Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 12. mai 1982 Miövikudagur 12. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 KONUR í FRAMBOÐI 1974, 1978 OG 1982 HLutfall kyenna er hæst á G-listanum Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn skemmst komnir í átt til jafnréttisframboða ffft Þ|'óðviljinn hefur látið taka saman yf irlit um hlutfall kvenna á framboðslistum flokkanna í bæjarstjórnarkosningum 74 78 og 1982. Af þeim töflum sem hér eru birtar má ráða að konur hafa sótt fram í pólitíkinni, og hlutfall þeirra á listum hefur verið lang- hæst hjá Alþýðubandalaginu, en lægst hjá Framsóknarflokki og Sjálfstæðisf lokki. Þessi mismun- ur verður enn skýrari þegar tekin eru tvö efstu sæti lista f lokkanna íkaupstöðum landsins. Þar hefur Alþýðubandalagið með sína G- lista sömu sérstöðu í þessum þrennu kosningum og hvað heild- arhlutfallið snertir. Svartast var ástandið hjá Sjálfstæðisflokkn- um 1974, þegar aðeins ein kona var í efstu tveimur sætum á list- um flokksins yfir allt landið. Og enn eru aðeins 11 og 12% fram- bjóðenda Sjálfstæðisf lokks og Framsóknarflokks í efstu tveim- ur sætunum konur, en hinsvegar 38% hjá Alþýðubandalaginu, eða því sem næst sama hlutfall og heildarhlutfall kvenna á G-list- um í kaupstöðum landsins. Þá kemur fram í töflu um f jölda bæjarfulltrúa eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar 1978 að jafnmargar konur frá Alþýðu- bandalaginu sitja í bæjarstjórn- um og frá hinum flokkunum þremur samanlagt, eða 8 konur kosnar af G-lista og 8 konur kosn- ar af A, B og D-listum. Við þann samanburð sem hér er gerður er aðeins tekið mið af hreinum flokkslistum eða listum sem flokkarnir hafa lýst opin- berum stuðningi við. Skýrir það í mörgum tilvikum mismun\ á heildarfjölda fulltrúa. Kaupstaðir 1982 1704 frambjóöendur, þar af 588 konur, eöa 34,5%. G: 151 af 381 = 40% konur A: 111 af 352 = 31% ” B: 109 af 390 = 28% - ” D: 112 af 395 = 28% ” Aðrir: 105 af 186 = 56% ” Kaupstaðir 1978 1596 frambjóðendur þar af 362 konur eða 22.7% G: 102 af 337 = 30.3% konur A: 73 af 321 = 22.7% ” B: 64 af 360 = 17.8% ” D: 79 af 387 = 20.4% ” Aðrir: 44 af 191 = 23.0% ” Kaupstaðir 1974 1270 frambjóðendur þar af 238 konur, eða 18.7% G: 54 af 192 = 28.1% konur A: 36 af 202 = 17.8% ” B: 41 af 242 = 16.9% ” D: 57 af 338 = 16.9% ” Aðrir: 50 af 296 = 16.9% ” Kynskipting í efstu tveimur sæt- um hjá flokkunum í kaupstöðum 1982 G: 16 konur, 26 karlar = 38% konur A: 10 ” , 28 karlar = 26% ” B: 5 ” , 37 karlar = 12% ” D: 5 ” ,39 karlar = 11% ” 1978 G: 8 konur, 30 karlar = 21% konur A: 4 konur, 32 karlar = 11% ” B: 2 konur, 38 karlar = 5% ” D: 4 konur, 40 karlar = 9% ” 1974 G: 7 konur, 15 karlar = 31.8% konur A: 2 konur, 24 karlar = 7.7% »» B: 2 konur, 24 karlar = 7.7% »» D: 1 kona, 37 karlar = 2.6% »» Fjöldi bæjarfulltrúa 1978 — ’u eo 3 C O 5Í M G ...33 8 A 2 B 2 D 4 Aörir 2 Rætt við Öddu Báru Sigfúsdóttur borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins, sem unnið hefur að borgarmálum í yfir 20 Borgarfulltrúar Alþýöubandalagsins eftir kosningarnar 1978. Frá vinstri Þór Vigfússon, Adda Bára Sigfúsdóttir, Sigurjón Pétursson, Guörún Helgadóttir og Guömundur Þ. Jónsson. — Hefur Kvennaframboöiö nú valdiö þér vonbrigöum? ,,Það eru mér mikil vonbrigði að róttækar konur skuli telja sig þurfa sérstakt kvennaframboð við hlið Alþýðubandalagsins.” Reynsluheimur ioreldra — Finnst þér það hafa skipt