Þjóðviljinn - 01.05.1982, Side 27

Þjóðviljinn - 01.05.1982, Side 27
Helgin 1,— 2. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 27 Hugsunarháttur fólks að breytast Hefur þú nokkru sinni hugsaö út i þaö, lesandi gúöur, aö þriöjungi ævinnar eyöir maöur i rúminu, þriðjungi á vinnustaö og meira en helming i skóm. Samt er það svo einkennilegt að um aldir hafa ís- lendingar látið sig þetta þrennt heldur litlu varða. Þeir hafa gengið á vondum skóm og gera margir enn, þeir hafa látiö sér i léttu rúmi liggja hvernig rúm þeirra er, allt fram á siðustu ár,og vinnustaðurinn hefur veriö eitt- hvað sem þeim kom ósköp litið viö aö öðru leyti en þvi að vinna þar og þiggja laun fyrir. En hvernig hann leit út skipti litlu eða engu máli. Nú er þetta við- horf sem betur fer að breytast. Verkalýöshreyfingin hóf aðgeröir i þessum málum fyrir nokkrum árum. Hollustuhættir og að- búnaður á vinnustað varð allt í einu mál, sem var þess virði aö berjast fyrir þvi, og ekki mun á neinn hallað þótt Guðjóni Jóns- syni, formanni Málm- og skipa- smiðasambandsins sé þakkab öðrum fremur brautryðjanda- starf á þessu sviði. Útkoman úr þessari baráttu er m.a. sú að stofnað hefur verið Vinnueftirlit rikisins, þar sem sameinaðar hafa verið, i eina öfluga stofnun, margar eldri stofnanir sem hver fyrir sig var mátttitil, en sterkar sameiginlega I þessari nýju stofn- un. Uppbyggingarstarf Pétur Reimarsson er deildar- verkfræðingur hjá Vinnueftirliti rikisins og við báðum hann að segja okkur frá þvi starfi sem unnið hefur verið hjá stofnuninni á þeim stutta tima, sem hún hefur starfað: — Vinnueftirlitið hefur ekki verið til nema i um það bil 16 mánuði og þvi varla von að allt sé fengið, sem vonast var eftir á þessu sviði. Við hjá Vinnueftirlit- inu höfum einbeitt okkurað þvi að koma á öryggistrúnaðarmanna- kerfi á vinnustööurrven slíkt kerfi á samkvæmt lögum að vera til. bað er auðvitað all-mikið verk að koma þessu ikring, en okkur mið- ar vel áleiðis. bað eru nýkomnar reglur um það hvernig öryggis og trúnaðarmannaráðin eiga að starfa og um heilbrigðis og öryggisstarfsemi innan fyrir- tækja. — Hvernig gengur ykkur aö fá fólk til að taka sæti i þessum ráð- um? —-Yfirleitttekur fólk þvi vel, en hitt er staðreynd að það þarf að ýta mikiö á eftir þvi að öryggis og trúnaðarmannaráðin séu sett á laggirnar á vinnustöðum. Hins- vegar hefur það aukist i seinni tið að fólk hafi samband við okkur útaf þessum málum. Sjálfsagt stafar það af þvi að umræða og fræösla um öryggi og hollustu- hætti á vinnustað hefur aukist mjög undanfarið. bá höfum við hjá Vinnueftirlitinu verið með námskeið fyrir öryggistrúnaðar- menn á vinnustöðum og það er mikið beðið um menn frá okkur til slikra fyrirlestra. Of mikið — of fáir — Annið þið öllu sem bcöiö er um i þessum efnum? — Nei, þvi miður komumst við ekki yfir allt það sem viö þyrftum að gera, við erum enn of fáir sem störfum hjá Vinnueftirlitinu, en við höfum fengið að ráða nokkra nýja eftirlitsmenn. Einnig höfum við verið að vinna að þvi að koma upp eftirlitsmönnum úti á landi en oft hefur verið erfitt að sinna eftirliti utan Reykjavikursvæðis- ins. — Hvað er það helst sem þið hafiö einbeitt ykkur að varöandi vinnustaðina? Rætt við Pétur Reimar deildarverkfrœðing hjá Vinnueftirliti ríkisins hver hola sem engu máli skiptir hvernig litur út. AUt tekur sinn tlma — Hefurðu orðið var við að fólk sé hrætt við atvinnurekendur og vilji þess vegna ekki taka að sér öryggistrúnaöarstörf? — Yfirleitt er það ekki, en þvi miður eru dæmi um að erfitt sé að fá fólk til að taka þetta starf að sér, en ég held að það stafi ekki af ótta við refsiaðgerðir atvinnurek- enda; enda er það svo að þar sem öryggismálin eru komin á, þar tekst oftast að leysa málin á frið- saman hátt innan fyrirtækisins. bar sem svo háttar til erum við hjá Vinnueftirlitinu fyrst og fremst leiðbeinendur og þannig ætti það lika helst að vera. Kröfurnar um aukið vinnuöryggi fara vaxandi i takt við timann, en öllum hlýtur að vera ljóst að þess- um málum verður ekki kippt i fullkomiðlag á einni nóttu, hvorki