Þjóðviljinn - 06.04.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.04.1982, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 6. aprll 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11. M iþróttiríAJ íþróttir \tA iþrottir Þróttur-Dukla Prag: Eitt sterkasta félagslið heims Bikarmcistarar Þróttar i hand- knattieik mæta tékkneska stórlið- inu Dukla Prag i undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa og verður fyrri ieikur liðanna I LaugardalshöIIinni annað kvöld kl. 20. Tékkneska liðið er talið vera eitt sterkasta féiagsiið I heimi og þykir jafnvel betra en sjálft iandslið Tékka. Atta núver- andi og fyrrverandi landsliðs- menn leika með Dukla Prag og það verður þvi viö ramman reip að draga fyrir Þróttara sem þurfa að sigra meö nokkurra marka mun hér hcima til að eiga raunhæfa möguleika á að komast i úrslit. Gengi Þróttara undanfarið hefur verið fremur skrykkjótt. 1 Evrópuleikjunum hefur gengið vel, Startfrá Noregi, Sittardia frá Hollandi og Tacca frá Italiu voru lögð að velli og bikarmeistarar Vikings voru sigraðir með fimm marka mun i bikarkeppninni fyrir stuttu. Á móti hafa komið al- gerir hrunleikir hjá liðinu, siðari leikurinn gegn Vikingi i Islands- mótinu og skellurinn gegn Val i bikarkeppninni i siðustu viku. Þrótti virðist ganga illa að halda haus þegar á móti blæs, en þegar leikmenn liðsins eru i ham fæst litt við þá ráðiö. Toppleikur þarf að nást til að tékknesku bikar- meistararnir verði lagðir að velli en slikt er ékki útilokað og ef til kemur góöur stuðningur áhorf- enda getur allt gerst. — VS Agæt frammistaða Atla og Davíðs Þeir Atli Thorarensen og Davlð Ingason, fimleikapiltar úr Ar- inanni, stóðu sig^ ágætlega á al- þjóðlegu fimleikamóti i Luxem- borg um helgina. Atli keppti i flokki 17—18 ára og varö I 4. sæti af 12 keppendum. Davið keppti i flokki 18—21 ársog varðfimmti af 11 keppenduin. Sextán félög, frá Belgiu, Frakklandi og Luxemborg, auk Ármenninga, tóku þátt i keppni pilta á mótinu og var keppt i fimm aldursflokkum. Hvert félag hafði rétt til að senda átta kepp- endur en aðeins tveir komu frá is- landi. Armann hafnaði samt i 10. sæti samkvæmt stigaútreikningi og verður þvi árangur tvimenn- inganna að teljast ágætur. — VS Broddi þrefaldur / Islandsmeistari Þórdis Edwald, sem er aöeins 15 ára gömul, varð Islands- meistari i einliðaleik kvenna i badminton á íslartdsmótinu sem fram fór i Laugardalshöll um helgina. Þórdis sigraöi Kristini Magnúsdóttur i úrslitaleik, 11—6, 6—11, 12—10. Broddi Kristjánsson sigraði i einliðaleik karla, vann Guðmund Adolfsson i úrslitaleik 15—10 og 15—10. Broddi og Gúðmundur urðu islandsmeistarar i tviliða- leik eftir sigur á Sigfúsi Ægi Árnasyni og Viði Bragasyni 15—1 og 15—11. Broddi og Kristin Magnúsdóttir sigruöu i tvenndar- leik og þar með varð Broddi þre- faldur sigurvegari á mótinu. Kristin Magnusdóttir og Kristin Kristjánsdóttir sigruðu i tviliða- leik kvenna. Þær unnu Lovisu Sigurðardóttur og Hönnu Láru Pálsdóttur i úrslitum 15—3 og 15—10. Agúst sigraði í víðavangshlaupinu Viðavangshlaup íslands fór fram i Garðabæ á sunnudag og urðu sigurvegarar þessir: Karla- flokkur: Agúst Asgeirsson 1R. Kvennaflokkur: Ragnheiður Olafsdóttir FH. Sveinaflokkur: Gunnar Birgisson. Telpur 13—14 ára: Linda B. Loftsdóttir. Piltar 13—14 ára: Bjarki Haraldsson USVH. Stelpur 12 ára og yngri: Gyða Steinsdóttir, Snæfelli. Strákar 12 ára og yngri: Finnbogi Gylfason FH. ÍR sigraði i fjög- urra manna sveitakeppni i karla- flokki.Breiðablik i f jögurra og tiu manna sveitakeppni i kvenna- flokki, ÍR I fjögurra og Breiðablik i tiu manna sveitakeppni i sveina- flokki, FH i f jögurra og tiu manna sveitakeppni i flokki telpna 13—14 ára, USVH i fjögurra og tiu manna sveitakeppni pilta 13—14 ára, og einnig báöar keppnir i flokki stelpna I2ára og yngri og i flokkistráka 12 ára og yngri sigr- aði F'H i fjögurra og HSK i tiu manna sveitakeppni. Ármann hélt jöfnu Fjóröudeildarlið Armanns kom mjög á óvart i gærkvöldi með þvi að ná jafntefli gegn Reykjavikur- meisturum Fylkis 1-1, i Reykjavikurmótinu i knatt- spyrnu. Leikurinn þótti nokkuð liflegur miðað viö árstima og voru bæði mörkin skoruö i fyrri hálfleik. Sókn Fyikismanna var mjög þung framanaf og áttu þeir stangar- og sláarskot en heppnin var ekki með þeim. Vikingur sigraði KR i fyrsta leik keppninnar á laugardag, 1-0, með marki Helga Helgasonar. Þriðji leikurinn