Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 12. maí 1982 AUGLÝSING frá ríkisskattstjóra Frestur til skila á skrám vegna sérstaks eignarskatts skv. lögum nr. 19 frá 7. mai 1982 á fasteignir sem nýttar voru við verslunarrekstur eða til skrifstofuhalds i árslok 1981: Samkvæmt 5. grein laga nr. 19 frá 7. mai 1982 ber eigendum þeirra fasteigna sem nýttar voru við verslunarrekstur eða til skrifstofuhalds, að fylla út sérstaka skrá um þessar eignir. Skrám þessum ber að skila til viðkomandi skattstjóra. Eyðublöð til skrárgerðar er hægt að fá hjá skattstjórum. Skránum skal skila eigi siðar en 10. júni 1982. Athygli er vakin á ákvæðum 4. gr. laga nr. 19/1982 sem eru svohljóðandi: „Við ákvörðun á þvi, hvaða eignir myndi stofn sérstaks eignarskatts, skal miða við raunverulega notkun fasteignanna i árs- lok 1981. Sé sama eignin notuð við verslunarrekstur eða til skrifstofuhalds, en einnig til ann arra nota, skal við ákvörðun á skattstofni skipta verðmæti eignarinnar hlutfalls- lega.” Reykjavik 11. maí 1982 Rikisskattstjórai 1X2 1X2 1X2 34. leikvika — leikir 8. mai 1982 Vinningsröð: 22X — 222 — 1X1 — 2X1 1. vinningur : 12 réttir — kr. 26.585,00 37585(6/11)+ 77257(4/11)+ 88531(4/11) 70830(4/11) 84982(4/11) + 2. vinningur: —kr. 522,00 347 25256 38267 + 41343 70813 79497 86488 833 35004 38344 42723+ 70840 79978 86681 1233 35040 38641 42876 71067 80029+ 88354 5561 35441 39260 65402 71573 80671 8582(2/11) 6248 35813 40013 65793 + 71779 80785 37305(2/11) 10333 35991 40058 66251 73459 80883 41011(2/11) 10929 36657 40129 66623+ 74876+ 81108 41323(2/11) 14778 36924 40214 66846 75305 81641 70172(2/11) 15851 37250 40425 67353 76028 82953 80784(2/11) 16536 37367 40754 + 67880 76377 84490 16837 37374 41295 68915 78711 84495 22766+ 37855 41320 70158 79496 84654 Kærufrestur er til 1. júni kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrif- stofunni i Reykjavik. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiftstöðinni — REYKJAVIK UTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboð- um i 230 og 132 kV rafbúnað til stækkunar á 230 kV tengivirki við Sigölduvirkjun vegna tengingar fyrirhugaðrar Suðaust- urlinu. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavik frá og með miðvikudeginum 12. mai 1982 gegn óafturkræfu gjaldi að upp- hæð kr. 250,- fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Lands- virkjunar fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 23. júni 1982, en þá verða tilboðin opnuð opin- berlega. Reykjavik, 10. mai 1982 E lANDSVIRKJUN Kjósendur spyrja frambjóðendur G-listans Sigurjón Péturs- son svarar spumingum um fasteignaskatta aldraðra, ,,skattalækkun” Framsóknar, SVR í Fossvogi, forgangsmál Alþýðubanda- lagsins og sparnað í rekstri Reykja- víkurborgar Niðurfelling iasteignagjalda Stefán Sigurjónsson Brautarlandi 24 spyr: 1) Er hægt að fá strætisvagn i Fossvogshverfið fyrir neðan Bú- staðaveg? 2) Væri ekki réttindamál að þeir sem orðnir eru sjötugir og búa I sinu eigin húsnæði, væru undanþegnir fasteignaskatti? 3) Kemur nokkur verslun eða þjónustumiðstöð i nýja hverfið við Eyrarlandsveginn? Sigurjón Pétursson svarar: 1) Eg þykist vita að það verði nær ómögulegt að koma strætis- vagni fyrir þar, vegna þess að það er engin heil gata sem tengir hverfið saman. 2) Við höfum það þannig i Reykjavik að þeir sem eru komn- ir á ellilifeyri eða orörkulífeyri og hafa engar aðrar tekjur, þá fá þeir fasteignaskatta fellda niður að fullu. Siðan eru tvö stig önnur i tekjum sem miðað er við þannig að menn geta fengið samkvæmt þvi annaðhvort 80% eða 50% af fasteignagjöldum. Þeir sem hafa allnokkrar tekj- ur til viðbótar ellilifeyri og ör- orkubótum verða að borga að fullu þrátt fyrir að þeir séu komn- ir á þennan aldur. Við höfum haft þessa stefnu og ég er á þvi að hún sé að ýmsu leyti skynsamleg, þ.e. að fella niður gjöldafþeim sem hafa lægri tekj- ur i stað þess að miða niðurfell- inguna eingöngu við aldur. 3) Það er ekki gert ráð fyrir þvi á skipulagi að verslun verði við Eyrarlandsveginn. 