Þjóðviljinn - 15.04.1982, Blaðsíða 1
Mælt fyrir kísilmálmverksmiðjunni á Reyöarfirði 1 gær:
Japanir og V-Þjóðverjar hafa sýnt mikinn áhuga á kaup-
um á kísilmálmi, sagði Hjörleifur Guttormsson
— Samkomulag hefur veriö
gert viö Japani um þau 7500 tonn
sem þangaö er áætiaö aö selja og
samningar eru á lokastigi viö
Þjóöverjana um sölu á um 10.000
tonnum af kisilmálmi á ári þang-
aö. Áætlað er aö þessi tvö lönd
taki viö um 70% af heildarfram-
leiðslu tveggja ofna kisiimálm-
verksmiöju, sagöi Hjörleifur
Guttormsson I gær er hann mælti
fyrir frumvarpi um kisilmáim-
verksmiöju á Reyöarfirði.
Áðurnefndir samningar eru aö
sjálfsögðu gerðir með fyrirvara
um stofnun fyrirtækisins og sam-
þykkt væntanlegrar stjórnar
þess. I itarlegri ræðu Hjörleifs
kom m.a. fram að sérstaklega er
gert ráð fyrir aukinni samvinnu
stjórnenda og starfsfólks fyrir- ,
tækisins;,,Með stofnun samstarfs-
nefndar er mótað fast samstarfs-
form sem miðar aö auknum rétt-
indum og ábyrgð starfsfólks á
vinnustað, i þeim tilgangi að efla
lýðræði i atvinnurekstri og ná
betri árangri i framleiðslu”.
Gert er ráö fyrir að verksmiðj-
an framleiði 25 þösund tonn af
kisilmálmi á árinu 1986enþaö eru
talin verða 3.8% af heimsfram-
leiðslunni. Hjörleifur sagöi að
næg orka og afl væri til staðar i
landskerfinu til að fullnægja
orkuþörf verksmiðjunnar. Gert
er ráð fyrir aö orkuverðið fyrstu
Framhald á 14. siðu
Sumardagurinn fyrsti er i næstu viku og menn viöa byrjaöir aö búa
garöa sina undir sumariö. Þessi mynd er táknræn fyrir þennan árs-
tima, maöur aö vinna vorverk i garði i lopapeysu og úlpu. Ljósm. eik —
Grásleppa: Fullvinnsla í Frakklandi:
„Hreinn flutningur á
vinnuafli úr landinu”
PWDVIIIINN
Fimmtudagur 15. april 1982 —83. tbl. 47. árg.
Komin vilyrði
fyrir sölu á 70%
framleiðslunnar
* mmmmmmm m mmmmmmm m mmmmmmmm m
Njarðvík
1 opnu blaðsins i dag er
komið við i Njarðvikum og
nágrenni. Fjallað er um ný-
stárlegar hugmyndir um
notagildi „bláa lónsins” i
Svartsengi. Sagt frá atvinnu-
I' málum og félagslegum að-
búnaði i Njarðvikum. Litið
við á verksmiðjusvæði Sjó-
• efnavinnslunnar á Reykja-
I nesi. Vistmenn á dvalar-
| heimili aldraöra Suðurnesja-
| manna i Garðinum heimsótt-
• ir. Rætt við Oddberg Eiriks-
I son og Ester Karvelsdóttur,
efstu menn á lista Alþýðu-
bandalagsins i Njarðvikum,
* og listi flokksins kynntur.
L_______________________
Sjá opnu
— segir Heimir Hannesson stjómar-
formaður Sölustofnunar lagmetis
,,Ef af þessu yröi þá get ég ekki
séð annað aö hér sé um hreinan
flutning á vinnuafii úr landi inn a
landsvæði Efnahagsbandalagsins
að ræða, og þaö er varhugaverð
þróun. Annars sé ég þessa hluti
ckki gerast enn sem komiö er,”
sagöi Heimir Hannesson
stjórnarformaöur Sölustofnunar
lagmetis, aöspurður um þá
ákvöröun Samtaka grásleppu-
hrognaframleiðenda aö ganga til
samvinnu viö franska aöila um aö
koma upp verksmiöju til full-
vinnslu á íslenskum grásleppu-
hrognum i Frakklandi.
Guðmundur B. Lýðsson starfs-
maður Samtaka grásleppu-
hrognaframleiðenda er nú stadd-
ur i Frakklandi að semja um
þessi mál viö franska aðila, og
tókst Þjóðviljanum ekki að ná
sambandi við hann.
