Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 11
Miövikudagur 12. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir[/j iþróttir „Ég hitti nú eins vel meö gamla prikinu minu”, sagöi Elisabet Vilhjálmsson, sigurvegari i bogfimi á islands- móti fatlaöra i iþróttum á Akranesi á dögunum. Boginn hennar Elisabetar er margslungiö verkfæri og ekki er gott aði segja hvaö Hrói gamli höttur heföi gertmeö svona grip A fyrstu myndinni er boganum raðað saman, á annarri er strengurinn strekktur, á þriöju og fjóröu er jafnvægiö stillt, og á fimmtu og sjöttu er Eliasabet búin aö spana og tilbúin að skjóta. Búnaöurinn sem ákvarðar hvenær allt er tilbúiö sést vel á siöustu myndinni. Myndir: —gel— „Hitti eins vel með gamla prikinu” Víðir Suðurnesjameistari lafnt á Hlghbury Liverpool hefur nú þrjú stig fram yfir Ipswich Suðurnesjamótinu i knatt- spyrnu er nýlokið en það hefur staðið yfir undanfarnar vikur. Lokastaðan varð þessi: Víðir............6 3 2 1 10-9 8 Njarðvik.........6 3 1 2 10-8 7 í 34. leikviku Getrauna komu fram 5 seölar með 12 réttum og var vinningshlutinn kr. 26.585.00 en með 11 rétta voru 109 raðir og vinningshlutinn kr. 522.00. AJlir seðlarnir með 12 réttum voru kerfisseðlar, og einn þeirra með 36 raða kerfi, og verður þá ReynirS..........6 2 2 2 10-7 6 Grindavik........6 0 3 3 3-9 3 Viðir og Grindavik leika i SV- riðli 3. deildar en Njarðvik og Reynir i 2. deild. —VS heildarvinningur fyrir þennan seðil kr. 29.717.00. Nú er getraunatimabilinu að ljiika og siðasti getraunaseðillinn i umferð, en leikjum ensku deildakeppninnar lýkur næsta laugardag. Orslit leikja i ensku knatt- spyrnunni i gærkveldi urðu sem hér segir: 1. deild: Arsenal-Liverpool 1:1 Notts County-Middlesbrough 0:1 2. deild: Crystal Palace-Wrexham 2:1 Luton-QPR 3:2 3. deild: Bristol Rovers-Oxford 1:0 Burnley-Preston 2:0 Fulham-Gillingham 0:0 Newport-Southend 3:2 Wimbledon-Carslisle 3:1 4. deild: Halifax-York 0:0 Hull-Bournemouth 0:0 ’ Afar mikilvægur ieikur i topp- uppgjörinu fór fram á Highbury milli Arsenal og Liverpool. Ian Rush skoraði fyrir Liverpool á 32. minUtu sitt 30. mark á keppnistimabilinu. Höföu leik- menn Liverpool eins marks for- skot i hálfieik. En strax I upp- hafi þess siðari,þ.e. á 3. minUtu, jafnaöi Alan Sunderland fyrir Arsenal og við tölurnar 1:1 sat; Ekki er mikil ástæða til að fjöl- yröa um önnur Urslit. Sigur Middlesborough kemur liöinu að engum notum. Falli verður ekki afstýrt. Þá viröast þeir i 4. deildinni ekkiláta áhorfendur fá mikið fyrir aurana. Staða efstu liðanna i 1. deild eftir leiki gærkvöldsins er þessi: Liverpool 40 25 7 7 77:31 83 Ipswich 40 25 5 10 72:49 80 Man United40 20 12 8 54:29 72 Tottenham 38 20 10 8 63:39 70 Swansea 40 21 6 13 57:46 69 Liverpool nægir að sigra Tottenham heima á laugardag- inn til að liðið nái að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Frá Dublin berast þau tiðindi að trar séu hættir viö fyrir- hugaöan landsleik við Argen- tinu sem fram átti aö fara i Buenos Aires 18. mai. Fram- kvæmdastjórar Arsenal og Manchester United tilkynntu að irskir leikmenn liöanna fengju ekki að taka þátt i leiknum viö Argentinu. IAN RUSH... skoraöi sitt 30. mark á keppnistimabilinu. Tannlæknastofa