Þjóðviljinn - 20.04.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.04.1982, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. aprll 1982 Um staðsetningu steinullarverksmiðju: „Mig varðar um þjóðarhag" „Herra forseti. Hæstvirtur for- seti Sameinaðs þings, Jón Helga- son, hefur lokið máli sinu. Þar hefur hógvær og prúður sjentil- maður gert grein fýrir röksemd- um fyrir þvi,að ef steinullarverk- smiðju á að reisa, þá skuli hún fremur risa sunnan heiða en norðan. Allar voru þessar rök- semdir réttar og sannar og skil- merkilega fluttar, en til hvers? Sannleikurinn er sá, að allir til- burðir okkar til þess að koma réttum málstað áfram rétta leið með röksemdum eru liklega von- lausar. Akvörðun hæstvirts iðn- aðarráðherra byggist ekki á rök- semdum. Hún byggist á allt öðr- um hlutum. Tveir hæstvirtir ráð- herrar i rikisstjtírninni, jafnvel þrir, sem af mikilli ýtni, svo að maður nefni nú ekki orðið frekju hér á þessu friðsæla kvöldi, hafa haft uppi mikla tilburði til þess að koma þangað i sitt kjördæmi öll- um sköpuðum hlutum með illu eða góðu, hvort sem þar er um virkjanir að ræða eða annað sem fjármagn þarf til. Sannleikurinn er nefnilega sá, að það er langt liðið frá þvi að þessi ákvörðun var i raun og veru tekin, svo langt, að hún var tekin áður en rannsóknir fóru fram. Rannsóknirnar og kannanirnar voru til þess að reyna að sýna fram á, að það væri miklu minni mismunur á hag- kvæmni þessara tveggja verk- smiðja annars vegar & Sauðár- króki og hins vegar i Þorlákshöfn heldur en raun er á. Þær kostuðu langan tima, gifurlegt flóð af pappir, þó kannske enn meir af peningum, skattpeningum borg- aranna i þessu landi. Fyrirtækin sem takast á um þessa verksmiðju hafa lagt i þetta samtals um 130 -140 milj. gkr. til þess að sýna fram á að verk- smiðja á þeirra stað væri hag- kvæmari en á hinum. Steinullar- félagið á Sauöárkróki hefur lik- lega eytt 70 mil]. gkr. i þessu skyni. Og hvað voru þeir svo að sanna allan timann, öll þessi ár? Þeir voru að sanna það að verk- smiðja frá frönsku fyrirtæki, frá St. Gobain, væri það besta, það eina rétta. Hvernig fór svo eftir allt saman, þegar menn voru búnir að eyða öllum þessum árum og öllum þessum pappir og þaðan af meiri peningum til þess að sanna þetta? Verksmiðjan er ónothæf. Framleiðendur hennar taka ekki ábyrgð á henni nema orkan, sem til hennar þarf að brúka, verði olia að 9/10 hlutum. Þar var fariö illa með mikla vinnu og mikla peninga. A sama tima, það var hliðarverkefni, reyndu þeir að sanna það aö sú tækni og sá verksmiðjubúnaður, sem Sunnlendingar börðust fyrir að koma upp i sinni verksmiöju frá sænskum aðilum og fleirum, Elkem og Jungers, væri vond, dýr og illbrúkanleg. Hvað vilja þeir núna? Þeir vilja einmitt fá þá verksmiðju, sem þeir eru búnir að úthúða öll þessi ár. Það er ekki samræmi i þessum hlutum frekar en öðru I þessum málum. Sandur til miljón ára Herra forseti. Það er raunalegt að þurfa að segja það en það er satt. Hvað er það sem þarf til þess að framleiða steinull? Það þarf sand; það er nú viðast hvar sand- ur. Þó er hann misjafnlega að- gengilegur. Við i Þorlákshöfn höf- um sand til miljón ára fram- leiðslu a.m.k. og hefur það þó ekki verið mælt nákvæmlega. Við höfum ekki eytt peningum i að rannsaka það, þvi að þar er einn mikill sandbingur, sem hefur orð- ið mönnum til mikilla vandræða um langa hrið. Og það þarf ekki annað en gægjast út um dyrnar á þessari væntanlegu verksmiðju til þess að fylla þar allt af sandi eftir óskum með litlum tilkostn- aði eða engum. Náttúran sjálf sér um þá lageringu alla saman. En á Sauðárkróki, þar fá þeir sand úr Héraðsvötnum þegar lægst er i þeim. Þeir