Þjóðviljinn - 15.04.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.04.1982, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. apríl 1982 Framkvæmdir hafnar við Sjó- efnavinnsluna á Reykjanesi: Um næstu áramót er áætlað að Sjóefnavinnslan h/f á Reykjanesi taki formlega til starfa. Reiknað er með 100 tonna framleiðslu fyrstu mánuðina, en siðan verður framleiðslan aukin stig af stigi en samþykkt hefur verið að fram- leiðslugeta verksmiðjunnar til að byrja með verði 8000 tonn á ári, en gert er ráð fyrir þeim mögu- Ieika að stækka verksmiðjuna og auka ársframleiðsluna i allt að 40.000 tonn. A þessu ári veröur fjárfest i verksmiðjubyggingunni fyrir 34 miljónir kr. og á lánsfjárlögum er gert ráð fyrir 42 miljón króna framlagi til verksmiöjunnar á næsta ári. Rikissjóður á 70% i fyrirhug- aðri Sjóefnavinnslu á Reykjanesi, sveitarfélögin á Suðurnesjum 12% og aðrir hluthafar 18%. Gjöld frá verksmiðjunni munu skiptast á milli sveitarféiaganna á Suðurnesjum þannig að Grinda- vik og Hafnir skipta með sér fyrstu 15% óskertum en hinum 85% er skipt á sveitarfélögin eftir höfðatölu. Samhliða saltframleiðslu, er fyrirhugaður meiriháttar efna- iðnaður i Sjóefnavinnslunni. Til að mynda eru áform uppi um kalsiumklórið framleiðslu og kaliframleiðslu. Þaö var árið 1977 sem sett var upp tilraunaverksmiðja á Reykjanesi og á siðasta ári lauk þeirri starfsemi, með fullnaðar- sigri á öllum þeim margvislegu tæknimálum sem upp komu við vinnsluþróun, en verksmiðjan á Reykjanesi er sú eina sinnar teg- undar i heiminum. Framkvæmdir eru þegar hafnar á Reykjanesi fyrir Sjóefnavinnsluna sem á að hefja framleiðslu um næstu áramót. Bind miklar vonir við þessa verksmiðiu Við tilraunaframleiösluna var notuð gömul hola sem gaf vel af sér og veröur hún notuð áfram ásamt þvi sem heimild er fyrir þvi aö bora nýja holu á svæðinu. Þessa dagana er verið aö slétta út fyrir verksmiðjustæðinu, en sjálf verksmiöjubyggingin hefst i þessum mánuði. „Þessi verksmiðja er mikiö þarfaþing”, sagöi Oddbergur Eiriksson, þvi hún mun auka mjög á fjölbreytni i atvinnulifi hér á Suðurnesjum og um leið styrkja atvinnulifið, sem ekki er vanþörf á. Atvinnumál eru mjög' einhæf hér á Suðurnesjum. Frystihúsin eru ekki nógu vel bú- in og i Njarövikum höfum við þvi miður ekki haft næga atvinnu fyr- ir alla allt árið. Þar hefur einkum vantað vinnu fyrir konur og úr þvi þarf að bæta. Ég bind þvi miklar vonir viö þessa verksmiðju. „Garðvangur” dvalarheimili aldraðra í Garðinum: „Þetta hús var upphaf- lega byggt sem verbúö, en í raun gat það ekki verið þægilegra undir þá starf- semi sem nú er rekin hér", sagði Sólveig óskarsdóttir forstöðukona Elliheimílís- ins Garðvangs, sem sveit- arfélögin á Suðurnesjum reka sameiginlega í Garð- inum. Húsiö var fyrst tekið I notkun sem elliheimili fyrir réttu sex og hálfu ári siðan.I nóv. 1976. 