Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 12. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Hringiö í síma 81333 kl 9-5 alla virka daga, eða skrifiö Þjóöviljanum lesendum fra Páll Hildiþórs skrifar: Mogginn hlær 1 hinni stórsnjöllu ævisögu ArnaprófastsÞórarinssonarer sagt frá manni einum er bjó i prestakalli ævintýraklerksins. Hann hét Þórður. Einn dag á slætti kom hann út á engjar til fólks sins og fékk þá engu orði upp komiö fyrir hlátri: He-he- he-he, he-he-he. Nú er það skemmtilegt hjá þeim Norð- lingum. Ég var að lesa Isa- fold. Ekki þornað af strái iallt sumar þar fyrir norðan. öll hey grotnuð niður. Enginn baggi kominn i hlöðu, og nú kominn höfuðdagur. Svo hnippir hann i mann er stdð hjá, ogsegir iskrandi: Skratti værinú gaman aö sjá, hvernig þeir taka sig út núna greyin. He-he-he-he. Þetta hugarfar sem gleðst yfir óförum manna kalla Dan- ir Skadeforhed og Skadefryd. Við eigum ekkert orð á islensku sem nær gleðinni í þessari illgirni. Siðan var sá maður oft nefndur Þórðar- glaður er kættist yfir þvi er öðrum gekk illa. En mikil fádæma hugar- farsspilling er þetta. Þessi dæmisaga um mann- legan kvikindishátt hefur verið að rifjast upp fyrir mér nú að undanfömu þegar ég hef verið að lesa Morgunbl.,og hið nýja beitiskip þess, Dagblaðið og Visir. Nú þessa dagana þegar rikisstjórn Gunnars Thorodd- sens stendur i ströngu að koma ýmsum þjóðþrifamál- um i gegnum þingið, ætlar stjórnarandstaðan alveg vit- laus að verða, og býr til alls- konar gróusögu um ósamlynd- ið i stjórninni þar sem allt sé að springa, og þjóðarskútan að sigla upp á sker. Auðvitað er það nú svo þegar um stjórn þriggja flokka er að ræða, þá eru menn kannski ekki alveg steyptir i sama mót, en óhætt er samt að fullyrða um þessa stjórn, að Gunnari Thor- oddsen hafi furðu vel tekist að halda henni saman þó stundum hafi verið siglt i hvössu. Einn er sá ráðherra rikis- stjórnarinnar er Mogginn leggur mest i einelti, en það er orkumálaráðherrann. Hann skal rægja og rakka niður hvað sem það kostar, þvi auð- vitað er ihaldið hrætt við á- ætlanir hans i orkumálum og rikisstjórnin kappkostar að framkvæma sem fyrst. Það eru vist álverin hans Eyjólfs Konráðs er ihaldið hefur i huga m.a. sem eiga að tryggja isl. efnahagslif i framtiðinni eins og þessi þingmaður orðaN það eitt sinn i sjón- varpsþætti ef ég man rétt. Dag einn núna fyrir skömmu, gekk ég með tveimur gömlum kunningjum minum, sem eru i sjálfu sér bestu drengir, en hafa báöir sama gallann, að þeir eru vallarseppar. Annar þeirra var svolitið hreifur af vini, og hugðist nú taka svona kommaskratta til bæna og kenna honum lexiuna: Heyrðu vinur! Þessi stjórn er einhver allra versta stjórn sem nokkurtíma hefur verið á tslandi. Þetta er stjórn sem hefur glatað þeim tækifærum sem koma til með að ráða úr- slitum fýrir okkar þjóð ef hún fær að hanga við völd (en sem betur fer verður það nú ekki, skaut hinn vinurinn inn i um- ræður okkar). Já Siggi minn, það er rétt hjá þér. Stjórnin hrökklast frá, og á ég að segja ykkur hvernig það skeður? Já bless- aður gerðu það sagði ég og gerðist forvitinn. Atvinna hangir hér á blá- þræði, sagöi vinurinn. Það er búið að eyða loðnunni og sild- inni, svo þetta er að verða skitabissnes. Hér er að skella á atvinnuleysi maður. Hvað verður? Viltu segja mér það? Hvernig helduröu að fólkið i landinu taki þvi? Hvað verður um