verða sem sagt að ná i þennan sand einu sinni á ári og geyma hann þess á milli. Ætli það kosti nú ekki eitthvað? Og það kostar ýmislegt eitthvað i þessu. Sérfræðingarnir frá ráðuneytinu reyndu eins og þeir gátu með þvi að kaupa sér alltaf betri og betri landakort að sanna það, að það væri styttra frá Sauðárkróki til Reykjavikur heldur en frá Þor- lákshöfn hérna yfir heiðina. Það tókst ekki og nú voru góð ráð dýr. Þeir settu Framkvæmdastofnun- ina i gang og byggðadeild,og þar fann forstöðumaðurinn bróður sinn i góðu embætti hér i bænum, sem hafði ráð á skipum nokkrum, sem eru ákaflega dýr og illa rekin á kostnað skattborgaranna i land- inu. Það gerir hins vegar ekkert til. Það gerir ekkert til þó að það kosti miklu meiri peninga að gera þetta fyrir norðan, það er algert aukaatriði, hagkvæmni og allt þess konar er nú ekki ofarlega i huga þessara áður nefndu ráð- herra. Það er aukaatriði. Það eru ekki þeir sjálfir sem borga; það er þjóðin sem borgar. nóv. eða des. Það gerir hins vegar ekkert til þvi að skattborgararnir greiða það. Það er nefnilega til- fellið, að helmingurinn af allri fragt er flutt á rlkisins kostnað með þessu fyrirtæki, og auövitað er gott að fá svona glanstilboð frá Skipaútgerð rikisins, sem hefur svona traustan bakhjarl, þ.e. budduna hjá almenningi. En þesssum herramönnum er nú ekki sárt um hana." En Skipaútgerðin, það var þetta fyrirtæki, sem kom einu sinni enn með glanstilboð og bauðst til þess að flytja alla stein- ull, ef verksmiðjan færi norður. Það má geta þess, að Skipaútgerð rikisins þjónar ekki Suðurlandi. Þó borga nú Sunnlendingar I hana eins og aðrir. Þeir buðust til þess að flytja steinullina suður fyrir um það bil svona fimmtung af kostnaðarverði, fimmtung af töxtum. Það var rausnarlega boðið. Þetta sama fyrirtæki hefur nú að visu áður komið með svona góð tilboð. Þeir buðust til þess, þegar ullarþvottastöðin á Akur- eyri var lögð niður, þá var ein að- alástæðan til þess, að af þvi gæti orðið eins og vissir herramenn óskuðu eftir, það var tilboð frá Skipaútgerðinni að flytja ullina bæði norður og suður fyrir litið sem ekki neitt, og gerðu áætlun um það og buðust til þess að taka fyrir þetta bara ákveðna peninga langt undir öllum venjulegum kostnaði. Siðan hefur ullin að mestu leyti verið keyrö milli Ak- ureyrar og Reykjavikur og það Frá Þorlákshöfn. Hér er nægur sandur til miljón ára. Glanstilboð frá Skipaútgerðinni Annað dæmi um þessa ágætu Skipaútgerð var það að þegar Herjólfur fór að ganga milli Vest- mannaeyja og Reykjavikur og gengur nú á ýmsu i rekstri þess skips, þó hann sé myndarlegur og afli mikilla tekna, flytji milli 40 - 50 þús. farþega á ári, 10 þús. tonn af vörum og 10 - 20 þús. bila, þá er það nú svo, að rekstur slikra skipa er heldur óhagkvæmur og rikið þarf að leggja fyrirtækinu til peninga árlega eins og öðrum, sem eru i þessum bransa, en ekk- ert likt þeim miljörðum öllum, sem fara til Skipaútgerðar rikis- ins. Hvað skyldi nú rikisfyrirtæk- ið hafa boðið upp á? Þeir buðu nefnilega ýmsum vöruflutninga- mönnum, sem flytja vörur milli Reykjavikur og Vestmannaeyja að flytja vörur með Rikisskip þessa leið fyrir miklu minni pen- ing heldur en Herjólfur bauð upp á. Þarna var rikisfyrirtækið kom- ið i samkeppni með undirboðum við Herjólf, sem veldur þvi að hann þarf auðvitað að fá aðeins meiri pening frá rikinu árlega I norður aftur. Hver skyldi borga bflana? Skipaútgerð rikisins. Rafurmagnið kemur að sunnan „.....