Þjóðviljinn - 15.04.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.04.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Jakob S. Jónsson skrifar um kvikmyndir Suðuramerískar kvikmyndir ’gerist áriö 1962 á fyrstu árum byltingarinnar á Kúbu. Aöalper- sónur eru þrjár: Yolanda, milli- stéttarkennari sem finnur til samkenndar meö byltingunni og reynir aö nýta sér hugmynda- fræöi hennar jafnt i einkalifi og starfi, Marió, ungur verkamaöur úr fátækrahverfi, sem verður ást- fanginn af Yolöndu,og Húmbertó, verkamaöur og vinur Mariós, sem viöurkennir byltinguna i oröi kveönu, en reynir þó aö lifa upp á gamla móöinn, einkum meö tilliti til samskiptanna viö hitt kynið. A einn eöa annan veger þó ekki nein venjuleg, leikin kvikmynd —• inn á milli hinna leiknu atriða er skotiö inn heimildamyndaat- riöum, sem fjalla ýmist um sögu byltingarinnar á Kúbu og greina frá þvi hvers vegna þessar óliku persónur hittast — skýra uppruna þeirra, ef svo má að oröi komast, eða segja frá sögu tiltekinna félagslegra fyrirbæra og útlista t.d. karlaveldið á Kúbu og kúgun kvenna — sem er aö þvi er viröist enn við lýöi, hvaö sem liöur allri byltingu. Tvö kvikmyndaform Með blöndun þessara tveggja kvikmyndaforma verður myndin beinskeytt ádeila á nútimaþjóö- félag á Kúbu, án þess þó að veröa „billeg”. Sökudólgur er i raun enginn einn — byltingin er stað- reynd þrátt fyrir allt og fyrir hennar tilstilli hefur margt gott áunnist, en fordómar og gamlar venjur þvælast samt fyrir og gera mönnum erfitt um vik aö skapa hið fullkomna samfélag þar sem allir menn eru jafnir. Myndin leggur þannig ótviræöa áherslu á þá staðreynd, aö mann- leg samskipti mótast aö verulegu leyti af þjóöfélagsaöstæðum og það er vel hægt að taka undir áskorun þá, sem má lesa i sýningarskrá Fjalarkattarins um þessa mynd: þetta ættu Is- lendingar aö gera sér ljóst. Þaö væri t.d. forvitnilegt aö sjá, hvort hérlendum kvikmyndageröar- mönnum mætti ekki auðnast að benda á viðlika þróun hér á landi og sagt er frá i þessari kúbönsku mynd. Eða hvaö segja menn um breytingar á lifsháttum hér meö tilkomu hins bandariska herliðs? Hvar voru allir? Að endingu skal itrekuð þökk til Fjalakattarmanna fyrir þessa Suöur-Amerisku dagskrá og fólki bent á, að enn er ekki of seint aö berja myndirnar augum. Reynd- ar var sárt að sjá fámenniö á sýningunum á mánudaginn var — ætli kvikmyndaáhuginn snúist aðeins um þaö að fara aö heiman frá sér, en ekki um myndirnar sjálfar? Eða hafa auglýsingar Kattarins virkilega fariö framhjá þorra manna i skólum, á vinnu- stöðum og i sjoppum? Eöa hafa islenskir kvikmyndahúsagestir aöeins áhuga á breskum og bandariskum kvikmyndum? —jsj guðspjallinu. Einhverjir heföu nú trúlega sagt sem svo, að þarna væri verið að túlka guðspjöllin á byltingarvisu — og ætli þaö sé ekki bara rétt! Messuformið, um- ræöa um texta dagsins, altaris- ganga i skjóli trjánna og ýmislegt fleira i svipuöum dúr undir- strikaöi eöli baráttu Sandinista, sem og þau atriði þar sem for- ingjar innan samtakanna útlist- uöu beinlinis þá hugmyndafræði, sem þeir sögöu vera samtak- anna: aö útrýma ólæsi, aö koma á efnahagslegu og menningarlegu sjálfstæöi þjóöarinnar, aö efla menntun, landbúnaö og iðnaö. Heimildamyndarformiö er skemmtilega nýtt i þessari mynd meö sögulegum innskotskafla, stuttum, en aö þvi er virtist greinargóðum. Og þótt friösælla sé nú i Nicaragua en þegar þessi mynd var gerö, hygg ég, aö hún fræði vel um bæöi land og þjóö. Astin, byltinqin og upp- byggingin Á einn eða annan veg(De cierta manera — one way or another), fjallar um mannleg samskipti og í Fjalaketti Þessi mynd er úr kvikmyndinni ,,E1 Salvador — bylting eða dauði”. „Ákvörðun um að sigra” barst svo óvænt til landsins, að ekki var unnt að fá neinar ljósmyndir úr myndinni eða