Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Miövikudagur 12. mai 1982 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Ólafsson. Kjartan Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson. Blaðamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson Magnús H. Gislason, Olalur Gislason, óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttalréttaritari: Viöir Sigurösson. L tlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. I.jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. ilandrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Trausti Einarsson. Auglysingar: Hildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla : Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: SigrUn Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar SigUrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavik, simi 81232 Prentun: Blaðaprent hf. Þau létu skína í HANA! • „Mennta-, heilbrigðis- og tryggingamál verði fjármögnuð þannig, að einkaaðilar eigi þess kost að veita þjónustu á þessum sviðum til jafns við opinbera aðila. Jafnframt verði opinber útgjöld til þessara málaflokka endurskoðuð og sú þjón- usta, sem rétt er og mögulegt er að veita, betur skilgreind.” • Framangreindur texti er úr stefnuskrá einna af hinum mörgu samtökum atvinnurekenda á Is- landi, Verslunarráðs íslands. Hér er verið að boða á islensku það sem Margaret Thatcher og Ronald Reagan hafa verið að framkvæma i Bret- landi og Bandarikjunum. • Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa flutt inn á Alþingi tillögur um að arðbær rikisfyrirtæki verði aftient einstaklingum, og i leiftursóknar- stefnu Sjálfstæðisflokksins 1979 var boðuð sú aðferð að bjóða ætti heilbrigðisþjónustu út til ein- staklinga. • Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik til borgarstjórnar hafa nú tekið stefnu Verslunarráðs íslands og leiftursókn Sjálfstæðis- flokksins upp á sina arma. Katrin Fjeldsted og Markús örn Antonsson boða i sjónvarpi einka- rekstur á heilsugæslu og greiðslur fyrir félags- lega þjónustu á kostnaðarverði 1 þessum stefnu- miðum felast tillögur um aukinn stéttamun i borginni. Þær eru settar fram af hátekjufólki, stóreignamönnum og fyrirtækjum um leið og ætl- unin er að gera félagslegar frumþarfir fólks að féþúfu. • Hófsemdarmönnum hefur fækkað á borgar- stjórnarlista Sjálfstæðisflokksins. Leiftursóknar- liðið er tekið við undir merkjum kreddufastrar hægri stef nu V erslunarráðsins. —ekh Sérstaða G-lista • Þjóðviljinn birtir i dag samanburðartölur sem sýna að Alþýðubandalagið hefur haft sérstöðu meðal stjórnmálaflokkanna hvað snertir jafn- ræði kynja á framboðslistum. Jafnmargar konur sitja nú i bæjarstjórnum um landið á vegum Alþýðubandalagsins og allra hinna flokkanna samanlagt. • Alþýðubandalagið býður fram G-lista i 21 af 22 kaupstöðum landsins. Á G-listum um landið allt er heildarhlutfall kvenna 40% og 38% i efstu tveimur sætunum. í 16 kaupstöðum á landinu eru konur i efstu tveimur sætum á G-listum, og þar af i 1. sæti i þremur kaupstöðum. Til samanburðar má geta þess að heildarhlutfall kvenna á listum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er 28%, en aðeins 11 og 12% ef litið er á skipan tveggja efstu sætanna á B og D-listum i kaupstöðum. • 1 kosningunum 1974 voru margar konur i áhættusætum á G-listum Alþýðubandalagsins. Sigurinn ’78 fleytti 8 konum af G-listum i