Þjóðviljinn - 06.04.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. april 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
MINNING
Stefán Kristinsson
fyrrverandi fulltrúi tollstjóra
Fœddur 28.6. 1896 — Dáinn 31.3. 1982
Hinn 31. marz s.l. andaðist i
Reykjavík Stefán Kristinsson,
fyrrv. fulltrUi tollstjóra, hátt á 86.
aldursári. Útför hans fer fram i
dag,6.april.Vilég minnastþessa
mæta manns með nokkrum orð-
um.
Stefán Kristinsson fæddist
austur á Mjóafirði 28. jUni árið
1896, sonur hjónanna Sigriðar
Arnadóttur, ættaðrar frá Eyrar-
bakka, og Kristins Erlendssonar,
Utvegsbónda frá Teigakoti á
Skipaskaga. Kristinn var for-
maður á bátum þar eystra, en
féll frá þegar Stefáa sonur hans,
var i frumbernsku. Fluttist
Stefán á barnsaldri að austan
með móðurforeldrum sinum, Ingi-
björgu Guðmundsdóttur og Arna
Þorvarðssyni, til Reykjavikur og
ólst upp hjá þeim. Sigri'ður, móðir
Stefáns, giftist bróður manns
sins, Jónasi Erlendssyni, og
eignuðust þau þrjá syni, Kristin,
sjómann i Hafnarfirði, óskar sem
lengi rak hjólaverkstæðið Óðin i
Reykjavik og Halldór, loftskeyta-
mann.Þriðji eiginmaður Sigriðar
var Almar Norðmann, lýsismats-
maður norskur að ætt, en þau
fluttust til Reykjavikur árið 1907
og bjuggu þar til hárrar elli. Þau
voru barnlaus.
Þrátt fyrir takmörkuð efni
brauztStefán Kristinsson um tvi-
tugsaldur til náms i Kaupmanna-
höfn, stundaði þar verzlunarnám
við Köbmandskolen um tveggja
ára skeið. Heim kominn réðst
hann til starfa á skrifstofu toll-
stjóraembættisins (sem til 1928
var innan verksviðs lögreglu-
stjóransf Reykjavik); var Stefán
þar fastur starfsmaður til sjö-
tugsaldurs, en siðan lausráðinn
um nokkurra ára skeið, enda ó-
venju em allt fram á hin siðustu-
ár. Hann var fær og vel metinn
starfsmaður, sem hefur þjónað af
trúmennsku þeim ágætu em-
bættismönnum Jóni Hermanns-
syniog Torfa Hjartarsyni, eins og
starfsárin bera vitni um. — Á
skrifstofu tollstjóra varð Stefán
samstarf smaður Erlends
Guðmundssonar i Unuhúsi, sem
lengi gegndi störfum skrifstofu-
stjóra. Leiddu þau kynni til vin-
áttu meðan báðir lifðu, enda urðu
hugðarefnin utan starfsins sam-
eiginleg, þar sem bæði var tón-
listin og skákin. Hefur það án efa
haft mikið gildi fyrir Stefán að
verða ásamt konu sinni heimilis-
vinur hjá svo fágætum list-
unnanda og mikilsmetnum manni
sem Erlendur i UnuhUsi var og
vera þátttakandi i'gestaboði, sem
þar stóð langa hrið.
Stefán Kristinsson kvæntist
vorið 1930 eftirlifandi konu sinni,
Hönnu Guðjónsdóttur ólafsswiar,
bónda að Stóru-Mörk undir Eyja-
fjöllum og Kristínar ólafsdóttur,
konu hans. Hafa þau eignazt
fimm börn, sem öll lifa fóður
sinn; þau eru: Fjölnir, tónskáld
og skólastjóri Tónlistarskólans i
Kópavogi, kvæntur Arndisi
Guðmundsdóttur, ritara skóla-
fulltrUa i Kópavogi, Hanna
Kristin kennari, gift Lofti
Guttormssyni lektor, Elin,
kennari i Arósum, gift Gert Mad-
sen menntaskólakennara þar,
Sigriður, forstöðukona, gift Hend-
rik Jafetssyni, kennara, og
yngstur er Arni Erlendur, við-
skiptafræðingur.