1 þvi eru 22 herbergi fyrir utan stórt eldhús, góöa setustofu og vinnu- herbergi, en að Garðvangi dvelja nú 24 vistmenn viðs vegar af Suöurnesjum. „Það er langur biölisti og það vantar vissulega fleiri pláss, en við erum vongóð þvi nýbygging er langt komin,en þá bætast við rúm fyrir 22 vistmenn til viðbótar i 6 hjónaherbergjum og 10 einstak- lingsherbergjum. Ef við fáum okkar óskir uppfylltar þá verður þessi viðbótarbygging tekin i notkun um næstu áramót. Sólveig sagði að Dvalarheim- ilinu heföi áskotnast ýmis tæki og búnaöur að gjöf frá ýmsum líknarfélögum á Suðurnesjum, en mörgum þessara tækja verður ekki hægt að koma fyrir, eins og t.d. fullkomnum baðútbúnaði, fyrr en nýbyggingin verður tekin i notkun. Það vakti strax eftirtekt blaöamanns þegar hann kom inn i Garðvang, hversu allt var þar með heimilislegum blæ og erfitt að imynda sér að þar ætti að heita að nafninu til „stofnun” með á þriöja tug Ibúa. „Jú, það er alveg rétt hjá þér, viö viljum reka hérna heimili en ekki stofnun”, sagði Sólveig. Þegar nýbyggingin er komin I’ notkun þá segjum við stopp. Við Þeir félagar Oddur, t.h. og Július spókuðu sig á veröndinni og höfðu gaman af óvæntri heimsókn.Myndir —eik. Hann Berent Magnússon var alveg eldhress þótt kominn væri á tlræðis- aldur, enda les hann Þjóðviljann á hverjum degi, og hefur gert frá því að blaðið kom fyrst út. Myndir —eik. Elns og stór fjöiskylda viijum ekki hafa þetta heimili okkar fjölmennara en svo aö þaö geti verið sem likast heimili. Hér er og hér á llfið að vera eins og hjá stórri fjölskyldu. Annað sem er eftirtektarvert við Garövang, er að heimilið er allt á einni hæð, engir stigar né þröskuldar til að torvelda rosknu fólki ferð jafnt inni sem úti. „Þetta er geysilega mikill kost- ur að hafa húsnæðið allt á einni hæð. Mitt markmið er að drlfa fólkið sem mest áfram og leyfa þvl aö hjálpa sér sjálft. Það er þvl mikið og stórt atriði að þaö kemst alveg á eigin vegum ferða sinna hér innan húss. Þetta fólk má alls ekki komast i kör, þótt það sé orðið fulloröið. Það verður að lifa lifinu eins og það er fært um. Sá elsti I heimilishópnum er 95 ára og tveir aðrir karlmenn eru komnir yfir nirætt, 93 og 91 árs gamlir. Þeir eru allir eldhressir og hlaupa hérna um i þorpinu á hverjum degi. Starfsfólkið er ekki fjölmennt, við erum 6 samtals sem vinnum á tviskiptum vökt- um. Það myndi ekki þykja fjöl- mennt einhvers staðar, en það ber allt að sama brunni. Við erum ánægö og ég held ég geti fullyrt aö vistmennirnir eru likaánægðir og þá er takmarkinu náð. Aðspurð um þaö sem helst bjátaði á, sagöi Sólveig mikla þörf fyrir hjúkrunarheimili fyrir aldraða og langlegusjúklinga. Það verður að vera næsti áfangi i heilsugæslumálum hjá okkur hér á Suðurnesjum og það má alls ekki biða of lengi eftir þeim fram- kvæmdum. A leiðinni út af Garðvangi eftir aö hafa spjallað við Sólveigu, og þegið hjá henni kaffi og bragð- góða jólaköku rákumst við á þá Berent, Július og Odd, þar sem þeir voru að njóta sólarbliðunnar undir húsvegg. Þeir voru hinir málhressustu og sögðust hafa það alveg ágætt. Rómuðu þeir Sólveigu og hennar starfsfólk I hástert og sögöust una hag sinum hiö besta á þessu viðkunnanlega heimili i Garðinum. —lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.