Þjóðviljinn - 06.04.1982, Qupperneq 1
Ar aldraðra
DJOÐVIIIINN
Þriðjudagur 6. april 1982 — 79. tbl. 47. árg.
Gæðum ellina lífi
•11
Tvær nefndir eru nú
aðstörfum i tilefni af ári
aldraðra. Er önnur
Hjúkrunar-
fræðingar:
Draga ekki
uppsagnir
til baka
þrátt fyrir úrskurð
kjaranefndar
A fundi, sem hjúkrunar-
fræðingar á Landspitalanum
héldu i gær var einróma
samþykkt að draga ekki upp-
sagnir til baka, þrátt fyrir úr-
skurð kjaranefndar um tveggja
launaflokka hækkun hjúkrunar-
fræðingum til handa.
Að sögn Jóns Karlssonar
formanns Reykjavikurdeildar
Hjúkrunarfélagsins, var i gær
verið að ræða úrskurðinn og tekin
yrði afstaða til hans að þeirri
skoðun lokinni.
Sigriður Guðmundsdóttir,
hjúkrunarfræðingur á Land -
spitalanum sagði hins vegar að
hjúkrunarfræðingar þar hefðu
einróma samþykkt að falla ekki
frá uppsögnum sinum og væri
mikil samstaða meðal hjúkrunar-
fræðinga um það mál. Hún sagði,
að útkoman hjá kjaranefnd væri
alls ekki viðunandi; hjúkrunar-
fræðingar hefðu i upphafi farið
fram á fimm launaflokka hækkun
og tveggja flokka hækkun væri
allt of litið, en meginatriðið i úr-
skurði kjaranefndar var að
hjúkrunarfræðingar skyldu
hækka úr 11. launaflokki i þann
Frá fréttamannafundinum um öldrunarmálin. Mynd: -eik
þingkjörin en hin skipuð
af heilbrigðisráðherra.
Formaður hinnar fyrr-
nefndu er sr. Sigurður
Guðmundsson i Hafnar-
firði en hinnar Páll Sig-
urðsson, ráðuneytis-
stjóri.
Nefndirnar kölluöu fréttamenn
á fund sinn i gær og skýröu þar
frá þvi helsta, sem þær hafa á
prjónunum. Og það er hreint ekki
svo litið og verður á engan hátt
gerö teljandi skil i stuttri frétt.
Hessskal þó getið, að á dagskrá
eru fjórar ráðstefnur. Verður sú
fyrsta 30./4., fyrir fjölmiðlafólk.
Hinn 14. mai veröur ráðsteína um
aðlögunstarfsloka. Ráðstefna um
ellina og undirbúning hennar
verður 3. sept. Og loks er svo
áformuð haustráöstefna fyrir
starfslið öldrunarþjónustu. Er
hún ódagsett. Þá eru i undirbún-
ingi, i samvinnu við fjóröungs-
samböndin, fundir i öllum kjör-
dæmum landsins, og er gert ráð
íyrir að þeir veröi i september
eða októbermánuöi. Fjölmargt
fleira er ymist álormaö eöa i '
undirbúningi.
— mhg
Dagskipun Vinnuveitendasambandsins á vinnuvemdarárinu:
Engan áróður fyrir vinnu-
vemd fnnan fyrirtækianna
13.
Að sögn Sigriðar verður áfram
fundað i dag um niðurstöðu
kjaranefndar og afstaða tekin til
hennar á hverjum vinnustað.
— Svkr.
Járnblendi-
verksmiðja:
„Vinnuveitendasam-
bandið sér sig knúið til
að beina þeim tilmælum
til allra meðlima sinna,
að þeir leyfi ekki ein-
hliða málflutning full-
trúa „Vinnuverndarárs-
ins” innan veggja fyrir-
tækjanna.”
— Á þessa leið er kom-
ist að orði í bréfi, sem
Vinnuveitendasamband
islands sendi öllum
meðlimum sinum þann
9. mars s.l. og er undir-
ritað af Þorsteini Páls-
syni framkvæmdastjóra
V.S.Í.
Sem kunnugt er tók þing Al-
þýðusambands íslands þá
ákvörðun aðgera árið 1982 aðsér-
stöku Vinnuverndarári, en þann
l.janúar 1982 gengu i gildi ný lög
um aðbúnað, hollustuhætti og ör-
yggi á vinnustöðum.
Greinilegt er á dagskipun
Vinnuveitendasambandsins, aö
þeir sem þar ráða húsum kæra
sig ekki um neinn vinnuverndar-
boðskap „innan veggja fyrirtækj-
anna” eins og segir i bréfinu.
