Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 12. mai 1982 F j ölbrau t arsk ólinn Breiðholti INNRITUN í FJÖLBRAUTASKÓLANN i BREIÐHOLTI fer fram i Miðbæjarskól- anum i Reykjavik dagana 1. og 2. júni næstkomandi kl. 9.00—18.00 svo og i húsa- kynnum skólans við Austurberg dagana 3. og4. júni á sama tima. Umsóknir um skól- ann skulu að öðru leyti hafa borist skrif- stofu stofnunarinnar fyrir 7. júni. Þeir sem senda umsóknir siðar geta ekki vænst skólavistar. Fjölbrautaskólinn i Breiðholti býður fram nám á sjö náms- sviðum og eru nokkrar námsbrautir á hverju námssviði. Svið og brautir eru sem hér segir: Almennt bóknámssvið (menntaskóla- svið). Þar má velja milli sex námsbrauta sem eru: Eðlisfræðibraut, Félagsfræði- braut, Náttúrufræðibraut, Tónlistarbraut, Tungumáiabraut og Tæknibraut. Heilbrigðissvið: Tvær brautir eru fyrir nýnema: Heilsugæslubraut (til sjúkra- liðaréttinda) og Hjúkrunarbraut, en hin siðari býður upp á aðfaranám að hjúkrun- arskólum. Ilússt jórnarsvið: Tvær brautir verða starfræktar: Matvælabraut I er býður fram aðfaranám að Hótel- og veitinga- skóla islands og Matvælabraut II er veitir réttindi til starfa á mötuneytum sjúkra- stofnana. Listasvið: Þar er um tvær brautir að ræða: Myndlistabraut bæði grunnnám og framhaldsnám svo og Handmenntabraut er veitir undirbúning fyrir Kennarahá- skóla islands. Tæknisvið: (Iönfræðslusvið) Iðnfræðslu- brautir Fjölbrautaskólans i Breiðholti eru þrjár: Málmiðnabraut, Rafiðnabraut og Tréiðnabraut. Boðið er fram eins árs grunnnám, tveggja ára undirbúnings- menntun að tækninámi og þriggja ára braut að tæknifræðinámi. Þá er veitt menntun tii sveinsprófs i fjórum iðngrein- um: Húsasmiði, rafvirkjun, rennismiði og vélvirkjun. Loks geta nemendur einnig tekið stúdentspróf á þessum námsbraut- um sem og öllum 7 námssviðum skólans. Hugsanlegt er, að boðið verði fram nám á sjávarútvegsbraut á tæknisviði næsta haust ef nægilega margir nemendur sækja um þá námsbraut. Uppeldissvið: Á uppeldissviði eru þrjár námsbrautir i boði. Fóstur- og þroska- þjálfabraut, iþrótta- og félagsbraut og loks menntabraut, er einkum tekur mið af þörfum þeirra er hyggja á háskólanám til undirbúnings kennslustörfum, félagslegri þjónustu og sálfræði. Viðskiptasvið: Boðnar eru fram fjórar námsbrautir: Samskipta- og málabraut, skrifstofu- og stjórnunarbraut, verslunar- og sölufræðabraut og loks læknaritara- braut. Af þrem fyrrnefndum brautum er hægt að taka almennt verslunarpróf eftir tveggja ára nám. Á þriðja námsári gefst nemendum tækifæri til að ljúka sérhæfðu verslunarprófi i tölvufræði, markaðsfræð- um og sölufræðum. Læknaritarabraut lýkur með stúdentsprófi og á hið sama við um allar brautir viðskiptasviðs. Nánari upplýsingar um Fjölbrautaskól- ann i Breiðholti má fá á skrifstofu skólans að Austurbergi 5, simi 75600. Er þar hægt að fá bæklinga um skólann svo og Náms- visiF.B. Skólameistari Áttræður í dag lón Sigurðsson fyrrverandi formaður Sjómannasambands fslands Jtín Sigurðsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands íslands, erindreki Alþýðusam- bands tslands og framkv. stj. þess um mörg ár og forustu- maður i verkalýðshreyfingunni i meira en hálfa öld á áttatiu ára afmæli i dag. Ég vil setja hér á blað örfáar iinur i tilefni þessara ti'mamóta í Bætt kjör sjómanna voru Jóni ávallt hjartans mál. Hann þekkti af eigin raun vel til þess aðbúnaðar og starfsaðstöðu er sjómenn áttu við að búa áratugum saman. Hann beitti sér af einbeit ni fyrir stofnun Sjó- mannasambandsinS árið 1957 og var strax kosinn formaður þess og ávallt endurkosinn til 1975 að lifi Jóns, svo mikil samskipti hefi ég átt við hann, allt frá fyrstu starfsárum minum i' verkalýðs- hreyfingunni, allt til þess að hann lét af formennsku i Sjtímanna- sambandi Islands árið 1975. Ekki er það þtí svo að við Jón höfum ávallt verið samsiða i gegnum árin og áratugina i verkaiýðsmálabaráttunni. Ég man Jón ungan og vigreifan, jakkalausan á skyrtunni á alþýðusambandsþingum i — and- skotaflokkinum miðjum —eins og Þorsteinn Erlingsson orðaði það, þegar hann þing eftir þing var i þeim armi þingsins, sem ég barðist gegn. Ég man Jón lika, og ekki siður, sem samherja og málefnalegan samstarfsmann, og þá ekki sist hin siðari ár hans, sem formann i Sjómannasambandi Islands. En mest og best man ég Jón sem starfsmann og erindreka Alþýðu- sambands Islands, — man hann sem góðan gest á fundum og ferðalögum