Þjóðviljinn - 01.05.1982, Side 32

Þjóðviljinn - 01.05.1982, Side 32
Sértíiboð Sérstakur afsláttur í þessa brottför börn innan 7 ára. frítt fyrir Gististaðir: Portonova og Vista Sol. Fallegar, bjartar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergj- um, frábær sólbaðsaðstaða, fjölbreytt skemmtanalíf og fjölcli kynnisferða. Verð frá kr. 5.950.- Frítt fyrír eirtn í 10 manna hóp fbörn meðtalin). Portúgal Portúgal er land lita og andstæðna. Land glaðværs og gestrisins fólks er tekur þér opnum örmum. Land töfrandi og fagurrar náttúru sem alls staðar er nálæg. Land lista og menningar sem grípur þig föstum tökum. Portúgal er heimur hafs og sjóðheitrar sólar og býður alla þá aðstöðu er nokkur fcrðamaður getur óskað sér, auk þess að vera ótrúlega ódýrt. IMýr áfangastaður í fcrðalögum íslcndinga TROIA - SETUBAL Brottför: 8. júní og 7. september — 23 dagar. TROIA er frábær sumarleyfis dvalarstaður um 40 km suður af Líssabon. Hvít, mjúk sand- strönd umlykur tanga, sem liggur norður í Setubal-flóann á móts við borgina Setubal og gengur bílferja þar á milli. Staðurinn er uppbyggður sér staklega með þarfir ferða manna í huga. Gott skipulag blasir hvarvetna við, nýtízku legar íbúða og hótelbygg ingar, ágætir veitingastaðir. diskótek, næturklúbbur, golf og tennisvellir. Verö: 8. júní 7. sept. 3 i íbúð m. 1 svefnherb. 9.520 12.560 2 í íbúð Kynnisferðir: ★ Boðið vcröur upp á kynnisfcrðir undir lciðsogn íslcn/ks fararstjóra m.a.: ★ Dagsfcrð til QUELUZ. SINTRA. CASCAIS og ESTORIL - hádcgis vcrður i Sintra. ★ Hálfsdagsfcrð til ARRIBIDA (þjóðgarður, þar sem sjá má gróðurlíf Miðjarðarhafsinsi, SESIMBR A og SETU BAL. ★ Hállsdagsfcrðtil LISSABON. ★ Kvöld- og næturfcrð til LISSABON mcðheimsókn i EADO vcitingahús. Margir flciri mögulcikar cru á kynnisferöum og skcmnmmum. LiSSABON „Sá cr ekki hefur séð Lissabon, hcfur ekki séð það sem fagurt er,” segir gamall portúgalskur málsháttur. Aðcins sá scm ekki hefur séð borgina getur cfazt um sannlciksgildi þcssara orða. Hún stendur á sjö hæðum við ósa Tajó-fljótsins þar sem það er breiðast og myndar unt leið ákjósanlega höfn frá náttúrunnar hcndi. Sagt er að sjálfur Ódysseifur hali siglt þar inn og stofnað borg, en hitt mun réttara að Fönikar. hinir miklu sæfar- endur fornaldar. hafi verið þar að vcrki. Það var þvi engin tilviljun að héðan lögðu upp landkönnuðir cins og Cabral, Dias og Vasco da Gama scm opnuðu Evrópubúum lcið til annarra heimsálfa. Á þcssum dögum safnaðist saman svo mikill auður i borginni að skáldinu Camoes varð á orði að hún væri „prinsessa alheimsins.. sem jafnvcl hafið yrði að hneigja sig fyrir" Árið 1755 reið mikill jarðskjálfti yfir borgina scm nær gjöreyddi henni. í dag er Lissabon fjörug og fallcg borg sem gaman er að skoða. Hægt er að reika um öngstræti Alfama-miö aldahverfisins sem stóð af sér cyðilcgg- ingu jarðskjálftans. Þar hefur lífið litið breytzt og fátæktin sligar ekki reisn íbúanna. Þaðan er haldið upp að kastala Heilags Georgs, sem gnæfir yfir borgina. og cr um leið ákjósanlegur útsýnis- staður. Eða þá Baixa-hverfið. sem rcist var af Pombal markgreifa eftir hamfarirnar, með brciðgötum og stilhreinum byggingum. Þar cr að finna helztu vcrzlanir og kaffihús borgarinnar, iðandi af mannlífi þegar liða tckur á daginn. Kvöldinu er síðan rétt að cyða i cinu af mörgum veitingahúsum Bairro Alto-hverfisins þar scm Fado-söngurinn er sagður upprunninn, þvi enginn má missa af því að hlýða á hann. Fado lýsir bæði gleði og sorg og ei hann fluttur af miklum tilfinningahita sem hril'ur hvern þann er á hlýðir. Dagstund i Lissabon hverfur ferðalangi seint úr minni þvi margt óvænt kann að bcra upp á i ómót- stæðilegri borg. Feröaskrifstofan IÍTSÝN Hagstæðir samningar Útsýnar tryggja þér hámarksafsiátt Austurstræti 17. Reykjavík. Simar 20100 og 26611. Kaupvangsstræli 4. Akureyn Sinv 96-2291 1

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.