Stefán Kristinsson gerðist
ungur að árum mikill áhuga-
maðurum sigilda tónlist og fram-
gang hennar á íslandi. Hann varð
ótrúlega velaðsér iþessari grein,
fylgdist náið með þvi sem
erlendis gerðist og kunni flestum
betur skil á tónverkum, lista-
mönnum og hljómsveitum, —
hvað helzt væri bitastætt i plötu-
Utgáfu og þess vert, að það kæmi
fyrir eyru fslenzkra tónlistarunn-
enda. Sjálfur gerði hann miklar
kröfur á þessu sviði, bæði um tón-
verkaflutning, svo og þau hljóm-
tæki, sem notuð væru, enda átti
hann jafnan hinn fullkomnasta
hljómbúnað, sem völ var á. Yfir-
gripsmikla þekkingu Stefáns i
þessum efnum mun Haraldur V.
Ólafsson, forstjóri Fálkans, hafa
hagnýttsér með þviað njótaráða
Stefáns um pantanir á hljómplöt-
um um alllangt skeið. Þetta
áhugasvið sitt lagði Stefán rækt
við fram til hins siðasta. Hin si-
gilda tónlist gamalla og nýrra
meistara hefur einlægt verið hon-
um unaður og rik lifsfylling. Þau
hjón bæði, Hanna og Stefán, voru
samstillt i áhuga slnum og
þekkingu á tónlistarsviðinu, en
Hanna var sjálf menntuð i tónlist
i Þýzkalandi og stundaði lengi
kennslu i pianóleik, auk fleiri tón-
listarstarfa.
Árið 1932 var Stefán i hópi
þeirra frumkvöðla tónlistarmála
á Islandi, sem stóðu að stofnun
Tónlistarfélagsins, tóku að sér
rekstur Tónlistarskólans og
Hljðmsveitar Reykjavikur.
Þessir áhugamenn, sem þar tóku
höndum saman, voru tólf talsins
og þvi oft nefndir í gamni „postul-
arnir”; má þar nefna, auk
Stefáns, t.d. Pál Isólfsson,
Ragnar í Smára, Björn kaup-
mann Jónsson og aðra góða
menn, sem lögðu varanlegan
grundvöll undir islenzkt tónlistar-
lif, en á þvi hefur verið byggt
siðan og stendur nU með blóma.
Heimili Stefán sog Hönnu hefur
alla tið borið vitni rikri
menningarþrá hUsráðenda og
barna þeirra, þvi að auk tón-
listarinnarhafa þau lagt rækt við
önnur menningarverðmæti, ekki
sizt bókmenntir og málaralist.
Þar hafa þau jafnan verið for-
dómalaus og opin fyrir hverjum
nýjum vaxtarsprota, sem upp
skaut kollinum þótt ekki sannaði
almennt gildi sitt fyrr en kannski
löngu siðar.
Ein var sU iþrótt, sem Stefán
iðkaði frá unga aldri, en það var
skáktaflið. 1 þeirri grein náði
hann miklum styrkleika og var
vel lærður i taflbókmenntum. Á
yngri árum tók hann þátt i skák-
mótum með góðum árangri, og
alla tið fygldisthann með fram-
gangi skáklistarinnar, bæði
heima og erlendis, og tefldi við
vini og kunningja, þegar svo bar
undir. Ég man það sem nokkur
skákiðkandi á sinum tima ásamt
Fjölni, syni Stefáns, að engan
veginn var auðhlaupið að þvi að
leggja Stefán að velli við skák-
borðið.
Stefán var um margt sérstæður
og minnisverður maður sem á
vallt var gaman að hitta og ræða
við um f jölmörg hugðarefni, sem
til féllu á liðandi stund. Ótaldar
stundir á heimili Hönnu og
Stefáns eru meðal hinna allra
skemmtilegustu endurminninga,
sem undirritaður geymir með
sér. Þar rikti heillandi andblær
sannrar menningar, sem teljast
mátti vænlegur til þroska
j Undarleg starfskynning:
■
F æreyskir unglingar á
vaktir í Natóherstöð
Það hefur orðið nokkurt hita-
mál i Færeyjum, að skólar I
Þórshöfn haf boðið ungiingum
uppá að fara i danska Natóher-
stöð f Mjörkadal I „starfsþjáif-
un”. En þar hefur það gerst, að
unglingarnir hafa gengið vaktir
i hermannabúningi.
Blaðið 14. september hefur
skrifað mikið gegn þessari
uppákomu og minnir á það, að
Færeyingar hafi ekki herskyldu
og að landsþing Færeyja hafi
gert samþykkt um að Færey-
ingar vilji ekkert með herstöð-
ina hafa.
