Þjóðviljinn - 14.05.1982, Page 11

Þjóðviljinn - 14.05.1982, Page 11
Föstudagur 14. mal 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 fþróttirg) íþróttirg) íþróttír Meistaiamót Islandsmótið í knattspyrnu hefst um helgina: í 25 km hlaupi í Keflavík Meistaramót Islands i 25 km hlaupi veröur haldiö i Keflavík og nágrenni á morgun, laugardaginn 15. mai'. og er i umsjá frjáls- iþróttadeildar IBK. Hlaupiö hefstkl. 14. viö iþróttavöllinn i Keflavik, skeiöaö veröur lit i Garö, þaöan til Sandgeröis og slöan til Keflavikur á ný þar sem hlaupinu lýkur á upphafsstaö. Sams konar hlaup fór mjög vel fram i fyrra og aö þessu sinni eru flestir helstu hlauparar landsins meöal þátttakenda. V aldemar þjálfar blaklands- liðið Valdemar Jónasson hefur veriö ráöinn þjálfari karla- landsliösins i blaki. Liöiö tekur þátti Noröurlandamóti, i haust og kemur til með aö æfa vel i sumar. Valdemar er þessa dagana aö kanna hverjir gefa kost á sér og tólf manna landsliðshópur verö- ur væntanlega valinn innan skamms. — VS KR meistari KR varö Reykjavikur- meistari i kvennaknatt- spyrnu i gærkvöldi meö þvi aö sigra Fylki 6:0 i siöasta leik sinum. KR hlaut 7 stig úr 4 leikjum og önnur liö geta ekki náð þeim úr þessu. Islandsmet Ragnheiðar Ragnheiöur ólafsdóttir, FH setti tslandsmet i milu- hlaupi á þribjudag er hún sigraöi i kvennaflokki I Stjörnuhlaupi FH. Hún hljóp á timanum 5:10,3 min. I telþnaflokki setti Linda B. Olafsdóttir, FH, telpnamet er hún sigraöi á timanum 6:08,9 min. Gunnar Páll Jóa- kimsson, IR sigraði örugg- lega I karlaflokki, Jón Björn Björnsson, Breiöabliki, i piltaflokki og ómar Hólm FH i sveinaflokki. Sundmót KR Sundmót KR veröur haldiö sunnudaginn 23, mai i Sund- laugunum i Laugardal. Mótið hefst kl. 15. en byrjaö veröur aö hita upp kl. 14. Keppt verður i 12 greinum karla, kvenna, drengja og telpna og veröur afreksbikar SSÍ veittur fyrir besta afrek mótsins samkvæmt stiga- töflu. Þátttökutilkynningar á þar til gerðum skráningar- kortum þurfa aö berast Guömundi Arnasyni, Hrafn- hólum 2, 109 Reykjavik fýrir 19 mai ásamt skráningar- gjaldi, kr. 7 á skráningu. Besti timi á skráningarkorti á aö vera löglegur tími og ekki eldri en frá siöasta ári. Alls staðar byrjað á nema fyrír vestan Vellirnir í Laugardal þó engan veginn tilbúnir „Ætli niðurstaðan verði ekki sú að það verði leikið á grasi hér i Laugardalnum um helgina”, sagöi Baldur Jónsson vallarstjóri I samtali við Þjóðviljann I gær er hann var spurður hvort hægt yrði að byrja 1. deildarkeppnina I knattspyrnu á grasi hér I Reykja- vik. „Það verður leikið á Hallar- flötinni og menn verða bara að gera sér grein fyrir þvi að hún eyðileggst fljótlega þvi hún er i raun og veru ekki næstum þvi til- búin. Leikvangur meö gervigrasi hlýtur að fara að koma, og verður að koma, en það er eins og við islendingar áttum okkur ekki alltaf á hve norðarlega við erum á hnettinum”, sagði Baldur. Þá kom fram aö kuldakastið á dögunum gerir þaö að verkum aö vellirnir veröa ekki i raun tilbúnir til notkunar fyrr en eftir þrjár til fjórar vikur. Samt er áhættan tekin, aðallega knattspymunnar sjálfrar vegna, þvi eins og allir vita er knattspyrna leikin á grasi allt önnur og skemmtilegri iþrótt en knattspyrna leikin á möl. Stórleikurinn er Vikingur-Fram Fyrsta umferöin i 1. og 2. deild veröur leikin um helgina. A morgun, laugardag, leika Valur- KA iLaugardalkl. 