Þjóðviljinn - 06.04.1982, Qupperneq 15
Þriöjudagur 6. april 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
K7\ Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla
j virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum
„Flestir ef ekki allir utanrlkisráðherrar okkar viröast hafa litiö á
sig öllu fremur sem málsvara ameriska hcrsins en sins eigin lands.”
mur
Sagt er I gömlum sögum aö
Guðmundur riki hafi á mann-
fundi sagt frá þvi, að hann hafi
fengiö beiðni frá Noregskonungi
um aö Islendingar gæfu honum
sker þaö, er liggur noröur af
tslandi og Grimsey heitir. Hét
hann þar á móti vináttu sinni.
Tókum menn vel máli Guð-
mundar og töldu góöa vináttu
konungs.
Þá reis upp Einar Þveræ-
ingur. Taldi hann varasamt aö
gefa konungi land og svo er mér
sagt af skeri þvi, Grimsey, að
þar sé svo mikil gnægð matar að
þar megi fæöa her manns. Og
það hygg ég að mörgum kot-
karlinum þætti þröngt fyrir
dyrum ef þaöan koma flotar
langskipa. Breyttist nú hljóö i
bændum og töldu augljóst að
neita bæn konungs. En senda
mætti honum sæmilegar gjafir.
Siöan eru liðnar margar aldir
og tslendingar fengu aö reyna
vinskap konunga og var sá vin-
skapur mjög að ætlan Einars
Þveræings. En svo fór aö lokum
að vinátta konungahanda hvarf
af landinu og þaö var taliö sjálfu
sér ráðandi.
En svo var nú sköpum skipt
að i vestri var risinn upp
kóngur, rikur og mikill. Hann
hafði áhyggjur miklar af skeri
þessu þarna norður i hafi, eins
og Noregskonungur forðum og
vildi endilega leggja verndar-
hönd yfir það. En til þess aö fara
nú gætilega af stað, biðja þeir
eins og Noregskonungur áður
um land, ekki eyju, heldur útnes
og skyldu tslendingar hljóta
vináttu sina i staðinn, og blaka
skyldu þeir viö þeim, er færu
með ófriði að þjóðinni. Og það
loforð stóð vestræni kongurinn
drengilega við i þorskastriðinu
við Breta.
Nú flutti Guðmundur riki ötul-
lega erindi vestræna kóngsins,
enda hafði hann við hlið sér
sendimenn konungs. Og svo
hafði honum aukist áuður og
völd, að þegar rödd Einars
Þveræings hljómaði á fundi
þeim, sem samþykkja átti
beiðni vestræna kóngsins, og
bað um að öll þjóðin fengi að
svara bóninni, þá sigaði Guð-
mundur riki lögreglu og hvit-
liðaskril, vopnuðum trékylfum,
á friðsælt fólkið, sem bað um
það eitt að fá að segja álit sitt á
þvi máli, er nú átti að sam-
þykkja. Það urðu þvi engin vit-
urleg orð Einars Þveræings,
sem þar réðu lyktum mála held-
ur fautaskapur og ofbeldi lög-
regiu og hvitliða, sem stjórnað
var af hatursfullum þjónum
Guömundar rika.
Siðan hefur farið sem til var
sáö. Margir Guðmundar riku
eru til, sem ekkert hafa á móti
þvi að þjóna konungsliðinu á út-
skerinu og vera þvi innan
handar við umsvif þess hér.
Verið gæti, að þá hryti biti i
þjóninn.
Nú blæs þetta átumein út og
skýtur rótum miklu viðar en
þjóðin veit. Það er ekki verið að
spyrja þjóðina að þvi hvar þess-
ari meinsemd er sáð, henni
kemur þaö ekki við. Bara að
Guðmundur riki tapi ekki.
Flestir ef ekki allir utanrikis-
ráðherrar okkar virðast hafa
litið á sig öllu fremur sem mál-
svara ameriska hersins en sins
eigin lands. Þó tekur steininn úr
þegar núverandi utanrikisráð-
herra kemur til sögunnar. Hann
er talinn til flokks, sem segist
vilja koma hernum burt en nú
leggur ráðherrann allt kapp á
að herinn fái að koma upp
öflugri herskipahöfn, ramm-
gerðum oliugeymum og skot
heldum flugvélaskýlum og auka
við sig landi. Og viö Einar
bróður sinn segir þessi Guö-
mundur r'ki: „Þegi þú Einar,
ég ræð þessu einn.. Fylgjendum
þinum ber að þegja, þeir hafa
ekkert um þetta að segja”.