Það var merkilegt með þessa staðarvalsnefnd, sem tók þátt i að rannsaka málið með Sauðárkrók og Þorlákshöfn. Hún var lika fengin til þess, enda ágætir menn I henni, að velja nú einhvern stað á þessu landi á fleiri þúsund km vogskorinni strönd, þann stað einan sem kæmi til greina að taka við kisilverk- smiðjunni. Og eftir langa og mikla leit fundu þeir Mjóeyri við Reyðarfjörð. Þar var hann. Þess- ir sérfræðingar rannsökuðu bara staðinn, en vissu ekkert að þar var rafmagnslaust. En þessi verksmiðja, hvort sem hún verður syðra eða nyrðra, þarf rafmagn; og hvaðan skyldi það koma? Eitt veit ég þó, að þetta rafmagn eins og annar raf- straumur I landinu rennur um hlaðið i Hveragerði. Skyldu þeir þá ekki vera fullir af rafmagni? Ekki meira en svo, að það er ekki einu sinni hægt að reka þar frysti- kistu, hvað þá heldur verksmiðju. Þar búa menn við spennu upp á 180 volt árið um kring og þegar illa stendur á enn þá minna. Allt rafmagnið hér er nefnilega flutt vestur yfir heiði án þess að það sé ætlast til þess að menn geti einu sinni rafmagnað sjálfa, sig i kjördæminu þar sem allt raf- magn landsins er framleitt. Og það á að keyra 5 - 8 megawött i þessu skyni til Sauðárkróks og ég er ekki I vafa um það, að tveir ágætir háttvirtir þingmenn og jafnvel hæstvirtir ráðherrar eru tilbúnir að lofa fyrirtækinu spennistöð og raflinu; ég er ekki i nokkrum minnsta vafa. Það er nú það. Þessar rök- semdir eins og aðrar eiga ekki greiðan aðgang að hinum gráu sellum i höfðinu á þessum mönn- um, nema það fari beint út aftur þvi að þetta hefur verið ákveðið fyrir löngu. Rannsóknin var bara svona sýndarverk „Camouflage" eins og þeir segja i útlöndum. Það átti að setja á þetta visindablæ. Að þessu sinni ætla ég ekki að segja ykkur söguna af þvi þegar ég fór með hæstvirtum forseta Sameinaðs þings i heimsókn til mesta visindamanns í landinu, sem tók þátt I þessari staðarvals- nefnd, en það er góð saga. Það gat hvert mannsbarn, meira að segja þau mannsbörn sem ekki kunnu að reikna, sagt sér það sjálft að það hlýtur að vera — það hlýtur bara að vera og er alveg ljóst, að verksmiðju af þessu tagi er auðvitað best aö hafa sem næst markaðnum. Steinull er einu sinni þannig vara, hún er fyrirferðarmikil, dýr i flutningi og það gefur alveg auga leið, að það er ekki af hagkvæmn- issjónarmiðum sem þessari verk- smiðju er áætlaður staður á Sauð- árkróki. Það er eitthvað allt ann- að. Við vitum hvað það er, ég er búinn að segja það. Þeir Ragnar og Pálmi, hæstvirtir ráðherrar, eru búnir að segja hæstvirtum iðnaðarráðherra að gera þetta. Hann er góður piltur og vel ættað- ur, enda náfrændi Jóns Helgason- ar forseta Sameinaðs þings. En það er svona. Þegar gelt er lengi og hvæst að mönnum, þá láta þeir um siöir undan. En á röksemda- legum grunni er þetta ekki byggt. Það má vera öllum ljóst." Hvað eru tvö skip á milli vina? ......Hver ætli hafi verið ein aö- alröksemdin fyrir þvi að þetta skyldi fara norður? Hún er sú að með þvi að flytja vörur fyrir svo sem ekki neitt frá Norðurlandi til Suðurlands, þá mundi það stór- efla Skipaútgerö rikisins. Að visu þurftu þeir að fá tvö skip. En hvað kosta þau á milli vina, tvö skip, nokkra miljaröa styrkkið. Annaö eins fer nú f súginn I íðnaöarmál- unum, og þeir þurftu lika að fá bætta hafnaraðstöðu og það eiga nú Sauðkrækingar inni, ekki hef- ur verið lagður sá peningurinn þangað. En hver er hin röksemd- in, sem hægt er að finna úr þessu plaggi, hver er hún? Það er sú röksemd, að það séu svo geysi- lega mörg önnur iðnaðartækifæri á Suðurlandi? Af hverju skyldu þau þá ekki vera notuð? Af hverju skyldu menn ekki hafa Suðurland i huga, þegar þeir tala um þessar verksmiðjur allar? Hvað er framundan I iðnaðarmálum? (Gripið fram i: Sykurverk- smiðja). Ja, hver þorir að spá þvi, hvað hefur sést á blaði um það? Það á að stækka stóriðjuna og álverið, annað