Þjóðviljinn - 01.04.1982, Page 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. aprll 1982
Auglýsing
um aðalskoðun bifreiða í
lögsagnarumdæmi Reykjavíkur
í aprílmánuði 1982
Fimmtudagur 1. april R-16501 til R-17000
Föstudagur 2. april R-17001 til R-17500
Mánudagur 5. april R-17501 til R-18000
Þriðjudagur 6. april R-18001 til R-18500
Miðvikudagur 7. april R-18501 til R-19000
Þriðjudagur 13. april R-19001 til R-19500
Miðvikudagur 14. april R-19501 til R-20000
Fimmtudagur 15. april R-20001 til R-20500
Föstudagur 16. april R-20501 til R-21000
Mánudagur 19. april R-21001 til R-21500
Þriðjudagur 20. april R-21501 til R-22000
Miðvikudagur 21. april R-22001 til R-22500
Föstudagur 23. april R-22501 til R-23000
Mánudagur 26. april R-2300Í tii R-23500
Þriðjudagur 27. april R-23501 til R-24000
Miövikudagur 28. april R-24001 til R-24500
Fimmtudagur 29. april R-24501 til R-25000
Föstudagur 30. april R-25001 til R-25500
Bifreiðaeigendum ber að koma með bif-
reiðar sinar til Bifreiðaeftirlits rikisins,
Bildshöfða 8 og verður skoðun fram-
kvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til
16:00.
Festivagnar, tengivagnar og farþega-
byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna
leggja framfullgildökuskirteini. Sýna ber
skilriki fyrir þvi að bifreiðaskattur sé
greiddur og vátrygging fyrir hverja bif-
reið sé i gildi.
Athygli skal vakin á þvi að skráningar-
númer skulu vera vel læsileg.
Samkvæmt gildandi reglum skal vera
gjaldmælir i leigubifreiðum sem sýnir rétt
ökugjald á hverjum tima. Á leigubif-
reiðum til mannflutninga, allt að 8 far-
þegum, skal vera sérstakt merki með
bókstafnum L.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til
skoðunar á auglýstum tima verður hann
látinn sæta sektum samkvæmt umferðar-
lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar
sem til hennar næst.
Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum.
í skráningarskirteini skal vera áritun um
það að aðalljós bifreiðarinnar hafi verið
stillt eftir 31. júli 1981.
Lögreglustjórinn i Reykjavik,
29. mars 1982
Minning
Þórður Þórðarson
bóndi
Gauksstöðum,
Jökuldal
Fæddur 25. ágúst
1903 — Dáinn
18. des. 1981
Vinur minn Þórður Þórðarson
bóndi á Gauksstöðum, Jökuldal I
Norður-Múlasýslu lést á Sjúkra-
húsinu á Egilsstöðum 18. desem-
ber sl.
Vil ég minnast hans, þótt nokk-
uð sé liðið frá þvi hann lést.
Þórður var fæddur 25. ágúst
1903 að Arnórsstöðum á Jökuldal.
Foreldrarhans fluttu þegar Þórð-
ur var f jögurra ára að Gauksstöð-
um i sömu sveit. Þar ólst Þórður
upp og átti þar siðan heima alla
ævi.
Foreldrar Þórðar voru hjónin
Stefanía Jónsdóttir, Guðlaugs-
sonar bróður Þórðar á Kjarna i
Eyjafirði og Þórður Þórðarson
frá Sævarenda i Loðmundarfirði.
Alsystkini Þórðar voru 10 og
barnmargt á Gauksstöðum. 6
systkinanna eru á lifi:
Skúli magistar i Reykjavik,
Þóra Margrét húsmóðir i Reykja-
vik, Sigsteinn f.v. innheimtumað-
ur I Reykjavik, Jónas f.v. starfs-
maður K.E.A., Akureyri, Vil-
hjálmur f.v. bóndi Akureyri, og
Þorvaldina sem býr i Kaup-
mannahöfn.
