Þjóðviljinn - 06.04.1982, Síða 3

Þjóðviljinn - 06.04.1982, Síða 3
Þnðjudagur 6. april 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Alþjóðaheilbrigðisdagurinn: Opið hjá öldruðum / Skákþing Islands: Sævar og Júlíus efstir Sævar Bjarnason og Július Friðjónsson hafa eftir 3 umferðir tekið forystu i landsliðflokki á Skákþingi islands. Keppni I landsliðsflokki fer fram i Nor- ræna húsinu og eru keppendur sem endranær 12 talsins. Þrátt fyrir fjarveru flestra af bestu skákmönnum landsins hefur keppnin verið geysihörð og mikið um óvænt úrslit. Jón L. Arnason, sem flestir spá sigri tapaði i 3. umferð fyrir Jó- hanni Hjartarsyni, en það er mál manna að þessir tveir komi til meö að berjast um Islands- meistaratitilinn. Hvorugur trónar þó á toppnum, þvi efstir eru Sævar Bjarnason og Július Frið- jónsson og Sævar Bjarnason með fullt hús vinninga. Staðan á mót- inu er annars þessi: 1.—2. Sævar Bjarnason og Július Friðjónsson 3v. 3. Jóhann Iljartarson 2 l/2v. 4. Bcnedikt Jónasson 1 l/2v. 5.—6. Jón L. Árnason og Björn Þorsteinsson lv. + 1 biðskák hvor. 7.-8. Magnús Sóimundarson og Róbert Harðarson 1 v. 9. Jón Þorsteins- son l/2v. + 1 biðskák. 10. Elvar Guðmundsson l/2v. 11. Stefán BriemOv. + 3 biðskákir 12. Sig- urður Danielsson Ov. 1 gærkvöldi var tefld 4. umferð og þá áttust við Björn Þorsteins- son og Róbert Harðarson, Jón Þorsteinsson og Elvar Guð- mundsson, Sævar Bjarnason og Benedikt Jónasson, Magnús Sól- mundarson og Sigurður Daníels- son, Július Friðjónsson og Jón L. Arnason og Stefán Briem og Jó- hann Hjartarson. Þar sem skák- um þessum lauk ekki fyrr en eftir kl. 12 á miðnætti er ekki hægt að birta úrslit þeirra. 5. umferð verður svo tefld i dag og þá eigast viö eftirtaldir: Bene- dikt og Björn, Róbert og Jón Þor- steinsson, Elvar og Stefán, Sig- urður og Sævar, Jón L. og Magnús, Jóhann og Július. Um- ferðin hefst kl. 19 i kvöld. — hól Á morgun, 7. apríl, er al- þjóöa heilbrigðisdagurinn. I tilefni af því verða eftir- taldar dva larstof nanir fyrir aldraða þá opnar al- menningi. Mun starfsfólk á stofnunum svara fyrir- spurnum gesta ef óskað er, og sýna þeim húsakynni. Ibúðir fyrir aldraða: Opið hús verður aö Noröurbrún 1, kl. 13—17. Er sérstaklega vakin athygli á félagsstarfi eldri borg- ara, sem þar er til húsa. Dvalarheimili aldraðra: Opið hús veröur á Hrafnistu- heimilunum, dvalarheimilum aldraðra sjómanna i Reykjavik og Hafnarfirði kl. 14—16. Langlegudeildir aldraðra: 1. Hafnarbúðir.Opið hús verður i Hafnarbúðum kl. 13,30—14,30. 2. öldrunarlækningadeild Landspitalans, Hátúni 10 B.Opið hús verður i öldrunarlækninga- deild Landspitalans Hátúni 10B kl. 14,30—15,30. 3. Sólvangur Hafnarfirði. Opið hús verður að Sólvangi, Hafnar- firði kl. 14,30—15,30. Tekið verður á móti gestum i tveimur hópum kl. 14,30 og 15,30. Gestum verður sýndur spitalinn undir leiðsögn starfsmanna. — mhg Mikil veðurbliða hefur verið undanfarna daga og hafa margir látið sér detta i hug að vor sé á næsta leiti, enda samkvæmt dagatali sumar- koma framundan. Ljósmyndari Þjóðviljans rakst á þetta unga fólk i bænum á dögunum, þegar það var aðdimmitera. Þau sögðust heita, frá vinstri: Asta Valgerður Guðmundsdóttir, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Jóhann Baldursson; liggjandi á götunni er hins vegar Gunnar ólafsson. — Ljósm.: — gel. Helgi Samúelsson. Hraðskákmót Hraðskákmót verður haldið miðvikudaginn 7. april kl. 20 i kosningamiðstöð Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik, Siðumúla 26. Mótstjóri verður Helgi Samúelsson. Veitt verða verðlaun fyrir 3efstusætin og er þátttaka öllum heimil. Þátttakendum er bent á að skrásetja sig i sima 17500. Æski- legt er að sem flestir hafi með sér töfl og klukkur. Æskulýðsnefnd Alþýðubanda- lagsins Aðalfundur Verka- Iýðsmálaráðs Al- þýðubandalagsins: Haldinn 25. apríl Aðalfundur Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins verður hald- inn að Hótel Loftleiðum i Reykja- vik sunnudaginn 25. april nk. og hefst kl. 10 árdegis. Dagskrá verður auglýst siðar i blaðinu. Fundurinn er opinn öllum stuðn- ingsmönnum Alþýðubandalags- ins. 12-14% y I afsláttur af Bragakaffi leyft okkar verð verð Bragakaffi 1 kg. 49.00 43.00 ----1/4 kg. ...12.90 11.50 Santos 1/4 kg. .. 14.30 12.50 Colombía 1/4 kg. ..12.90 11.50 20% afsláttur af STORMARKAÐURINN SKEMMUVEGI 4A KÓPAVOGI Sauðárkrókur UTBOÐ Sauðárkrókskaupstaður óskar eftir til- boðum i byggingu 1. áfanga iþróttahúss (fokhelt). Útboðsgögn liggja frammi á bæjarskrif- stofunum. Skilafrestur er til 29. april n.k. Skilatrygg- ing er kr. 1 þús. Sauðárkrókskaupstaður, tæknideild. Simi 95-5133 Ferðir Strætisvagna Reykja- víkur um Páskana 1982 SKÍRDAGUR: Akstur eins og á venjulegum sunnudegi. FÖSTUDAGURINN LANGI: Akstur hefst um kl. 13. Ekið samkvæmt sunnudagstimatöflu. LAUGARDAGUR: Akstur hefst á venjulegum tima Ekið eftir venjulegri laugardagstimatöflu. PÁSKADAGUR: Akstur hefst um kl. 13. Ekið samkvæmt sunnudagstimatöflu. Annar PÁSKADAGUR: Akstur eins og á venjulegum sunnudegi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.