af okkur hjá Vinnueftirlitinu né fólkinu sjálfu. bað er þó forsenda þess aðeðlileg framþróun eigisér stað að fólkið sjálft þrýsti á i þessum efnum, og ég er ekki i neinum vafa um að fólk er farið að huga meira og betur að þess- um málum en áður var. — Er leitað til ykkar um hvernig byggja skal atvinnuhús- næði? — Já, enda ber að leggja fyrir okkur teikningar að nýju atvinnu- húsnæði, eða ef breytingar eru framkvæmdar á eldra húsnæði. Við höfum gefið arkitektum upp- lýsingar um hvernig og hvað verður að vera á vinnustöðum samkvæmt lögum. Og menn eru farnir að huga að þessum málum öllum fyrirfram, þar sem erfitt og kostnaðarsamt er aö framkvæma breytingar eftir að búið er að byggja húsið. Umræður haldi áfram — Aðbúnaður byggingamanna hefur jafnan verið talinn einn sá versti sern þekkist og hinir ömur- legu kaffiskúrar gjarnan nefndir sem dæmi um það; er eitthvað að breytast i þessum efnum? — Ég hef von um að svo sé. Komnar eru öryggisnefndir fyrir nokkrar atvinnugreinar (fyrir sig) og hvað byggingariðnaðinn varðar er unnið að lausn þessara mála, sem vissulega hafa verið i ólestri. Talaðhefur verið um m.a. að koma upp einni góðri aðstöðu á hverju byggingarhverfi, i stað þess að hver byggingaraðili sé með smá kaffiskúr eins og tiðkast hefur, eða að hægt sé að fá leigöa góða skúra. — Að iokum, Pétur, ertu ánægð- ur með það sem áunnist hefur á þessum 16 mánuðum sem Vinnu- eftirlitið hefur starfað? — Anægður er maður aldrei, en það hefur miðað i rétta átt og það er vel. En við skulum gæta að þvi að hér á Islandi eru yfir 100 þús- und mannár og viö aðeins um 20 manns sem vinnum hjá eftirlit- inu, sem er auövitaö alltof litiö og með þessum fámenna hópi kom- umst viö ekki yfir það sem við þurfum aö gera. Viö skuium samt vona að þetta lagist en umfram allt að umræða um þessi mál haldi áfram, það er forsenda fyrir þvi að eitthvaö jákvætt gerist. —S.dór — Við höfum verið mikið i hávaðamælingum, enda mikið kvartað undan hávaða á vinnu- stöðum og við höfum fengið nýj- ustu mælitæki til þessa. bvi miö- ur höfum við minna getað sinnt mengunarmálum, en munum hefjast handa á þvi sviði innan tiðar af meiri krafti en áður, enda ekki vanþörf á. Má i þvi sam- bandi nefna bilasprautuverk- stæði. Við höfum fengið fyrir- spurnir um kemisk efni frá málurum og þeim sem vinna við bilasprautun, enda hafa menn vaknað til meðvitundar um þá hættu sem stafar af sumum efn- um i málningu. Niðurstaða vinnu- verndarhópsins var rétt — Hvaða vinnustaðir eru verst- ir hvað aðbúnað, öryggi og holl- ustuháttum viðkemur? — Éghygg að verst sé ástandið i málm og byggingariðnaði, það er okkar reynsla og það kemur heim og saman við niðurstöður Pétur Reimarsson rannsókna vinnuverndarhópsins sem skilaði áliti i vetur leið. Að sjálfsögðu eru nokkrar fleiri greinar þar sem ástandið er slæmt, eins og bilasprautunar- verkstæðin, sem ég nefndi áðan. — En hvernig vinnið þið þegar réttmæt kvörtun um aðbúnað á vinnustað berst til ykkar? — Eigi kvörtun við rökað styðj- ast að okkar mati gefum við við- komandi fyrirtæki ákveðinn frest til að kippa málunum i lag. Hafi það ekki verið gert, þegar fresturinn rennur út, hótum við lokun að ákveðnum tfma liðnum, hafi málunum ekki verið kippt i lag. Ef um hættulegar vélarer að ræða, stöðvum við þær oft strax, og þær fara ekki aftur i gang fyrr en réttur öryggisbúnaður er kom- inn á þær. — Hafiö þið þurft að loka fyrir- tækjum? — Já, það hefur komið fyrir, og þá frekast þar sem bein hætta stafar af vélum eða tækjum. — Hvernig taka fyrirtæki að- finnslum ykkar? — Yfirleitt er þeim vel tekið, enda vita menn að við höfum vald til að loka ef ekki er farið eftir fyrirmælum okkar. Hinsvegar er algengasta viðbáran hjá fyrir- tækjunum aö þau vanti peninga til að framkvæma þetta eða hitt. Við reynum að fara vel að mönn- um og ltysa málin með friðsam- legum hætti og oftast nær tekst það. Enda er skilningur manna á þessum málum að aukast og fólk er farið að gera sér það ljóst að vinnustaðurinn er ekki bara ein-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.