Þjóðviljinn - 15.04.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.04.1982, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. april 1982 Snjóbræðshikerfi i bilastæði, tröppur, götur', gangstiga torg og iþróttavelli. Siminn er: 77400 í*ú nærð sambandi hvort sem er að nóttu eða degi. PÍPULAGNIR sf. Smiðjuvegur28 — BOX 116 202 Kópavogur Stórbrotin íslensk ævintýramynd. Sýnd í Laugarásbíói kl. 5, 7 og 9. A Frá grunnskólum Kópavogs Innritun 6 ára barna (börn fædd 1976) fer fram i skólum bæjarins föstudaginn 16. april kl. 15 — 17. Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast milli skólahverfa, flytja i Kópavog eða koma úr einkaskólum fer fram sama dag á skólaskrfstofu Kópa- vogs, Digranesvegi 12, kl. 10 —12 og 13 — 15, simi 41863. Skólafulltrúi SETUR ÞU STEFNULJÓSIN TIMANLEGA Á? ||UMFERÐAF •i / . Rögnvaldur Olafsson frá Flugumýrarhvammi: OPIÐ BRÉF til Ragnars Arnalds, fjármálaráðherra Heill og sæll Ragnar! Það hefur dregist iengur en ég ætlaði að skrifa þér bréfkorn um Blönduvirkjun og eru orsakirnar margar en ég hirði ekki um að tiunda þær. Tilefni bréfsins er hinsvegar, að ég þóttist verða þess áskynja á siðastliðnu hausti, bæöi i samtölum við samherja okkar og eins af Mjölnissnepli sem mér barst, að þú værir orðinn einn æstasti Blönduvirkj- unarmaöur þrátt fyrir að ein- göngu væri boðið upp á virkjunar- kost I. Þetta kom mér mjög á óvart þar eð ég man það fullvel aö i samræöum okkar á milli.og eins á fundum fyrir þingkosningarnar 1978, komst þú fram sem maður sem vildi flýta sér hægt við virkjun og taka fullt tillit til land- verndarmanna. Þvi hugsaöi ég með mér, annaðhvort hefur Ragnar visvitandi blekkt okkur stuðningsmenn sina eða fjandinn er hlaupinn i ráöherrann. Ragnar minn, við skulum athuga stöðuna nánar eins og hún er i dag. Það liggur ljóst fyrir að það næst aldrei samkomulag heima í kjördæmi um þá samninga sem undirritaðir voru i Reykjavik um daginn; sem betur fer eru land- verndarmenn of margir til þess. Einhvern tima lét Hjörleifur, ráö- herra og félagi vor, svo um mælt að i virkjun Blöndu yrði ekki ráðist nema um hana tækist sæmilegt samkomulag heima- fyrir. Nú veit ég ekki Ragnar, hvað þið Hjörleifur kallið sæmi- legt samkomulag, en mér finnst hæpið að kalla slikt þegar einn hreppur af sex hafnar samkomu- laginu (Bólstaðarhliðarhreppur), i öðrum (Svinavatnshreppi) hafnar meiri hluti atkvæðisbærra manna samkomulaginu og meiri og minni andstaða er gegn þvi um allt kjördæmiö. Mér finnst lika hæpið að tala um sæmilegt sam- komulag þegar ástandiö er orðið þannig að menn skiptast svo i flokka meö og á móti virkjunar- leið I, að bestu kunningjar og sveitungar sem áður voru. talast nú ekki við, allt logar i ósætti og ekki má orðinu halla til að menn verði ekki stólpareiðir og ausi hverjir yfir aðra fúkyröum. Satt að segja finnst mér skömm af þér sem þingmanni kjördæmisins að taka þátt i svo gráum leik. Litum nú á málin frá öðru sjónarhorni. Við vitum báðir að það er hægt að ná samkomulagi um virkjun Blöndu og það með góðri einingu heimaanna en þá þarf lika að færa stífluna að Sand- árhöfða. Með þvi má bjarga nær helmingi af gróðurlendinu sem sökkva á samkvæmt leið I. Ég ætla ekki aö tiunda hversu ódýr náttúruvernd það er eða hvers virði gróðurmoldin á þessu svæði er, það hafa þegar gert Helgi Baldursson og Þórarinn Magnússon i greinum hér i blað- inu, en ég vil benda þér