Þjóðviljinn - 06.04.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.04.1982, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJIN'N Þriöjudagur 6. april 1982. Hér er Begin að Iýsa þvi yfir á þingi að aldrei veröi horfiö aftur til hernumdu svæö- anna. Hvaö á Begin við með sjálfstjórn? Auknar mótmælaað- gerðir Pale'stínuaraba gegn hernámi ísraela á vesturbakka Jórdanár og Gazasvæðinu eru m.a. tengdar því, að nú þegar Egyptar eru að fá afganginn af sínu landi aftur út á sér- friðarsamkomulag sitt, er (sraelsstjórn jafn óralangt frá því og áður að vilja viður- kenna rétt Palestínu- manna til sjálfstjórnar sem einhverja raun- verulega þýðingu hafi, hvað þá að hún vil ji svo mikið sem ræða hug- myndina um sérstakt ríki Palestínuaraba á hernumdu svæðunum. t Camp David-samkomu- laginu milli tsraela, Egypta og Bandarikjamanna, er gert ráð fyrir þvi að Pal- estinumönnum sé veitt sjálf- stjórn. Palestinumenn voru sjálfir aldrei sáttir viö þær hugmyndir, og reyndar eru Egyptar ekki sáttir við það heldur hve naumt stjórn Begins vill skammta þessa svokölluðu sjálfstjórn. En hugmyndir Begins eru i stór- um dráttum þessar: — ísraelar haldi áfram uppi löggæslu á hernumdu svæðunum. — íbúar svæðanna verða að velja á milli israelsks eða jórdansks rikisborgara- réttar (m.ö.o. það er ekki gert ráö fyrir palestinsku rikisfangi). — tsraelar eiga áfram að geta tekið sér búsetu á her- numdu svæðunum. í greinargerð israelskrar stjórnarnefndar er nánar kveðiö á um þessa hluti á svofelldan hátt: — Sjálfstjórnin (sem nær þá til nokkurra sveita- stjórnarmála) á aðeins að ná til Araba á hernumdu svæðunum, ekki til ísraela. — Vinna verður gegn þvi að sjálfstjórn verði skref á leiðinni til stofnunar Pal- estinurikis. — tsrael á að hafa yfir- stjórn yfir öllum vatns- birgðum. (I greininni hér við hliöina er fjallað um mikil- vægi þessa atriðis). — Sjálfstjórnin hefur ekki leyfi til að gefa út vegabréf, peninga, frimerki, inn- heimta skatta upp á eigin spýtur, né heldur stýra út- varpi eða sjónvarpi. — Ritskoðun verður áfram á blöðum. — öryggisyfirvöld eiga að samþykkja hver getur verið i framboði til stofnana sjálf- stjórnarskipunarinnar til að þannig sé hægt að koma i veg fyrir áhrif PLO —- (Frelsis- hreyfingar Palestinu). , — tsraelskir landnemar á svæðunum eiga aö hafa léyfi til aö bera vopn. — tsraelar komi sér upp vopnabirgðum og leggi nýja vegi um svæðin til hernaöar- þarfa. Sjálfstjórnarskammturinn er þvi afar smár eins og hver maður getur séð — og ekki nema von að mótmælin risi hátt. P ALE STÍNUMÁLIÐ Bannaö að bora Fáir hafa veitt þvi athygli að þriöjungur þess jarðvatns sem israelskur landbúnaður notar kemur frá hernumdu svæðunum, sem eru alls um 6000 ferkilómetr- ar. Þaðan er „tappað af” um 600 miljónum rúmmetra á ári. Og það er til að tryggja sér þessar vatnsbirgðir að siðan vesturbakki Jórdanár var hernuminn hefur is- raelska herstjórnin bannað Palestinumönnum aö bora eftir vatni til áveitna. Palestinskir bændur i fjallahér- uðunum verða þvi að láta sér nægja það regnvatn sem fellur á veturna og á vorin — meöan það vatn sem dýpra liggur er haft til að vökva israelska appelsinu- lundi niðri viö ströndina. Handan viö fjallgarðinn, sem sker vesturbakkann frá norðri til suðurs, hallár landinu niður að Jórdandalnum og Dauða hafinu, en yfirborð þess er 400 metra undir sjávarmáli. Einnig þar er hægt að reka arðbæran land- búnaö þótt landrými sé af skorn- um skammti. Til þess þarf ekki mjög mikið af jarðvatni — dælt er upp um 50 miljónum rúmmetra af vatni á ári, og fimmtiu miljónir til viðbótar koma úr náttúrulindum m.a. i Jerikó. En af þeim 50 miljónum rúm- metra sem upp er dælt fara 17 miljónir til að sjá fimm israelsk- um nýlendubyggðum I norður- hluta dalsins