Þjóðviljinn - 01.05.1982, Qupperneq 29
Helgin 1,—2. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 29
Ávarp frá Sjálfsbjörg
félagi fatlaðra í Reykjavík og nágrenni
„Fatlaðir eiga rétt á fjárhags-
legu og félagslegu öryggi og
mannsæmandi lifskjörum. Þeir
eiga rétt á, eftir því sem hæfi-
leikar þeirra leyfa, aö fá atvinnu
og halda henni eöa taka þátt I nyt-
samlegu, frjóu og arðgefandi
starfi og aö ganga i verkalýös-
félag. Fatlaöir eiga kröfu á aö
tekiö veröi tillit til sérþarfa
þeirra á öllum stigum fjárhags-
legrar og félagslegrar skipulagn-
ingar”.
<jr yfirlýsingu Sameinuöu þjóö-
anna um réttindi fatlaðra.
A hátiöisdegi verkalýðsins
fylkjum viö liði og göngum meö
félögum verkalýöshreyfingar-
innar undir kröfum um vinnu-
vernd, jafnrétti til náms og
starfs. Viö viljum benda á þau
réttindamál sem viö berjumst
fyrir og meö því aö skýra fyrir al-
menningi.hvers vegna fatlaðir og
samtök þeirra eiga samleiö með
verkalýöshreyfingunni.
Okkar kröfur eru:
Viö leggjum áherslu á aö kröfur
fatlaðra sem A.S.I. hefur tekið
upp í yfirstandandi samningum
nái fram aö ganga. Og vísum til
áskorunará Alþingi sem gerö var
á sföasta Alþýöusambandsþingi,
um lifeyrissréttindi öryrkja og
annara þjóöfélagsþegna, sem
ekki starfa á hinum almenna
vinnumarkaði.
Viö leggjum áherslu á aö fatl-
aðir eigi kost á vernduöum stööu-
gildum á almennum vinnumark-
aöi og/eöa starfi á vernduöum
vinnustaö isinni heimabyggð. Við
krefjumst þess aö allt fatlaö fólk,
sem vinnur á vemduöum vinnu-
stööum og á almennum vinnu-
markaöi njótiþess ótviræða laga-
réttar aö eiga i raun aöild aö
verkalýösfélögum meö fullum
félagsskyldum og réttindum.
Við krefjumst þess aö veitt
veröi lán eöa styrkir til aö breyta
almennum vinnustöðum og
tækjabúnaöi sem jafni aöstööu
fatlaöra á vinnumarkaöinum.
Viö leggjum áherslu á aö aukin
veröi endurhæfing og vinnu-
miölun. Ef maöur fatlast af
völdum slyss eöa sjúkdóms veröi
leitað allra leiöa til aö koma
honum i atvinnu á ný.
Viö krefjumst, aö fötluöu fólki
sé gert kleift aö eignast og reka
bifreið. Að bifreiö verði metin til
jafns viö önnur hjálpartæki hjá
þeim sem vegna fötlunar veröa
aö fara akandi til og frá vinnu.
Viö krefjumst aö niöurlagi 51.
greinar laga um almannatrygg-
ingar veröi breytt þannig að ör-
yrkjar sem dveljast lengur en
einn mánuö á stofnun, þar sem
sjúkratryggingar greiöa dvalar-
kostnaö þeirra, fái sjálfir greitt
50% lágmarksbóta. í þessu sam-
bandi er rétt að benda á, að fatl-
aöur einstaklingur sem veröur aö
dvelja á stofnun, fær nú 602 kr. á
mánuöi i vasapeninga frá Trygg-
ingastofnun rikisins, en sú
greiösla er felld niöur, fál ein-
staklingur greiöslur úr lífeyris-
sjóöi.
Viö hvetjum verkalýösfélög til
að vera vakandi fyrir rétti fatl-
aöra til vinnu og fyrir áframhald-
andi samstarfi við félög þeirra.
Yfirlýsing Sameinuöu þjóöanna
um réttindi fatlaðra er okkar
krafa.
Manngildi allra er jafnt.
Félagslegur jöfnuöur er markmiö
okkar allra.
Rætt við Sigursvein D. Kristinsson um kröfugönguna í dag og fleira
Fatlaðir taka æ meiri þátt í
baráttu verkalýðssamtakanna
Sigursveinn D. Kristinsson: Viö
væntum mikils af samstarfinu viö
vcrkalýðshreyfinguna.