húsið, bilinn, skemmti- ferðirtil útlanda: heldurðu að fólk vaði i peningum þegar ekkerter til skiftanna. Já kalli minn,sagöi vinurinn hróðugur það verður atvinnuleysi, og þá verður fólkiö snarvitlaust og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Þá erokkar timi kominn. Þá biðj- um við Kanann um hjálp. Til hvers andskotans, varð mér að orði. Stjórnin er búin að gera stórar atvinnuáætlanir til langstima isambandivið ork- una, sem við erum svo lán- samir að eiga öruggt atvinnu- lif til lands og sjávar, á meðan aðrar þjóðir eru i orkúsvelti. Siggi Siggi hvar i fjandanum ertu? Láttu hann Sigga eiga sig. Hann stakk af á barinn á Borginni. 0 farann bölvaður. En sjáðu nú til elsku vinur, og vertu ekki með þessa stæla. Þaðsem skeður er þetta. Auð- vitað geta atvinnurekendur haldiðað sér höndum með at- vinnu. Það er enginn vandi. Þeir eiga tækin. Þá er sko rétti timinn kominn kalli minn. Þa biðjum við Kanann um hjálp, veitum amiriskum bisness inn i landið, látum þá virkja árnar og fljótin, byggja hafnir og flugvelli, leggja steypta vegi kringum landið, svo allt fer á fulla ferð, er þá ekki allt i lagi eða hvað? Nei laxmaður, svaraði ég vondur. Það er sko ekki allt i lagi. Þessir Moggadraumar þínir eru ekki draumar isl. þjóðarinnar um bætt mannlif á komandi árum. Þetta eru eingöngu draumar ykkar vallarseppa er látið nota ykk- ur sem gólfþurrkur og endið svo á sorphaugunum. Það varð fátt um kveðjur hjá okkur gömlu vinunum, en ég fór að hugsa um þetta á leiðinni heim, hvort þjóð sem hefur lifað i þessu landi i þús- und ár, gengiö i gegnum eld- gos,drepsóttir og hafis mundi láta nokkra vallarseppa skipa sér fyrir verkum og afsala sér andlegu og efnahagslegu sjálfstæði landsins fyrir nokkra baunadiska? Núna nýlega kom ein ágæt kona i útvarpið og talaði um daginn og veginn. Þetta var Þórunn Eiriksdóttir, hús- freyja á Kaoiastöðum og sú var nú ómyrk i máli að segja meiningu sina i sambandi við dvöl hins svokallaða v.arnar- liðs i voru landi. Þessi kven- skörungur skoraði á alla góða Islendinga að strengja þess heit að linna ekki látum fyrr en þessir dátar væru komnir til sins heimalands. Þetta var þröf ádrepa, og hafi þessi ágæta húsfreyja þakkir fyrir. En vallarseppar vorir mega nú aldeilis ekki heyra svona boðskap, heldur skal haldið dauðahaldi i herliðið þar til búið er að viggirða hólmann, þannig aö hér verður litið annað en atómvopn og dráps- vélar, eða eins og einn ágætur maður sagði á dögunum, tilað taka fyrsta stuðið af Kananum ef til atómstriðs kemur. Og sepparnir halda áfram að dilla skottinu, og Mogginn hlær og hlær. En sá hlær best er siðast hlær. Allstaðar i kringum okkureru að risa upp öflugar friðarhreyfingar er berjast fyrir friði að öll þessi drápstæki er búið er að hrúga saman verði eyðilögð i eitt skifti fyrir öll, hvar sem þau eru.svo fólk geti fariðað lifa i sátt og óttaleysi hvert innan- um annað. Þorbjörg Helga Ölafs- dótfir, Vesturbraut 23, Hafnarfiröi, heitir unga stúlkan sem teiknaði þessa mynd af Öla, Unni, Guddu og sjálfri sér. Þorbjörg er 5 ára. Við þökkum henni kær- lega fyrir. Þraut Hérarnir fimm Bóndi nokkur gekk f ram á fimm héra á akri sinum. Hann skaut einn þeirra. Hversu margir voru þá eftir? Kveðjubolla „Viðerum mjög ánægð með veturinn og viðbrögðin. Krakkarnir hafa verið virkir og haft gott samband við okk- ur, tekiö vel I það sem við er- um að gera og komið til okkar sum