Þjóðviljinn - 06.04.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.04.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. apríl 1982. Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSI: Fjórfaldur misskilningur orðið afdrifaríkur Lægstu laun hafa þegar verið hækkuð jafn mikið og Þjóðviljinn taldi mögulegt í áföngum fram til ársins 1983 I iorystugreín Þjóöviljans fimmtudaginn 1. april kemur fram alvarlegur misskilningur varöandi stefnu og tillögur VSl i yfirstandandi kjaraviðræðum. Með þvi aö ég veit, að lesendur bjóðviljans vilja heldur hafa það, er sannara reynist, þykir mér rétt aögera ettirlarandi athugasemd- ir við nefnda forystugrein. Misskilningur I Þjóðviljinn segir, að það sé flokkseigendafélagið i Sjálf- stæðisflokknum, eins og það er orðað, er standi á bak við kröfur VSl. Það sanna er, að enginn stjórnmálaflokkur hefur haft áhrif á stefnumörkun sambands- ins, er samþykkt var á aðalfundi þess 24. fyrra mánaðar. Á hinn bóginn er það svo að hagsmuna- samtök aðila vinnumarkaðarins verða oft og einatt að taka mið af markmiðum stjórnvalda i efna- hagsmálum. 1 stefnuyfirlýsingu VSlsegirþvi, að semja verði með tilliti til þess markmiðs rikis- stjórnarinnar að koma verðbólg- unni niður fyrir 30% á siðari hluta ársins. Þetta eru einu pólitisku hags- munirnir sem haft hafa áhrif á stefnuyfirlýsingu VSI. Fyrir kjarasamninga i nóvember lagði Þjóðviljinn einmitt rika áherslu á, að kjarasamningarnir yrðu að takmarkast af verðbólgumark- miðum rikisstjórnarinnar, sam- anber ritstjórnargrein Kjartans Ólafssonar 31. október 1981. Ég hef ekki séð, að þeirri stefnu hafi verið breytt. Sannleikurinn er þvi sá, að um þennan eina þátt stefnuyfirlýsingarinnar, þar sem tekið er tillit til pólitiskra við- horfa, hefur enginn ágreiningur verið milli VSI og Þjóðviljans. Misskilningur II Litum á næsta atriði. Þjóðvilj- inn segir, að i tillögum VSl felist, að allar verðhækkanir á innlend- um vörum og þjónustu skuli launafólk bera bótalaust. Þetta er misskilningur. 1 tillögu VSl er gert ráð fyrir að verðbætur á laun vegna hækkana á innlendri vöru og þjónustu verði reiknaðar eftir sömu reglu og gildir um búvörur. Hér er um það eitt að ræða, að launaþáttur hverrar verðhækk- unarkomi til frádráttar, en verð- hækkanir verði bættar að öl!u öðru leyti. Þessa regla hefur ver- ið viðurkennd af öllum aðilum i áratugi að þvi er búvörurnar varðar. Keglan byggist á þvi að menn fá ekki launahækkun vegna siðustu launahækkunar. Að mati VSI er rökrétt að beita þessari viðurkenndureglu á alla innlenda vöru og þjónustu. Að nokkru leyti er það gert k núverandi kerfi vegna þess að búvörurnar eru miklu þyngri i visitölugrundvell- inum en raunveruleikanum. I nýjum visitölugrundvelli yrði þvi ekki um jafn mikla breytingu að ræða og af er látið, þó að þessi til- laga VSl yrði samþykkt. 1 þessu sambandi er einnig rétt að hafa hugfast, að tilgangur VSl með takmörkun verðbóta er að draga úr verðbólgu. Sá tilgangur stangast ekki á við kaupmáttar- markmið launþega. I forystu- grein Þjóðviljans 3. mars 1981 er réttilega bent á, að sú 50% verð- bótaskerðing, er rikisstjórnin hafði þá nýlega ákveðið, myndi leiða til verulegrar verðbólgu- lækkunar. Þjóðviljinn heldur þvi einnig fram i þessari forystu- grein, að þessi verðbólgulækkun, er hlaust af verðbótakerðingunni, jafngildi 2% beinni kaupmáttar- aukningu launa. Sú verðbótatak- mörkun, sem VSl leggur til, mun leiða til meiri verðbólgulækkunar og þar af leiðandi meiri kaup- máttaraukningar. Þessi upprifj- un sýnir, að það er mikill mis- skilningur að nota þetta atriði til árása á VSl. Misskilningur III Þriðja atriðið lýtur einnig að visitölunni. Þjóðviljinn segir að það sé krafa VSl og flokkseig- endafélags Sjálfstæðisflokksins, eins og það er kallað, að hækkanir á óbeinum sköttum verði ekki bættar i verðbótaVisitölu. Rétt er, að VSI hefur gert tillögu um þessa breytingu. Misskilningur Þjóð- viljans varðar pólitiskt samhengi hennar. Ég man ekki eftir að hafa séð stjórnarándstöðu Sjálfstæðis- flokksins mæla með þessari til- lögu, enda þarf hún ekki að sýna ábyrgð i kjaramálum, samkvæmt hefðbundinni verkaskiptingu stjórnar og stjórnarandstöðu. (sem ritstjóri Þjóðviljans þekkir manna best). A hinn bóginn hefur núverandi rikisstjórnsem Þjóðviljinn styður i einu og öllu, sett fram tillögu um afnám óbeinna skatta i verðbóta- visitölu. Formaður Framsóknar- flokksins gerði grein fyrir tillög- unni á nýafstöðnum miðstjórnar- fundi flokks sins. Viðræðunefnd rikisstjórnarinnar um nýtt við- miðunarkerfi, (visitölukerfi) sem skipuð er fulltrúum allra rikis- stjórnaraðila, hefur einnig rætt þessar hugmyndir viö aðila' vinnumarkaðarins. Ef