Mikla athygli vakti í
fyrra þegar Sjálfsbjörg,
félag fatlaðra 5 Reykjavik
og nágrenni, tók þátt í
kröfugöngu verkalýðsins 1.
maí. Þetta þótti dæmi um
vaxandi þrótt samtakanna
og að þau hygðust allt meir
sækja sinn rétt gegnum
verkalýðssamtökin. Við
snérum okkur til Sigur-
sveins D. Kristinssonar,
forystumanns í samtökum
fatlaðra um áratuga skeið,
og spurðum hann um tii-
drög þess að samtökin
tækju fullan þátt í kröfum
verkalýðssamtakanna.
„Já, það er nú i annaö skiptiö i
röö sem viö tökum þátt i göngunni
á 1. mai. Viö litum svo á aö hér sé
mikilvægt skref stigiö fram á viö,
tengsl viö verkalýössamtökin
gefa okkur nýja og betri vigstööu
til sóknar.
Það var á þingi Alþýðusam-
bandsins haustið 1980 sem okkur
var boðiö að senda fulltrúa á það
þing þar sem mætti svo fyrir okk-
ar hönd Theodór Jónsson. Strax i
upphafi siðasta árs var stofnuð
samstarfsnefnd okkar og
verkalýössamtakanna og smám
saman komu fram kröfur um
réttindamál fatlaöra. Ætlunin var
aö þær yröu settar fram i samn-
ingunum i nóvember sl. haust en
þeir frestuðust eins og allir vita
þannig aö okkar kröfur um bætt
kjör og aöstööu fötluðum til
handa, liggja enn á samninga-
borðinu og veröa bornar fram af
fullum þunga i komandi
viðræðum. Viö ætlum okkur aö
sjálfsögðu aö ganga á 1. mai
núna, sérstaklega til að knýja á
um að kröfurnar nái fram”.
Hvað er þaö sem fatlaöir leggja
áhersiu á i komandi samningum?
„Það má segja aö þaö séu eink-
um þrenns konar atriði sem við
viljum að nái fram nú. 1 fyrsta
lagi að allir fatlaðir eigi rétt á að
vera fullgildir félagar i verka-
lýðsfélögunum. Þar vantar i dag
verulega á. Það er aðeins á
Akureyrisem þetta er i góöu lagi,
en hér á Stór-Reykjavikursvæð-
inu eru flestir fatlaöir á vinnu-
markaönum utan verkalýös-
félaga og þvi meira og minna án
þeirra réttinda sem þau verja.
I öðru lagi viljum við 50%
hækkun á þvi fé sem öryrkjar á
stofnunum ýmiss konar hafa til
eigin ráöstöfunar. Núna er þetta
hlutfall aðeins 30% en afgangur-
inn rennur til viökomandi heim-
ilis eöa stofnunar. Við viljum aö
fatlaöir sjálfir hafi amk. helming
lifeyris til eigin nota, en aukin
fjárráö eru þeim sem öörum for-
senda fyrir auknu frelsi.
I þriöja lagi viljum við stórauka
þátttöku fatlaöra i fram-
leiöslunni. Allir sem eru fatlaðir
vilja gerast fullgildir
þjóöfélagsþegnar en þaö gerist
þvi miður ekki á meöan vinnu-
staöirnir eru eins og raun ber
vitni. Núna er Vinnuverndarár
ASl og við tökum af krafti undir
kröfurnar um aö vinnustaðurinn
sé meira metinn, aö hann sé
gerður aögengilegri og i öllu tilliti
betri en hann er oft i dag.”
Nú hefur löggjafinn unniö aö
málefnum fatlaöra i auknari
mæli en áöur?
„Já, það er alveg rétt. A sl. ári
voru undirbúin lög fyrir Alþingi
um málefni fatlaöra en þau eru
þvi miður ennþá óafgreidd. Viö
treystum á að þau komi til fram-
kvæmda á þessu ári en þar er aö
finna ákvæöi um verndaöa vinnu-
staöi og einnig aögengi fatlaöra
að venjulegum vinnustööum. Þá
er þar aö finna atriöi sem varða
vinnuverndarmálin i viðum skiln-
ingi og er sá kafli byggöur á yfir-
lýsingum Sameinuöu þjóöanna
um sama rétt fatlaöra til vinnu og
mannréttinda sem annaö fólk.
Undir þessa kröfu geta allir tekiö
og við bindum miklar vonir viö þá
lagalegu festi sem i frumvarpinu
felst”.
TRÉSMIÐIR!
Sýnum öfluga samstöðu í kjarabaráttunni.
Fjölmennum á útifundi
og i kröfugöngu verkalýösfélaganna.
V.
Trésmiðafélag Reykjavikur