upplýsingar um hana. Hún er sýnd með kvikmyndinni um Nicaragua á dagskrá Fjalakattarins. Allt mun nú vera með kyrrum kjörum i Nicaragua um þessar mundir. En i myndinni „Frjálst land eða dauði” er fjailað um uppreisnina gegn einræði Somoza, sögulegar forsendur hennar skýrðar og greint frá dag- legu lifi skæruliða úr Frelsishreyfingu Sandinista. Marió i myndinni ,,A einn eða annan veg” — ást hans á millistéttar- kennaranum Yolöndu verður prófsteinn i lifi hans og byltingarinnar. Myndin er ekki aðeins leikin, heldur er einnig brugðið upp heimilda- myndaratriðum, þar sem kafað er dýpra ofan i hlutina og þeir út- skýrðir með tilvisunum til forsögu þjóðarinnar og þróunar byltingar- Frjálst land — eöa dauði A dögum borgarastyrjaldar- innar lögðu fjölmargir kvik- myndagerðarmenn leiö sina til Nicaragua, og árangurinn af þvi starfi er meöal annars þessi mynd, sem tekin er árið 1979, nokkru áður en Somoza einræöis- herra var steypt af stóli. Mynd þessi er sögð hafa veriö gerö i nánu samstarfi við Frelsis- hreyfingu Sandinista, og hún ber það einnig með sér: sýnd er þjálf- un skæruliöa i bak og fyrir,vopna- búnaður þeirra og óbifandi trú á sjálfum sér og samtökum sinum; meöal þeirra er enginn, sem efast um endanlegan sigur. Þau atriði, þar sem Eden Pastora, nýoröinn yfirhershöföingi Sandinista, lýsir einræöisherranum Somoza og tvi- skiptu sálarlifi hans, eru hreint stórkostleg; vel til þess fallin aö auka traust fólks á Frelsis- hreyfingunni og endanlegum sigri þeirra. Biblían lesin til fjalla Eins fannst mér merkilegt aö sjá úr messu þeirra skæruliöanna og útlistingu þeirra á Matteusar- ákvörðun um að sigra (E1 Salva- dor 1981). Frumsýning Fjalakattarins á þeirri síðastnefndu var jafnframt Evrópufrumsýning, og af þvi til- efni bauð Fjalakötturinn þeim 7-8 áhorfendum, sem mættir voru, upp á rótsterka uppahellingu, annars er kaffi selt á öllum sýn- ingum. Og framkvæmdastjóri Fjalakattarins bað menn jafn- framt að hafa sina hentisemi og segja til þegar mætti setja sýningarvélina i gang. Notaleg stemmning aö visu en þaö var ekki laust við aö maður saknaöi þeirra Islendinga sem sagöir eru fara ellefu sinnum á ári i bió: eöa ætli Fjalakötturinn teljist ekki með i þeirri tölfræöi? Ákvörðun um að sigra Það er ekki laust viö að þaö fari um mann, þegar horft er á kvik- mynd eins og E1 Saivador — ákvörðun um að sigra. 1 mynd- inni er lýst daglegu lifi og störfum skæruliða FMLN, en sú hreyfing er kennd við Farabundo Marti, sem var i fararbroddi bænda sem gerðu uppreisn snemma á fjóröa. áratugnum gegn ranglátri skiptingu jarðnæöis. örlög þeirrar hreyfingar urðu skjót- ráðin. Bændurnir, þrjátiu þúsund að tölu voru myrtir, Farabundo Marti sömuleiðis. Enn er þó bar- ist i E1 Salvador, að þessu sinni gegn rikisstjórn kaþólikka og hersins sem gaf fyrirheit um um- bætur i upphafi ferils sins, en sveik þau fyrirheit samstundis. Skæruliðar FMLN og Lýöræðis- lega byltingarhreyfingin sem er að mestu byggö á starfi sósial- demókrata undir forystu Ungos, standi þvi i strangri og miskunnarlausri baráttu gegn herstjórninni, sem nýtur stuön- ings kaþólskra stjórnmálaflokka viða um heim og páfans sjálfs, auk Reagan-stjórnarinngr. Eitt af ónotalegri vopnum her- stjórnarinnar eru hinar alræmdu dauðasveitir, sem „afgreiða” fórnarlömb sin á þann veg, að þau verða óþekkjanleg. Duartes for- seti sver að visu af sér allan kunningsskap viö sveitir þessar, en mannréttindanefndinni I EÍ Salvador hefur tekist að sanna ótviræö tengsl á milli stjórnarinn- ar og dauðasveitanna. Hvað er satt? Kvikmyndin Akvöröun um aö sigra leggur þó ekki megin- áherslu á þennan þátt baráttunn- ar, heldur sýnir hún mestmegnis lifið innan skæruliöabúöanna: skæruliöar eru lika menn er boðskapur hennar: þeir gifta sig, skemmta