Þjóðviljinn - 01.05.1982, Side 11
Helgin 1,— 2. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Geðdeildin á Hvitabandi viö Skólavörðustig.
Hin nýja B-álma Borgarspitalans.
Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi skrifar:
Aldraðir Reykvíkingar
og Reykjavíkurborg
Hópur hinna öldruðu fer
stöðugt vaxandi miðað við
aðra aldurshópa hér á
landi og á það ekki síst við í
Reykjavíkurborg. Árið
1970 voru 5211 Reykvík-
ingar sjötugir eða eldri og
borgarbúar alls tæplega 82
þúsund. Tíu árum síðar
voru 7298 Reykvíkingar
búnir að ná sjötugsaldri og
borgarbúar alls tæplega 84
þúsund. Á þessu tímabili
f jölgar hinum öldruðu um
rösklega tvö þúsund
manns.
Þetta er eðlileg afleiðing af
bætfu lifsviðurværi, bættum
húsakosti og betri heilbrigðis-
þjónustu á siðustu áratugum.
Efalaust má fullyrða að heilsa
þessa hóps sé einnig yfirleitt betri
en þeirra sem voru jafngamlir
fyrir nokkrum áratugum. I
þessum hópi eru margir sem vilja
'hafa einhver störf með höndum
utan veggja heimilis sins og allir
vilja að sjálfsögðu lifa sfnu
persónulega lifi á eðlilegan hátt
eins lengi og unnt er i góðum
! tengslum við fjölskyldur sinar
eða aðra.
Aldurshámark
borgar
starfsmanna
A kjörtimabili núverandi
borgarstjórnar hafa ákvæði um
aldurshám'ark borgarstarfs-
manna verið endurskoðuð og
þeim breytt þeim i hag sem
gjarnan vilja vinna lengur en til
sjötugs og geta það.
Nú gildir sú regla að starfs-
maður þarf ekki að fara úr stöðu
sinni fyrr en hann hefur náð 71 árs
aldri. Þgar borgarstarfsmaður,
sem er orðinn sjötugur, fer úr
starfi sinu, getur hann sótt um
vinnu hálfan eða allan daginn hjá
einhverri borgarstofnun og ber að
svara umsókn hans innan þriggja
mánaða. Sé unnt að verða við ósk
hans verður hann ráðinn til 73 ára
aldurs og við þau aldursmörk er
heimilt að framlengja starfið um
eitt ár.
Maður sem vinnur hálfan dag-
inn eftir sjötugt fær jafnframt
allar greiðslur sem hann á rétt á
úr lifeyrissjóði borgarstarfs-
manna, en sá sem fer i fullt starf
þarf að fresta töku lifeyris meðan
hann gegnir starfinu.
Aðstoð
í heimahúsum
Að þvi kemur hjá flestum að
vinnugetan þverr og þá fer jafn-
framt að verða erfitt um vik i
öðrum efnum. Margir standa
einir uppi i ibúð, sem áður var
heimili fjölskyldu, og sjaldnast er
reynt að byggja upp aftur
einhverskonar samfélag meö ætt-
ingjum eða vandalausum, sem
mér finnst að ætti að vera mögu-
leiki. Einangrun og einmanaleiki
verður æðioft hlutskipti hins
aldraða.
Félags og tómstundastarf fyrir
aldraða borgarbúa, sem Félags-
málastofnun borgarinnar stendur
fyrir er tilraun til að lifga upp á
fábreytta daga hinna öldruðu.
Þessi starfsemi hófst árið 1969 og
hefur náð miklum vinsældum og
farið mjög vaxandi siöustu ár.
Þarna er um að ræða samkomur
af ýmsu tagi, stutt og löng ferða-
lög, ýmiss konar handavinnu,
sundnámskeið og létta leikfimi.
Einnig er veitt þjónusta svo sem
hárgreiðsla, fótaaðgerðir og að-
stoð við böð. Sjálfboðaliðar hafa
veitt mikilvæga aðstoð i þessu
starfi. Heimilishjálp og heima-
hjúkrun Reykavikurborgar lið-
sinna sifellt fleiri ellihrumum
einstaklingúm i borginni.
Sé litið á tölur frá árinu 1980
kemur i ljós að 1075 heimili
aldraðra nutu heimilishjálpar á
þvi ári. Rúmlega 350 manns á
yngra aldri naut þá einnig heim-
ilishjálpar. 1 f járhagsáætlun
borgarinnar er gert ráð fyrir 220
stöðum og kostnaður borgarinnar
er áætlaður tæpar 18 milljónir á
þessu ári (1982). A árinu 1980
veittu hjúkrunarfræðingar eða
sjúkraliðar 543 sjúklingum hjálp i
heimahúsum og var þar að mestu
um gamalt fólk að ræöa. Starfs-
menn eru nú 25.