fyrir vatni. Ca. 2400 landnemar deila þar 2400 hektur- um lands sem teknir voru eignar- námi „af öryggisástæðum” eftir striðið 1967. Og mikið af þessu vatni kemur frá djúpri holu sem boruð var viö nátturulega lind sem hafði verið veitt vatni frá um skurð til E1 Quja, palestinsks bæjar. Fyrir tveim árum þornaði Iindin meðan haldið var áfram að dæla upp vatni af 300 metra dýpi úr isra- elska brunninum. Þetta vatn nægði m.a. til að reka sundlaug fyrir tsraela — með an arabiskir bændur fengu hvorki aö kaupa né iána vatn úr brunni landnemanna. Arabisku bænd- urnir urðu fyrir miklu tjóni. Israelar halda þvi fram að hvarf lindarvatnsins komi þeirra djúpa brunni ekkert við. En stað- reyndin er sú að ekki eru nema 30 metrar á milli, og sama vatnið hefur nært brunn og lind frá regnskúrum á fjöllunum efra. tsraelsk byggð á hernumdu svæði; og það skiptir miklu hvaðan vatnið kemur. Einnig á Gazasvæðinu niðri við ströndina hafa israelsk yfirvöld bannað Palestinumönnum aö grafa nýja brunna. Upp er gefin sú ástæða að þeir „fari illa með vatnið”. En hér er svo háttað, að appelsinulundir Palestinumanna risa á sléttunni við sjóim\ en rækt- að land i tsrael er nokkru hærra. Þvi eru aðstæður hér aðrar en bær sem eru á vesturbakkanum: nýir brunnar i Gaza gætu tappað af grunnvatni frá tsrael. Palestinskur landbúnaðarsér- fræðingur segir, að Palestinu- menn fái nú aö nýta aðeins um 5% af grunnvatni hernumdu svæð- anna — afgangurinn er ætlaður landbúnaði i tsrael eða nýlendu- byggðunum á vesturbakkanum. Þetta skiptir ekki litlu i landi þar sem vatn er gulls igildi. —áb tók saman Sigurjón Pétursson afhendir þeim Andrési Indriðasyni og Arna Þórarinssyni barnabókaverðlaunin. (Ljósm.: Ari). Barnabókmenntaverðlaun Reykjavíkurborgar: Pollabók Andrésar Andóf Palestínuaraba á vesturbakka Jórdanar gegn ísraelskum hernáms- yfirvöldum fer harönandi. í átökum fyrir rúmri viku létu sex Palestínumenn lif- ið fyrir byssukúlum ísraelskra hermanna. Israelar segja jafnan, aö öryggisþarfir þeirra ráði því að þeir koma upp Gyð- ingabyggðum á hermundu landi og neita Palestínu- mönnum um sjálfsstjórn sem einhvers virði er. Þeir minnast síður á efnahags- lega þýðingu hernumdu svæðanna, sem ekki hvað sist er tengd yf irráðum yf- ir grunnvatni á þessum slóðum. traelskur landbúnaður er há- þróaður og notar um 1.8 miljarða rúmmetra af grunnvatni á ári. Og telur sig þurfa miklu meira i þessu sólrika en þurra landi. er líka styrjöld um vatnsbirgðir Indriðasonar Á Gazasvæðinu Hið sama á reyndar við um 20 israelska djúpa brunna á vestur- bakkanum. Þar hefur verið borað niður á 300 metra dýpi, en brunn- ar palestinumanna eru 60—120 metra djúpir. tsraelar halda þvi fram að hér sé um mismunandi vatnsbirgðir að ræða. Og Pale- stinumenn staðhæfa að vatn úr „þeirra” birgðum sfist niöur i þau foröabúr sem tsraelar dæla upp úr og þvi taki israelskir brunnar vatn frá brunnum palestinu- manna. Andrés Indriðason hlaut verð- laun þau sem Reykjavikurborg vcitir á ári hverju fyrir bestu frumsömdu barnabókina. Bók Andrésar heitir „Polli er ekkert blávatn” og kom út hjá Máli og menningu. Þetta er önnur skáldsaga Andrésar fyrir börn, en fyrir hina fyrstu, Lykiabarn, hiaut hann barnabókaverðlaun sem Mál og menning veitti á af- mæli sinu 1979. Arni Þórarinsson ritstjóri hlaut verðlaun fyrir best þýddu barnabókina, „Einn i striði” eftir Evert Hartman, hol- lenskan rithöfund. Iðunn gaf út. best | Sigurjón Pétursson, forseti > borgarstjórnar, afhenti verð- I launin og fjallaði i ávarpi sinu I um mikilvægt hlutverk þeirra | manna, sem með framlagi sinu ■ til barnabókmennta væru I fremstir i baráttusveit þeirra I sem vilja aö bókmenntir lifi I meðal þjóðarinnar. ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.