miklu máli fyrir þig i þínum af- skiptum af stjórnmálum að þú ert kona — að þinn „reynsluheim- ur”er annar en karlmanna? ,,Ég hef alltaf unnið með jafn- réttissinnuðum karlmönnum og mér hefur ekki verið haldið niðri vegna þess að ég er kona. Ég hef ekki lent f „kaffiuppáhellingum” á fundum, enda ekki boðið upp á það. Ég kann að visu að hella upp á könnuna og hef oft gefið borgar- málaráði Alþýðubandalagsins kaffi. Mig minnir að það kaffi hafi eitthvað komið við sögu i kosn- ingabaráttu Daviðs Oddssonar fyrir fjórum árum. Einu sinni man ég eftir að hafa staðið sér- staklega fyrir kaffi, en það var þegar við vorum að safna fyrir kaffibollum hjá Æskulýðsfylking- unni i gamla daga. Hvað snertir „sérstakan reynsluheim kvenna” vil ég segja, að það hefur gert mig miklu öruggari i málum, sem snerta t.d. börn,aðeiga sjálf börn og gera mér þvi grein fyrir þvi hvað nútimaþjóðfélag er erfitt fyrir mæður og börn, — en reynd- ar einnig fyrir feður og börn. Sameiginlegur reynsluheimur foreldra er vissulega engin imyndun og á honum eigum við aðbyggja. Það er besta veganest- ið.” Meirihlutinn 1978 — Ef við víkjum aftur að setu þinni i borgarstjórn. — Voru þaö ekki óvænt viðbrigði að lenda svo i meirihluta 1978 og taka þannig við stjórnartaumum? „Það var bæði óvænt og gleði- legt. Maður trúði varla tölunum, þegar þær komu. En ég held að við sem höfðum unnið i þessu svona lengi höfum strax gert okk- ur grein fyrir ab nú tæki við mikil vinna og nýir erfiðleikar. Eftir hálfrar aldar ihaldsstjórn var mikið starf fyrir höndum hjá okk- ur og það var engan veginn hægt aðláta alla sina óskadrauma ræt- ast á einni nóttu.” — Hefur þetta verið strembin samvinna hjá meirihlutanum þessi fjögur ár? „Þegar ég lit til baka yfir þetta timabil finnst mér að þetta hafi gengið betur en hægt var að ætla fyrirfram. Við gátum ekki vitað hvort samstarf flokkanna myndi endast út timabilið, sem raun varð þó á. Og á þessu timabili hafa mörg þýðingarmikil mál komist i höfn eða vel á veg.” Hin „mjúku mál” — Geturðu nefnt sérstaka málaflokka sem þér hafa veriö Það er Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur og borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, annar mað- ur á lista flokksins i borgarstjórn- arkosningunum i vor, sem segir svo frá uppvexti sinum. Adda Bára er Reykvikingum vel kunn- ug eftir meira en 20 ára ötult starf að borgarmálum. Við höldum áfram að spjalla um uppvaxtarárin: „Faðir minn sagði eitt sinn: „Það er alveg nauðsynlegt að dæturnar gangi menntaveginn. Strákurinn getur frekar bjargað sér”. Og við fórum öll þrjú i menntaskóla.” Langaði til að leggja fyrir mig stærðfræðilegt fag — Nú hefur veðurfræði trúiega ekki veriö algeng grein á þessum árum, sist hjá kvenfólki. Hvers vegna lagöirðu stund á hana? „Mig langaði til að leggja fyrir mig eitthvert stærðfræðilegt fag. Veðurfræöi var svo kynnt i menntaskólanum. Þá varð mér strax ljóst að þetta var íag sem myndi henta mér vel og ekki mik- il hætta á atvinnuleysi, ef maöur legði þá grein fyrir sig. Það varð svo úr að ég fór til Noregs og lauk námi i Osió 1953.” — Ilvernig var svo aö koma heiin og hefja störf sem veður- fræðingur? „Flestir veðurfræðingar hófu þá störf á Keflavikurflugvelli við flugveðurspár, en það var kannski min gæfa að vera sósial- isti, þvi kom ekki til greina að ég fengi þar starf. Veðurstofunni voru sett þau skilyrði að senda enga kommúnista á