er á dagskrá i kvöld; Valur og Fram leika á Melavellinum kl. 18.30. —VS. ....fer hann oían i? Mynd Ari Sigur / í þriðju tilraun TORFI MAGNÚSSON skorar I landsleiknum á föstudagskvöldið. Mynd: Ari — góður árangur í landsleikjunum við Englendinga lslendingar og Englendingar léku þrjá landsleiki í körfuknatt- leik hér á landi um helgina. Eiíg- lcndingar sigruðu tvo þeirra en i þeim þriðja og siðasta náðu ís- lcndingar að knýja fram sigur. Það er óhætt að fullyrða að þessi árangur Islenska liðsins cr injög góður, Englendingar léku i fyrra I A-riðii Evrópukeppninnar og eru taldir öruggir um að vinna sér þar sæti strax aftur. Við leikum hins vegar i C-riðli. Fyrsti leikurinn var i Laugar- dalshöll á föstudagskvöldiö. Þar voru Englendingar öllu sterkari og unnu sanngjarnan sigur, 84—79. Valur Ingimundarson var stigahæstur i islenska liðinu með 15 stig, Simon Ólafsson skoraði 14, Jónas Jóhannesson 13 og Jón Sigurðsson 10 en aðrir minna. Þjóðirnar mættust ööru sinni i Borgarnesi á laugardag. Þar sigruðu Englendingar aftur, nú i æsispennandi leik með eins stigs mun, 76—75. Torfi Magnússon skoraði 23 stig, Simon 18 og Jón Sig. 15. Þriðji og siöasti leikurinn var i Keflavik á sunnudag. Englend- ingar höfðu forystu framan af, komust i 31—20, en islenska liðið vann þann mun upp og hafði náð forystu i hálfleik, 51—48. Þegar skammt var til leiksloka breytti islenska liðið stöðunni úr 80—79 i 94—88 og þrátt fyrir góða tilburði tókst enska liðinu ekki að brúa bilið.Lokastaðan 97—95 og fyrsti sigur Islendinga á Englendingum i körfuknattleik var staðreynd. Jón Sigurðsson skoraði 25 stig, Simon 15, Axel Nikulásson 14 en aðrir minna. Það er augljóst af úrslitum þessara leikja aö islenskur körfu- knattleikur er á uppleið, a.m.k. hvað landsliðið varðar. 1 Evrópu- keppninni verður við ramman reip að drapa og óliklegt að liðinu takist að sigra i hinum geysi- sterka riðli, en þar verða Ung- verjar, Austurrikismenn, Skotar, irar og Egyptar andstæðingar þess. En allt getur skeð og strák- arnir i landsliðinu ætla að láta einskis ófreistað að ná sem allra bestum árangri. — VS Anægj uleg útkoma — en það er árangurínn í Evrópukeppninni sem gildir, segir Einar Bollason „Að sjálfsögðu er ég mjög ánægður með útkomuna úr leikjunum þremur gegn Englendingum”, sagði Einar Bollason, landsliðsþjálfari I körfuknattleik i samtali viö Þjóðviljann i gær. „Við reikn- uðum aldrei með svona árangri gegn þessu enska liði sem sigr- aði Grikki i fyrra og veitti stór- veldunum italiu og Júgóslaviu mjög harða keppni. Þetta gefur okkur byr undir báða vængi og ég er bjartsýnn á framhaldið. Viö verðuin þó aö gæta aö einu: við vinnum okkur ekki upp um riðil I Evrópukeppninni með þvl að sigra Englendinga iæfinga- leik hér heima; það er árangur- inn þegar út i keppnina sjálfa er komið sem gildir”, sagði Einar. Einar var einnig spuröur um hvernig leikirnir hefðu komið út „taktiskt” séð fyrir liðið. „Við reyndum nýja leikaðferð,” sagði hann. „Þaö var keyrt i hraðaupphlaup um leiö og karfa var skoruð hjá okkur og þvi var um mikinn hraða að ræða. i tveimur fyrstu leikjunum var þess vegna nokkuð um að viö töpuðum knettinum, þar sem við réðum ekki við hraðann, en ef við náum góðu valdi á þessari leikaðferö er öruggt aö okkur tekst að ná langt. Þá lékum við mun meira af „maður-á-mann” vörn en hingað til. Ég er ekki i nokkrum vafa um aö landsliðiö okkar i dag er þaö skemmti- legasta sem við höfum átt. Ef á að tiltaka einhvern ákveðinn leikmann sem kom á óvart i leikjum, þá hlýtur það að vera Jón Kr, Gislason. Hann kom sá og sigraði, enda hefur hann nú verið valinn i 10 manna hópinn”, sagöi Einar Bollason. Þessi tiu manna hópur var valinn i gærkvöldi og skipa hann eftirtaldir leikmenn: Simon Ólafsson, Jónas Jóhannesson, Jón Sigurðsson, Guðsteinn Ingimarsson, Rikharöur Hrafn- kelsson, Jón Kr. Gislason, Torfi Magnússon, Kristján Agústsson, Valur Ingimundar- son og Axel Nikulásson. Þeir Jón Steingrimsson og Viðar Vignisson eru til vara og æfa áfram með hópnum. Strákarnir i landsliðinu munu leggja gifurlega mikið á sig næsta mánuöinn. A 32 dögum taka þeir þátt i 58 æfingum og leikjum, aö Evrópukeppninni með talinni og hér hlýtur aö vera um hámarksálag á áhuga- menn að ræða. Þessi mikla vinna skilar sér vonandi i góöum árangri i Evrópu- keppninni um næstu mánaðamót. — VS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.