann mestar áhyggjur af væring- um við Tyrki, ekki sist út af Kýp- ur. Sendiherra Norður-Kóreu: Af þeim neista gæti orðið mikið bál.. tslendingar skilja ekki Kóreu- málið. Okkar landi var ekki skipt i tvennt i striðslok vegna þess að við værum sigrað riki eins og Þýskaland. Skiptingin var gerð á landi sem hafði verið sjálfstætt um aldir en Japanir höfðu her- numið um fimmtiu ára skeið. Hún var fullkomin gerviskipting. Svo mælti sendiherra Norður- Kóreu, Om Jong Sik.þegar hann leit hér við fyrir nokkru. Hann sagði á þá leið, að I nauðsynlegu tali um friðarmál gleymdu menn þvi alltof oft, að i Kóreu gætu risið árekstrar sem hleyptu heiminum i bál og brand. Sendiherrann minnti á tillögur Kim II Sungs forseta um samein- ingu rikjanna I hlutlausa Kóreu. Hvernig það mætti verða með svo gjörólik og fjandsamleg riki? Jú, það mætti koma á sambandi á ýmsum sviðum og stefna að bandalagi jafnrétthárra aðila og héldi hver sinu i þjóðskipulagi og ættu jafnmarga fulltrúa i sameig- inlegri yfirstjórn Kóreu. Milli risa Sendiherrann vék i samtalinu einnig að stöðu Kóreu milli nokk- urra öflugra þjóða: Rússa, Kin- verja og Japana. Stundum dettur manni i hug, að hin feiknarlega áhersla sem Norður-Kórea leggur á að vera sjálfri sér nóg i sem flestu sé tengd einmitt þessari stöðu mála og þar með gifurleg metnaðaráform, þeirra I iðnvæð- ingu. Yfirlýsingar þeirra um sjálfstæöið eru miklu meira áber- andi en hollustuyfirlýsingar við einhverskonar marxisma. Sömu- leiðis hafa ýmsir haldið þvi fram, Om Jong Sok aðhin sérkennilega pólitiska upp- bygging rikisins sem gerir Kim II Sung að „elskuöum leiðtoga þjóðarinnar” I hverri ræðu eigi meðal annars nokkra skýringu i þeirri nauðsyn Kórverja að halda sinu gagnvart tveim öflugum grönnum, Sovétmönnum og Kin- verjum.Sem vildu báðir reyna að draga þá i' sinn dilk i innbyrðis á- tökum. Þursahljómleikar á laugardaginn Miðasala er hafin Laugardaginn 3. april mun Þursaflokkurinn halda hljóm- ieika I Háskólabiói og hefjast þeir kl. 17. Þetta verða fyrstu opinberu hljómleikar hljómsveitarinnar i Reykjavik á þessu ári... A hljómleikunum verða flutt lög af nýútkominni hljómplötu Þursaflokksins „Gæti eins ver- ið” auk nýrri og eldri tónsmiða. Miðasala er hafin I Karnabæ, Austurstræti og verður I Há- skólabiói á laugardag frá kl.4. Deilumál Sendiherrann var i þessu sam- hengi spurður um það hvort hann teldi nokkurn verulegan mun á sovésku þjóðfélagi og hinu kin- verska. Nei, sagði hann, þau eru að minu viti svipuð að gerð. Og það þýðir lika, að ég tel að það hljóti óhjákvæmilega að koma til árekstra á milli Kina og Banda- rikjanna... Þá var spurt um þá deilu sem nú er risin milli Kommúnista- flokks Italiu og Kommúnista- flokks Sovétrikjanna út af Pól- landi og fleiru. Sendiherrann svaraði á þessa leið: Það hefur enginn einkarétt á réttri kenningu. A hinn bóginn munu kommúnistar ekki komast að neinni samstöðu ef hver um sig heldur mjög á lofti sinum sér- sjónarmiðum... AB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.