Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 B-lístlnn gegn Borgar spítalanum Málefnastaöa Fram- sóknarf loksins í Reykja- vík er sterk eins og fram kom í sjónvarpsþætti á sunnudag. Sérstaka at- hygli vakti hversu fjöl- breytileg og margháttuð stefnumálin eru og hve útbreidd og dýpt í mál- flutnigi frambjóöenda Flokksins var mikil. JÓN KLOFI —Rithöfundar með réttar skoð- anir! Gangið í borgarsjóöinn og sækið ykkur hnefa, Davið lætur semja sögur og skrifar upp á skilmála. Svarthöfði sér um kommana. Við á Bændablaöinu tókum nokkra frambjóðendur tali eftir sjónvarpsþáttinn. „B-listinn gegn Borgarspital- anum er okkar kjörorð” sagði stýrimaðurinn á listanum. „Það er ófært að allskonar dreifbýlis lýöur liggi upp á kostnað okkar borgarbúa lon og don á Borgar- spitalanum. Að maður tali nú ekki um að við borgarbúar sé- um að halda þar uppi mötuneyti fyrir Alþýðubandalagsfólk af öllu landinu. Hinsvegar er ekki nema rétt að rikið kosti undir Reykvikinga á rfkisspitölunum i borginni. Sveitavargurinn er ekki of góður að létta undir með okkuriborginni”. „Aðalstefnan er að rikið yfir- taki Borgarspitalann”, sagði Gerður. „Við unnendur frjáls framtaks i Framsóknarflokkn- um teljum óeðlilegt að borgin reki eigin fyrirtæki á borð við Borgarspitalann og teljum eðli- legra að rikið reki hann eins og annan taprekstur”, sagði Jó- steinn. Sveinn og Sigrún tóku i sama streng og sögöu: „Vilt þú, kæri Reykvíkingur, liggja inn- anum fjósamenn á Borgar- spitalanum?” „Fram til sigurs”, sagði Auð- ur „Ungt fólk flykkist að okkur undir kjöroröinu B-listinn gegn Borgarspitalanum”. Við á Bændablaðinu tökum undir þessi viðfeðmu og fjöl- breyttu baráttumál B-listans, en við náðum þvi miður ekki i Kristján i 1. sæti þvi hann var á fundi i borgarráði, þar hann var að samþykkja 5 ára rekstrar- áætlun borgarinnar á Borgar- spitalanum. Heilbrigðisráðu- neytið gjörir kunnugt Til Samkomulags við Framsóknarflokkinn i Reykjavik hefur hiö háa heilbrigðisráðuneytiö ákveöið aö á B-álmu Borgarspitalans fái engir aðrir en aldraðir langlegu Reykvikingar þjónustu. B- -álma fyrir dreifbýlisaldraða-langlegusjúklinga veröur til bráðabirgða komið fyrir i Hamragörðum, félagsheimíii sam- vinnumanna i Reykjavik. Jafnframt kunngerir ráðuneytið að rikisspitölum á höfuðborgar- svæðinu verði gert skylt að hætta að deildarskipta sjúkrahúsum eftir tegundum sjúkdóma. Handlæknis-lyflæknis- og bæklunar- deildir skulu lagðar niður en þess I stað tekin upp skipting sjúkr- ahúsa eftir kjördæmum. Miða skal að þeirri framtiðarlausn að sjúkrahúsum rikisins skuli skipt upp i sýslur og hreppa. Þá þarf Fljótamaöurinn ekki aö liggja meö þingmanni Strandamanna, enda sjá allir hvernig það færi. Þá skal að þvi stefnt að læknar og hjúkrunarlið séu úr átthögum sjúklinga. Heiibrigðisráðuneyti 23. mai 1982 Svavar Gestsson heilbrigðisráðherra Útgáfa markaskrár á dagskrá Átthagarnir verði lifandi kraptur í lífi hins veika manns Það var einsog Jónas frá Hriflu væri endurborinn. Allt i einu er Framsóknarflokkurinn minn kominn með hreinar linur og beinar i borgarstjórnarpóli- tikinni. B-listinn gegn Borgar- spi'talanum. Engin auglýsinga- stofa gæti gert betur en við Framsóknarmenn við að koma boðskapnum á framfæri. Hver veit ekki að við erum gegn Borgarspitalanum. Allir vita nú til hvers við höfum barist öll þessi ár, — gegn Borgarspitala- num. 1 framkvæmd li'tur þessi stefna þannig út að við stöndum við hana I áfönguin. Til að byrja með verður Reykvikingum bannaðaðliggja á Landakoti og Landspitalanum og sveitafólki bannað að liggja á Borgar- spitalanum. Þá lætur rikið undan og leyfir okkur að flytja B-álmu Borgarspitalans að Hamragörðum, þarsem við hvilum rótt við fljótsins dreymnu ró. Næsti áfangi er auðvitað sá, að sjúkrahúsum á höfuðborgar- svæðinu verður kjördæmaskipt, siðar skipt upp i sýslur og hreppa. I óskalögum sjuklinga heyrast þá kveðjur á borð við þessa: „Mamma scm iiggur á Eyjahreppi i Snæfells- og Hnappadaissýslu fær bestu kveðjur frá kvenfélaginu....”Til að ekkert fari á milli mála, getum við hugsað okkur að i framtiðinni verði fólk eyrna- merkt, þannig að falli maður I aungvit og ekki sé hægt að sjá hvaðan hann er ættaður á svipn- um, þá sé hægt að skoða markið og leggja manninn inn á rétta deild i spitalanum. Þá verða gefnar út markaskrár og við keppumst við að leggja mörk á minnið. Með þessu vinnst tvennt. 1 fyrsta lagi fær Framsoknar- flokkurinn fylgi. f öðru lagi kallar þetta á þjóðernislega endurvakning. Atthagarnir verða aftur lifandi kraftur i lifi hins ve'ka manns. B-listinn gegn Borgarspitalanum. Biíri Borgarráð samþykkir: Leið tvö gangi hring-] leið um Orfirisey Árangur yinnustaðafundar Á VINNUSTAÐAFUiyíjfksem full- Buðust þremenningarnir til aðl ar Siálfslæðis~ " ~ Davíðssálmar og -stökur Davíð er ekkert dingaling drápu mikla um hann syng, hetjan mín því kom í kring, að keyra strætó víðan hring. Búri skrifar: B-listinn gegn Borgarspítalanum: Framb j óðendakynning Bændablaðsins: Jósteinn Gerður Sveinn Sigrún Auður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.