Þjóðviljinn - 15.04.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.04.1982, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. april 1982 Fimmtudagur 15. april 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Spjallað viö Oddberg Eiríksson bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins í Nj arðvík: Við eigum allt undir utan ríkisráðuneytið að sækja ,,Þó margt sé i nokkuð góðu horfi, eins og fram kemur annars staðar i blaöinu, þá er Iangt f frá aö manniffið hér i Njarðvikum sé án annmarka. A heimstyrjaldarárunum siðari kom hingað ameriskur her, sem hér átti að hafa aösetur til strfðs- ioka. Lagt var undir hann Kosmhvalanesið mestanpart að frátalinni ræmu meðfram sjónum og þar að auki stórar spiidur af Keykjanesinu sjálfu”, sagði Odd- bergur Kiriksson bæjarfulltrúi Aiþýöubandalagsins og efsti maður á lista flokksins til bæjar- stjórnarkosninganna i vor, þegar hann var beðinn aö lýsa mannlifi og þróun byggðar i Njarövik. „Nú, þessum her gekk illa að fara þó að striðinu lyki og svo kom hann aftur vegna ótryggs ástands i heiminum og hann er hér enn. Hervirkjum dreift án alls skipulags A striðstimanum var hervirkj- um eins og dreift úr hendi án skipulags og án tillits til fólksins sem býr á ströndinni. Undan þessu hefur verið kvartað en það er ekki laust þaö sem skrattinn heldur. Annars leggjast þar vist fleiri á eitt. Kanarnir eru yfir- gangsdólgar og fara eins langt og þeir komast, en ég hefi grun um að hægt sé að sveigja þá að regl- um, sem þeim eru settar. En hér koma við sögu landar vorir, sem eru ameriskari en Kanar og þeir eru verri viö> skiptis. Sama er hverju er hreyft, jafnvel sjálfsögðum umgengnis- háttum eöa almennum manna- siðum, þá eru þessir landar okkar reiðubúnir að bera af þeim blak, þetta mundi kosta of mikiö. Þessi Utgerð hér norður i At- lantshafi er þegar orðin alltof dýr fyrir bandariska rikissjóðinn. Þess vegna er að byggðunum hér á Reykjanesi þrengt á allar lundir og einkanlega byggðinni hér i Ytri Njarðvik. Allt á hendi utan- ríkisráðuneytisins Við megum ekki byggja nema með leyfi utanrikis- ráöuneytisins. Við getum átt það undir utan- rikisráðuneytinu hvort við getum drukkið vatn. Viö eigum það undir Utan- rikisráðuneytinu hvort viö getum óhindrað talað saman undir berum himni. Við eigum það undir Utan- ríkisráðuneytinu hvort viö höfum svefnfrið. Við eigum undir þetta Utan- rikisráðuneyti að sækja frá vöggu tii grafar. Viðeigum það sem börn und- ir Utanrikisráöuneytinu hvort við tolium i barna- vögnunum okkar fyrir skelfingu þegar þoturnar fara yfir, Við eigum það undir Utan- rikisráðuneytinu hvort orð prestsins komast til skila þegar við erum grafin. Væri ekki ráð að Njarðvik fengi sérstakan sendiherra i utanrikisráðuneytinu. Of margir þurfa að leita á Völlinn Enn er hér einn hængur á. Allt- of margir þurfa að leita á flug- völlinn I leit að atvinnu til lifs- framfærslu. A þetta mál hefir oft verið bent og mikið um þetta tal- aðog skrifað en árangurinn ekki i samræmi við það. Þó vil ég segja að Sjóefnavinnslan á Reykjanesi er að vissu marki sprottin af þessu bollaleggingum. Hins veg- ar er það leitt, að meðan fyrir- tækið er enn á byggingarstigi þá skulu vera til þeir menn sem ekki hafa annað til málanna að leggja en að ófrægja það. Heilsuverndarver En við Suðurnesjamenn bind- um miklar og fjölbreyttar vonir við hitaveituna hér á Reykjanesi. I þvi sambandi er vert að benda á það að háhitaorka liggur hvergi að sjó nema á Reykjanesi og i öxarfirði. A aðalfundi Samtaka sveitar- félaga á Suðurnesjum setti ég fram skoðanir um þetta efni og þær eru óbreyttar enn, nema þær hafi styrkst ef eitthvað er. Ég benti á, að þegar við erum komin að þvi marki að hafa möguleika á orku, sem ekki þyrfti