Skólayfirvöld koma sér ekki
saman um þetta. Sumir skóla-
stjórar og nefndarmenn skjóta
sér á bak við það, að i' herstöð-
inni megi fleiru kynnast en her-
mennsku— einn skólastjóri
heldur þvi t.d. fram, að dreng-
imir sem þangað fara i starfs-
kynningu hafi mestan áhuga á
ýmiskonar tæknibdnaði. Þá sé
valið á herstöðinni á ábyrgð foi
eldra unglinganna. Formaði
landskólaráðs, sem svo er nefn
er hinsvegar andvigur þvi a
færeyskir unglingar fari i hei
mannabúninga og kveðst efa:
um að það væri leyft i Dai
mörku. Unglingarnir er
reyndar yngri en átján ára.
Var einhver að segja að vi
Færeyingar værum hámenntu
þjóö? spyr Erlendur Patursson
ádrepu um mál þetta — þetta e
hverjum þeim ungum manni,
sem átti þvi láni að fagna að njóta
þar athvarfs. Og frásagnarsnilld-
in hans Stefáns, þegar hann vildi
það viðhafa, og tókst bezt upp,
svo eftirminnileg, svo full af
græskulausum húmor og
skemmtilegheitum, að ætið mun
verða manni rikt i minni.
Nú þegarStefán Kristinsson er
allur, má ekki minna vera en
gamall heimilisvinur þakki að
leiðarlokum fyrir að hafa átt kost
þessara ánægjulegu og skemmti-
legu samverustunda.
Ég sendi Hönnu, börnum þeirra
Stefáns og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur frá
mér og mi'num.
Einar Laxness
Þegar ég minnist Stefáns
tengdaföður mins látins verður
mér hugsað: eru hæfni manna til
að nema nýjar lendur i umbrotum
nútímans engin takmörk sett? Ég
verð að játa að engan mann hef
ég þekkt sem gæddur var þessum
hæfileika i jafnríkum mæli og
Stefán. Hann, sem var af atorku-
sömum sjósóknurum kominn, sleit
bernskuskóm i slorugum sjávar-
plSssum austanlands og sunnan
og kynntist aldagamalli hrjúfri
sveitamenningu sem léttadreng-
ur i Tungunum, gerðist ungur
framvörður borgaralegrar há-
menningar i Reykjavik sem hafði
sennilega á þeim árum minni
kynni af Bach og Mozart en nokk-
ur önnur höfuðborg i Evrópu. En
það var ekki einasta klassisk há-
menning sem eignaðist hollvin i
Stefáni — og Hönnu — þvi hennar
verður að geta hér i sömu andrá;
á meðan margir góðir borgarar
millistriðsáranna i Reykjavik
fúlsuðu við framúrstefnu i mál-
verki og skáldverki, þá átti hún
visa bandamenn og aðdáendur i
þeim hjónum. Það var þvi að von-
um að þau voru um langt skeið
fastagestir i Unuhúsi.
Allir kunnugir vita að Stefán
hafði góða lyst á þvi sem tönn á
festir en hún komst þó ekki i hálf-
kvisti viö list-nautn hans. Af i-
grónu fegurðarskyni gerði hann
sér nánast mat úr öllu, hvort sem
voru tónar hljómplötunnar,
drættir á myndfleti eða í lands-
lagi, búsæld i sveitinni eða listileg
sveifla á fimleikaslá.
Ekki veit ég hvort kröfuharka
Stefáns um fullkomnun i verki
var sprottin af andlegu samneyti
hansvið meistarana eða af þeirri
óútskýranlegu hneigð sem kennd
er við uppruna og eðli. Svo mikið
er vist að Stefán átti erfitt með að
umbera kák og klúður sem vilja
fylgja leikmannatilburðum. Per-
fektionismi hans einskorðaðist
langt frá þvi' við það sem borið
var fram undirmerki listarinnar;
hann kom ekki siður fram i við-
horfi til hversdagslifs og nytja-
hluta. Allt sem Stefán lagði rækt
við bar vitni um leit hans eftir
hinu besta, hinu fullkomnasta,
hvort sem það var fallið til þess
að bæta gæði tónanna eða bragð
pipureyksins. Ég varð þessa var
við fyrstu kynni okkar; þá rann
honum til rifja að sjá mig totta ó-
merkilegan pipustert og lét mig
ekki komast undan að þiggja veg-
lega Dunhill-pipu að gjöf. Sem
sönnum lifsnjótanda var Stefáni
eigmlegt að deila með öðrum.