álver. Það vantar eitthvað meira i Grundar- tanga, það er saltverksmiðja, magnesiumverksmiðja, kal- ium-klórat verksmiðja eða hvaö, það er trjákvoðuframleiðsla og sa videre eins og Páll Pétursson sagöi i dag, þvi að hann var nii nýkom nn af bnorðurlandaráðs- fundi. Hvað skyldi vera þessum verk- smiðjum öllum sameiginlegt? Aðeins eitt, og það er það, að þeim er ekki ætlaður staður á Suðurlandi. Eftir sem áður þarf raforka Sunnlendinga að knyja allar þessar fabrikkur þeirra áfram. Eins og ég hef bent á áður hér, þá hafa menn gert þá skyssu hér i þjóðfélaginu að setja sama- semmerki á milli orkuframleið- andi fyrirtækja eða vatnsorku- vera og iðnaðarmöguleika. Þegar Blönduvirkjun var á hellelúja- stiginu og allir fögnuðu sem mest, áður en til vandræðanna kom milli þeirra Páls og Pálma, þá sögðu menn það, að Blönduvirkj- un mundi verða lyftistöng undir iðnaðaruppbyggingu á Norður- landi. Allir styðjum við þetta, all- ur Framsóknarflokkurinn eins og hann lagði sig milli Horns og Langaness, og fögnuðu mikið. Þegar var farið að tala um raf- orkuframleiðslufyrirtæki á Aust- urlandi og meira að segja áður en mönnum datt hún i hug, þá skyldi setja þar kisilverksmiðju, hvort sem hún hefði nokkurt rafmagn eða ekki. Það er gott að hafa þær á lager, þessar verksmiðjur. En reynslan sýnir bara allt annað. Við höfðum öll raforkuver lands- ins svo gott sem, sem einhver friður hefur verið um á Suður- landi. Þar er engin iðnaðarupp- bygging akkúrat engin, sama- sem-merkið eryfirstrikað. Það er ekkert samhengi i þvi og hefur ekki verið, þannig að þessi siðari röksemd þeirra Sauðkrækinga um það, að Sunnlendingar eigi svo mikla aðra möguleika er blekking eins og annað." Hagkvæmari syðra en nyrðra „.....Ég vona það sannarlega, að við fáum iðnaðartækifæri á Suðurlandi, sem eigi eftir að skila góðum árangri fyrir þjóðarbúið i heild. Hvað erum við að gera með þvi að setja upp svona verksmiðj- ur? Með þvi að efla atvinnu I landinu, auka framleiðsluna, stækka kökuna sem er til skipta. En hún stækkar ekki með því að setja upp tapfyrirtæki. Hún stækkar þeim mun meira og verður að meiri búdrýgindum i islensku þjóðarbúi, ef hún skilar arði. öðruvisi fyrirtæki eigum við auðvitað ekki að setja upp, það er nóg af hinum fyrir. Og þegar val- inn er verri kosturinn i máli eins og þessu, þá eru menn visvitandi að velja kost, sem ekki gefur eins • mikið i aðra hönd. Mig varðar um þjóðarhag. Mér dytti ekki i hug að leggja til, að það yrði reist verksmiðja af einhverju tagi á Suðurlandi, sem væri með greinilegu tapi, ef það væri kostur á að setja hana niður einhvers staðar annars staðar hagkvæmari. Og þetta er svo augljðst og hefur alltaf verið aug- ljósthverjum einasta manni, sem hefur opin augun á annað borð, að það er hagkvæmara að hafa hana syðra heldur en nyrðra. En hver eru þau sjónarmið, sem gætu komið þarna önnur til greina? Eins og forseti Jón Helgason nefndi hér áðan gæti byggðasjónarmiðið kannski kom- ið þarna inn. Og mesti Norðlend- ingur I heimi, Bjarni Einarsson, formaður byggðadeildar i Fram- kvæmdastofnun, þó hann sé fædd- ur i Borgarfirðinum, talaði lengi um það, að frá byggðasjónarmiði væri þetta miklu heppilegra, og eitt stóð þá sérstaklega upp úr. Það var það, að ef verksmiðjan yrði sett á Sauðárkróki, þá mundi hún, hvernig er það nú orðað á stofnanamálinu, þá mundi hún efla þjónustustarfsemi á staðnum meira fyrir norðan heldur en sunnan. Og af hverju? Það hef ég ekki skilið, enda er ómögulegt að sanna það. Við höfum ekki getað komið okkur upp eins öflugri þjónustustarfsemi á þessu svæði, sem við erum að tala um að reisa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.