bæjar- stjórnir og fjöldi kvenna hefur á vegum Alþýðu- bandalagsins um land allt sinnt pólitiskum ábyrgðarstörfum i sinum sveitarfélögum á kjör- timabilinu. Vaiið á framboðslista Alþýðubanda- lagsins i ár endurspeglar stöðu kvenna innan flokksins en ekki tiskusveiflu. — ekh , i Munur á eignar- og leigulandi Frambjóöendur Sjálf- stæðisflokksins fóru lipur- Ilega meö sannleikann i sjón- varpinu sl. sunnudag. Katrin Fjeldsted reyndi aö setja , krók á móti bragöi er hún Istaöhæfði að borgin heföi engu meiri ráö á Rauöa- vatnssvæöinu heldur en , Keldnalandi. Hiö rétta er.aö Irikiö hefur eignarhald á Keldnalandi, en Rauöa- vatnssvæöið er borgarland, , þar sem eru 2-300 leigulóðir Iundir sumarbústaöi. Sú full- yröing Katrinar Fjeldsted aö þessir 200—300 sumarbú- , staöir væru á eignarlandi og Iaö borgin gæti þvi ekki feng- ið landiö er alröng. Enginn þessara bústaöa er á eignar- , landi og hægt er aö segja upp Ileigu á landinu meö stuttum fyrirvara. Borgin getur þvi ráðstafaö Rauöavatnssvæö- ■ inu en áhöld eru um þaö , hvort borgarhagsmunir I-væru taldir vega þyngra en ríkishagsmunir fyrir dóm- stólum, ef borgin reyndi aö , taka Keldnaland eignar- námi. Engin heilsugæslu- stöð i Fossvogi Páll Gfslason haföi þaö m.a. aö segja tiöinda aö ekki ein ný heilsugæslustöö heföi veriö opnuö á kjörtímabilinu I Reykjavík. Hann kallar þaö semsagt ekki nýja heilsu- gæslustöö, Heilsugæslu- stööina i Fossvogi, sem meö- frambjóöandi hans Katrin Fjeldsted var skipuö til þess aö vinna viö á kjörtimabilinu af ráöherra kommúnista og heilbrigöismála Svavari Gestssyni. Eitt er aö beita borgarbúa blekkingum en þegar við bætist annað eins fálæti gagnvart meöfram- bjóöanda sinum, — þá getur þetta oröiö aö máli hjá Páli! Holur tónn Annars er holur tónn i áhuga Sjálfstæöismanna á heilsugæslustöövum. Hvorki Páll né neinn annar fulltrúi Sjálfstæöisflokksins I borgarstjórn, né heldur fuli- trúar annarra flokka en Al- þýöubandalagsins, greiddu tillögu öddu Báru Sigfús- dóttur atkvæði á siöasta fundi borgarstjórnar, þegar hún lagöi til aö heimilis- læknakerfiö i Reykjavik yröi formlega lagt niöur 1. októ- ber nk. og tekið upp heilsu- gæslukerfi. klrippt íhaldiö hér og þar Björn Bjarnason var aö leggja út af sjónvarpsumræöum um borgarstjórnarmál i Morg- unblaöinu í gær og minntist á viövörunarorö frambjóöanda Alþýöubandalagsins um aö ihaldsstjórn fylgdi kreppa og at- vinnuleysi. Björn ályktaöi sem svo aö þarna væri visaö til reynslu af ihaldsstjórn á Bret- landi og bætir viö, heldur betur hróöugur: ,,Nú vill svo til aö fyrir fáein- um dögum fóru fram bæjar- og sveitastjórnarkosningar I Bret- landi. Úrslit i þeim uröu á þann veg aö flokkur Margaret Thatcher vann mikinn sigur og fékk meira fylgi en nokkur breskur stjórnmálaflokkur I rikisstjórn hefur fengiö viö sllk- ar aöstæöur frá striöslokum”. Þetta væri nú ekki nema eöli- leg tilvisun I ihaldsblaöi ef aö velgengni breska ihaldsflokks- ins á dögunum væri til komin vegna frammistöðu hans i gllmu viö vandamál bresks al- mennings. En þvi er vitanlega ekki aö heilsa: þaö er ytri óvin- ur sem nú kemur járnfrúnni til hjálpar, striöiö viö Argentinu- menn, sem brýnir I meirihluta landsmanna þjóöernisgogginn og fær hann til aö gleyma lang- vinnum og hversdagslegum leiðindum eins og atvinnuleysi og fylgifiskum þess. Hver veit nema þaö væri at- hugandi fyrir okkar fhald aö skoöa þetta