aðfara til þeirra þarfa, sem fyrir eru, þá er spurningin, til hverra hluta megi nýta þessa orku? Ef við Suðurnesjamenn fáum ein- hverju um það ráöið, sem ég vænti þar til annað sannast, þá eigum við ekki að selja hana til þess að bræða erlent eða innlent grjót gegn engu gjaldi. Slikt er þursaviðfangsefni. Helst vildi ég aö viðnotuðum þessa orku til þess aö baka brauð, rækta rósir og laga vin, en siðast og ekki sist ættum við að koma á laggirnar heimsins stærsta og fjölbreytt- asta heilsuræktar og heilsu- verndarveri. Af þessum kostum fullnægt væri ég bjartsýnn á framtið okkar Suðurnesjamanna. Ester Karvelsdóttir skipar 2. sætið á lista Alþýðubandalagsins: Þarf að gefa gaum atvinnu- málum kvenna og aldraðra Ester Karvelsdóttir sérkennari skipar annað sætið á lista Aiþýöu- bandalagsins I Njarövikum við komandi bæjarstjórnarkosning- ar. Ester er uppalin i Njarðvik og hefur búiö þar alla tið að einu ári undanskildu. Hún hefur starfaö sem sérkennari við grunnskólann i Njarðvik frá þvi árið 1956, og jafnframt tekið mikinn þátt i félagsstarfi I bænum, einkum inn- an Kvenfélagsins þar sem hún hefur átt sæti i stjórn. — Hvers vegna ákvaðst þú aö hella þér út I stjórnmálastarfið? — Ég hef mikinn áhuga á mál- efnum bæjarins og vil gjarnan hafa hönd í bagga með þvi hvernig að ýmsum málaflokkum er staöið og hafa áhrif á hvert peningar skattborgaranna fara. Auk þess er sjálfsagt að konur séu framarlega á lista, ef eftir þvi er leitaö. Þaö er full þörf fyrir okkur i þjóöfélaginu til ákvöröunartöku á ýmsum sviðum, en þegar nöfn kvenna lenda neðarlega á listum og þá nánast eingöngu til uppfyllingar, þá náum við þvi aldrei að hafa áhrif á gang mála, hvað þá að ráöa einhverju um framvindu. — Hver eru brýnustu málin sem þarfnast úrlausnar að þinu mati? — Það er brýn þörf á aö ráða hingað menntaðan félagsmála- fulltrúa. Bæjarfélag meö 2000 ibúa þarf að ráða fram úr svo mörgum félagslegum vandamál- um, aö óhugsandi er annað en aö hafa menntaöan starfsmann sem starfar á vegum Félagsmálaráðs. Barnaverndunarmál, æsku- lýösmál og tómstundastarfsemi málefni aldraðra, heimilishjálp og dagvistunarmái, svo eitthvaö sé nefnt, allt eru þetta atriði sem krefjast sérþekkingar og mikillar umhyggju og nærfærni, sem ekki er hægt að ætlast til aö fólk sem kosið er i nefndir sinni i tóm- stundum sinum. Húsnæðismál aldraðra Það er skoðun okkar Alþýðu- bandalagsmanna að ef bærinn leggur fram fé til byggingar eignaribúða þá hafi bæjarstjórn ráöstöfunarrétt á ibúðum I réttu hlutfalli við framlag sitt, enda bærinn þá oröinn eignaraðili. Framtiðarmarkmið hlýtur að vera leiguibúðir, svo öryggis aldraðra I húsnæðismálum verði ekki háð fjárhagslegri afkomu þeirra. Atvinnumál Bæjarfélagiö þarf að standa fyrir atvinnuuppbyggingu i byggðarlaginu og eignast hlut- deild i stærri atvinnufyrirtækj- um. A þann hátt er hægt aö hafa áhrif á stjórnunina til hagsbóta fyrir ibúana. Sérstaklega þarf aö gefa gaum atvinnumálum kvenna og aldraðra. Þessir tveir hópar missa fyrst vinnuna, ef harðnar á dalnum og eiga sjaldnast nokkuð val, en þvi aðeins geta ibúarnir búið við fjárhagslegt og félags- legt öryggi að þessi uppbygging sé veitt á félagslegum grunni og arðurinn renni til samfélagslegra þarfa heimamanna. Samráð við íbúa í skipulags- og umhverfismál- um þarf að hafa samráö viö Ibú- ana og virða skoðanir þeirra og taka tillit til krafna sem settar eru fram af sanngirni og skyn- semi. Við skipulagningu þarf fyrst og fremst að taka mið af fólkinu sem staðinn byggir og þörfum þess þar með taliö þjón- ustu stofnana, dagheimili og fl. Brot á landslögum Varðandi þær breytingar sem geröar hafa verið á aðalskipulagi Keflavikur, Njarðvikur og Kefla- vikurflugvallar þá vil ég láta reyna á þaö