Þjóðviljinn - 15.04.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.04.1982, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 15. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Ky(\ Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla ■ virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Enn um Crass Athugasemdir viö lesenda- bréf sem birtist föstudaginn 2. april frá Erpi Snæ. 1 þaö fyrsta vil ég þakka honum fyrir leiö- réttingu á plöturöð, hún er góðra gjalda verö. En það eru nokkrar fullyröingar i bréfi hans sem ég vil gera athuga- semdir við. t fyrsta lagi þá er sú full- yrðing bréfritara aö umfjöllun um Crass sé dauö, fyrir þá sök eina aö nafn siöunnar er „dægurtónlist”, með öllu óskiljanleg. Alla vega fá min blindu augu ekki með nokkru móti greint þá yfirnáttúrlegu visku sem býr að baki þessum dómi. í öðru lagi er túlkun bréf- ritara að Crass boði ,,að ein- staklingurinn eigi að byggja á algeru sjálfstæði i þeirri mynd að hann móti sér sinn eigin persónuleika án útanaðkomandi áhrifa” röng. Ég hef aldrei heyrt Crass minnast á neitt þessu likt. Enda vita þau mæta vel að ekki er nokkur maður til sem getur mótað persónuleika sinn án utanaðkomandi áhrifa, s.s. nánasta umhverfi og sinum nánustu kunningjum. í þriðja lagi að ef bréfritari gæti bent á einhverja „rang- túikun” á hugmyndum Crass i umræddri grein og sýnt fram á það með haldgóðum rökum væri það að sjálfsögöu athugunar- vert. En þvi er ekki til að dreifa i þessu bréfi. Að endingu langar mig að benda á að sú skoðun Crass að blaðamenn „rang- túlki” og misfæri boðskap sinn er all þverstæöukennd. Eru meiri likur til þess að hinn „al- menni” hlustandi skilji boðskap þeirra betur/„réttar” en þeir sem skrifa um dægurtónlist eða hefur bréfritari einn „réttan” skilning á hugmyndum Crass og er hann þar með sjálfkjörinn til að prédika þær? Að lokum vona ég að bréf- ritari snúi sér að einhverju þarfara en skitkasti þvi bréf sem þetta er varla svara vert. Jón Viðar Sigurösson. Yinir og pennavinir Camillo Consuales óskar eftir pennavinum á Islandi, körlum eða konum. Hann skrifar ensku auk þjóðtungu sinnar. Camillo Consuales P.P. box 1101 Doha Qatar (Arabian Gulf) Camillo er 25 ára gamall og hefur einkum áhuga á iþróttum, musik og dansi. Hann er frá Bombay i lndlandi. Okkur hefur borist bréf frá frönskum hjónum um þritugt, kennurum, sem eru að undirbúa ferðalag um tsland i júli. Þau vilja hafa nánari kynni af landi og þjóð en venjuleg skemmti- ferðalög leyfa og eru reiðubúin til að gjalda i sömu mynt hvað varðar kynni af Frakklandi. Þau bjarga sér i ensku. Nöfn þeirra og heimilisfang: Roselyn et Jean Louis Vieilly 27 Rue du Chateau des Vergnes 63100 Clermont — Ferrand France Samvmnumaður hringdi: / ^ Avextir SIS koma frá S-Afríku og Qiile Starfsmaður hjá lager Sam- bandsins hringdi til blaðsins og vildi vekja athygli á viðskipta- löndum Samvinnuhreyfingar- innar i ávaxtainnflutningi. Sagði hann að Sambandið hefði i allan vetur flutt inn Outs- pan-appelsinur frá S-Afriku, en sem kunnugt er hafa Sameinuðu þjóðirnar hvatt aðildarriki til þess að stöðva viðskipti við S-Afriku vegna stefnu stjórn- valda þar I kynþáttamálum, auk þess sem Sameinuðu þjóö- irnar hafa lýst yfirstandandi