í toppsæti Fyrirtækja- og stofnanakeppni BTl var haldin i Fossvogsskóla um siðustu helgi. Sigurvegari varð Tannlæknastofa Einars MagnUssonar Keflavik, en fyrir hana kepptu Bjarni Kristjánsson og Ómar Ingvarsson Þeir unnu HP hUsgögn i Urslitum 3:2. Fyrir HP hUsgögn kepptu Hilmar Kon- ráðsson og Trausti Kristjánsson. Kjötborg varð i þriðja sæti, keppendur þeir Kristjánsson og Bjarni Bjarnason. BUnaðarbank- inn hafnaði i fjórða sæti. Fimm með tólf rétta KNATTSPYRNA VÍÐS VEGAR UM HEIM IVestur-Þýskaland Bayern Miinchen á enn mögu- leika á meistaratitlinum eftir 1- ■ 0 sigur á Stuttgart um helgina Ien Hamburger og Köln geröu jafntefli i sinum leikjum. Asgeir Sigurvinsson lék siðustu þrjár • minUturnar með Bayern gegn Isinu nýja félagi, Stuttgart. Hamburger hefur 44 stig og á þrjá leiki eftir, Köln hefur 42 • með sama leikjafjölda en IBayern hefur 41 stig og á fjóra leiki eftir. Stuttgart er i 8. sæti með 32 stig. Diisseldorf, lið Atla ■ Eðvaldssonar og Prturs Orms Ilev, er einn i fallhættu með 24 stig. NUrnbert hefur einnig 24, Liverkusen 22, Darmstadt 18 og • Duisburg 17 en þrjU lið falla. j Betgía ■ Standard Liége tryggði sér I endanlega meistaratitilinn i siöustu umferðinni um helgina er liðið sigraði Lárus Guðmundsson og félaga hjá Waterschei, 3-1. Standard hlaut 48 stig, Anderlecht 46, Gent 45 og Lokeren 44. CS Briigge slapp naumlega við fall og lenti i 15. sæti af 18 en Beringen og Malines féllu. Frakkland Monaco varð franskur meistari en 1. deildinni lauk um helgina. Liðið frá furstadæminu hlaut 55 stig, St. Étienne 54, Sochaux 49, Bordeaux 48 og Laval, lið Karls Þórðarsonar 44. Lens, lið Teits Þórðarsonar, náði 13. sætinu af 20 liðum eftir að hafa verið i fallsæti lengst af. Teitur skoraði 19 af 44 mörkum liösins og varð fjórði markhæsti leikmaðurinn i 1. deild. Nice og Montpellier féllu og Valen- ciennes þarf að leika aukaleik um 1. deildarsæti. Skotland Aberdeen getur enn komist upp fyrir Celtic i Urvalsdeild- inni. Celtic tapaði 3-0 fyrir Dundee United á laugardaginn meðan Aberdeen vann St. Mirren 5-1. Celtic hefur 53 stig og á einn leik eftir en Aberdeen hefur 49 stig og á tvo leiki eftir. Rangers hefur tryggt sér þriðja sætið með 43 stig. Airdrie er fallið og Dundee og Patrick berjast um hitt fallsætið. Holland Ajax er nánast öruggt með sigur i deildinni þvi þegar tvær umferðir eru eftir hefur liðið 52 gegn 49 hjá PSV Eindhoven. Ajax hefur skorað gifurlega i vetur, 111 mörk i 32 leikjum. ítalia Juventus og Fiorentina hefa 44 stig hvort þegar einni umferð er ólokið. Bæði eiga Utileik i siöustu umferð en Juventus stendur betur að vigi þar sem markatala liðsins er betri. Roma er i þriðja sæti með 36 stig. Tékkóslóvakia Dukla Prag er tékkneskur meistari. Herliðið hlaut 42 stig, Banik Ostrava 38 og Bohemians Prag 38. Ungverjaland Raba ETO varð ungverskur meistari en liöið hlaut 49 stig. Ferenvarcos kom næst meö 44, Tatabanya 43 og Videoton 41. Portúgal Sporting Lissabon, undir stjórn Malcholm Allison, þarf aðeins eitt stig i tveimur siðustu umferðum til að tryggja sér meistaratitilinn. Sporting hefur 44 stig, Benfica og Porto 39. — VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.