Þjóðviljinn - 15.04.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.04.1982, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 íþróttir @ íþróttir | | iþróttir LANDSMÓTIÐ Á SKÍÐUM Vegna þrengsla I blaðinu i gær var ekki hægt ab birta úrslit i ölium greinum á landsmótinu á skíðum. Hér koma úrslit i þeim greinum sem sleppa varO i gær.: 3x10 km boOganga: ólafs- fjörður 1.41:47,3. Reykjavik 1.44:58,6. Isafjöröur 1.50:07,4. Skiðastökk karla: Þorvaidur Jónsson, Ólafsfirði, 228,3 stig, Haukur Snorrason, Reykjavik, 217,7 stig, Ásgrimur Konráðsson, Ólafsfirði, 211,5 stig. Skiðastökk 17-19 ára: Haukur Hilmarsson, Ólafsfirði, 227,6 stig, Arni Stefánsson, Siglufirði, 216,4 stig, Helgi Hannesson, Siglufirði, 215,2 stig. Norræn tvikeppni karla: Þor- valdur Jónsson, ólafsfirði, 446,5 stig, Björn Þór Ólafsson, Ólafs- firði, 389,12 stig, Þorsteinn Þor- valdsson, Ólafsfirði, 347,22 stig. Norræn tvikeppni 17-19 ára: Siguröur Sigurgeirsson, Ólafs- firði, 401,30 stig, Arni Stefánsson, Siglufirði, 400,28 stig. ENGLAND VANN Það voru Englendingar sem báru sigur úr býtum i 1. riðli Evrópukeppninnar i badminton. Þeir sigruðu Dani örugglega i úrslitaleik 4-1 og urðu þar meö Evrópumeistarar i badminton. HAUKUR VARÐ BIKARMEISTARI Ilaukur Sigurðsson frá Ólafs- firði varð bikarmeistari I skíða- göngu 20 og eldri 1982 en bikar- kcppninni lauk samhliða lands- mótinu um páskana. Haukur hlaut samtals 85 stig. Ingólfur Jónsson frá Reykjavlk varð annar með 80 stig og Þröstur Jóhannesson frá lsafirði þriðji með 56 stig. Finnur Viðir Gunnarsson frá Ólafsfirði varö bikarmeistari i skiðagöngu 17-19 ára með 85 stig en annar varö Haukur Eiriksson, Akureyri, meö 80 stig. Bikarmeistari i skiðastökki 20 ára og eldri varð Haukur Snorra- son, Reykjavik, með 70 stig en Þorsteinn Þorvaldsson, Ólafsfiröi varð annar með 65 stig. FH vann leynileikinn HAUKUR SIGURÐSSON, ólafs- firði, bikarmeistari I skiðagöngu 20 ára og eldri 1982. i FH sigraði Val 27:20 I undanúrslitum bikarkeppni HSI I gærkvöldim Undirritaður frétti ekki af leiknum fyrr en 15 minútum áður en hann átti að hefjast og þá fyrir tilviljun, og sér þvi ekki ástæðu til að fjalla nánar unt hann. Stefán sæmdur gullmerki ÍSÍ Sambandsstjórnarfundur ISI var haldinn laugardaginn 27. mars í veitingahúsinu Gaflinum i Hafnarfirði. A fundinum flutti Sveinn Björnsson, forseti ISI, skýrslu framkvæmdastjórnar ISÍ. Útbreiðslustyrk 1S1 var skipt milli sérsambandanna og sam- þykktar voru nýjar reglur um þá skiptingu. Lagt var fram álit nefndar um könnun á skipulagi og fram- kvæmd landsmóta og kosin fimm manna nefnd til athugunar á nýju formi á kennsluskýrslu sam- bandsaðila ÍSl og staðfestar laga- breytingar fimm sérsambanda. Þá var samþykkt að Iþróttaþing ISI yrði haldið i Reykjavik 5.-5. september i haust. A fundinn mættu formenn héraðssambanda og sérsam- banda 1S1, svo og framkvæmda- stjórn ISI. Gestir íundarins voru Gisli Halldórsson, heiðursforseti 1S1, Reynir Karlsson iþróttafull- trúiogGunnlaugur J. Briem,for- maður islenskra getrauna. Bæjarstjórn Hafnarf jarðar bauð fundarmönnum til hádegis- verðar og Stefán Jónsson forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar var við það tækifæri sæmdur gull- merki ISl en hann hefur setið 44 ár i bæjarstjórninni og haft mikil áhrif á framgang iþróttamála i Hafnarfirði. Þátttakendur á sambandsstjórnarfundi ÍSÍ 27. mars. ---------------, eitt og annað...eitt og annað...eitt og annað..j Litla bikarkeppnin Litla bikarkeppnin i knatt- spyrnu hefst á laugardaginn, 17. april, með leikjum Breiða- bliks-IA og FH-Hauka, báðir kl. 14. Á sumardaginn fyrsta, 22. april mætast ÍA-Haukar og ÍBK-Breiðablik. 