Þjóðviljinn - 15.04.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.04.1982, Blaðsíða 16
DIOÐVIUINN Fimmtudagur 15. april 1982 Abalsimi Þjó&viljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til fóstuðaga. Utan þess tima er hægt a& ná I blaöamenn og aöra starfsmenn hla&sins f þessum slmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroi 8iz85, ijósmyndir 81257. Laugardaga kl 9-12 er hægt a& ná i'af- grei&slu bla&sins i slma 81663. Bla&aprent hefur síma 81348 og eru bla&amenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 5. þing Landsambands iðnverkafólks: Kjaramál og atvinnu- öryggi aöalumræðuefni K vikmyndaef tirlitið: Takmarkar aðgang að myndinni Rokkí Reykjavík Skákþingið: Lokaum ferð í gær- kvöldi Guömundur Þ. Jónsson um aö Landssamband iðnverka- fólks gerist meðlimur i Norræna fataiðnaðarsambandinu, en hingað til hefur sambandið ekki haft nein bein samskipti viö stéttarsystkyni sin annars staðar i heiminum. „Langstærsti hluti þeirra sem eru innan Landssambands iðnverkafólks, starfa i fataiðnaði, og þvi finnst okkur ástæða til að taka upp samband við þessi stéttarsystkini okkar á Norður- löndum. Við höfum verið nokkuð einangruð hér á íslandi og þvi yrðu það vissulega timamót ef þingið samþykkti inngöngu i þetta norræna samband”, sagði Guðmundur Þ. Jónsson. -Ig- „Okkur finnst þetta einfaldlega merki um ritsko&un á hæsta stigi. Þaö er verið aö mismuna list- greinum þvf aö hvaöa fjölmiðill sem er heföi mátt sýna þetta sniffviðtai án þess áð nokkur aöili gæti fett Ut i það fingur”, sagði Friðrik Þór Fri&riksson annar tveggja framleiðenda myndar- innar Rokk i Reykjavik, en þau tiðindi hafa gerst aö Kvikmynda- eftirlitið hefur takmarkaö inn- göngu á myndina við 14 ára aldur. Ástæðan er atriði í myndinni þar sem rætt er við ungling sem hefur sniffað og segir hann frá reynslu sinni. „Þeir hjá Kvikmyndaeftirlitinu virðast greinilega ekki þekkja til heimsins sem krakkar 20 ára og yngri lifa i. Svona viðtal kemur við kaunin og viöbrögðin eru þau að best sé að þegja yfir vanda- málinu. Viö hins vegar erum á þeirri skoðun aö sniffið sé mikið vandamál og að öll umræöa sé til góðs. Þess vegna fengum við fyrrverandi sniffara til að koma í viðtal og þar blótar hann því sem stórhættulegum hlut.” En hvað með framsetningu þessa viðtals. Kvikmyndaeftirlit- ið segir að þar sé gert grin aö þessu alvarlega vandamáli? „Aldeilis fráleitt. Ef Huldu Val- týsdóttur finnst þetta sniðugt þá finnst okkur það alls ekki. Mér finnst réttað geta þess hér að um- sjónarmaður Stundarinnar okkar i sjónvarpinu, Bryndís Schram, kom að máli við okkur í hléi á frumsýningunni og vildi endilega fá þetta atriði tilsýningar hjá sér — öðrum til viðvörunar”. Verðið þið að beygja ykkur undir okiö, Friðrik? „Það er auðvitað erfitt að gera annað. Þau buðu okkur að klippa þetta sniffatriði út úr myndinni en það er mjög erfitt vegna þess hvernig myndin er byggð upp. 2-3 minútna atriði spilar talsvert stóra rullu”. Hefur þetta mikil áhrif á fjár- hagslega afkomu myndarinnar? „Þetta heggur ansi nærri okk- Framhald á 14. slöu í gærkvöldi fór fram síðasta umferðin í lands- liðsflokki á Skákþingi Islands. Þegar blaðið for í prentun í gærkvöldi var úrslitaskákum ekki lokið, en Jón L. Árnason, sem sést hér á myndinni við upphaf umferðarinnar, var með sigurvænlega stöðu gegn Benedikt Jónassyni. Jóni nægði jafntef li til þess að tryggja sér íslandsmeistaratitil. einhverra erinda vestur i bæ. Teiknistofa Nyvig bendir á þá lausn að gera Laugaveginn að göngugötu (i þvi sambandi má benda á aö kannanir hafa leitt i ljós að u.