14, IBV og IBK á grasvellinum viö Hástein i Eyjum á sama tíma og tsa- fjöröur-KR fyrir vestan kl. 15 á möl. Breibablik og 1A leika á grasvellinum i Kópavogi kl. 14 á sunnudag og á sunnudagskvöldið kl. 20 er stórleikur umferðarinnar. Þá mætast I Laugardalnum efstu liö 1. deildar frá þvi' i fyrra, Vikingur og Fram. 1 2. deild leika Þór-Njarðvik á Akureyri kl. 14, á laugardag og á sama tíma FH og Fylkir á Kapla- krikavelli i Hafnarfiröi. Þá var grasi fyrirhugaður leikur Austanlið- anna, Einherja og Þróttar N. á Vopnafirbi en honum verður lik- lega frestaö vegna slæmra vallarskilyröa. A sunnudag leika Reynir og Völsungur i Sandgeröi kl. 14og ámánudag ÞfótturR. og Skallagrimur kl. 14. önnur umferö 1. deildar fer fram á miövikudag og fimmtu- dag. Þá mætast: Ísafjörður-ÍBV, IBK-Vikingur, KR-KA, Akranes- Valur og Fram-Breiöablik. tslandsmótiö i knattspyrnu er umfangsmesta iþróttamót sem haldiö er hérlendis. Þátttökulið og flokkar skipta hundruöum og þátttakendur þúsundum. Leikiö veröur nánast á hverjum degi næstu mánuöina en siðustu leikir deildakeppninnar og þar tslands- mótsins fara fram helgina 11.—12. september. Eins og kunnugt er, hefur deild- um veriö fjölgað og nú leikiö i fyrsta skipti I 4. deild. Þátttaka i kvennaknattspyrnu hefur stór-^ aukist og veröur nú leikið i fyrsta skipti i 2. deild kvenna en hún er tviskipt vegna fjölda þátttöku- liöa. Þá veröur öldungaflokkur fyrir 30 á ra og eldri I fyrsta skipti en þar leika 13 iiö i tveimur riðlum. Fjöldi liöa og flokka hefur aldrei veriö meiri og þvi ekki of- sögum sagt aö knattspyrnan, vin- sælasta iþróttagreinin hérlendis, sé enn i örum uppgangi. —VS Það veröur þá sennilega byrjaö á grasi I Laugar dalnum eftir allt saman. Fjölgun leikja og félagaskiptin ✓ verða helstu málin á HSI-þinginu Fjölgun leikja I 1. og 2. deild og félagaskipti innlendra og er- lendra leikmanna veröa væntan- lega helstumálinsem borin verða fram og rædd á 26. ársþingi Handknattleikssambands íslands sem fram fer i Domus Medica I kvöld og á morgun. Þingiðveröur sett I kvöld kl. 20. Tillaga um fjölgun leikja veröur borin fram. Þar er gert ráö fyrir hinum venjulegu 14 umferöum eins og tíökast hefur undanfarin ár en siðan leiki fjögur efstu liöin fjórfalda umferð um meistaratitilinn og hin fjögur samskonar keppni um falhö. - Þetta á bæði viö um 1. og 2. deild karla. Ab sögn Jóns Erlendssonar hjá HSI veröa félagaskipti leik- manna, bæöi innlendra og er- lendra, i brennidepli. Fjórir Danir hafa sótt um keppnisleyfi meö Islenskum liöum næsta vetur.einnhjá KRogþrírhjá KA. HSI hefur beöiö meö aö veita þeim leyfi þar til máiin hafa veriö rædd á þinginu og skýr stefna af- mörkuö i þessum málum. Engin afgerandi reglugerð er til hjá HSI varðandi