að fyrra bragði. Auðvitað má alltaf vera meira af sllku, en við Eðvarö erum samt mjög ánægð.” Þaö er Sólveig Halldórsdótt- ir, sem mælir þessiorð, en hún og Eðvarð Ingólfsson hafa stjórnað unglingaþættinum Bolla-bolla i vetur við góðan orðstir. I kvöld er siðasti þátt- ur þeirra. Sólveig sagði okkur, að hann yrði nokkuð öðru visi en hinir þættirnir, en þeir hafa haft nokkra fasta punkta eins og „þrjú á toppnum” o.fl. I þessum þætti koma fram Björgvin HaUdórsson, sem er að fara að gefa út nýja plötu, og Katla Maria, söngkona. Þátturinn verður ekki tek- inn upp fyrr en i dag, og þvi var ekki endanlega ákveðið hvað yrði á boðstólum þegar við töluðum við Sólveigu. En eflaust veröur það eitthvað gott að vanda. Eðvarð verður áfram meö unglingaþátt i útvarpinu, þótt Bollan falli niður. Sá þáttur heitir „Úr Stúdió 4” og sam- starfsmaður Eðvarðs veröur Okkur þótti við hæfi að birta mynd af þessum manni, svona i lokin. Þetta er hann Gulli tæknimaöur, sem mikið hefur komið við sögu Bollunnar i vetur. (Ljósm. — eik —). Hróbjartur Jónatansson. Sól- veig sagði okkur, að ekki væri afráöiö hvað yröi næsta vetur, en vel kæmi til greina að þau Eðvarð tækju upp þráöinn frá þvi i vetur. ast 4^ Útvarp P kl. 20.40 Um landslag í myndlist Vökuþátturinn i kvöld, sem byrjar kl. 20.40, fjallar um landslag i málverkum, eins og segir f kynningu sjónvarpsins. Umsjón með þættinum hefur Gunnar B. Kvaran, og mun hann ræöa við myndlistar- mennina Hrólf Sigurösson, Kristján Daviðsson, Eirik Smith og Magnús Pálsson. Gunnar B. Kvaran mun ræða við þessa fjóra menn og sýna okkur mismunandi úr- vinnslu þeirra á landslagi. Það veröur án efa mjög fróð- legt aö sjá samanburð á t.d. verkum Eiriks Smith og Magnúsar Pálssonar. Sá siðarnefndi er nýlistamaður og tekur einfaldlega mót af landslagi! ast Kristin Pálsdóttir hefur stjórnað upptökum á Vöku- þáttunum, en i kvöld sjáum við hennar siðasta þátt — i biii a.m.k. Ilún er nú að fara að taka upp „Stundarfrið”, leik- rit Guðmundar Steinssonar. Leikstjóri þess verður Stefán Baidursson og leikarar hinir sömu og iéku I stykkinu i Þjóð- leikhúsinu á sinum tfma. (Ljósm. —eik —). Vinnudagur skóiabarna, einkum á þéttbýlissvæöinu á sv-horni landsins, er viöast hvar sundurslitinn og skapar börnunum mikil hiaup og mæðrunum stress. Þessi börn i Hólabrekkuskóla undu hag sinum hið besta, þegar myndin var tekin rétt fyrir slðustu jól, en þekkja eflaust öll það sem á að ræða i sjónvarpsþætti I kvöld. Nær fá þau skikkan- legan vinnudag? Það hafa sagt mér foreldr- ar, að það að koma börnum sinum inn á dagheimili eða leikskóla borgarinnar, sé hreinn barnaleikur hjá þeim hörmungum sem upphefjast þegar börnin byrja i skóla. Skóiayfirvöld láta nefnilega viðast hvar eins og við séum enn á ártalinu 1950 eða þar um bil, þegar á hverju heimiii beið kona eftir börnunum þeg- ar þau komu heim úr skólan- um. Fossvoesskóli hefur lengi veriö með nokkurn veginn samfelldan skóladag, og nú hefur Fræösluráð samþykkt að gera tilraun með tvo skóla næsta vetur. En komið veröur inn á þessi mál I umræðuþætti sjónvarpsins i kvöld, sem heit- ir „Samfelldur vinnutimi skólabarna”. Þar munu mæta til leiks Kári Arnórsson, skólastjóri Fossvogsskóla, Hrólfur Kjartansson, náms- ráögjafi, Guðmundur Magnússon, fræðslustjóri Austurlands, og Sigrún Gísla- dóttir. r \ Siónvarp kl. 22.10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.