fyrir dómstólum, hvort hægt sé að rifta staðfestu aðalskipulagi án þess að ibúar, hvað þá stjórnaraðilar, viðkom- andi sveitarfélaga séu að nokkru spurðir. Ég lit fyrst og fremst á þessar breytingar á flugvallar- stæðinu sem lagabrot. Þetta er mál sem snertir ekki aöeins okk- ur hér I Njarövik, heldur alla landsmenn. Löglegu skipulagi er kippt úr öilu samhengi viö hlut- ina. Hávaðamengunin frá flugvell- inum er annar handleggur sem er Ester Karvelsdóttir: „Full þörf á okkur konum til ákvarðanatöku á ýmsum sviðum I þjóðlifinu.” okkar sérmál hér I Njarövikum. Vissulega hanga þessi mál saman, en mér finnst hitt mikil- vægara að ekki sé hægt aö brjóta landslög án þess að nokkuö sé við þvi gert. Þetta mál verður aö taka fyrir, þvi annars geta menn spurt sjálfan sigr Hvar veröur traðkað á okkur lagalegu réttind- um næst? —lg Hitaveita Suðurnesja i Svartsengi og „bláá lóniö” i forgrunni. A þetta eftir að vera helsta heilsuræktar- ver og miöstöð á islandi og kannski viðar, i næstu framtið? Mynd —eik. Verður hitaveitan aukabúgrein Allar aðstœður fyrir heilsurœktarstöð L „Samstarf sveitarféiaganna á Suðurnesjum hefur valdið aldar- hvörfum. Þetta samstarf hófst fyrir 11 árum siðan. Stærsta verk- efnið sem Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa ráðist i til þessa er Hitaveitan, en nú þegar er búiö aö tengja á allar byggö- irnar, nema á Vatnsleysuströnd innanveröa, Hafnir og nokkur bændabýli á Miðnesi, en Hafnir veröa tengdar I sumar”, sagði Oddbergur Eiriksson bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins i Njarð- vikum, þegar blaðamenn Þjóö- viljans litu þar við á dögunum, til að kynna sér helstu framkvæmdir og athafnalif i Njarðvikum. „Það er margt sérstakt i kring- um þessar hitaveitufram- kvæmdir, en eitt atriði finnst mér vert að nefna. Þeir Ibú- ar hér á Suöurnesjum sem ekki fengu hitaveitu til sin á þeim tima sem hún var tengd inn á þéttbýlin þeir fengu greiddan mismun á hitaveitu og oliukynd- ingarkostnaði frá hitaveitunni þar til tengt haföi verið inn i þeirra eigin hús. Þetta er algjört nýmæli en að sama skapi réttlæt- ismál sem menn hafa verið ánægöir meö. Til að kynna okkur betur að- stööu Hitaveitu Suöurnesja i Svartsengi, ókum viö á virkj- unarstaðinn. Að sögn Oddbergs er fjárhags- staða Hitaveitunnar mjög slæm um þessar mundir og stafar það einkum af þvi að ennþá hefur ekki veriö tekið nema litið vatn inn á Keflavikurflugvöll eins og þó haföi verið um samiö, en um 50% af hitavatnsframleiðslunni frá Svartsengi mun fara til notkunar á Keflavikurflugvelli. Þessar tafir hafa komið sér mjög illa, innkoman hefur ekki veriö fyrir fjármagns og rekstrarkostnaði. Samhliða þvi að sjá Suður- nesjamönnum fyrir heitu vatni til húskyndingar, framleiðir Orku- verið i Svartsengi um 10MW af rafmagni, sem seld er inn á Landsvirkjunarkerfið, en þessi raforka er nálægt þvi sú sama og * þörf er á á Suöurnesjum. „Ég hef helst trú á þvi að þegar fram liöa stundir þá verði hita- veitan hér I Svartsengi alger aukabúgrein. Heilsulindin svokallaöa „Bláa lónið” gæti orðið upphafið að heil- mikilli heilsuræktarsvæði hér i Svartsengi ef rétt er haldið á mál- um. Salböð eru mjög heilsusam- leg, hér höfum við heitt vatn og tært loft. Ég veit ekki hvað menn vilja hafa það betra. Hér eru allar aðstæöur til að koma á fót stór- merkri heilsuræktarstöö sem myndi veita f jölda manns atvinnu og um leið kalla á fjölbreytta aðra þjónustu. Þetta er sú stóriðja sem við gætum vel átt kost á. Hér eru allar aðstæður færöar upp i hend- urnar á okkur frá náttúrunnar hendi. Þegar viö litum við I Svartsengi var verið að bora i nágrenni stöövarhússins, en aö sögn Odd- bergs hefur hitaveitan fengiö af- notarétt af nýju svæði nokkuð vestar en