sér, dansa, leika leikrit — og þeir eru jafnframt mannúb- legir gagnvart föngum, starf- rækja skóla fyrir börn þeirra for- eldra sem stjórnarher eða dauða- sveitir hafa myrt. Það var þvi ekki laust viö, að nokkur áróöurskeimur væri af myndinni, svona ef horft er á hana með strangvesturlenskum augum. Ég ætla mér ekki að halda þvi fram, að myndin sé lygi: likast til er hún það ekki. Hinu get ég ekki neitað, aö vegna fáfræöi minnar um gang mála i E1 Salvador er ég aö sumu leyti ekki vel i stakk búinn aö segja eitt eða neitt um myndina. Hún er þó greinilega gerö af fólki sem þekk- ir vel til ástandsins — og það held ég skipti mestu máli. Og trúaö gæti ég, að Akvörðun um að sigra sé ágætis viðbót við þær tvær aör- ar myndir frá E1 Salvador, sem sýndar eru i Fjalakettinum nú: E1 Salvador — fólkið mun sigraog El Salvador — byiting eða dauði. Aö minnsta kosti skyldu menn ekki láta hinn afstæöa „sann- leika” aftra sér frá þvi að berja þessar myndir augum, þvi þær geta án efa varpað ljósi á margt, sem litið fer fyrir i fréttum, svo sem forsögu baráttunnar og eöli hennar. Dagskráin líFjala- kettinum I Næstu daga verða þessar myndir sýndar: FIMMTUDAGUR 15. APRÍL kl. 19.30 Nicaragua, frjálst iand eða dauði og Akvörðun um að sigra kl. 22.00 De Cierta Manera LAUGARDAGUR 17. APRÍL kl. 17.00 State of Siege kl. 19.30 EI Salvadoif bylting eða dauði og E1 Saivador, fólkið mun sigra kl. 22.00 Afl fólksins SUNNUDAGUR 18. APRIL kl. 17.00 De Cierta Manera kl. 19.30 Nicaragua, frjálst land eða dauði og Akvörðun um að sigra kl. 22.00 Chuquiago Það fer ekki á milli mála að kvikmyndaframboð hér á höfuð- borgarsvæðinu væri stórum fá- tæklegra ef ekki nyti við Fjala- kattarins, kvikmyndaklúbbs framhaldsskólanna — og reyndar má nefna i sömu andránni kvik- my ndasýningar Germaniu, Alliance Francaise og MIR. Gamlar og nýjar sýningarskrár kattarins bera vitni hreint ótrú- legri elju við að draga að öðruvisi myndir en ganga og gerast á al- menna kvikmyndamarkaðnum, og frá öðrum löndum en ensku- mælandi|Oft löndum, sem aldrei hefur neitt heyrst frá I kvik- myndaefnum, a.m.k. ekki hingað til tslands — einfaldlega vegna þess að kvikmyndaáhugi okkar (eða þeirra, scm velja myndir fyrir okkur) er múlbundinn engil- saxneskum menningarheimi! 1 vetur hefur Fjalakötturinn starfað meö kvikmyndahátiöar- sniði: mörgum myndum verið safnað i senn undir einn hatt: Finnskar myndir, Nýjar myndir héðan og þaðan og nú um þessar mundir: Suöur-Amerika. Ég er fyrir mitt leyti hrifinn af þessu fyrirkomulagi. Það getur ef vel tekst, gefið aukna innsýn i viðfangsefni þemans, veitt betri þekkingu á yfirgripsmiklu efni og gert ljóst samhengi sem ella heföi ekki legið i augum uppi. En ókostirnir eru einnig ljósir: fjölda mynda er þjappaö saman á skömmum tima sem getur orðið til þess að margir verði af góö- gætinu fyrir vikið og tómarúm verður milli hinna einstöku dag- skráa, sem hefur aftur þá hættu i för meö sér, að áhugafólk um kvikmyndir einfaldlega missi af dagskránni, þegar hún loksins kemur. 7-8 áhorfendur Fregnir herma, aö þeir Fjala- kattarstjórnendur hyggist breyta til á vetri komanda. Aðsókn ku vera litil að klúbbnum nú — og hún var svo sannarlega litil á þeim sýningum sem ég sá fyrir skemmstu á þremur mynda úr Suður-Amerikudagskránni: De Cierta Manera (Kúba 1977), Nicaragua, frjálst land eða dauði (Costa Rica 1979) E1 Saivador — mmiR Afgreiöum einangrunar Dlast a Stór Reykjavikurj svœóið frá mánudegi föstudags. Afhendum voruna á byggingarst vióskipta t mönnum aó kostnaóar lausu. Hagkvoemt veró og greiósluskil málar vió flestra hœfi. einangrunai Hiplastið Aðrar framleiósluvorur pipueinangrun 'sor Utrufbutar orgarplast 1 h f BorgarneiiT rm ' k»okJ 09 hctgammi 93 7355

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.