Húsnæði fyrir
aldraða
Hentugt húsnæði og samvistir
við annað fólk er hverjum manni
nauðsyn og þó býr margt gamalt
fólk við einangrun i ófullnægjandi
húsnæði, Lengi vel lét Reykja-
vikurborg sig húsnæðismál
aldraðra litlu máli skipta. Það
er fyrst eftir 1965 að borgin byrjar
að byggja ibúðir sem sérstaklega
voru ætlaðar öldruðum, og það er
ekki fyrr en með byggingunum
við Dalbraut sem teknar voru i
notkun 1979 og 1980 að hugsað er
fyrir verulegri þjónustu við þá
sem i ibúðunum eiga heima. Eftir
tilkomu Dalbrautarhúsanna
hefur þjónusta einnig verið aukin
i öðrum húsum sem borgin hefur
byggt fyrir aldraða. Nú á Reykja-
vikurborg 270 ibúðir fyrir aldraða
og i næsta mánuði veröur dvalar-
heimili við Snorrabraut með 36
ibúðum og sjúkradeild 44 sjúk-
linga tekið i notkun. Næsti stór-
áfangi i byggingum fyrir aldraða
verður i Seljahverfi, en þar er
ráðgert að byggja dvalarheimili
með ibúðum fyrir 60 manns,
hjúkrunardeild fyrir 30 manns og
smáhýsi fyrir 40—50 manns.
Hönnun þessara mannvirkja
lýkur i haust.
Merk nýbreyni, sem gefið hefur
góða raun, var tekin upp haustið
1981 en það er dagvist fyrir
aldraða á Dalbraut 27.
Hjúkrunar-
stofnanir
Skortur á hjúkrunarstofnunum
fyrir aldraða langdvalarsjúk-
linga hefur verið og er enn til
vansa fyrir borgina, og oft hefur
verið talað um neyðarástand. Nú
Adda Bára Sigfúsdóttir, borgar-
fulltrúi.
stendur þetta til verulegra bóta
sem betur fer. Samkvæmt at-
hugun sem heilbrigðisráðuneytið
lét gera i fyrravor vantaði tæp-
lega 300 sjúkrarúm fyrir lang-
legusjúklinga og er þá miðað við
að enginn langdvalarsjúklingur
þurfi að vistast um lengri tima a
almennum sjúkradeildum spital-
anna. Nú fyrir skömmu tók til
starfa hjúkrunardeild fyrir 19
sjúklinga á Hvitabandinu og
innan skamms bætast við rúmin á
Snorrabrautarheimilinu sem eru
44. B-álma Borgarspitalans, stór-
bygging á sjö hæðum er nú risin,
en þar verða 174 rúm og miðað er
við aðein hæð með 29 rúmum geti
orðið tilbúin fyrir áramót. Þessar
framkvæmdir fara langt með að
leysa vandann eins og hann var i
fyrravor, en auk þess er verið að
ljúka byggingu hjúkrunarheim-
ilis i Kópavogi fyrir 39 sjúklinga
og hjúkrunardeild við Hrafnistu i
Hafnarfirði fyrir 79 sjúklinga er
langt komin. 1 niðurstöðum
talningarinnar sem gerð var á
sjúkrahúsunum i Reykjavik i
fyrravor var ekki tilgreint
hvaðan sjúklingarnir voru en trú-
lega hafa einhverjir þeirra verið
úr nágrannabyggðum borgarinn-
ar.
Þannig hefur margvisieg starf-
semi fyrir aldraða farið mjög
vaxandi á vegum Reykjavikur-
borgar, en þessa þjónustu þarf
alla að auka, og það þýðir að til
hennar þarf að verja meira fé en
nú er gert. Gamla fólkið á það fé
inni hjá okkur hinum sem erum á
vel verkfærum aldri og upp i þá
skuld erum við að greiöa i formi
gjalda til borgarsjóðs og raunar
einnig með þvi að greiða fram-
kvæmdasjóði aldraðra 200 krónur
nú á þessu ári og vonandi sam-
bærilega upphæð næstu ár.
Hjúkrunarheimili aldraöra viö Snorrabraut.
Dvalarheimili aldraöra viö Lönguhliö.
Dvalarheimili aldraöra viö Dalbraut.