Þórður vandist snemma al-
mennum sveitastörfum. Arið 1924
fór hann á bændaskólann á
Hvanneyri og útskrifaðist þaðan
eftir 2ja vetra nám.
TókÞórður þá strax við búinu á
Gauksstöðum og bjó þar alla tið
siöan.
Erfiðleikar voru þá i búskap og
stóö Gauksstaðabúið varla fyrir
skuldum.
Tók Þórður viðbúinu ásamt öll-
um skuldum, sem hann tók að sér
að greiða.
Faðir Þórðar lést 1928. Stefania
móðir Þórðar var bústýra hjá
honum, þar til heilsu hennar
þraut og hún fiuttist til Reykja-
vikur, þar sem hún lést árið 1960.
Eftir þetta var Þórður alveg
einbúi og alla tið ókvæntur.
Þórður keypti ibúð I húsi sem
Sigsteinn bróðir hans reisti i
Reykjavík. Leigði hann ibúðina,
með þeim skilmálum að móðir
hans fengi þar herbergi og að
henni væri látið i té fæði og um-
önnun. Þá lagði Þórður svo fyrir
að móðir hans héldi ellilaunum
sinum alla tið óskertum til eigin
nota.
Þórður átti þess kost að hætta
sinum erfiða einyrkjabúskap og
flytja I Ibúð sina i Reykjavik. Til
þess kom þó aldrei og æskustöðv-
arnar voru sterkari en þéttbýlið.
Húsakostur á Gauksstöðum lét
undan timans tönn og fyrir mörg-
um árum kom Þórður sér upp
litlu ibúðarhúsi úr timbri, þar
sem honum leið betur, enda kom
rafmagnið og gerði honum lifið
bærilegra.
Þórður var ekki mikill fyrir
mann að sjá, en hann var harð-
dugiegur og góðurbóndi, sem var
þoltkalega efiium búinn og átti
um tima góðan bústofn, bæði
sauðfé og hross. Þórður fylgdist
velmeðilandbúnaði og tók alltaf
nýjustu vélar f þjónustu sina, þá
átti hann oft fleiri bila en einn.
Þórður var mikill félagsmála-
maður, fylgdistaf lifi og sál með
öllum hræringum mannlifsins,
hann var aldrei einangraður, þótt
hann byggi einn og afskekkt.
Sveitungar hans kusu hann til
forystu i' Búnaðarfélaginu og
gegndi hann þar formennsku i
mörg ár. Þá var hann I hrepps-
nefnd um skeið.
Þórður var róttækur i skoðun-
um ogeinlægur sósialisti alla tið.
Mannkostir hans voru ótviræðir
og þvi treystu sveitingar hans
honum vel til þess að vinna að
framfara- og hagsmunamálum
sveitarinnar. Fáa átti hann þar
þó flokksbræður.
Kynni okkar Þórðar urðu fyrst
náin þegar ég fór árið 1942 i fram-
boð til alþingiskosninga i Norður-
Múlasýslu. Segir hann i bréfi til
min 1941: ,,Þar sem við fengum
tillögu um að þú yrðir i kjöri hjá
oss, höfum við tekið þvi fegins
hendi.þvi satt að segja held ég að
engan fýsi sem þdckir til pólitiska
ástandsins i landinu að vera i
kjöri i sveitakjördæmi”.
1 framboðið var auðvitað ekki
farandi, nema með stuðningi
manna eins og Þórðar. Þetta var
rakið sveitakjördæmi, þar sem
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur-
inn höfðu yfir 90% atkvæða.
Þeir voru þvi kjarkmiklir
bændur á þessum tima, sem voru
róttækir, og einlægir sósialistar.
Menn eins og Sigurður Arnason
I Heiðarseli, sem oft var i fram-
boði, Þórður á Gauksstöðum og
margir ónefndir góðir bændur,
með ákveðnar sósialistiskar lifs-
skoðanir. Kynni min af viðhorfi
þessa timabils 1942-1959, þegar ég
ferðaðist sjö sinnum um þetta
dæmigerða sveitakjördæmi, urðu
þannig að mér fannst erfiöara
fyrir bændur i fámenninu og i
rauninni þurfi meiri hetjulund til
þess að vera sósialisti þar en i
þéttbýlinu við sjóinn.