Keflavikur- flugvöll. Þetta varð til þess að ég fékk ágæta og mun betri stöðu en þeir sem á völlinn fóru. Ég gegni henni enn, en það er staða deild- arstjóra veðurfarsdeildar.” Stjórnmálaafskiptin hefjast — Hvenær hefjast svo afskipti þín af stjórnmálum? „Ég talaði i fyrsta sinn á kosn- ingafundi þegar ég var nýbakað- ur stúdent vorið 1946 og talaði að sjálfsögbu um konur og sósial- isma. Siðar starfaði ég i Kven- réttindafélaginu og ég varð for- maður i Æskulýðsfylkingunni i Reykjavik að mig minnir 1954. Formennskunni hætti ég 1956 en það ár fæddist eldri sonur minn. 1962 fer ég svo inn i borgar- stjórn.” — Var erfitt að sinna borgar- málum með heimili og lítil börn? „Það er mjög erfitt að sitja i borgarstjórn og hafa miklum skyldum að gegna annars staðar, hvort heldur er i vinnu eða á heimili. Þetta hefur raunar litið breyst á þessum langa tima, þótt margt annað hafi breyst. Fundar- seta er oft löng og óregluleg og þvi erfið ef fólk á litil börn. Móðir min og eiginmaður Bjarni Bene- diktsson frá Hofteigi studdu mig mjög i störfum minum og vegna þeirrar einstæðu aðstöðu var mér þetta kleift. Reyndar dró ég mig að mestu úr borgarmálunum á árunum 1966 - 70. Ég kom siðan inn i þetta aftur 1970 og hef verið samfleytt siðan i borgarstjórn.” — Mestallan þennan tfma var Alþýðubandalagið I minnihluta, eöa þar til 1978, þegar vinstri meirihlutinn tók viö stjórnar- taumum i borginni. Var ekki þreytandi að vera svona lengi I minnihluta? „Gft fannst manni það, en þessi áralanga barátta skilaði þó árangri. Hann var einkum fólginn i þvi að halda uppi umræðu, gera kröfur og koma með tillögur sem að visu voru alltaf felldar, en komu oftast upp aftur sem tillög- ur meirihlutans i einhverri ann- arri mynd. Sósialistar höfðu t.d. lengi þrýst á um byggingu dag- heimila og leikskóla, þegar ihald- ið tók að mjakast þar úr sporun- um. En það var bæði of seint og of litið, eins og faðir minn var vanur að segja. Hvað halda Kvennaframboðs - konur að þetta fólk hafi verið að gera? Það hefur alltaf verið mikill áhugi hjá okkur á málefnum sem snerta konur sérstaklega og mikil barátta háð fyrir þeim. Þess vegna er það ötrúlega ósann- gjarnt þegar Kvennaframboðs- konur segja: „Þau málefni, sem gætu bætt hag kvenna lenda jafn- an neðst á lista”, og láta þar eitt yfir alla flokka ganga. Það er hat- rammlegt að segja þetta þegar verið er að ræða um borgarstjórn iReykjavik.Þettaersambland af vanþekkingu og hroka. Konurnar i Kvennaframboðinu mættu gjarnan kynna sér störf Sósial- istaflokksins og siðar Alþýðu- bandalagsins i bæjarstjórn Reykjavikur, sem siðan varð borgarstjórn. Þessi ummæli eru bein móðgun við það fólk, lifs og liðið, sem þarna barðist. Hvað halda þessar konur að Katrin Pálsdóttir, sem var bæjar- fulltrúi 1942 - 50 og formaður Mæðrafélagsins hafi verið að gera i bæjarstjórn? Hvað halda þær að Katrin Thoroddsen hafi verið að gera i bæjarstjórn 1950 - 54, — eða faðir minn? Ef þessar konur halda að þetta fólk hafi troðið málum kvenna neðst á lista þá er það mikill misskilningur. Petrina Jakobsson tók við i bæjarstjórn- inni af Katrinu 1954 til 1958, en næsta kjörtimabil áttu sósialistar enga konu i bæjarstjórn. Þá sneri Guðmundur Vigfússon, sem þá var efstur á listanum, sér til min og bað mig að semja þær tillögur um dagheimili, leikskóla og leik- velli sem flokkurinn ætti að flytja i bæjarstjórn. Ég gerði þetta og hann fylgdi kröfunum