örlátari mann getur ekki. Það
var einsog hann afsannaði í verki
hið fornkveðna að gjöf sjái til
gjalda. Gjafmildin var jafn rikur
þáttur i fari hans og gamansemin
enda hvort tveggja sprottið af
þörf hans til að gleðja aðra.
Aldrei datt mér i hug að spyrja
Stefán að þvi hvernig hann hefði
gerst sósialisti; það var einhvern
veginn sjálfsagt mál sem óþarft
var að spyrja um. Þjóðfélags-
skilningur hans nærðist ekki að-
einsaf bókum heldur einnig af þvi
hjartalagi sem er uppspretta ó-
brigðullar réttlætiskenndar.
Enginn þurfti að vera i vafa um
hvorir áttu samúð Stefáns,
höfðingjar heimsins eða hinir
minni máttar.
Þegar nú heimilisfaðirinn er
fallinn frá er skarð fyrir skildi
meðal ættingja og vina. Kjartans-
gata 2 var miðdepill ættarsam-
félags sem átti visan samastað
hjá þeim Stefáni og Hönnu. Þetta
tryggði samheldni sem minnir
fremur á liðna tið en öld einka-
hyggjunnar. Stefán varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að geta allt til
æviloka rækt hlutverk heimilis-
föðurins; svo var Hönnu fyrir að
þakka. Hún mun nú aftur njóta
þeirrar alúðar sem þau hjónin
lögðu alla tið við fjölskyldurækt-
ina. Það verður enginn einsamall
i þeim urtagarði.
Loftur Guttormsson.
Með Stefáni Kristinssyni er
góður drengur og ljúfmenni geng-
inn á fund feðra sinna. Eiginkona
Stefáns naut þeirrar gæfu að eiga
samfylgd hans um 52 ára skeið.
Astin og tónlistin sameinuðu þau,
og heimili þeirra var einskonar
músikakademia, enda þar að
finna hin fegurstu verk tón-
mennta. Stefán var meðal hinna
svokölluðu 12 „postula” sem
stóðu að stofnun Tónlistarfélags-
ins.
Megi þessi fáu orð færa þakk-
læti fjölskyldu minnar fyrir þá
ástúð er móðir min naut af
Stefáns hendi, hann reyndist
henni sem besti sonur, enda voru
miklir kærleikar með þeim.
Bið góðan Guð að styrkja
Hönnu sýstur og fjölskyldu i sorg
og söknuði þeirra.
Kristinn Guðjónsson.
Það var fyrir 50 árum að 12, þá
tiltölulega ungir menn, bundust
samtökum um að stofna Tón-
listarfélagið. Enginn þeirra var
atvinnutónlistarmaður. Til-
gangurinn var ekki að græða fé,
aðeins að skapa aukin skilyrði
fyrir þróun islensks tónlistarlifs
með rekstri fyrsta tónlistarskól-
ans á íslandi.
I dag kveðjum við 8. félag -
ann, Stefán Kristinsson, fulltrúa,
sem andaðist að kvöldi hins 31.
dags fyrri mánaðar.
Það er að sjálfsögðu margs að
minnast eftir 50 ára náið og
ánægjulegt samstarf, en þær
minningar geymum við i þákk-
látum huga. Þær eru hluti af
launum okkar fyrir þau störf,
sem við höfum sameiginlega
unnið i þágu þess hugðarefnis,
sem stóð hjarta okkar næst.
Við þökkum Stefáni félaga
okkar samstarfið og vináttuna og
árnum honum fararheillar.
Aöstandendum hans sendum
viö innilegustu samúðarkveðjur.
Tónlistarfélagið.
Foroyskir skúlanæmingar í herinum
Er loyvt at lata
ungfólkí
hermannabúna?
Foroyski skúlin heldur fram við at senda skúla-
nœmingar í starvspraktikk á herstoðini í Mjorkadali.
Næmingarnir ganga á vakt og eru í hermannabúna
upp á sama máta, sum teir ið eru í hertænastu. Men er
tað yvirhovur loyvt at lata ungfólk undir 18 ár — har-
aftrat foroyingar — sum ikki gera hertænastu, í her-
mannabúna?
það sem marglofaður danskur
rikisborgararéttur leiðir yfir
okkur: færeyskur æskulýður er
alinn upp til manndrápa...
■
J