viðsvegar um landið, gefandi upplýsingar, ráð og til- sögn, sem á þurfti að halda á hverjum stað. Þá var hann ráðgjafinn, sem öllum félögum þjónaði jafnt i hvaða armi eða sellu forustumenn og félögin voru talin. Jón var ávallt sterkur baráttumaður og vigfimur vel i þeim hörðu átökum, sem oft urðu á fyrri starfsárum hans i verka- lýðshreyfingunni. Vist er um það að á þeim árum og raunar lengst af var Jón mjög umdeildur, svo hefur og oft verið um þá, sem i forustu hafa staðið. hann gaf ekki lengur kost á sér. Jón var einnig ritari og formaður Sjómannafélags Reykjavikur árum saman. Jón taldi mikla nauðsyn á stofnun Sjómannasam- bandsins, ekki sist vegna þess að kjörsjómanna voru að ýmsuleyti i sérflokki, þegar hinir almennu kjarasamningar voru til meðferðar. Þá urðu ósjaldan útundan i samningalotunum ýmisleg hagsmunamál sjómanna. Kannske kom oft og tiðum lika til erfið aðstaða starfandi sjómanna til að vera virkir i samningagerðinni og Jón þvi oft liðfár i' allsherjarsamn- inganefndunum af samherjum úr sjómannastétt. Með stofnun Sjómannasam- bandsins breyttist þetta mjög til batnaðar. Sjómannasambandið tók i sinar hendur sérkjaramál stéttarinnar. Sambandið varð fljótlega, undir forustu Jóns, af- gerandi aðili i samningum fyrir sjómenn, og fjölgaði félögum i sambandinu strax á fyrstu árun- um sem gerði það að verkum að Sambandið náði fram mjög mik- ilvægum atriðum inn i kjara- samninga sjómanna. En þtí kjaramál verkalýðs- hreyfingarinnar hafi verið snar þáttur i starfi Jóns i gegnum árin gegndi hann jafnframt mörgum opinberum stik-fum, átti sæti i mörgum stjórnskipuðum neftid- um. Hann gegndi um tima fram- kvæmdastjórastarfi félags sér- leyfishafa, forstjórastarfi inn- flutningsskrifstofunnar, skrif- stofust jóra starfi verðlagsskrif- stofunnar, endurskoðandi sildar- verksmiðju rikisins ofl. ofl. Þessi upptalning sýnir að Jón hefir not- ið verðugs trausts og verið sam- kvæmt þvi valinn til margskonar ábyrgðarstarfa. Kona Jóns er Jóhanna Guðmundsdtíttir frá Seyðisfirði. Mikilhæf og góð kona, sem verið hefir Jtíni styrk stoð i hans marg- þættu viðangsefnum. Á heimili þeirra að Kvisthaga 1 er gott að koma. Þar er mótttakahlý, sam- ræður og viðdvölin ávallt ánægjuleg. Nú er Jón á áttræðisafmælinu , sestur að mestu i helgan stein. Kraftur æskuáranna að sjálf- sögðu nokkuð þorrinn. Vonir æskuáranna um bætt lifskjör verkafölks i landi okkar margar orðnar að veruleika, þó sumar hafi ekki ræst, eins og gengur og gerist á veðrasamri veraldar- göngunni. Vissulega getur Jón lit- ið yfir farinn veg ævistarfsins með rósemi þess manns, sem skilað hefir hlutverki sinu með sóma. Þegar sóltekur að siga að Ægi á ævibrautinni eru minningarnar sá fjársjóður sem geymist og varðveitist meðan vitund vakir. Þar er af miklu að taka hjá Jóni, svo fjölþætt og umfangsmikið er það starf, sem hann hefur af hendi leyst á langri og oft stormsamri ævigöngu. Ég óska þess að ævikvöldið verði Jóni og Jóhönnu bjart og gæfurikt og færi þeim þakkir minar fyrir vinsemd og ánægju- leg kynni. Björgvin Sigurðsson, Stokkseyri. Hvað ná margar konur kosningu? Kvenréttindafélag tslands verður með kosningagetraun f til- efni sveitarstjórnarkosninganna 22. mai n.k. Þátttakendur munu geta upp á fjölda kvenna, er ná kosningu i Reykjavik, á Akureyri og á land- inu öllu. Eingöngu er miðað við úrslit á þeim stöðum þar sem kos- ið verður 22. mai 1982. Getraunaseðlarnir, sem kosta 10.00 kr. eintakið, munu verða til sölu hjá félagsmönnum, og á fundum sem tengjast kosningun- um, s.s. á fundi KRFl meö kven- frambjóðendum i Reykjavik og á framboðsfundum stjórnmála- flokkanna. Upplag miðanna er 6.000 eintök, og er vinningshlutfall 40% af and- virði seldra miða. Ritarl Utanrikisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa i utanrikisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu i ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli, auk góðrar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun og starf i utanrikisráðuneyt- inu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa i sendiráðum íslands er- lendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanrikisráðuneytinu, Hverfisgötu 115,105 Reykjavik, fyrir 22. mai 1982. Utanrikisráðuneytið. ÍSSKÁPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. wm—-n&i REYKJAVÍKURVEGI 25 Hafnarfirði sími 50473

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.