fordæmi næst þegar þaö kynni aö vera á valdastóli og allir orönir leiöir og fara þá aö heilræöum ritglaös Sjálf- stæöismanns, Péturs Guöjóns- sonar, og efna til striös út af Jan Mayeneða Rockall Stíll Alberts Þaö var annars dalítiö skemmtilegt aö viröa fyrir sér pólitiskar stiltegundir i umræö- unum I sjónvarpinu á dögunum. Félagsfræöastillinn var að sjálfsögöu allútbreiddur en frambjóöendur kunnu misvel að vara sig á þeim hættun, sem honum fylgja. Sjöfn til dæmis var fyrr en varöi komin i verstu ógöngur eins og þegar hún hét þvi aö „auka mannauö I starfs- mönnum borgarinnar” eða eitt- hvaö þessháttar. Albert Guömundsson fór meö einna sérstæöastan stil I um- ræöunum, einskonar blöndu af kristilegu fagnaöarerindi og umvöndunartóni hins stranga heimilisföður. Annarsvegar munaöi minnstu aö Albert ávarpaði Reykvikinga sem ,bræðurog systur” eins og Stalín kallaöi Rússa meöan hann var hræddur um sig i striöinu. Og þessu fylgdi hiö kristilega ákall „komdu og vertu meö”, „komiö meö inn I bjartari framtlö” — en svo lýsir Albert hugsanlegri valdatiö Davlös Oddssonar. A hinn bóginn stóö svo, sem fyrr segir, hinn strangi heimilisfaðir á bak viö ljúfmenniö og minnti á vöndinn: „Ég kalla til ábyrgöar alla Sjálfstæöismenn”, sagöi Albert og fékk röddin þungan örlagahljóm i leiöinni. Davíö feginn Þaö er annars margt spaugi- legt i kosningabaráttu Sjálf- stæöismanna. Til dæmis þótti Morgunblaöinu það mikil tlöindi og ástæöa til aö slá því myndar- lega upp, aö Gunnar Thorodd- sen forsætisráöherra ætlaöi „að styöja sinn gamla flokk” I borg- arstjórnarkosningunum. Satt aö segja kemur þaö ekki flatt upp á neinn aö Gunnar ætli aö exa fyr- ir framan Déiö sitt eins og venjulega — en þaö er eins og máltækiö segir: litlu veröur Daviö feginn.... Undarleg markmiö Nýkjörinn formaður - Félags Islenskra rithöfunda, Gunnar Dal, hefur tjáö Morgunblaöinu, aö óánægja ýmissa I þvi félagi meö Rithöfundasambandiö sem hefur um átta ára skeið veriö stéttarfélag rithöfunda, væri ekki bara vegna ágreinings um peninga. Hann segir úm gremjuefni sin og nokkurra annarra: „Þetta gildir ekki aðeins um úthiutun heldur einnig um um- fjöllun um rithöfunda I skólum og aöstöbu i sumum fjölmiölum, sérstaklega er fjallaö um suma höfunda en aðrir viröast nánast ekki vera til”. Þaö er erfitt aö sjá, hvernig rithöfundasamtök geti tryggt meðlimum sinum einhverja þá umfjöllun I fjölmiölum eöa skól- um, sem meðlimir sliks sam- bands gætu sætt sig viö upp til hópa. Og má einu gilda hve ágætir menn eða iliir væru I fyr- irsvari fyrir rithöfundasamtök. Þaö land er ekki tii undir sól- unni þar sem ekki er svo ástatt, aö „þab er fjallað sérstaklega um suma rithöfunda” en aöra sáralitiö — hvort sem væri i skólum eöa fjölmiölum. Og mjög bagaleg meinloka ef menn trúa þvi i aivöru aö einhverjum stærðfræöilegum jöfnuöi verði komið á meö skrifandi fólki. Lesendur, kennarar, nemendur, gagnrýnendur, hafa misjafnan áhuga á rithöfundum, þaö er allt og sumt. Ef mönnum sýnist aö ágætir menn hafi þá gleymst þá er vissulega gott og nauösynlegt að þeir skrifi með rökum gegn þeim smekk og áhuga sem þeim finnst rangsnúinn. Um þaö hafa bókmenntadeilur einatt staðið. En hulduhrútstal og sjálfvork- unnarjarm af þvi tagi sem Gunnar Dal stundar er meö þvi aumlegasta sem heyrist i menn- ingarumræðu þessa lands. —áb og skorrid

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.