Þjóðvilj- inn telur þetta atriði vera árásar- efni, felst i þvi sjálfsásökun engu siður en gagnrýni á VSI. Misskilningur IV Fjórða atriðið varðar grunn- kaupið. Þjóðviljinn segir, að stefnuyfirlýsing VSI um það efni sé striðsyfirlýsing gegn verka- lýðrhreyfingunni. Athugum þetta íánar. VSl vill að kaupbreytingar ráöist af aukningu þjóöartekna á mann. Með þvi að nú eru horfur á minnkandi þjóðartekjum eru að sjálfsögðu engin verðmæti til skipta. VSl býður hins vegar end- urskoðun launaliða eftir hálfnað tveggja ára samningstimabil, ef þjóðartekjur á mann hafa þá auk- ist. Það er þvi ennfremur rangt, sem Þjóðviljinn segir, að VSI leggi til, að grunnlaun verði óbreytt i tvö ár án tillits til hugsanlegrar hækkunar á þjóðar- tekjum. Þessi afstaða VSI er mjög i samræmi við þá afstööu, er fram kom i Þjóðviljanum sl. haust. Föstudaginn 21. ágúst 1981 sagði i forystugrein Þjóðvilnans, undir Þorsteinn Pálsson fyrirsögninni: Landið ris, að á næstu tveimur árum þyrfti greitt timakaup lágtekjufólks að hækka um 6—10%. Þar sagði að hiklaust ætti að setja markið þetta hátt af þvi að reikna mætti með að þjóð- artekjur ykjust um 6—7% innan tveggja ára. Bjartsýni Þjóðviljans um aukn- ar þjóðartekjur hefur að visu brugðist. Eigi að siður voru laun almennt hækkuð um 3.25% i kjarasamningunum i nóvember sl. og laun þeirra lægstlaunuðu i sex neðstu flokkum launastigans um 4—15% eða 7.5% að meðaltali. Þrátt fyrir brostnar þjóðartekju- forsendur hafa laun þeirra lægst- launuðu þegar verið hækkuð um jafnmikið og Þjóðviljinn hefur sagt að gera ætti i áföngum fram á árið 1983. 1 þessu sambandi er einnig vert að hafa i huga að formenn beggja stjórnarflokkanna hafa lýst þvi jiir. að nú sé einvörðungu svig- rum til þess að hækka læstu laun. Formaður Alþýðubandalagsins greindi auk þess frá þvi á aðal- fundi VSl, að forsendur fyrir kauphækkun til lágtekjufólks nú væru þrjár: tekjuöflun, umtals- verðursparnaður i rikisrekstri og milliliðastarfsemi og aukin fram- leiðni. Aðspurður sagði hann við sama tækifæri að ekki mætti bú- ast við aukinni framleiðni i sjávarútvegi. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar i huga getur engum dulist, að einnig að þessu leyti eru árásir Þjóðviljans á VSÍ á misskilningi byggðar. Slikur misskilingur i öðru höfuð stuðningsblaði stjórn- valda getur auövitað haft afdrifa- rikar efnahagslegar afleiðingar, þvihefur hann hér með verið leið- réttur. 12-14% afsláttur af Bragakaffi ✓ leyft okkar verð verð Bragakaffi 1 kg____ 49.00 43.00 ----1/4 kg-------12.90 11.50 Santos 1/4 kg ..14.30 12.50 Colombia 1/4 kg___ 12.90 11.50 20% afsláttur af páskaeggjum *&■ \ MÁTTUR HINKA MÓRGll Matvörubúðir KRON UTBOÐ Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum i gerð bundins slitlags á Norðurlandsvegi i Hrútafirði, Hrútafjarðarhálsi, i Vatnsdal og um Laxá á Ásum og á Skagastrandar- vegi um Vatnahverfi. Helstu magntölur eru eftirfarandi: Fylling 21000 rúmmetrar Tvöföld klæðning 120000 fermetrar Verkinu skal að fullu lokið eigi siðar en 1. september 1982. Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjald- kera Vegagerðar rikisins, Borgartúni 5, Reykiavik, frá og með miðvikudeginum 7. april n.k. gegn 1000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upp- lýsingar og/eða breytingar skulu berast Vegagerð rikisins skriflega eigi siðar en 16. april. Gera skal tilboð i samræmi við útboðs- gögn og skila i lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar rikisins, Borgartúni 7,105 Reykjavik, fyrir kl. 14:00 hinn 20. april 1982, og kl. 14:15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Reykjavik, í apríl 1982. Vegamálastjóri ÚTBOÐ Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum i gerð bundins slitlags á Vesturlandsvegi á Hvalfjarðarströnd, Vesturlandsvegi i Melasveit, Hafnavegi á Reykjanesi og Vatnsleysustrandarvegi á Reykjanesi. Helstu magntölur eru eftirfarandi: Fylling 41000 rúmmetrar Tvöföld klæðning 81000 fermetrar Verkinu skal að fullu lokið eigi siðar en 1. september 1982. Útboðsgögn verða aíhent hjá aðalgjald- kera Vegagerðar rikisins, Borgartúni 5, Reykjavik, frá og með þriðjudeginum 6. april n.k. gegn 1000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upp- lýsingar og/eða breytingar skulu berast Vegagerð rikisins skriflega eigi siðar en 15. april. Gera skal tilboð i samræmi við útboðs- gögn og skila i lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar rikisins, Borgartúni 7, Reykjavik, fyrir kl. 14:00 hinn 19. april 1982, og kl. 14:15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Reykjavik, i april 1982 Vegamálastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.