1 upphafi var gert ráð fyrir þremur verslunar- húsum i Fossvogshverfinu en að- eins eitt þeirra hefur verið byggt, Grimsbær. Hin tvö sem eftir eru hafa end- anlega verið felld niður á skipu- lagi, þvi það hefur enginh haft áhuga á að reisa verslun á þess- um stöðum. Ganga má lengra í hag- ræðíngu Sigurftur Þórftarson, Hringbraut 107 spyr: Hvar væri helst hægt að spara hjá Reykjavikurborg, ef þá nokkuð er hægt að spara? Sigurjdn Pétursson svarar: Þetta er eitt af þvi sem við höf- um verið að glima við á siðustu fjórum árum, og aðferðin sem okkur hefur sýnst vera virkust, það er að auka hagræðingu þannig að fá meiri virkni út úr hverjum einstökum sem vinnur. Þar sem þessari hagræðingu hefurverið beitthefur okkur tek- istað fækka starfsfólki án þess að minnka þjónustu, og ég tek það fram að við höfum ekki sagt upp fólki, heldur ekki ráöið i þau störf sem losna. Mér sýnist að það sé töluvert hægt að gera i þessum málum ennþá, töluvert mikið. Þessum hagræðingarstefnum hefur eink- um verið beitt hjá veitustofnun- um borgarinnar, hitaveitu raf- magnsveitu og þetta er i gangi hjá embætti borgarverkfræðings og einnig átt sér stað hjá Bæjarútgerð Reykjavikur og alls staðar skilað mjög góðum árangri. Þetta eru dýrar framkvæmd ir en þær hafa aukið virkni og borgað sig á mjög skömmum tima. Annað atriði sem er til að auka mjög sparnað hjá borginni það er stefna okkar með þéttingu byggðar. Hvert hús sem sett er utan við núverandi þjónustusvæði það kallar á nýjar og auknar raf- magnsleiðslur, vatnsleiðslur, hitavatnsleiðslur, simaleiðslur, strætisvagna, göturog svo framv. Með þvi að þétta byggðina og byggja innan þjónustusvæða sem þegar eru fyrir hendi þá getum við sparað okkur allan þennan kostnað en fengið i húsin nýja skattgreiðendur til að borga með okkurhinum þann kostnað sem af fyrirtækinu Reykjavikurborg leiðir. Ég tel að þetta sé eitt af þvi virkasta til að koma i veg fyrir stöðugt vaxandi samfélagslegan kostnað. Auðvitað er þetta ekki hægt nema að ákveðnu marki, en það á að kappkosta að ná há- marksárangri eins fljótt og hægt er. Lýðskrum hjá Framsókn Asgeir Sigurftsson Hringbraut 43 spyr: Er Alþýðubandalagið á sama meiði og sú stefna sem Fram- sóknarflokkurinn er að boða fyrir þessa kosningar að lækka fast- eignaskatta Reykvikinga um 20% þ.e. af eigin ibúðum undir 200 ferm. Hvað leggur Alþýðubanda- lagið upp úr þessu? Að jafna lífskjör borgarbúa Sigurftur Þórftarson Hringbraut 197 SPYR: Hvað lita Alþýöubandalags- menn á sem forgangsverkefni I borgarstjórn á næsta kjörtima- bili? Sigurjón Pétursson svarar: Það sem við höfum lagt einna mest áherslu á, er stöðug og trygg atvinna i borginni, en við teljum að þau standi á veikum grunni, einkum vegna þess að hér ræður einkakapitalið alltof miklu. Eitt af okkar baráttumálum á næsta kjörtimabili er að tryggja betur húsnæðismálin, og þá kannski ekki eingöngu með lóðaúthlutun- um einum saman heldur með þvi að auka og efla byggingu verka- mannabústaða, sem að er leið láglaunamannsins til að eignast ibúð. Einnig með þvi að byggja leiguibúðirþannig að allir hversu illa sem þeir eru staddir fjár- hagslega geti átt kost á ibúðum. Ég held i.fljótu bragði að þetta tvennt væri þaðsem við myndum leggja mestu áherslu á. Félagslega þjónustu og jöfnuð verður að auka i borginni. Við er- um með i gangi áætlun um bygg- ingu dagvistarstofnana og mun- um fullnægja þörfinni i þeim efn- um á þessum áratug. Það litum við á sem leið til þess að jafna lifskjör, þvi það tryggir að allir eigi jafna möguleika til að fara út á vinnumarkaðinn án tillits til annara aðstæðna. Það gefur einn- ig borginni tekjur á móti með þvi að fleiri sem vinna i samfélaginu. Eitt af þvi sem þarf að halda áfram með og byggja upp, er þjónusta við aldraða. Þjóðfélags- gerðin er að breytast, það er mun algengara að allir fullorðnir á heimili vinni úti og þá er mjög örðugt að hafa aldrað fólk á heimili, einkum ef það eru sjúk gamalmenni. Hér er þvi um að ræða þjónustu sem samfélagið verður að inna af hendi. Mesti skorturinn i' dag, er á rými fyrir aldraða. Sigurjón Pétursson svarar: Sem stendur þá erum við nýbú- in að hækka fasteignaskattana. Það gerðum við auðvitað vegna þess, að það þurfti verulega á þeim peningum að halda. Fast- eignaskattar af ibúðarhUsum voru tiltölulega litið hækkaðir en hins vegar erum við með fullt álag á fasteignaskatta á atvinnu- húsnæði. Hækkuðum það miklu meira. Að sama skapi hækkuðum við aðstoðugjöld, þannig að fyrir- tækin i borginni borea miklu meira af skattbyrðinni en þau gerðu áður. Jafnframt þegar fasteigna- skattarnir hækkuðu, þá ákváðum við þaö að efnalitlir elli- og ör orkulifeyrisþegar fá afslátt af fasteignagjöldum og jafnvel niðurfellingu ef þeir hafa ekkert nema tekjutrygginguna til að framfleyta sér af. Meðan að Reykjavfkurborg fær ekki aðra tekjustofna sem eru réttlátari, þá sé ég ekki mögu leika á þvi að við getum lækkað almennt fasteignaskattana. Ég verð að kalla öll slik kosningalof- orð hjá framsóknarmönnum lýð- skrum, þvi þeir eru nýbúnir að standa aðþvi að hækka fasteigna- skattana. Þeir hafa ekki heldur bent á hvað þeir vilja lækka á móti I útgjöldum borgarinnar, það verða þeir náttúrlega að benda á fyrst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.