Svartsengissvæðið i svokölluðum „Eldvörpum” sem eru taldar yngstu eldstöðvarnar á Reykjanesi. Þar er áætlaö aö bora eftir heitu vatni i sumar. „Þessar boranir eru ekki vegna þess aö viö séum að komast I þrot með vatn hér I Svartsengi, heldur ræður fyrirhyggjan hér feröinni, viö erum einfaldlega að tryggja okkur fyrir framtiðina”. — lg u Félagsleg aðstaða er með betra móti „Ég held ég geti fullyrt aö félagsleg aðstaba hér i bænum sé með betra móti. Dagvistarmál eru t.d. i góöu ástandi, og þegar nýja dagheimiliö sem verib er aö leggja lokahönd á i Innri-Njarð- vik, veröur komiö I notkun þá má segja aö þörfinni fyrir dagvistar- rými hér i bænum veröi full- nægt”, sagöi Oddbergur Eiriks- son bæjarfulltrúi Alþýöubanda- lagsins I Njarövikum. Öflug íþróttahreyfing Skólamál eru hér I góöu lagi, og við hreykjum okkur af þvi, að i grunnskólanum reykir enginn nemandi. Það þökkum við m.a. annars öflugri iþróttahreyfingu sem starfar hér i bænum, og er vel kynnt um allt land. Viö viljum þvi búa vel að iþróttastarfsemi hér og ég held að okkur hafi lán- ast það meö ágætu móti. Hér var t.d. tekinn i notkun fyrsti gras- völlur á landinu, strax á sjötta áratugnum og myndarlegt iþróttahús hefur verið starfrækt i 12 ár. Við metum starf iþrótta- hreyfingarinnar mikils þvi við vitum að hún forðar mörgum vandamálum, og er um leið heil- brjgður félagsskapur. Þá má ég til með að minnast á tónlistar- skólann, þá ágætu stofnun. Þar eru nú yfir 100 nemendur og 40 nemendur i söngskóla. Það hefur verið mikill fjörkippur I tónlistar- lifinu hér i bæ, og öílug starísemi hjá Tónlistarskólanum. — Atvinnumálin hafa ekki veriö með besta móti hjá ykkur? — Jú, þaö er rétt: Viö þurfum mjög nauösynlega að breikka at- vinnulinuna, bjóða upp á fieiri at- vinnumöguleika. Stærstu at- vinnufyrirtækin hér i bænum eru Sjöstjarnan og Slippurinn. Ný verkefni f Slippnum A siðustu árum höfum við i Slippnum orðiö illa verkefnalaus- ir á hávertiðinni, svo viö ákváðum að brúa þetta bil i vetur með þvi að kaupa tilbúinn skrokk frá Noregi og smiða yfir hann hér heima. Þetta hefur verið gagn- rýnt af sumum, en ég held aö sú gagnrýni sé alls ekki réttmæt. Það eru aöeins 20% af heildar- vinnunni við skipið sem liggur i skrokknum. Við höfum veriö gagnrýndir fyrir að flytja inn er- lent vinnuafl en hjá okkur hafa starfað 5 norömenn viö ráðlegg- ingar og kennslu. Ég hefði haldið að það væri ódýrara aö fá kennara hingaö og gefa þar með öllu starfsfólki kost á leiðsögn, heldur en að senda starfsfólkiö utan. Við höfum farið þarna inn á nýja braut til aö tryggja atvinnu,. og ég get fullyrt að þetta hefur gefið góöa raun, enda höfum viö þegar samið um kaup á tveimur skrokkum til viöbótar frá Noregi til að yfirbyggja hér heima á tveimur næstu árum. Meiri aöföng Sjöstjarnan er eitt af betri bún- um frystihúsum f landinu en þar gæti verið mun meiri rekstur en nú er. Þar þarf nú fyrst og fremst að styrkja útgerðina og tryggja meiri aöföng til vinnslu. -lg Listi Alþýdubandalagsins 1. Oddbergur Eiriksson, skipasm., Grundarvegi 17 2. Ester Karvelsdóttir, sérkenn- ari, Þórustig 10 3. örn Óskarsson, skólastjóri, Tunguvegi 7 4. Þórarinn Þórarinsson, verka- maður, Borgarvegi 13 5. Lina Maria Aradóttir, hús- móðir, Holtsgötu 12 6. Karvel Hreiöarsson, náms- maður, Borgarvegi 10 7. Marinó Einarsson, kennari, Brekkustig 19 8. Fanney Karlsdóttir, kennari, Þórustig 12 9. Bjarni M. Jónsson, vélstjóri, Hliðarvegi 86 10. Bóas Valdórsson, bifvélavirki, Brekkustig 23 11. Óskar Böövarsson, verka- maöur, Hákoti 12. Arni Sigurösson, verkamaður, Kirkjubraut 17 13. Jóhann B. Guömundsson, verkamaður Klapparstig 16 14. Sigurbjörn Ketilsson, fyrrv., skjólastjóri, Hliðarvegi 26

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.