Þjóðviljinn - 06.04.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.04.1982, Blaðsíða 16
DJÚÐVIUINN Fimmtudagur 1. aprfl 1982 Aðalsimi ÞjóBviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til fostudaga. Utan þess tlma er hægt aö na i blaBamenn og aöra starfsmenn blaBsins t þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroi 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aB ná i af- greiBslu blaBsins I slma 81663. BlaBaprent hefur sima 81348 og eru blaBamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Falklandseyjar: Carríngton segir af sér 36 herskip á leið til Falklandseyja Breska stjómin í hættu Carrington lávaröur, utanríkis- ráBherra Breta, sagöi af sér f gær ásamt tveim aöstoöarráöherrum sinum. ÁstæBan var hernám Argentinu á Falklandseyjum. Margaret Thatcher hefur skipaö Francis Pym, þingforseta og fyrrverandi varnarmála- ráöherra i embætti utanrikis- ráöherra. John Nott, varnarmála- ráöherra, lagði einnig fram af- sögn sina, en Thatcher vildi ekki taka hana til greina. Breska st jórnin hefur nú sent 36 skipa flota til Falklandseyja, og lögðu 16 þeirra upp frá Ports- mouth i gær, með 5000 manna herlið, en önnur 20 koma frá Miðjarðarhafsflotanum breska. Þessi flotí er undir forystu flug- vélamóðurskipsins Invincible, sem er 19.500 rúmlestir að stærð. Afsögn Carringtons er talið mikið áfall fyrir bresku stjörnina, og að sögn össurar Skarphéðins- sonar fréttaritara Þjóðviljans á Bretlandi eru nú uppi háværar raddir meðal stjórnarand- stöðunnar um að Margaret Thatcher segi af sér. Hefur Thatcher m.a. verið gagnrýnd fyrir þá stefnu sina i varnarmálum að skera niður flotann til þess að fjármagna kaup á Trident-eldflaugum og nýjum kjarnorkuvopnabúnaði. Búist við átökum 1 Bretlandi búast menn við þvi að til vopnaðra átaka muni koma, og er talið liklegt að Margaret Thatcher muni neyðast til að segja af sér ef til mannfalls kem- ur i liði Breta. ÞaB var um 5000 manna argentinskt herlið sem hertók Falklandseyjar aðfaranótt föstu- dags, en á eyjunum búa um 1800 manns. tbúar eyjanna eru af skoskum uppruna og stunda sauðfjárrækt. Argentinustjóm hefur skipað Mario Benjamin Mendez hershöfðingj a lands- stjóra á Falklandseyjum, en hann var að sögn áður yfirmaður illræmdustu fangabúðanna i Argenti'nu, og óttast menn nú á Bretlandi, að breskir þegnar á eyjunum muni týnast i argentfnskum fangabúðum. Auk Falklandseyja hefur argentinski herinn einnig lagt undir sig Suður-Georgiueyjar, sem eru austur af Falklandseyj- um. Til átaka kom, og féllu 3 Carrington lávarður argentinskir hermenn i átökum við 21 breskan sjóliða, sem voru fyrir á eyjunum auk þess sem þeir skutu niður eina herþyrlu. Ólík viðbrögð öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt Argentinu- stjórn til þess að draga herlið sitt til baka. Við atkvæðagreiðsluna sátu bæði Sovétmenn og Kinverj- ar hjá. Bretar hafa fryst argentinskar innistæður i bresk- um bönkum og hvatt EBE-rikin til þess að taka upp efnahags- legar refsiaðgerðir. Ráðherranefnd EBE fordæmdi innrásina á föstudag, en sér- stakan utanrikisráðherrafund þarf til þess að taka ákvarðanir um refsiaðgerðir. Innrásin setur Bandarikjastjórn i klipu, en hún hefur að undanförnu reynt að vingast við Argentinustjórn og m.a. veitt henni hernaðaraðstoð, sem Carter hafði áður stöðvað vegna brota á mannréttindum i Argentinu. Bandarikjastjórn hef- ur hvatt Argentinumenn til þess að draga herliö sitt til baka. Her- foringjastjórnin i' Brasiliu og rikisstjórn Spánar hafa lýst yfir samúð með málstað Argentinu, en hvatt til friðsam legrar lausnar. Bretar hafa ráðið Falklands- eyjum siðan 1833 er þeir tóku þær af Argentinu, en Argentinumenn hafa ávallt gert tilkall til eyjanna, sem þeir kalla Malvinas-eyjar. — ólg./Ö.S. -yj»- 26 60 . . ATLABiTíSCHEK OZJEAN » ó ?r«».Kt>NQIWK Q KOKiSMVtW»AMl» yf UHAfZUfjn MAlltf MTKAfwouí mu INSELN (MALVINEN) /torizontWISBS ' (?» Falklandseyjar liggja 500 km. austur af Eldlandi og eru um 12 þús, ferkm. að flatarmáli. Keppni á Skákþingi islands stendur nú y fir i Norræna húsinu. Eftir 3 umferðir eru þeir Sævar Bjarnason og Július Friöjónsson cfstir með fullt hús vinninga. Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndari Þjóðviljans, — eik., þegar kcppnin var í fullum gangi i gær. MótiB stendur fram yfir páska. Sjá nánar bls. 3. Kvikmyndin „Trúnaðarmál” Byrjað að mynda í maí Úthlutað úr kvikmyndasjóði SAGA FILM h.f., F.I.L.M., Óð- inn h.f. og Agúst Guðmundsson fcngu styrk og lán úr kvikmynda- sjóði til gerBar leikinna kvik- mynda aB þcssu sinni. Þráinn Bcrtelsson, Kristín Jóhanncs- dóttir, Sigurjón Sighvatsson og Andrcs IndriBason fengu styrk til handritagerBar, og veittir voru 6 styrkir til gerBar heimildar- mynda, og einn til aB gera graf- iska mynd. Samtals nam fjárveit- ing til KvikmyndasjóBs i fjárlög- um 1982 1,500.000 kr. og bárust 36 ummsóknir. Saga Film h.f. fékk 200 þús. kr. styrk og 50 þús. kr. lán til verk- efnis sem merkt er „Trúnaöar- mál”. F.I.L.M. fékk sömu fyrir- - greiðslu til þess aö gera „Okkar á milli sagt i hita og þunga dags- ins”. Öðinn h.f., fékk 125 þúsund kr. til að gera „Atómstöðina”, og Ágúst Guðmundsson sömu upp- hæð til að gera „Með allt á hreinu”. 75 þúsund krónur fengu til handritageröar þau Þráinn Bertelsson (Sölvi Helgason), Kristin Jóhannesdóttir (A hjara veraldar), Sigurjón Sighvatsson (Deild 10) og Andrés Indriðason kr. 50 þúsund til að gera handrit að „Láru”. Njála h.f. fékk 75 þúsund kr. til aðgera heimildarmynd um Helga Tómasson ballettdansara, Isfilm h.f. fékk sömu upphæð til að gera mynd um ferð Daniel Bruun 1898, sömuleiðis Filmusmiðjan til að gera „Miðnesheiði", Hugrenn- ingar h.f. til að gera „Rokk i Reykjavik”. Ennfremur féngu Páll Steingrimsson 50 þúsund kr. til að gera heimildarmynd um hvalveiðar og Karl Óskarsson og Jón Björgvinsson til aö gera mynd um hjólreiöar. Þá fékk Finnbjörn Finnbjörnsson 75 þús- undkr.tilaðgeragrafiska mynd: „Hugur og jörð”. 1 stjórn Kvikmyndasjóðs, sem úthlutaði fénu, eru Knútur Halls- son, Ölafur Ragnarsson og Stefán Júliusson. — ekh — Við eruni auðvitað mjög ánægöir með styrkinn og crum nú að vinna af fullum krafti að hand- ritsgerð, nú er verið að semja samtölin, — sagði Björn Björns- son, en hann er einn aöstandenda kvikmyndarinnar „Trúnaðar- mál" sem Saga film og Hugmynd hyggjast vinna að i sumar og næsta vetur. — Efni kvikmyndarinnar er eins og stendur trúnaðarmál, en ég get þó sagt það að hún fjallar um ungan mann og konu. Verki okkar miðar veláfram, búið er að velja staði þar sem myndataka fer fram og verið að tala viö fólk vegna hlutverkaskipunar. Þvi miður get ég ekki á þessari stundu gefið upp hverjir komi til með að fara með aöalhlutverkin, en þetta er allt i buröarliðnum. — Þessi tvö fyrirtæki, Saga f ilm og Hugmynd, vinna aöallega viö gerð sjónvarpsauglýsinga og ætl- unin er að myndataka fari fram nú á timabilinu mai til júli, og er gert ráð fyrir að hún standi i sjö til átta vikur. Siðan ætlum við að geyma filmurnar og vinna þær til fulls eftir næstu áramót, þannig aðmyndin gæti komiö til sýninga um páska næsta vetur. Þetta er skipulagt á þennan hátt af hag- kvæmnisástæðumr verkefni okk- ar raðast misjafnlega á árið. — Þessi mynd verður ekki stór- mynd, við ætlum hana fyrir is- lenskan markað, höfum fáar per- sónur og reynum að halda kostn- aði innan skynsamlegra marka. Við sem stöndum að myndinni en það eru auk min Egill Eðvarðs- son, Snorri Þórisson og Jón Þór Hannesson, reynum að gera sem mest sjálfir; við semjum handrit, Ieikstýrum o.s.frv. Okkur hefur langað til að fást við lengri mynd- ir en þrjátiu sekúndna og nú fáum við tækifæri til að vinna aö þessu verkefni saman, sagði Björn að lokum. — Svkr. Trésmiðafélag Akureyrar: Fagnar stein- ullarverk - smiðju Fundur haldinn i Trésmiða- félagi Akureyrar 31.03. 82 lýsir samstöðu sinni með þeim hug- myndum sem uppi eru um bygg- ingu steinullarverksmiöju á Sauðárkróki. Skorað er á hæstvirtan iðnaðar- ráöherra Hjörleif Guttormsson að hann beiti sér fyrir þvi að stein- ullarverksmiðja risi á Sauðár- króki. Trésmiðafélag Akureyrar vill benda á könnun Vinnumáladeildar félagsmálaráðuneytisins sem lögð var fram á ráðstefnu um at- vinnumál á Norðurlandi, þar sem fram kemur að timabundið at- vinnuleysi er meira hér á Norður- landi en annars staðar á landinu-, einnig er rétt að benda á að meðalárstekjur á Norðurlandi eru lægri en annars staöar hér á landi. Ljóðakvöld í Sokkholti Danska skáldkonan Marianne Larsen les upp úr verkum sinum á ljóðakvöldi i Sokkholti i kvöld kl. 20.30. Marianne er eitt af mikil- virkustu ljóðskáldum Dana i dag og hefur m.a. komið fram með danska „Ljóöaleikhúsinu”. Sokk- holt er miðstöö Rauðsokkahreyf- ingarinnar að Skólavörðustig 12 i Reykjavik. Lík Danans fundið Lik Danans Knud Erik Holme fannst á sunnudag i Elliðavogi. Hans hafði veriö leitað i tvær vik ur. Hann var 28 ára gamall.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.