á annað sem vinnst með þessari leið og ekki veröur metið til fjár, það er samkomulagið og eindrægnin i sveitunum sem verður fjölda ára ef ekki áratugi að jafnast ef leið I verður kúguð fram. Raunar finnst mér að það ætti að varða við lög að sökkva jafn sögufrægu og fögru landi og Galtárumhverf- ið er. Ég veit ekki Ragnar, hvort þú hefur tekið eftir blikinu sem kemur i augun á eldri mönnum, sem muna Stiflu i Fljótum áður en henni var sökkt undir vatn, þegar minnst er á náttúrufeg- urðina þar. Heldurðu að slik náttúrufegurð verði nokkru sinni metin til fjár. Ég þykist þess full- viss að þú viljir ekki aö vel athug- uðu máli að Galtársvæðið verði komandi kynslóðum einskonar Mekka á vatnsbotni eins og Stífl- an er náttúruverndarmönnum i dag. Og við skulum lita á málin frá einu sjónarhorni enn Ragnar. Þvi er mjög haldið á lofti hvað mikil atvinna og miklir peningar streymi inn i kjördæmið við virkjun. Það er svo sem gott og blessað, en ég hef bara ekki orðið var við atvinnuleysi þar yfir sumarmánuðina, sem yrði aðal- framkvæmdatiminn. Eigi að byggja bæði Blöndu- virkjun og steinullarverksmiðju á Sauöárkróki á sömu árum, ásamt graskögglaverksmiðju i Hólm- inum óttast ég að annaðhvort verði það gert með aðfluttu vinnuafli að langmestu leyti, eða að einstaklingar til sjávar og sveita fái enga iðnaðarmenn til að sjá um byggingaframkvæmdir á sinum vegum vegna ofþenslu á markaðnum og er þá illa farið. Fyrir utan þetta verður varla hugsað um hvað við taki i at- vinnumálum þegar virkjun er lokið meðan slik ofþensla rikir á markaði ef taka má mið af reynslu Sunnlendinga þar sem fólksfjöldi er þó mun meiri. Þaö hniga þvi öll rök að þvi, að okkur liggi ekkert á að virkja Blöndu, hún hverfur ekki næstu árin. Þvi vil ég skora á þig sem þingmann okkar að hugleiða málin vel og beita þér fyrir aö samningum verði breytt þannig að virkjaö verði við Sandárhöfða og þar með bjargað miklu af fögru og frjó- sömu landi og ekki siður þvi verð- mæti sem felst I sveitarfriðnum sem nú er farinn veg allrar ver- aldar vegna þeirra nauðungar- samninga sem þiö knúðuð fram. Gerirðu það skaltu maður að meiri en ódrengur ella og það trúi ég að sýni sig i komandi kosn- ingum. Með kveöju til þin og baráttukveðjum til allra lands- verndarmanna. 28.3. Rögnvaldur ólafsson, frá Flugmýrarhvammi. Purkur o.fl. á Borgínni í kvöld Purrkur Piinikk, Bodies, Q4U Jonee-Jonee, Pakk og að öllum likindum Fræbbblarnir koma fram á hljómleikum á Hótel Borg i kvöld, sem bera yfirskriftina ,,Ný tónlist fyrir annan takt”. Hefjast þeir stundvislega kl. 22. Purkurinn er á förum til Engl- ands til hljómleikahalds með The Fall, sem hingað komu I fyrra, en á meðan geta Purrksaðdáendur hlustað á piötu þeirra Googoo- plex, sem kemur út á næstunni. A 22 Purrkar i hjalli: Einar, Asgéir, Friðrik, Bragi. Egó á Torginu á laugardagínn Hljómsveitin Egó mun næst- komandi laugardag kl. tvö eftir hádegi koma fram á útihljóm- leikum á Lækjartorgi. Ekki er óliklegt að þeir félagar flytji þá lög af nýrri plötu sinni, „Breyttir timar”. Egó er sú hljómsveit sem rekur endahnútinn á myndina Rokk I Reykjavik og veröur gaman aö sjá þá félaga á sama stað og sýnt er I myndinni flytja „sömu” Iögin — en þau hafa tekiö algjörum stakkaskiptum siöan „Rokkið” var kvikmyndað. Og þarna er —A Egó á snúru: Þorleifur, Bubbi, Bergþór, Magnús-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.