„Við höfum frett af þessum
málum i nokkurn tima, en ég sé
þetta ekki gerast ennþá. Sölu-
stofnunin hlýtur samt að lita þessi
mál gagnrýnum augum. Frakk-
land er okkar aðalmarkaður fyrir
lagmeti, og ef þetta nær fram að
ganga, sem ég efa mjög, þá má
segja að islensk merki séu farin
að berjast innbyrðis, og það getur
leitt til mikils ófarnaðar”, sagði
Heimir.
Hann sagði ennfremur að
greinilega væri um kúvendingu
að ræða hjá Samtökum grá-
sleppuhrognaíramleiðenda, þvi
fram til þessa hefðu þeir barist
hörðum höndum fyrir kæli-
geymslu og Sölustofnunin hefði
stutt þá i þeim efnum, en það yrði
ekki að vænta mikils stuðnings
frá þeim við þessar nýju hug-
myndir.
„Við höfum sýnt fram á að það
er hægt að fá nær um og yfir 100%
verðmætaaukningu út úr grá-
sleppuhrognunum með þvi að
fullvinna þau hér heima. Stefnan
hefur verið sú að auka fullvinnsl-
una hér heima og hún hefur farið
stórum vaxandi á siðustu árum.
Hér á landi er fyrir hendi ónýttur
vélakostur til þessarar vinnslu.
Það er ljóst að þessar hugmyndir
Samtaka grásleppuhrognafram-
leiðenda verða sist til að auka
fullvinnsluna hér heima,” sagði
Heimir að lokum. _ie
Þj óöhagsstof nun:
Kaupmáttur raðstöfunartekna
1981 var sá hæsti í sögunni
2% samdrætti þjóðartekna spáð í ár vegna loðnunnar
Aætlaö er að einkaneysla hafi
aukist um 5% hér á Iandi á siö-
asta ári. Kaupmáttur ráðstöf-
unartekna er talinn hafa aukist
um 3% á mann og fjárfestingar
um 2%. Kaupmáttur rábstöfun-
artekna á mann var á siðasta
ári hærri en nokkru sinni fyrr.
og t.d. 2.5% hærri en 1976. Þess-
ar upplýsingar auk margra
fleiri koma fram i riti Þjóöhags-
stofnunar — Cr þjóðarbúskapn-
um —sem sent var fjölmiölum i
gær.
Samkvæmt áætlunum Þjóð-
hagsstofnunar jókst þjóðar-
framleiðsla okkar Islendinga
um 1.3% á siðasta ári, en um 2%
sé ekki tekið tillit til áhrifa
vaxtagreiðslna af erlendum
lánum. Þetta er heldur meiri
hagvöxtur en svarar meðaltali
hjá OEDC-rikjunum en þar var
hagvöxturinn liðlega 1% að
jafnaði.
Sjávarafurðir
Framleiðsla sjávarafurða
jókst um 1.5% á síðasta ári og
var það minni aukning en næstu
ár á undan, meöalaukning var
12% á ári 1976-1980.
Viðskiptakjörin bötnuðu ör-
litið á stðasta ári, eöa um 1%, en
voru enn nær 12% lakari en á ár-
unum 1977 og 1978. Vegna bata i
viðskiptakjörum eru þjóðar-
tekjur taldar hafa aukist heldur
meira en þjóöarframleiösla eöa
um 1.6% á siðasta ári.
Þjóðhagsstofnun gerir ráð
fyrir að viðskiptakjörin i okkar
utanrikisviðskiptum muni hald-
astóbreytt á þessu ári. Reiknað
er með 3% samdrætti i fram-
leiðslu á sjávarafurðum i ár og
segir þar til sin hrun loðnu-
stofnsins. Miðað við þessar for-
sendur gerir Þjóðhagsstofnun
ráð fyrir 2% samdrætti þjóðar-
framleiðslu og þjóöartekna á
mann á á árinu 1982.
Verðbóiga
Um verðbólguna segir i
skýrslu Þjóðhagsstofnunar, ,að
frá upphafi til loka siðasta árs
hafi hækkun framfærsluvisitölu
verið 41.9% samanborðiö viö
58.9% árið 1980 og 60.6% áriö
1979. Hækkun frá ársmeðaltali
1980 til ársmeðaltals 1981 var
hins vegar 51%. — Um verö-
bólguhorfur á árinu 1982 segir
Þjóðhagsstofnun, að lauslegar
áætlanir bendi til um 40% hækk-
unar framfærsluvisitölu frá
upphafi til loka þessa árs og að
meðalhækkun milli ára verði
42%. — Markmið rikisstjórnar-
innar er hins vegar að
framfærsluvisitalan hækki ekki
um meira en 35% frá ársbyrjun
til ársloka. Aö dómi Þjóðhags-
stofnunar þurfa nýjar efnahags-
ráðstafanir að koma til eigi það
markmið að nást. k.