eftir, — en ihaldið sá um að fella þær. Hagsmunamál kvenna hafa ekki verið ágreiningsmál í ABR Konur og karlar i Alþýðu- bandalaginu hafa sannarlega ekki staðið i striði sin á milli vegna sérstakra hagsmunamála kvenna. Margir karlmenn i ABR hafa einmitt beitt sér sérstaklega fyrir málefnum, sem einkum snerta hagsmuni kvenna. Ég nefni i þessu sambandi þá Sigur- jón Björnsson og Þorbjörn Broddason.” ár Siguröur Guömundsson spjallar viö öddu Báru I boöi sem borgarstjórn heldur öldruöum Reykvikingum 1. mai. þýöi niðurskurð á ljármagni tii hinna svokölluðu „mjúku mála”. Það er ótal margt sem borgin verður að setja fé sitt i. Það þarf að útvega lóðir, sjá um gatna- gerð, það þarf að reka þær stofn- anir sem borgin á, byggja skóla, dagvistarheimili og fleira og fleira. Ef menn ætla að minnká tekjurnar, þá er hætt við að það verði litið eftir til nýrra félags- legra verkefna. Ég vona að mönnum sé ljóst hvaða þýðingu það getur haft fyrir borgarbúa ef eitthvert lát verður á þeirri sókn sem núverandi meirihluti hefur hrundið af stað i heilbrigðis-, fé- lags- og dagvistarmálum i Reykjavik á þessum fjórum ár- um.” Timi okkar er löngu á enda og hér sláum við botninn i viðtalið við öddu Báru Sigiusdóttur. Frá okkur fer hún á fund, en áður ætl- ar hún að skrifa bréf fyrir mann, sem á rétt á úlsvarslækkun vegna veikinda: „Það er sjálfsagt mái að fella niður gjöld á þeim sem glata vinnugetunni, en það fólk sem er hjálpar þurfi græðir harla litið á þeirri allsherjar skattalækkun sem ihaldið boðar i kosningabar- áttunni. — Þs Opnun nýrrar slysadeildar Borg- arspitalans 1980. „Ég er alin upp við mikinn áhuga á þjóðmálum. Stjórnmál voru tii umræðu flesta daga á heimili foreldra minna. Faðir minn Sigfús Sigurhjartarson stóð i þessari baráttu og móðir min, Sigriður Stef- ánsdóttir, var konan á bak við hann. Hún hafði mik- inn áhuga á stjórnmálum, þótt hún beitti sér ekki út á við. Hún var aldrei mædd yfir þvi hlutskipti sinu að vera fyrst og fremst húsmóðir, en lagði mikið upp úr þvi að við systurnar ættum allra kosta völ og fengjum góða menntun. Hún var bakhjarl okkar hinna i fjölskyldunni.” JAFNRETTIÐ er f ólgið í samvinnu karla og kvenna Adda Bára I ræöustól á slöasta borgarstjórnarfundi á þessu vori, sem' haldinn var I s.l. viku. Viö hliö hennar er Sigurjón Pétursson og þá Egill Skúli Ingibergsson, borgá'éstjóri. Húsakynni aldraöra viö Dalbraut opnuö 1975. kærari en aörir á þessu timabili? „Það má segja að hin svoköll- uðu „mjúku mál” hafi höfðað meira til min, en þau „hörðu” sem ég hef þó engan veginn viljað láta karlmönnum einum eftir. I „mjúka” flokknum eru m.a. dag- vistarmál, heilbrigðismál og dvalarheimili fyrir aldraða, en ég hef einnig setiö i stjórn Hitaveitu Reykjavikur, Rafmagns- og vatnsveitu og i Framkvæmdaráði borgarinnar. Ég tel mjög þýðing- armikiö að konur sinni sérstak- lega þeim málum, sem hætt er við að margir karlmenn hafi litinn áhuga á, en þær eiga ekki að draga sig i hlé, þegar um er aö ræða mál, sem til þessa hafa ein- göngu verið á verksviði karla. Karlar og konur eiga að vinna saman. 1 þvi er jafnréttið fólgið.” Ekkert lát má verða á sókninni — Að lokum : Fari svo aö ihald- ið nái meirihluta i kosningunum i vor — hvaöa málaflokkar yröu þá í mestri hættu aö þinu mati? „Sjálfstæðismenn hafa lýst þvi yfir að þeir vilji minnka skatta. Ég er býsna smeyk um að það

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.