erlenda leikmenn og þvi brýntaöþau málkomistáhreint. Varöandi islenska leikmenn - hafa komið fram hugmyndir um aö hafa tvo daga á ári, 1. júli og 1. janúar, sem félagaskipti veröi miöuð viö til þess aö koma á jafn- vægi milli héraöa, en eins og er geta menn fariö i kringum lögnin ef þeir vilja skipta um félag á miöju keppnistimabili. — VS Tryggir Liverpool sér titilinn á morgun? A morgun, laugardag, verður leikin siðasta heila umferðin I ensku deildakeppninni I knatt- spyrnu. Eftir þá leiki gætu úrslit á toppi og botni verið ráðin en þó er eins vist aö svo verði ekki þar sem nokkrum frestuðum leikjum verður enn ólokið. Staöa efstu og neöstu liða i 1. og 2.deildfyrir leiki morgundagsins eru þessi: 1. deild Liverpool . . 40 25 8 7 77:31 83 Ipswich .... 40 25 5 10 72:49 80 Man.Utd. . 41 21 12 8 57:29 75 Tottenham 40 20 11 9 65:43 71 Swansea ... 40 21 6 13 57:46 69 Birmingh .. 41 9 14 18 52:61 41 Stoke 40 11 8 21 41:61 41 Sunderl . ... 41 10 11 20 37:58 41 Leeds 40 9 12 19 37:58 39 W.B.A 39 9 11 19 42:53 38 Wolves .... 41 9 10 22 30:62 37 Midd.b .... 40 7 14 19 32:51 35 Veröa Graeme Souness og félagar hjá Liverpool Englands- meistarar á morgun? 2. deild Luton..... 40 24 12 4 82:43 84 Watford ... 41 23 11 7 74:39 80 Norwich ... 41 22 5 14 63:48 71 Leicest .... 40 18 11 11 56:45 65 Bolton..... 42 13 7 22 39:61 46 Derby ...... 41 11 12 18 50:66 45 Shrewb .... 41 11 12 18 37:57 45 Cardiff .... 40 11 8 21 42:58 41 Wrexham . . 41 10 11 20 37:54 41 Orient..... 40 9 9 2 2 33:58 36 Liverpool mætir Tottenham og nægir aö sigra i þeim leik til aö tryggja sér meistaratitilinn. Ips- wich mætir Nottingham Forest heima. Þar á eftir á Liverpool úti- leik gegn Middlesboro en Ipswich heimaleik gegn Tottenham. Wolves er fallið I 2. deild þar sem WBA og Leeds eiga eftir aö mætast. Middlesboro á veika von en til þess aöhalda sér uppi þarf liöið aö sigra Swansea á útivelli á morgun og si'öan Liverpool heima Harla er óliklegt aö þaö takist. Hvert þriöja liöiö veröur er ómögulegt aö spá nokkru um. WBA mætir Notts County úti á morgun og á siöan eftir leiki gegn Leeds heima og Stoke úti en bæöi þessi lið eru i failhættu. Sunder- land er einnig I mikilli hættu vegna slakrar markatölu og ef libiö tapar heima gegn Manch. City á morgun eru allar likur á aö þaö falli. Luton og Watford eru löngu komin upp i 1. deild og Luton hefur tryggt sér meistaratitil 2. deildar. Norwich þarf aðeins jafntefli á morgun gegn Sheff. Wed.á útivelli til að endurheimta 1. deildarsætiö sem tapaðist sl. vor en tapi Norwich á Leicester von, meira aö segja góöa von þvi strákarnir hans Jock Wallace eiga eftir tvo leiki gegn botn- liðum, Shrewsbury og Orient. Wrexham og Orient eru fallin I 3. deild og Cardiff veröur sennilega þriöja liöiö. Walesbúarnir eiga eftir aö mæta Grimsby úti og Luton heima og tap I öörum leiknum þýðir fall. Sem sagt, þaö biöa örugglega margir spenntir eftir úrslitum morgundagsins, ekki sist þeir sem eiga uppáhaldsliö i topp- og botnbaráttu. — VS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.