þ.b. 3 þús. manns leggja leið sina fótgangandi um Lauga- veginn á hverri klst. Er þá miðað við mikla verðurbliðu). Þá stinga Nyvig og félagar uppá að Hverfisgatan verði gerð að götu eingöngu ætluðum strætis- vögnum, og þannig verði einnig að málum staðið með hluta Hafnarstrætis. Reiknað er með umferð upp og niður Hverfisgöt- una og Hafnarstrætið. A kynningarfundinum i gær, sem haldinn var á Kjarvals- stöðum, tók Nyvig það fram að allar breytingartillögur sinar krefðu á mikla umræðu áður, og ef, þær kæmust i framkvæmd. — hól Frá viðræöufundi Alþyöusambandsins og Vinnuveitendasambandsins hjá sáttasemjara i gær. (Ljósm. gel). Tíðir samningafundir Miklir fundir voru i gær í húsa- kynnum sáttasemjararikisins, að Borgartúni 22. Um morguninn mættust fulltrúar Sambands byggingamanna og Meistara- sambands byggingamanna og eftir hádegið mættu fulltrúar Al- þýðusambandsins fulltrúum Vinnumálasambands samvinnu- félaganna og fulltrúum Vinnu- veitendasambandsins. Þá fund- aði tuttugu manna nefnd ASl i einu herbergjanna og fylgdist með gangi viðræðna. Fulltrúarnir vildu ekki tjá sig um stöðuna nú, sögöu yfirlýsing- ar biða betri tima. Útreikningar Þjóðhagsstofnunar um fram- vindu þjóðarbúskaparins 1981 og horfurnar á þessu ári voru ný- komnir i hendur manna og þvi lit- ið hægt að segja um þá á þessu stigi. A morgun hittist 72ja manna nefnd ASI hjá sáttasemjara og ræðir stöðuna i samningamálum. ast „Það er Ijóst aö aðalumræöu- efnin verða kjaramálin og at- vinnuöryggi I iönaði með tilliti til iönþróunar”, sagði Gu&mundur Þ. Jónsson formaður Landssam- bands iönverkafólks i samtali viö Þjóðviljann, en á morgun og á laugardag verður haldiö 5, þing sambandsins aö Hótel Esju I Reykjavfk. Rúmlega 40 fulltrúar munu sitja þingið sem hefst kl. 14 á morgun. Þá mun m.a. Sigurður Guðmundsson starfs- maður hjá Framkvæmdastofnun rikisins flytja erindi um „Iðn- þróun með tilliti til atvinnuörygg- is.” Þá liggur fyrir þinginu tillaga ÍTillögur um skipulag umferðarkerfis í gamla bænum: Laugaveeuriim að g öngugötu — Hverfisgatan til nota strætisvagna Fyrir rúmu ári siöan var sam- þykkt i skipulagsnefnd Reykja- vikurborgar og borgarráði aö setja af staö endurskoöun á skipulagi gamla bæjarins i Reykjavik, innan Hringbrautar, Miklubrautar, Lönguhliöar og Nóa túns. Endurskoðuninni var skipt i tvo þætti, skipulagsþáttinn og skipu- lag umferðarkerfis. Þarf ekki aö fara mörgum orðum um þaö öng- þveiti sem nú rfkir i umferð um elsta hluta bæjarins. Þaö þekkja allir höfuðborgarbúar af eigin reynslu og brýn þörf á að stokka upp spilin. Það lá fyrir á áöurnefndum fundi að Borgarskipulag yrði að leita ráðgjafar út fyrir landstein- ana varðandi ákveðna þætti um- ferðarskipulagsins þar eð reynsla af þvi aö leysa slik verkefni er ekki fyrir hendi hér á landi. Teiknistofa Danans, Anders Nyvig, fékk það verkefni i hend- urnar að kanna nýjar leiðir og fulltrúar teiknistofunnar, að Nyvig meðtöldum, eru komnir hingaö til lands með fyrstu til- lögur og hugmyndir að breyt- ingum. Hafa þær verið kynntar á fundum með borgarráði, em- bættismönnum borgarinnar, borgarfulltruum og skipulagsráð- gjöfum. Einn slikur fundur var haldinn i gær með borgarfulltrúum og ýmsum þeim aðilum sem málið er skyl^en meiningin er að kynna tillögur Nyvig fyrir ibúasam- tökum, verslunarráði og öðrum hagsmunasamtökum, þvi ef til- lögurnar ná fram að ganga má gera ráð fyrir stórvægilegum breytingum á gamla bænum i Reykjavik. A kynningarfundinum i gær röktu forráðamenn teiknistof- unnar ýmislegt það sem snerti núverandi ástand i umferðar- málum gamla bæjarins. Að þvi búnuvoru tillögur teikni- stofunnar kynntar og er óhætt að fullyrða að þær séu hinar djörf- ustu. Allar miðast þær við að losna við þá umferð gegnum gamla bæjarhlutann sem hefur ekkert með aðföng i bæinn að gera. Sem dæmi má nefna þann óheyrilega fjölda bifreiða sem arkar gegnum Laugaveginn til

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.