1 bréfi Vinnuveitendasam-
bandsins segir enníremur:
Bannað að tala um
Hlutafé
aukið
Frumvarp rikisstjórnarinnar
um fjárhagsstuðning við járn-
blendiverksmiðjuna á Grundar-
tanga var lagt fram i gær. Sam-
kvæmt frumvarpinu á að auka
hlutafé rikisins i verksmiðjunni
úr 13.2 milj. dollara i 19.0 millj.
dollara. Gert er ráð fyrir að árið
1985 verði kisiljárniðnaður kom-
inn i sæmilegt horf eins og var á
árunum 1972—80. 1 athugasemd
með lagafrumvarpinu segir aö
afkoma Járnblendifélagsins
fyrstu þrjú rekstrarárin hafi
orðið talsvert lakari en ráð var
fyrir gert. Astæðurnar eru
einkum tvær. 1 fyrsta lagi reynd-
ist markaður fyrir kisiljárn á ár-
unum 1980—81 miklu lakari en i
meðalári og ráö hafði verið fyrir
gert. Var bæði um að ræða
minnkun sölumagns og lækkun
vöruverðs. Þessu olli fyrst og
fremst hin djúpa og langvinna al-
þjóðlega efnahagskreppa sem
fylgdi i kjölfar oliuverðhækkana
1979. 1 öðru lagi reyndist fjár-
magnskostnaöur Járnblendi-
félagsins hærri en búist hafði
verið við, vegna lakari rekstrar-
afkomu og aukinnar lánsfjár-
þarfar af þeim sökum. Hins vegar
stafar aukinn fjármagnskostn-
aður af þvi, að vextir á erlendum
fjármagnsmörkuðum hafa hækk-
að mikið siðan 1979. Áætlað er að
á þessu ári hefjist hægfara þróun
til batnaðar frá þeirri lægð sem
rikt hefur i kisiljárniðnaðinum
frá þvi 1980. óg
Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur leggja til á þingi
Herf oringj astj ór nin
í T yrklandi
veröi fordæmd
Þingmenn Sjálfstæöisflokks-
ins og Framsóknarflokksins cru
andsnúnir fordæmingu á herfor-
ingjastjórnina i Tyrklandi. .A
þingi Evrópuráösins siðla i
janúar var samþykkt að for-
dæma herforingjastjórnina
vegna afnáms lýðræðis í
landinu. Að þessari samþykkt
stóðu m.a. þingmenn allra
Norðurlandanna i Evrópu-
ráðinu, en athygii vakti aö
fulltrúar Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokks voru fjarstaddir-'
atkvæðagrciðslu um þetta mál.
Utanrikismálanefnd Alþingis
hafði tillögu aö þingsályktun um
Tyrklandsmálið til umfjöllunar
i heilan mánuð, en þégar ljóst
var að fulltrúar áðurnefndra
Sjálfstœðisflokkur
og Framsókn á
móti ályktuninni —
afhjúpa tvöfalt sið-
gœði í
utanrikismálum
flokka gátu ekki fallist á orðalag
sem er samhljóða ályktun.
Evrópuráðsins, var tillagan
send þingflokkunum til með-
ferðar að frumkvæði Ólafs
Ragnars Grimssonar. Þing-
flokkar Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks höfðu máliö til
umfjöllunar I einn mánuð, en
niðurstaðan varð sú sama og i
utanrikismálanefnd.
Þvi hafa þeir ólafur Ragnar
Grimsson og Viimundur Gylfa-
son lagt fram tillögu til þings-
ályktunar fyrir hönd þingflokka
Alþýöubandalagsins og Alþýöu-
flokksins um fordæmingu á her-
foringjastjórninni i Tyrklandi.
Þar er þess meðal annars
krafist að lýöræði verði aftur
komið á fót i Tyrklandi og að
banni við starfsemi verkalýðs-
félaga og stjórnmálaflokka
verði aflétt.
Þess skal að lokum getið að
Tyrkland á aöild að NATÓ.
- óg.
vinnuverndarmál
,,A hinn bóginn hlýtur sam-
bandið að mótmæla mjög ákveðið
öllum tilraunum til einhliöa mál-
flutnings stéttarfélaga og sam-
taka þeirra á þessu sviði innan
veggja fyrirtækjanna.... Sam-
starfsnefnd Vinnuveitendasam-
bandsins um atvinnuumhverfis-
og öryggismdl verður meölimum
sambandsins til aðstoðar og ráðu-
neytis um allt sem að þessum
málum lýtur. Er þvi mælst til að
leitað verði umsagnar samstarfs-
nefndarinnar um:
#Allar beiðnir fulltrúa Vinnu-
verndarársins um kynningar-
fundi o.þ.u.l. i fyrirtækjum.
• Veggblöð, dreifirit o.þ.h. sem
túlka einhliða afstöðu stéttar-
félaga til atvinnuumhverfis-
og öryggismála og ætluð eru
til dreifingar innan fyrirtækj-
anna.
#Hvers kyns einhliða málflutn-
ing annan innan fyrirtækj-
anna um atvinnuumhverfis-
og öryggismál.
Mun samstarfsnefndin taka af-
stöðu til einstakra mála sem til
hennar verður visað."
Þannig hljóðar þá dagskipun
Vinnuveitendasambandsins á
Vinnuverndarári, undirrituð af
Þorsteini Pálssyni, og send öllum
meðlimum.
Sem sagt: Innan veggja fyrir-
tækjanna má verkafólkið eða
samtök þess ekki vera með neitt
vinnuverndartal, nema þá undir
strangasta eftirliti frá atvinnu-
rekcndum!
Er þetta nú boðlegt árið 1982?