Er það nú ráðið mál að þjóðin-
taki það gott og gilt að utan-
rikisráðherrann taki sér þarna
alræöisvald og brjóti svo mörg
lög sem honum sýnist til að full-
nægja óskum vestræna auð-
kóngsins um fullkomna,
rammúraöa herstöð i Keflavik?
Þegar Guðmundi rika hefur
heppnast að koma upp herstöð-
inni i Keflavik fer að styttast i
San-Salvador.
Heyrið þið ekki rödd Einars
Þveræings?
Glúmur Hólmgcirsson.
Þessa ágætu mynd af lík-
ast til Tyrkjaráninu í
Vestmannaeyjum á 17.
öld teiknaði hann Jón
Knútur Ásmundsson.
Hann Jón Knútur er að-
Barnahornið
eins 6 ára og á heima á
Mýrargötu 17 í Neskaup-
stað. Barnahornið þakkar
honum kærlega fyrir
sendinguna.
Æþí Útvarp
kl. 11.00
Tvær
helgi-
sagnir
I þættinum „Aður fyrr á ár-
unum” sem er á dagskrá út-
varps i dag kl. 11.00 flytur
Hulda Runólfsdóttir frá Hlið i
Gnúpverjahreppi tvær helgi-
sagnir eftir sænsku skáldkon-
una Selmu Lagerlöf.
Sagnirnar eru úr smásagna-
safninu „Kristurs legender”.
Flestar þær sagnir gerast á
dögum Krists, eins og nafn
smásagnasafnsins bendir til.
Þeir þættir sem nú verða
fluttir heitir „Flóttinn til
Egyptalands” og „Rauðbryst-
ingurinn”.
Sögurnar eru lauslega þýdd-
ar og endursagðar af Huldu.
Ilulda Runólfsdóttir
Selma Lagerlof.
Selma var fædd i Sviþjóð
1858 og lést á niræðisaldri árið
1940.
Flautuliö sinfóniunnar á fullri ferð.
íslensk tónlist
#Útvarp
kl. 17.00
Nú i dymbilvikunni býður
tónlistardeild útvarps upp á
fjöruga islenska tónlist á sið-
degistónleikum.
Guðný Guömundsdóttir og
Sinfóniuhljómsveit Islands
leika strax kl. 17.00 „Strúktúr
II” fyrir fiðlu 'og hljómsveit
eftir Herbert H. Agústsson.
Þvi næst tekur Magnús
Blöndal við og leikur
„Adagio” eigið verk og i þetta
sinn spilar Magnús Blöndal á
„syn thesizer”.
Einar Jóhannesson, Manu-
ela Wiesler og Þorkell Sigur-
björnsson leika „Largo y
Largo” eftir Leif Þórarinsson
og aö siðustu taka þau einnig
saman „Rómönsu” eftir
Hjálmar Ragnarsson.
Sem sagt úrvalslið og
vonandi kröftugir og
skemmtilegir tónleikar i siö-
deginu.
Hulduhermn
Sá ágæti framhaldsmynda-
flokkur „Hulduherinn” er
aftur kominn á skjáinn eftir
nokkurt hlé.
I þessum öörum þætti er
haldið áfram aö lýsa starfi
„Liflinu”. neðanjarðarhreyf-
ingarinnar i Belgiu sem legg-
ur allt i sölurnar til að koma
Sjónvarp
kl. 21.20
bandamönnum af yfirráða-
svæðum nasista yfir á óhulta
staði.
1 þetta sinn er þaö Rússa
sem rekur á fjörur „Llflínu”.
Rússarnir hafa gengið langan
veg yfir þvert Þýskaland, og
eru ekki til stórræðana þegar
„Liflina” fær pata af ferðum
þeirra. Ekki batnar ástandið
þegar i ljós kemur að Rúss-
arnir tala aðeins sitt eigið
móðurmál. Þýðandi myndar-
innar er Kristmann Eiðsson.