Þórðurmætti alltaf á fundunum
á Jökuldal. Var hann góöur ræðu-
maður og fylginn sér. Fundirnir
þar voru alltaf fjörugir, og fannst
mér fólkiö sem afskekkt býr glað-
legt og einlægt þegar það kom á
mannamót.
Þórður var sá einstaklingur,
sem studdi mig best fjárhagsiega
i framboðsferðunum, sem tóku
um 3 vikur i hvert skipti.
Hann lánaði mér bila og fékk
vini sina til þess að sækja mig
norður I Möðrudal.
Kom Þórður nokkrum sinnum
akandi á bll sinum frá Gauksstöð-
um og heim til min, en það er um
300 km. fram og til baka. Kom
hann þá færandi hendi með mat-
væli úrbúi sinu og einnig peninga.
Eitt sinn kom hann seint um
kvöld, gisti um nóttina, en þurfti
að fara eldsnemma um morgun-
inn til þess að mjólka kúna, sem
hann átti.
Stundum kom Þórður með ein-
hvern sveitunga sinna. Þótti okk-
ur hjónum og sonum okkar mjög
gaman að þessum heimsóknum,
þvi Þórður var alltaf svo fjörugur
ogsagði mjög velfrá,ekki sist þvi
sem spaugilegt var.
Þórður hafði óbilandi trú á só-
sialismanum og örlæti hans mál-
staðnum til stuðnings fannst mér
meira en hjá flestum þeirra, sem
ég hefi kynnst.
Hin siðari ár tók sjón Þórðar að
bila og þurfti hann árlega til eftir-
lits hjá augnlækni I Reykjavik.
Ég hitti hann siðast fyrir 2 ár-
um, þegar við vorum saman I
flugvél til Reykjavikur. Var hann
orðinn sjóndapur og farinn að láta
á sjá, enda hálf áttræður. En
hann var ræðinn, skemmtilegur
og fylgdist vel með. Þessar sið-
ustu samverustundir okkar Þórð-
ar staðfestu, svo að ekki varð um
villst, að þrátt fyrir að hann hafði
um tugi ára búið einn á tiltölulega
afskekktri jörð, hafði hann
aldrei einangrast. Hans sterka
skapgerð, glaðværð og góðar gáf-
ur gerðu honum fært að þola ein-
semdina. A siðast liðnu hausti
fargaði Þórður búfénaði sinum og
ætlaði að hafa vetursetu á Egils-
stöðum, en fara heim i Gauks-
staði með vorinu. Það átti þó ekki
fyrir honum að liggja. Hann lést
18. desember sl. liðlega 78 ára að
aldri.
Votta ég systkinum og öðrum
vandamönnum Þórðar á Gauks-
stöðum samúð mina vegna and-
láts hans og kveð hann með sökn-
uði.
Jóhannes Stefánsson
Auglýsing
frá Póst og
súnamálastofnumnni
Ný götu- og númeraskrá fyrir Reykjavik,
Bessastaðahrepp, Garðabæ, Hafnarfjörð,
Kópavog, Seltjarnarnes og Varmá er
komin út og er til sölu i afgreiðslum pósts
og sima i Reykjavik, Kópavogi, Garðabæ,
Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Varmá.
Verð skrárinnar er kr. 170 með söluskatti.
Póst og simamálastofnunin
Skjót vióbrogð
Þaö er h'/imleitt ad þurfa aö
bíöa lengi meö bilaö rafkerfi,
leiöslur eöa tæki.
Eöa ný heimihstæki sem þarf
aö leggja fyrir.
Þess vegna settum viö upp
neytendaþjónustuna - meö
harösnúnu liöi sem bregöur
skjótt viö.
• RAFAFL
Smiðshöfða 6
ATH. Nýtt simanúmer: 85955