ár sérstakt baráttuár gegn apartheid-stefnunni þar. Þótti starfsmanninum þessi viðskipti vera lítt I anda samvinnu- hugsjónanna. Þá sagði þessi samvinnu- maður að auk S-Afriku flytti Sambandið aðallega inn ávexti frá tsrael og nú siðast frá Chile, en nýkomin mun vera sending vinberja þaðan. Er þaö stefna Sambandsins að kaupa einungis ávexti af ofrikis- og kúgunar- öflum og virða samþykktir Sameinuðu þjóðanna að vettugi, spurði þessi samvinnumaður að lokum. Barnahornid Eva ólafsdóttir, 8 ára, teiknaöi mynd dagsins. Viö þökkum Evu fyrir. Útvarp kl. 20.30: Hafliði með Sinfóníunni Sinfóniuunnendur fá að vanda sinn skammt i kvöld, en þá verður útvarað frá tón- leikum Sinfóniunnar I Háskólabiói. Stjórnandi er Guðmundur Emilsson og ein- leikari Hafliði Hallgrimsson. Efnisskráin er þessi: a) „Pygmalion”, forleikur eftir Jean-Philippe Rameau. b) Adagio fyrir strengi eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. c) „Cellokonsert” eftir Þorkel Sigurbjörnsson en þetta er frumflutningur verks- Hafliði Hallgrimsson, ceiló- , leikari, mun flytja okkur ómstríöa tóna meö Sinfóniunni i útvarpinu i kvöld. 1 öörum þætti útvarpsins i afmælisdagskránni um Halldór Lax- ness verða tckin fyrir leikrit skáldsins og fluttar hljóöritanir úr þeim. A myndinni hér er skáldið aö hneigja sig til áhorfenda á fumsýningu Þjóöleikhússins á „Prjónastofunni Sólinni”. Siöan eru liðnir tæpir tveir áratugir. „Töframenn” 1 tilefni afmælis Otvarpið hefur iátið gera af- mælisdagskrá um Halldór Laxness, en hann veröur átt- ræður hinn 23. april næstkom- andi. i kvöld veröur fluttur annar þáttur þessarar dag- skrár og hefur sá þáttur hlotið heitið „Töframenn”. Þarna heyrast kaflar úr leikritum skáldsins, hljóð- ritanir frá siöustu 10 til 15 árum. Þessi leikrit eru „Straumrof”, „Stromp- leikur”, „Silfurtunglið”, „Prjónastofan Sólin” og „Dúfnaveislan.” Fjöldi leik- ara kemur hér við sögu. Þá verður flutt tónlist eftir Jón Þórarinsson, Jón Nordal, Þórarin Guðmundsson o.fl. Guðrún Tómasdóttir syngur við pianóundirleik Ólafs Vign- is Albertssonar. Umsjónarmenn eru Baldvin Halldórsson og Gunnar Eyjólfsson. Útvarp %/P kl. 21.15: „Ljótt er að vera leigjandi...” Málefni leigjenda á íslandi og vandræði þeirra eru til umf jöllun- ar í þættinum „Ljótt er aðvera leigjandi, lifa og starfa þegjandi", sem fluttur verður í útvarp- inu kl. 22.35 í kvöld. Þaö eru þrir ungir menn, Einar Guðjónsson, Halldór Gunnarsson og Kristján Þor- valdsson, sem standa fyrir þessum þætti og öörum til um sama efni. Halldór sagði okk- ur, aö i þáttunum myndu þeir ræöa við ýmsa leigjendur og fólk, sem neyðst hefur til aö kaupa vegna húsnæðismála- pólitikurinnar. Þá hafa þeir tal af Jóni Rún- ari Guðmundssyni, félags- fræðingi, en hann hefur ásamt öðrum gert viðamikla könnun á húsnæðismálum okkar. Þeir Einar, Halldór og Kristján hafa gert þrjá þætti fyrir útvarp, sem fluttir voru i mars, og fjölluðu þeir um mál- efni aldraðra, friðarhreyfing- una og starfsskilyrði rithöf- unda. Þeir verða siðan með tvo þætti um leigjendamál og að lokum einn þátt um E1 Salvador. Kristján og Halldór eru nemendur i M.S. en Einar nemur sögu viö Háskólann. Ífe Útvarp P kl. 22.35:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.