24. april: - FH-IA, Haukar-IBK. 1. mai: Breiöablik-Haukar, IBK-FH 8. mai: FH-Breiðablik, IA-IBK. Og nú í kvennaflokki lika Litla bikarkeppnin verður einnig tekin upp hjá kvenfólkinu og verður i formi hraðmóts þar sem allir leika viö alla. Þátt- tökulið eru þau sömu og i litlu bikarkeppni karla, auk liðs Viöis frá Garði. Allir leikir fara fram á Vallargerðisvelli i Kópa- vogi. Leikiö verður föstudaginn 23. april frá kl. 19-21, laugardag- inn 24. april frá kl. 10-17 og sunnudaginn 2. mai kl. 11-17. Bayern í úrslit ■ Bayern Miinchen, lið Asgeirs I Sigurvinssonar, leikur til úrslita i vestur-þýsku bikarkeppninni i ■ knattspyrnu gegn Niirnberg. I | undanúrslitunum sigraði Bay- ern Bochum 2-1 á meðan Nurn- berg vann Hamburger SV óvænt , 2-0. I______________________________ Real Madrid bikarmeistari Hið fræga félag Real Madrid varð i fyrradag spænskur bikar- meistari i knattspyrnu eftir sigur á Sporting Gijon i úrslita- leik 2-1. I 1. deildinni þarlendis eru aðeins tvær umferöir eftir. Barcelona og Real Sociedad hafa 44 stig hvort, Real Madrid 42. Karl og Teitur á skotskónum Karl Þórðarson og Teitur Þóröarson voru báöir á skot- skónum i frönsku 1. deildinni i knattspyrnu 1 fyrrakvöld. Karl skoraði eina markið i sigri Laval á Metz og Teitur tryggöi Lens óvæntan sigur á Bordeaux á útivelli, 0-1. Monaco er efst i Frakklandi með 50 stig, St. Eti- enne og Bordeaux hafa 48 hvort, Sochaux 43 og Laval 42. Lens er i 15. sæti af 20 liöum með 29 stig og hefur aldrei komist ofar i vetur en er enn í mikilli fall- hættu. Þremur umferðum er nú .lokiö i Frakklandi. Sævar og félagar skoruðu átta! CS Brugge, liðið sem Sævar Jónsson leikur með belgisku 1. deildinni i knattspyrnu, sigraði Winterslag um helgina 8-0. CS Brugge er i 12. sæti deildarinnar. Anderlecht og Standard eru efst með 41 stig Karl Þórðarson og Teitur Þórðarson skoruðu sigurmörk liða sinna, Laval og Lens, I fyrrakvöld. hvort, Antwerpen og Gent hafa 38 hvort og Lokeren 37. Víðavangshlaup IR Viöavangshlaup ÍR fer fram á sumardaginn fyrsta, 22. april, kl. 14. Stjórn frjálsiþrótta- deildar ÍR leggur mikla áherslu á almenna þátttöku i hlaupinu og hvetur alla til að taka þátt. Vegalengdin er engum ofviða eða um 4 km. Keppt er um ein- staklingsverölaun i flokki karla og kvenna og um flokkaverð- laun. Þar er um að ræða 3ja, 5 og 10 manna sveitir karla, 3ja manna sveitir kvenna, sveina 16 ára og yngri og karla 30 ára og eldri. Þátttökutilkynningar berist einhverjum eftirtalinna i siöasta lagi 16. april: Guð- mundur Þórarinsson, Laugar- nesvegi 84 (34812, vs. 23044), Gunnar Páll Jóakimsson, Háa- leitisbraut 24 (86308), Guðmundur ólafsson, Lauga- læk 3, (85281, vs. 84000). Engin þátttökugjöld og ókeypis veitingar i IR-húsinu eftir hlaupiö. Búningsaðstaða er á Melavelli. Nanna og Sigurður efst Aö loknu Skiðamóti tslands 1982 er staðan i bikarkeppni SKI i alpagreinum sem hér segir: Konur st. 1. Nanna Leifsdóttir, Ak. ... 150 2. Tinna Traustad., Ak....125 3. Hrefna Magnúsd., Ak....102 4. Guðrún H. Kristjánsd. Ak. 88 5. Asta Asmundsd., Ak..... 83 6. KristinSimonard.,Dalv. . 62 Karlar 1. SigurðurH. Jónss.,Is...150 | 2. Guðmundur Jóhannss. Is. 125 3. Ólafur Harðarson, Ak. ... 105 4. Björn Vikingss., Ak.... 81 5. Elias Bjarnason, Ak.... 75 6. Bjarni Th. Bjarnas., Ak. .. 56 Seinasta bikarmótið fer fram i tengslum við brunmótiö á Akureyri 2. mai og verður þá . keppt i stórsvigi sem frestað var i Reykjavik. Þá verða afhentir afreksbikarar SKI. Fylkir-Valur Reykjavikurmeistarar Fylkis mæta Valsmönnum i Reykja- vikurmótinu I knattspyrnu á Melavelli i kvöld kl. 19. ■ Haukar-KR Haukar og KR mætast i undanúrslitum bikarkeppni J handknattleikssambandsins i kvöld. Leikið verður i Hafnar- firði og hefst leikurinn kl. 20.30. KR-ingar sem 1. deildarlið hljóta að teljast sigurstrang- legri,en allt getur gerst, sér- staklega i bikarleik. — VS J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.